Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 08.07.1921, Blaðsíða 4

Íslendingur - 08.07.1921, Blaðsíða 4
232 ISLENDINGUR 35. tbl. Með e. s. Gullfoss kom afarmikið af allskonar Járnvöru (Isenkram) stærri og smærri í Tuliniusarverzlun. iét Stúlkur, landmenn og sjómenn ræður undirritaður til síldveiða og síldarverkunar á Siglufirði. Ásgeir Pétursson. Ódýr álnavara. Með s/s »Gullfoss« fékk eg undirritaður miklar birgðir af margskonar áinavöru, sem selst í heildsölu ódýrara en þekkist hér nú. Ennfremur mikið af prímusum og mótorlömpum og tilheyrandi varastykkjum. Þormóður Sveinsson. Sannsögli bæjarstjórans. Bréf Jóns Sveinssonar dags. 9. nóv. f. á., birt í 32. tbl. ísl., sýnir að Jón Sveinsson bæjarstjóri »afþakkar* fyrir hönd nefndarinnar, »boð hins ameríska raforkufélags*, sem hafði samkv. bréfi sínu, þýddu i sama blaði, tekist í fang, að segja álit sitt um kostnað raforku- tækja fyrir hvoratveggja þeirra vatns- orku-rafstöðva, sem eg hafði tilgreint í bréfi mínu, dags. 29. maí f. á., sam- kv. tilmælum hins sama J. S., dags. 22. maí sama árs. Að hann hefir af- þakkað boð nýnefnds félags, að það skuli semja (Orðrétt: sé að semja) álit um kostnað raforkutækjanna til nefnd- ra rafstöðva, og skuli hjálpa mér til að útvega áætlun um kostnað bygg- inganna og annars steinverks hjá á- byggilegum byggingafélögum vestan- hafs, með því að setja sig í samband við þau, og gefa þeim nauðsynlegar upplýsingar um stærð og tegund vél- anna, það lætur Jón Sveinsson sem ekkert sé. Eftirrit (Duplikat) af bréfi ameríkanska raforkufélagsins, sem þýðingin er af var, eins og áður er sagt, lagt inn á skrifstofu bæjarsljóra J. S. 2. sept. f. á., og lá þar ósvarað heila tvo mán- uði, þrátt fyrir ítrekaða beiðni mína um skriflegt svar, nfl. þar til hinn 9. nóv., og á meðan samdi félagið á- ætlun sína eða álit um kostnað raforku- tækjanna; er hún rituð ásamt með- fylgjandi brjefi, á 26 bls. vélrituðum, og innifelur sundurliðaðan lista yfir áhöldin, einnig skrá yfir þau með þá- gildandi verksmiðjuverði, og auk þess nokkrar Ijósmyndir af teikningum yfir sum vélakerfin, (turbinu- og dýnamo- samstæðurnar.) Þær Ijósmyndir eru dagsettar 16. ág. f. á., en álitsskjölin h. 29. sept. og bréfið, sem fylgir, er dags. 30. sama mán. Stærð og tegund vélanna er ennfremur sýnd með töfl- um og bókum, sem fylgja. Má hér af ráða, að undirbúningur þessara skjala sé 6 vikna vinna fyrir góðan verkfræð- ing, og hafi kostað nefnt raforkufélag alt að 600 dollara, eða ca, 3000 kr. með núgildandi gangverði. Að nefndu raforkufélagi sé greitt nokkuð fé fyrir þetta starf sitt, hvað þá að mér sé greidd nokkur borgun fyrir ómak mitt, að útvega nefnt álit, og sjá um það síðan, lætur Jón Sveinsson liggja í þagnargildi, Petta sýnir hve drenglyndur og og skyldurœkinn J. Sveinsson er. í stað þess að játa, að hann hafi gabbað of- angreint félag, og bjóða því borgun fyrir fyrirhöfn sína, og mér fyrir ómak mitt, fer hann með vöflur og vífilengj- ur um orðin »ti!boð«, »framboð« og »áætlun« ogsegir: »Verður þvætt- ingnum um þetta ásamt öðru fleira svarað í næsta blaði.« Næsta blað 33. tbl. fsl. liggur fyrir mér; eg les þar þessi orð: »Rá er Frímann B. Arngrímsson. Eins og minst hefir verið á áður, þá er bágt að svara Frímanni. Greinar hans eru bygðar á svo miklu hugsana- losi og mótsögnum, að helzt er ekki hægt að fá botn í neinu, og hringl- andinn á sér engan endir. Frímann er líka við og við að lciðrétta sjálf- an sig, sbr. síðasta Fylkir, 28. tbl. ísl. þ. á.«.........Og svo meira og meira af þessu og þvílíku rausi, sem fyllir þrjá dálka blaðsins. Rað sé langt frá mér að þreyta les- endur þessa blaðs á því að svara sliku rausi orði til orðs, þótt höfundur þess sé bæjarstjóri eða »borgarstjóri« Akur- eyrarkaupstaðar. Enda mun Jón Sveins- son ekki hafa samið það alt eða hjálp- arlaust. Eigi heldur líð eg sjálfur mest tjón við það, þó álygar og flónska sigri í bráðina. Eg læt mér nægja í þetta sinn að mótmæla því, að eg hafi farið með »ósanninda þvætting« eða «blekkingar« í þeim greinum, er eg hefi ritað og höf., J. S., vitnar til, og er reiðubúinn að staðfesta, hvar sem er, fyrir rétti ef þörfgerist, það, sem eg hefi ritað. Þeir, sem hafa blöðin ísl. og Verkam. og ritið Fylkir, útg. f. á., sem J. S. vitnar til því til sönnunar, að eg hafi, í fyrra sumar og alt þar til í vor, ver- ið því mótfallinn, að stöð, sem not- aði Glerá tekna upp hjá Tröllahyl eða Rangárvallabrúnni, og sem nægði öll- um bænum til matsuðu jafnt sem til ljósa og iðju, yrði bygð, en eindreg- ið með því, að stöð væri reist við neðsta Glerárfossinn, geta af þeim séð, hve létt höf. er um að segja satt, eða hitt þó heldur. í »Ásrún Akureyrar«, ds. 19. febr. s. I., vara eg menn við því, að byggja Glerárfoss stöðina, þar sem þeir B. & W. segja, að hún skuli standa, og samkv. þeirra álitsgerð, mæl- ingum, teikningum og áætlun: þær séu í »ýmsum aðalatriðum rangar«. Bréf frá mér líks efnis var lesið upp snemma í sama mánuði á bæjarstjórnarfundi, í áheyrn bæjarstjóra J. S. Það þarf meira en meðal dirfsku til að rila slik ósannindi, sem J. S. hefir ritað í þessum lið andmæla sinna. Þrautina, sem hann óskar að eg leysi, þá nfl., að sýna hvernig 300 — 450 hestafla stöðin þeirra B. & W. við Glerárfossinn geti undir hans eigin forustu og stjórn, steypt þessum bæ í botnlaust skuldafen, þó steinolíu raf- ljós kosti kr. 1,50 kwst. og steinolíu kg, 80 aura., læt eg bíða annars dags, þótt ekki sé örðugt að leysa. í staðinn fyrir þá Iausn set eg hér yfirlit yfir þær fjárupphæðir, sem eg hef fengið úr bæjarsjóði fyrir afskifti mín af ogþátt-töku í undirbúningi raf- veitu Akureyrar síðan J. S. tók við bæjarstjóra-embættinu. Þær sýna, aðJ.S. varð feginn í fyrra vor, að fá mig til að mæla aflið í Fnjóská og Glerá og velja þar- stöðvar stæði, og einnig sýna þær, hve spar J. S. getur verið á fé bæjarins, þegar aðrir eiga f hlut en hann sjálfur. Fyrir að mæla aflið í Fnjóska út í Dalsmynni, og vegalengdina frá stíflu stæðinu ogofanfyrir Laufásmelana ímarz f. á. fékk eg 150 kr.; borgun fyrir að- stoð og riss-teikningu af svæðinu þar í innifalin. Fyrir að mæla aflið í Glerá, vídd og dýpt gljúfursins upp við Tröllhyl og vegalengdina þaðan og ofan á flötinn við tóvélaskurðsþróna, í fyrra vor, fékk eg 100 kr.; borgun fyrir að- stoð og blýantsteikning þar í innifalin. Fyrir blýantsteikningar af hvoru- tveggja raíveitusvæðuuuui, ásamt lýs- Sement, tæpar 100 tunnur, væntanlegt 10. þ. m. Selst frá skipshlið svo ó- dýrt sem unt er. Upplýsingar hjá P. Péturssyni. ingum af þeim og Akureyri á dönsku og ensku og bréfum, er þeim fylgdu, til útlendra rafmagnsfélaga, fékk eg fyr- ir eindregin . meðmæli raforkunefndar- innar 100 kr. — eftir tveggja mánaða bið. Alls hefi eg fengið fyrir starf mitt við undirbúning rafveitunnar s.l. ár og alt til þessa dags 350 kr.; þar af fult 50 kr. fyrir aðstoð. Auk þessara fjárupphæða hefir Jón Sveinsson bæjarstjóri sent mér 3-4 dálka »andmæ!i« að gjöf. — »Hver er sín- um gjöfum líkastur*. Fritnann B. Arngrímsson. OQ Kaupendur »íslendings« í Þingeyjarsýslu eru beði'ir að greiða andvirði blaðsins til hr. kaupm. Bjarna Benediktssonar á Húsavík. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.