Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 08.07.1921, Blaðsíða 1

Íslendingur - 08.07.1921, Blaðsíða 1
Rit st jóri: Jónas Jónasson trá Flatey • ISLENDINGUR Afgreiðslumaður: Hallgr. Valdemarsson Hafnarstræti 84. VII. árgangur. Akureyri, 8. júlí. 1921. Hérmeð tilkynnist, að jarðarför manns míns, Valdemars Thorarensens, sem andaðist í Kaupmannahöfn 15. maí þ. á., er ákveðin jjriðjudag- inn 12. júlí, og hefst með húskveðju á heimili hins látna kl. 1272 e. h. Sof/a Thoraretisen. Ávextirnir af starfsemi samvinnufélaganna og skattfrelsi þeirra. I. Með ýmsu móti hafa forkólfar samvinnufélagsmanna í ræðu og riti um fjöldamörg undanfarin ár reynt að vefa einskonar dýrðarhjúp utan um orðið samvinnufélag, og málað h.ann litum sannleika, réttlætis og heilagleika. Við orðið samvinnu- félag hefir verið reynt að tengja ýms- um fögrum nöfnum, svo sem: rétt- læti, hjálpfýsi, drenglyndi' sparsemi, víðsýni, göfuglyndi, skarpskygni o. s. frv. í fáum orðum sagt hefir orðið samvinnustefna eða samvinnu- maður verið notað sem tákn á göf- ugri og góðri stefnu eða göfugum og góðum manni. Jafnframt hafa þeir reynt að vefa einskonar fyrirlitningarhjúp utan um orðið kaupmaður og málað hann litum blekkinga, ranglætis og óheil- inda. Við orðið kaupmaður hefir verið reynt að tengja ýmsum ófögr- um nöfnum, svo sem: ranglæti, nirf- ilsháttur, ódrenglyndi, eyðslusemi, þröngsýni, okur, skamsýni o. s. frv. I fám orðum sagt hefir orðið kaup- maður verið haft sem tákn upp á hrokafullan og vondan mann. . Fólkið hefir hlustað á ræður sam- vinnuleiðtoganna og lesið rit þeirra og blöð. Sumir með velþóknan og aðrir með viðbjóði. Kaupmannastéttin hefir lítið skift séraf skrifum samvinnumanna; kaup- menn hafa aðallega hugsað um sín störf og látið hitt sem vind um eyr un þjóta, hafa sennilega hugsað að reynslan mundi skera úr með það, hver stefnan yrði. happasælli í fram- tíðinni, ef frjáls samkepni yrði látin ráða. Reim hefir tæplega komið það til hugar, að löggjafarnir færu að veita samviiinufélögunum undan- Þágur frá opinberum gjölckim og veita þeim jafnframt réttindi langt fram yfir aðrár verzlanir eða félög. Retta er þó orðin raunveVuleiki, sem ekki verður móti mælt með viti. Maður skyfdi nú . halda, að sam- vinnufélögin hefðu unnið eitthvað sérstaklega þarflegt verk, er væri til almennings þarfa fram yfir kaup- menn eða aðra verzlunar- og at- vinnurekendur, sein ekki hafa orðið hlunnindanna aðnjótandi. En á ekk- ert slíkt er hægt að benda. Pað mun tæplega vera hægt að bera á móti því með rökum, að gjöld þau til sveita og bæjarsjóða, bæði aukaútsvör og önnur gjöld, sem lögð eru á einstaka menn, stofn- anir og félög, séu lögð á í þeim tilgangi, að verja þeim peningum, sem með þeim fást tll almennings- heilla. P. e. til heilla almennings í viðkomandi sveita- eða bæjarfélagi. Með lögunum um samvinnufélög, sem afgreidd voru frá síðasta þingi, hafa samvinnumenn sýnt það svo , áþreifanlega að ekki verður á móti mælt, að þeir vilja ekki vera með að leggja í þessa sjóði eftir sama mælikvarða eða jafnvel hlutfallslega og aðrir meðlimir viðkomandi bæjar- félaga. Peir vilja helzt vera lausir við það alveg. Peir vilja ekki vera með að leggja í sjóði þá í því bæj- arfélagi, sem þeir starfa í, sem varið er til þess að veita fátækum fæði, klæði pg húsaskjól; þeir vilja ekki vera með að leggja í sjóði, sem var- ið er til fræðslu þeirra ' ungmenna, sem aðstandendurnir geta ekki af eigin efnum kostað til náms í barna- skólum; þeir vilja ekki vera með að léggja í sjóði, sem varið er til þess að annast efnalega hjálparvana sjúklinga; þeir vilja ekki vera með að leggja í sjóði, er notaðir eru tiJ almenningsheilla. Prátt fyrir þetta gera foringjar sam- vinnufélaganna kröfu til þess, að þau séu talin bezti stuðningsaðili almenningsheilla; helzt að þau séu álitin grundvöllurinn undir tíman- tegri, ef ekki andlegri velferð manna. Er nú hægt að hugsa sér öllu meiri frekju en þetta? Engin stétt manna, félag eða stofnanir á þessu landi hefir svo vitanlegt sé látið sér detta í hug að bindast samtökum með það, að velta sjálfsögðum og eðlilegum gjöldum af sér og á ná- ungan, nema kaupfélögin; í því eru þau rétt nefnd samvinnufélög. ‘Alt fimbulfamb Jónasar frá Hriflu og annara samvinnupostula um tvö- falda skattinn er ekkerí annað en örgustu blekkingar, meðan kaup- félögunum er ekki gert að skyldu, að láta niðurjöfnunarnefnd í té með- limaskrá og viðskiftaveltu hvers ein- staklings í félögunum. Það mætti með sama rétti eða órétti kalla hann fjórfaldan, sexfaldan eða hver veit hvað margfaldan, eins og tvöfaldan; enda hefir Dagsritstjórinn sagt hann þrefaldan og Pórólfur Sigurðsson fjórfaldan, og má af því sjá, að tak- mörkin eru ekki sett við neina tölu, heldur eftir geðþótta hvers einstakl- ings af leiðtogunum. Idvað svo sem samvinnuhöfðingj- unum þóknast að segja eða skrifa um göfugmensku samvinnumanna, er mörgum nú orðið það ljóst, að samvinnufélögin hér á landi, eða Samband íslenzkra samvinnufélaga, er ekkert annað en öflugt »trust«- félag, „Hringur," svipaður Trustfélög- unum í Ameríku. Aðferðirt við að koma sér hjá því að greiða eðliJeg og sjálfsögð gjöld til almennings- þarfa, er hin sama og hjá amerísku trustunum. Sem sé sú, að efla fé- lagsskapinn með öllum leyfilegum ráðum til fjársöfnunar meðal félags- manna. Síðan er unnið að því, að koma sínum mönnum að við kosn- ingu í niðurjöfnunarnefndir og bæj- arstjórnir og loks að koma sínum mönnum á löggjafarþing þjóðarinn- ar. Þegar það er fengið, eru laga- frumvörpin tilbúin, þeim smelt fram og tjáir þá ekki að mæla á móti. Foringjarnir „kommindera", og þá verður þeirra. vilji að ráða, hvað sem öðru líður. Hvort lagafrumvörpin, sem fyrir þingið kunna að vera lögð, hafa fengið sæmilegan undirbúning eða ekki, er alveg apkaatriði; þótt farið sé í kring um þfngsköpin, gerir lieldur ekkert. Frumvarpið eða frum- vörpin, sem við höfum lagt fyrir þingið, skal verða að lögum „kom- mindera“ foringjarnir, og við það verður að standa. Pað er hart, að einmitt á þeim tíma, sem íslenzka þjóðin er stödd í þeim erfiðustu peningakröggum, sem hún hefir { komist í manna minnum, i og þar af leiðandi meiri nayðsyn en nokkru sinni áður fyrir samvinnu allra stétta og atvinnuvega um að koma þjóðinni úr fjárhags- örðugleikunum, að þá skuli vera samþvkt lög, sem hljóta að vera sér- staklega vel til þess fallin að vekja kala og óvild milli bæjarfélaganna og sveitanna, úlfúð og rifrildi manna á meðal og á þann hátt sundra kröftum þjóðarinnar. Til alls þessa eru lög þau uni samvinnufélög, sem síðasta þing samþykti, sérstaklega vel fallin. Pau eru verk samvinnu- forsprakkanna. Pað er einn ávöxtur 35. tölublað. af starfsemi þeirra. í3au eru sýnis- horn á göfugmenskunni. Með þeim er dýrðarhjúpurinn 'ineð fögru litun- um fullgerður í bili. (Framh.) OO Gripið í strenginn. iii. Eg ritaði tvær greinar með þéssari fyrirsögn s.l. vetur og lét Daginn bera út um sveitirnar. Oreinarnar fjölluðu um dýrtíðina og fl. þess hátt- ar. Eg talaði um þá þætti hennar, sem þjóðin hefir skapað sér sjálf með hóflausu framferði og heimtufrekju, yfirboðum og loftköstum. Póttist eg skamta öllum stéttum nokkurnveginn jafnt og minni stétt eigi síður en hin- um. Eg drap á verðlagið, sem eftir- spurn og framboð hafa sett á varning innanlands, gripi og jarðir. Engan mann nefndi eg, svo að vægilega væri þó stigið niður, enda lítil ástæða til þess, þar sem aldarfarið, tízkan, tíminn eiga sökiria að miklu leyti. En eg nefndi jörð til dæmis um furðulegt sölu- og kaupverð Skriðuland í Möðruvalla- sókn. Pað gekk kaupum og sölum á 20,000 kr. s.l. ár. Sannast að segja vissi eg eigi hvaða nafn sá maður hlaut í skírnarathöfninni, sem þarna var að kaupsýslunni. Vissi eg reyndar, ‘að hann var einkasonur þrifnaðar- bónda, af gamla skólanum: Jóns Arn- finnssonar í Litla-Dunhaga. Og bjóst eg við, að unglingurinn væri nú að fleyta flot af potti liðna tímans — sér til ágætis. Um það þagði eg að vísu, þótti það engu máli skifta. Nú hefir dreughnokkinn sýnt það í blaði, að hann stendur ekki á fornum merg vitsmunanna, hversu sem hann slepp- ur við kaupið, fjárhagslega. • Eg varð steinhissa, þegar eg las í Degi seint og síðar (heimkominn úr langferð) svar piltsins, ef svar skyldi kalla. Hann ræðst á mig, eftir því sein hann getur — með ásökunum um það, að eg sé á ferðalagi. Pað á víst að sanna, að jarðarkaupið sé vit- urlegt. Mér skilst sem honum þyki eg gera ósvinnu í því, að fara að heiman, sjá aðra og lofa mönnum að sjá mig og heyra. Eg get sagt það með sanni, að eg fer langtum færri ferðir og styttri en mér standa til boða, bæði innanlands og utan.' — Pessi snáði veit auðsjáanlega ekki, að sá maður, st-m ia-Sl við bókme I r ‘f ^ sk fl * um sjóndeildarhnng, svo hann fey^k- ist eigi tyrir örlög fram. En sleppum því. Eg vík að Skriðulandskaupinu, úr því að maðurinn frá Dunhaga vill endilega ganga undir öxi mína. Petta dæmi sýnir svo áþreifanlega grunn- i

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.