Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 08.07.1921, Blaðsíða 2

Íslendingur - 08.07.1921, Blaðsíða 2
130 ISLENDINGUR 35. tbl. >íslendingur* kemur út á hverjum föstudegi og aukablöð þegar ástæða er til. Árgangurinn kostar sex krónur. Gjalddagi fyrir 1. júlí ár hvert. Uppsögn skrifleg, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. október. Innheimtumaður blaðsins er Hallgrímur Valdemarsson Hafnarstræti 84. hygni kynslóðarinnar, sem nú lætur bægslin vaða mest. Petta er þá merg- urinn málsins, ef um merg væri hægt að ræða, að: Jörð er keypt á 20,000 kr., sem ætla má að fóðri 4—6 kýr og um 100 fjár (hesta læt eg vera, þeir gefa ekkert af sér, beinlím's, nema þá stóð- hross, þar sem þau þrífast). Renta af þessum höfuðstól er með 7 af hundr- aði 14 hundr. kr. Viðhald á húsum og útgjöld má telja, að áriega nemi kr. 200.00 að minsta kosti. Þarna eru komnar 16 hundr. kr., sem ábúandi verður að greiða í afgjöld og útgjöld. Setjum svo, að jörðin beri 200 fjár. Eg geri enga sundurliðaða áætlun um búskap á jörðinni, en legg tnálið í dóm bænda, sem hafa átt við búskap, hvernig þeim lízt á að taka förð til ábúðar, kosta Hansa og gjalda þetta af henni og standa í skilum við heim- ili, sveit og land. Reyndar þarf eg ekki að skjóta þessu máli til annars dómstóls en sjálfs mín og þeirrar reynslu, sem hver maður hefir, sem byrjað hefir með tvær hendur tórnar að búa. Kaupa-Héðnar ætla ekki fyrir áföllum, þegar þéir eru á báðum bux- unum. Retta land er áfellaland. S.lt ár hefir sýnt það enn á ný, þó að harðindi hafi eigi verið. Verzlunarann- markar hafa leikið bændur svo grátt, að gersamlega hefir snúist við þeirra manna hagur, sem á jörðuhum búa og farið þó allavega gætilega. Svo ramt kveður að þessu, að nú skulda bændur þúsundir kr., sem inni áttu þúsundir í fyrra — þó að þeir hafi ekki steypt sér út í bandvitlaus jarða- kaup eða hestakaup né neitt brask. Varfærnu mennirnir vissu fyrir, að hætta var á ferðum og vildu vera við henni búnir. En þeir eru ofurliði bornir af aldurandanutn andlausa, sem gert hefir endaskifti á málefnum, komið vitskunni á höfuðið, en otað vitleysunni, frekjunpi og forsjárskort- inum í öndvegin. Ef einhver tekur sig fram um aðfinslur og bendir á hættuna, sem þjóðin er í, á hann handvísar persónulegar hnútusending- ar frá oflátungum, sem ekkert annað hafa sér til ágætis cn það, að foreldr- ar þeirra hafa verið vel að manni. f*á kem eg að því, sem kalla mætti „Syndir feðranna* í Verkamanninum. Verkamaðurinn flytur ritgerð í 21 tbl. sfnu um »syndir feðranna*. Hún fjallar mest um það efni, að þœr valdi mestu um atvinnumisfellurnar í landinu og alt sem stendur í sam- bandi við þær — vanmátt vinnuveitenda og kauphæð vinnþiggjenda, þá setn ekki er hægt að fullnægja eins og nú er komið atvinnuvegunum. Ein af þessum stórsyndum er falin í því hátterni bænda, að synja um lands- skika til nýbýla — eftir því sem Verka- maðurinn lætur í veðri vaka. Sökum þeirrar þverúðar, segir Verkam. að unga fólkið hafi streymt til kaupstaða og sjávarþorpa o. s. frv. Verkamaðurinn^ ritaði s.l. vetur um þennan straum og teldi þá aðalorsök- ina vera skólaleysi við hœfi ungu kyn- slóðarinnar og með þeim, skólunum, mundi öfugstreymið lœknast. Þessu mótmælti eg í Verkamanninutn og færði rök fyrir. Nú minnist Verkam. á þetta og andar um leið óeðlilega kalt til mín. — Kaldur andi frá manni til manns er að vísu ekki blaðamatur og liggur mér i léttu rúmi þess háttar vindstaða. En að öðru leyti er þessi »synda«- grein umræðuverð, þó að hún fari að vísu með Iögvillur í sumum grein-. um. Villan er fólgin í þeirri fullyrðingu, að fólkið myndi hafa setið kyrt (og bjargast af sjálfsdáðum) heima í sveit- unum, ef stórbændurnir, sem land- rými áttu, hefðu miðlað skákum til nýbýla (af óræktuðu landi?). Ress er fyrst að geta, að eg veit naumast dæmi til þess, að neitað hafi verið um þess hátfar beiðnir hér norð- anlands: beiðnir þess háltar tæplega komið fram. Þar sem um nýbýli á óræktuðu landi er að ræða, eru örð- ugleikarnir svo miklir, bæði í byrjun og framtíðinni, að hverjum skynbær- um manni fellur þar allur ketill i eld. Löggjafarvaldið hefir og örmagnast við að búa í hendur einstaklingunum það mál. Nýbýli í sveit á óræktuðu landi er svo seirit, mundi svo verða, til lífs- bjargar þeim, sem ryddu sér þar til rúms, að dauðinn sjálfur mundi verða þar á þrepskiidinum eða örbyrgð æfi- lörig meðan svo er háttað ræktun lands og atvinnuvegum, sem nú er og hefir verið. Eigi tjáir að neita þessari fullyrð- ingu með því að vitna til str.ábýla kringum hverja meðaljörð (meðalbæ) á liðnum öldum, sem vallgrónar tóftir vitna um. Pá hafa mennirnir lifað öðruvísi og tamið sér meiri nægju- semi, en nú gerist eða mun gerast. Lélegustu kotin, sem nú eru í ábúð, sýna það og sanna, áð ekki gr líf- vænlegt á lélegri jarðnæðum en þeim. En nýbýli hlytu að verða lélegri sök- um landsskorts til beitar, engjaleysis, hagaleysis og túnleysis, sem þeitn mundi fylgja f bráð og lengd. —- Fáeinar undantekningar sanna lítið, þær, að á fáeinum stöðum mætti með sveitarhjálp eða landshjálp korna upp einu og einu býli, þar sem sérstak- lega er fallið til engjaumbóta og víðar lendur liggja að annarsvegar fyrir búsmala. Eg gat um kotjarðirnar, hve ógóðar væru til ábúðar, og þó miklu lífvæn- legri en nýbýli, af því meðal annars, að þœr eiga þó eiginhaga, hús og tún. Pó hafa bændur flutt af þeim, á mölina. Verkamaðurinn veit víst um það, að tveir menn sitja nú í bæjarstjórn Akureyrar, sem fyrrum bju8gu ú smájörðum og fluttu af þeim, sjálfkrafa — sennilega fyrir þær sakir, að þeim hefir þótt óbjörgulegt á þeim að búa. Eg nefni þetla ekki í ámælisskyni, heldnr til að sýna fram á það, að ó- líklegt sé, að unga fólkinu liafi sú ástæða úr sveitunum stjakað, að þar var ekki koslur á landskikum t-il ný- býla. IJar sem svo er háltað í rauit og veru, að/jj bændur vilja heidur, sumir hverjir, flytja »á mölina,« en búa á jörðunum við þá örðugleika, sem búskapnum fylgja, má að líkind- um ráða, að ungir menn mundu eigi fýsast til að leggja í þá tvísýnu, að byggja sér bólstöð á óyrktu landi, þó að kostur væri gerður þúfnanna. Eg held að okkur ritstjóra Verkamannsins hafi verið — svo að eg tæki dæmi nærlendis — svo minnisstæð barátta föður okkar við að koma sonum sín- um (og dætrum) á framfæri, að okkur hefði ekki litist á að byggja bæ úr auðn, og innrætti hann þó ekki æðru sonum sínum. Eg þekki svo hugrenningar ungra manna, að þeir hugsa fæstir um ný- bygðamál, né framtíðarheimiíi. Peir þrá að »fara utan« það er að segja sjá sig um, skemta sér — láta reka á reiðanum, lenda í æfinlýrum og lifa. Hitt atriðið kemur seinna til sögunn- ar: að staðfesta ráð sitt í orðsins víð- tækustii rnerkingu. Um það skal eg ekki fjölyrða að þessu sinni. En það ætla eg að segja fullum stöfum, svo eigi verði misskil- ið, að mér keníur kynlega fyrir sjónir, þegar bændur, sem ekki gátu rönd við reist, meðan þeir bjuggu, kröfum þeim, sem þá voru til þeirra gerðar og örðugleikum bændálífsins og fluttu þess vegna til kaupstaðanna — að heyra þá ganga nú langt fram yfir þær kröfur á hendur öðrum, sem þeir sjálfir hrukku undan, t. d. í kaupgjaldi. Regar þannig er breytt, er óþarfi að tala um »syndir feðranna«, eða rita utn þær. Þá er langtum réltara að tala og rita um syndir sjúlfra sín. Ringulreiðin, sem nú er í landi voru í öllum áttum, svo að nærri stappar þjóðarháska — hún er ekki að kenna feðrunt vorum — nema að því leyli, sem þeir eru valdir aþ því, að þeir mann urðu til, sem ringulreið- ina fretnja. Sú synd verður ekki af þeim skafin, körlunum mosavöxtru. En hver vill lcasta á þá fyrsla stein- inum fyrir það athæfi? Skyldi eir.kaerfinginn í Dunhaga vilja taka upp fyrsta steininn og henda honum í maik? Nei! F*áð gerir enginn, sem er á- ttægður með sjálfan sig! 29 júní 1921. Guðmundur Friðjónsson. OO. Skýtur skökku við. Siðastl. þriðjudag. var haldinn bæj- arstjórnarfyndur á Akureyri. Helzta mál á dagskrá var rafveitumálið. Eftir gefnum upplýsingum frá Ragnari Ólafs- syni í því máli, var borin upp tillaga á þá leið, að þakka Otto Tulinius og Ragnari Ólafssyni fyrir það, sem þeir Itafa gert í því máli í útlöndum, og var sú tillaga samþykt með öllum at- kvæðum í bæjarstjórninni. Verkatnaðurinn frá 26. maí ræðst á ofangreinda menn fyrir ódugnað þeirra að útvega lán til rafveitunnar, og á- réttar með því, »að Ragnari Ólafssyni verðt haldin tilhlýðileg þakkarveizla þá hann kemur heim.« • Regar borin eru saman umtrtæli Verkamarmsins í þessu máli, við það, sem bæjarstjórnin samþykti, þá er hin JARÐARF0R okkar hjartkæru móður og tengdamóður, Puríðar Kjartansdóttur, sem andaðist að heimili okkar 1. þ. m., er ákveðið að fari að forfallalausu fram 16. þ. m., kl. 12, frá heimili okkar. Fyrir hönd okkar og fjarver- andi skyldmenna. Jóhanna Jónsdóttir. Stefán Sigurðsson. » Athugaverðaframistaða',« eftirummæl- um Vm., þessara tveggja nianna dauða- dæmd, og það af þeim verkamönnum, sem í bæjarstjórninni sitja. Ög hin tilhlýðilega veizla, sem álti að halda Ragnari Ólafssyni í þessu máli, snýst upp í þakklæti fyrir urinið starf í raf- veitumálinu. Eftirmirinilegri snoppung er trauðla hægt að hugsa sér, en þann, sem verkantenn í bæjarstjórn gefa mál- gagni sínu, en sá, sem þeir greiddu í rafveitumálinu síðastl. þriðjudag. Sennilega fer mönnum að skiljast, að þau málgögr) hér á Akureyri, sem liggja á því lúalagi að sverta helztu borgara þessa bæjar, brígsla þeim um afturhald, og þeir spilli fyrir framfara- fyrirtækjum bæjarins tneð fratnkomu sinni, séu ekkt setn lieiðvirðust eöa sannleikselskandi, því þegar betur er aðgætt, þá eru það mennirnir, sem vilja brúka fyriihyggju á framkvæmd- um og að fé bæjarins sé sparað, en eltki ganað fyrirhyggju- og undir- búningslaust t þau verk, sem bærinn hefir með höndum. Nú eru erfiðir og hættulegir tímar, og því ríður lífið á að nota sér vit og þekkingu þeirra manna, sem sjá iengra e.n lengd sína í fjármálum. OO AKUREYRI. . Gullfoss kom írá Reykjavík til Akur- eyrar 1. |), nl. Með skipinu komu frá út- löndum Ragnar Olafsson konsull og frú, Hallgr. Davíðssoti verzlunarstj. og frú, Ásgeir Pétursson og frú. Einnig var með skipinu sænskur verkfræðingur til að sjá um rafveituna við Glerá. Meðal farþega með Gullfossi var og frú Sofia Thoraren- sen, með lík mannsins síns, V. Thoraren- sens. Hjónaband. Gefin saman í borgaralegt hjónaband af sýslumanni nú síðustu' daga: Skapti Guðmundsson frá Þúfnavöllum og ungfrú Sigrún Sigurðardóttir frá Leyningi. Einnig byggingameistari SvéinbjörnJóns- son og garðyrkjttkona Guðrún Björns- dóttir frá Veðramóti. íslendingur óskar brúðhjónum þessum til hamingju. Fiskiajli góður undanfarna daga á mó- lorbáta. Tiðin, ágæt, grasið þýtur upp. Sláttur byrjar alment næstu daga. Inflúcnzan gengur nú um bæinn, sögð lteldur væg. Skrifstofa sýslumannsins í Eyjafjarðar- sýsltt og bæjarfógetans á Akureyri er flutt í hús sýslttmannsins. Dánir ertt nýskeð tveir ungir og efni- legir menn í Eyjafirði frant, Jóhann Frið- finnsson í Árgerði, sem fór suður að Vífil-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.