Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 18.01.1921, Blaðsíða 3

Íslendingur - 18.01.1921, Blaðsíða 3
3 tbl. ÍSLENDINGUR 9 Tilkynning. Hér með tilkynnist, að verzlun mín í Hafnar- stræti 18, Akureyri, sem eg hefi keypt af hr. konsúl Otto Tulinius, ber framvegis nafnið Tuliniusarverzlun. Eskifirði 14. janúar 1921. J. C. F. Arnesen. •s Sigurður Skagfeld söngvari var einn þeirra manna, sem með Gnllfoss komu síðast. Hatin hefir í hyggju að dvelja hér þar til Síerl- ing kemur í byrjun næsta mánaðar og mun þá að sjálfsöfiðu halda »Consert« einn eða fleiri. Reykjavíkurblöð hafa farið lofsamlegum orðnm um söng hans. Með Gullfossi eru tvær erlendar skipshafnir af/skip- um sem strandað hafa syðra í síðast- liðnum mánuði. Annað skipið var frá Hamborg, og tjáðu yfirmenn sk psins íslendingi, að jáeir hefðu látið í haf þaðan með salt í ofanverðum nóvem* bermánuði. Hefðu þeir fen’ið langa og harða útivist og hrakist mikið. A átjánda degi fengu þeir grunnföll á sig og rofaði þá litlu síðar til lands. Var skipið þá komið svo nærri landi að uin björgun þess var ekki að ræðá enda steytti það nær samstundis á grunui. Björguðust menn allir e 1 fjár- hlutur ekki. Mennirnir segjast hafa strandað við Meðalland. Mjög lofa þeir móttökur þær sem þeir fengu og bera I%landi bezta orð. Hitt skipið rak á land í Keflavík og konrust menn þar af við illau leik. Allur farmur týndist. CO Búsáhaldasýningin f Reykjavík 5.—12. júlí 1921. Þeir sem ætla að senda muni til sýningarinnar þurfa að vera búnir að tilkynna það til Búnaðarfélags íslands eða Rækíunarfélags Norðurlands fyrir 28. febrúar næstkomandi. Akureyri 18. janúar 1921. Einar J. Reynis. ^Framtíðin4 27 ára. Kvenfélaeið »Framtíðin« var 27 ára gamalt þ. 13. þ. m., og hafði í til- efni af því samkvæmi á »Hótel Akur- eyri«, var þar saman kominn fjöldi fólks, er skemti sér hið bezta við söng og ræðuhöld. Bæjarfógeti Júlíus Hav- steen talaði fyrir minni félagsins og fórst það ágætlega. Rá var dansað fram á morgun. Samkoma þessi var félaginu til sóma. — Enda á félagið skilið heiður og þökk allra bæjarbúa fyrir vel unnið 27 ára starf þess. Um leið og eg árna »Framtíðinni« allra heilla vona eg að það megi blómgast ár frá ári og starf þess bera þúsundfaldan ávöxt. Th. lltdráttur úr fundargerð Utgerðarmannafé- lagsins á Akureyri 17. des. 1920. Útgerðarmannafélagið hefir samþykt að kjör háseta yrðu sem hér segir: Ráðning á þilskipi til þorskveiða. Helmingur af eigindrætti og hálf lifur. Hásetar leggi sér til veiðarfæri sjálfir, en fá endurgjald fyrir það frá útgerðinni 10. kr. á mánuði frá því veiðin byrjar. Allir skipsmenn leggja sér til fæði að ölluieyti og borgi hálfa olíu og smurningu er skipið notar. Hásetar vinni endurgjaldslaust að útbúnaði skips og fram- setningu. Mótoristakjör: hin sömu og háseta og að auki 100—150 kr. kaup á mánuði. Matsveinakjör: Alt að 250 kr. kaup. á mánuði en að öðru leyti sem hásetar, nema þeir borgi ekki olíu og smurningu og endurgjald fyrir veiðafæraslit fá þeir ekkí. Allir skipsmeun borgi salt í afla sinn. Síjórn Útgerðarmannafélagsins. Sjómenn! Akveðið er að mótorskipið Hjalteyri fari á þorskveiði seinni hluta marzmánaðar suður fyrir Iand, Peir hásetar sem vilja ráða sig á skipið snúi sér það fyrsta til skipstjóra Sigtryggs Jó- hannesonar frá Osi, eða verzlunarstjóra Karls Guðnasonar Hafnarstræti 18. 4 eg kann vel, er að dansa og engum manni, sem nokkuð er í varið, gezt að því, að konan hans standi á tánum.« »Bambina. Pú talar svo mikið urn mann. Er nokkur sérstakur, sem þú hugsar um?« »Já. Hreinskilnislega sagt hefi eg ákveðið að ná í einn.« »t*að er elcki alvara þín, þekki eg manninn?« Já — Jarvin Joeclyn.* »Hefir hann beðið þín?« »Nei. Hann veit ekkert um þetta. Eg hefi einungis ákveðið að gift- ast honuml* »En góða barn, hann á ekki neitt.« Ressvegna er það, sem eg ásaka þig fyrir að hafa ekki kent mér neitt nytsamt í uppvextinum — svo eg geti boðið Jarvis einhvern óþarfan, sem hann yrði þá að venja sig á. »En hversvegna hefur þú einsett þér að giftast honum? Mér virðist sem hér sé altaf fult ungra manna. Eg geri ráð fyrir að þeir séu að viðra sig upp við þig. Þessi drauma víngull er í sannleika sá þeirra, sem sístur er þeirra allra.« »Hverju orði sannara. Ressvegna vil eg giftast honum. Hann sveltur ef enginn miskunar sig yfir hann.« »Er engin góðgerðastofnun til, sem ef til vill —« Bambi skelli hló. »Heimili fyrir ofvita. Ágæt hugmynd. Nei, Parkhurt prófessor, enn lætur ríkið sig engu varða, þessháttar vesalinga.« »Mér virðist þó að miskunsemi þín sé helst til mikil ef þú gift- ist honnm.« Hún hló aftur. »Eg tel honum þessa kosti til gildis. Af góðu bergi brotinn, á góða vini, laglegur, heilsugóður og skáldhneigður. Kanslce, að hann sé í þokkabót ástúðlegur. Sá er kannske Ijóður á ráði hans, að hann hefir ekki verið alinn upp á kaupsýslumanna vísu, cins og nú cr vani, 6AMBI EFTIR M. B. COOKE AKUREYRI PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR 1921 V

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.