Íslendingur - 12.08.1921, Qupperneq 1
Afgreiðslumaður:
Hallgr, Valdemarsson
Jl3fnarstræ{i 84,
Rit stjóri:
Jónas Jónasson
frá Flatey
VII. árgangur.
Akureyri, 12. ágúst 1921.
40. tölublað.
Avextirnir
at
starfsemi samvinnufélaganna og
skattfrelsi þeirra.
VI.
Fyrsta greinin í lögunum um
samvinnufélög hljóðar þannig: »Lög
þessi gilda um öll félög, er starfa
á samvinnugrundvelli, með því mark-
miði, að efla liagsæld félagsmanna',
í réttu hlutfalli við þátttöku þeirra
í félagsstarfinu, og hafa það verk-
svið og skipulag, sem nánar er tek-
ið fram í eftirfarandi greinum«.
Hér ■ að framan hefir verið bent
á, hversu heilbrigður grundvöllurinn
er undir lögunum og virðist því
næst að spyrja, hvort það sé alveg
útilokað, að samvinnufélag megi
stofna á heilbrigðum grundvelli?
Að félögin séu stofnuð með því
markmiði, að efla hagsæld félags-
, manna, efast víst enginn um; það
mun vera markmið flestra gróðafé-
laga. Bæjarbúar, bæði í Reykjavík
og Akureyri, hafa áreiðanlega fund-
ið til þess á undanfarandi árum, að
Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag
Eyfirðinga hafa selt nýtt kjöt með
það fyrir augum, að efla hagsæld
félagsmanna og var því engin sér-
stök ástæða til að taka það atriði
upp í lögin.
Önnur grein verður athuguð sér-
staklega síðar í sambandi við versl-
uuarpólitík samvinnuleiðtoganna.
Fyrsti liður 3ju greinar getur átt
við hvaða félag sem er. Um ann-
an lið þriðju greinar eða samábyrgð-
ina í kaupfélögunum hefir Björn Lín-
dal lögmaður rætt og ritað nú fyrir
skömmu og auðvaldsblaðið »Dag-
ur« reynt að andmæla. Sú viður-
eign er tæplega samvinnufélögunum
í vil að dómi óvilhallra manna. Verð-
ur hér látið nægja að vísa til þess,
er þar er haldið fram með og móti.
Þriðja atriði 3ju greinar, um jafna
atkvæðisréttinn fyrir alla meðlimi
kaupfélaganna, kemur framtíðin til
að sýna hvað mikils virði er. Drátt-
ur sá, er orðið hefir á útborgun
úr stofnsjóði Kaupfélags Eyfirðinga
til félagsmanna, sem samkvæmt lög-
um þess félags átti að útborgast
1920, sem áréttað var með sam-
þykki meiri hluta á aðalfundi —
fulltrúafundi félagsins í fyrra,
bendir til, að atkvæðisrétturinn sé
ekki alveg skilyrðislaust jafn fyrir
alla, Verður nánar vikið að því
síðar.
í þriðja kafla laganna, urh skrá-
setrjingu félaganna, stendur í 11.
gr.: »Félög, sem stofnuð eru áður
en lög þessi öðlast gildi, hafa til-
kynningarfrest frá fyrsta aðalfundi,
sem tækifæri hefir haft til að breyta
félagssamþyktum í það horf, sem
lög þessi mæla fyrir«. Hve langan
tilkynningarfrest slík félög hafa,
stendur ekkert um í lögunum og
getur það að sjálfsögðu valdið deil-
um. Af greinargerðinni má þó ráða
það, að meining flutningsmanna sé,
að fresturinn sé einn mánuður, eins
og lögin mæla fyrir að skuli vera
tilkynningarfrestur nýrra félaga. Ver-
ið getur þó, að þetta atriði- sé með
vilja haft óákveðið og að það sé
sett þannig inn með ákveðnu mark-
miði fyrir 'augum.
I fimta kaflanum, 25. gr., er talað
um, hvernig peningum skuli safn-
að í stofnsjóð og hvenær úr hon-
um megi taka. Þar stendur meðal
annars:
»Stofnsjóðseign hversfélagsmanns
er skylt að greiða:
a. Við andlát hans.
b. Við brottflutning af félagssvæði.
c. Við brottrekstur úr félaginu.
d. Verði hann fátækrastyrksþurfi«.
í 19. gr. ,í lögum Kaupfélags Ey-
firðinga stendur meðal annars:
»Stof nsjóðseign hvers félagsmanns
er skylt að greiða:
a. Við dauðsfall hans eða brott-
rekstur úr félaginu.
b. Flytji hann svo langt burtu, að
hann sýnilega getur ekki haft
viðskifti við félagið áfram.
c. Verði hann fátækrastyrksþurfi.
d. Ef hann héfir skift við félagið
samfleytt 15 ár og óskar þá út-
borgunar. Síðan hefir hann
jafnan rétt til að krefjast útborg-
unar á 15 ára fresti. Pað fé,
sem ekki er hafið úr sjóðnum
\við lok hvers 15 ára tímabils,
verður ekki hafið fyr en að loknu
næsta tímabili«.
Með samanburði á þessum laga-
greinum er það auðsætt, að Kaup-
félag Eyfirðinga verður að breyta
d.-lið 19. gr. í sínum lögum til þess
að komast undir verndarvæng sam-
vinnulaganna hvað útborgun úr
stofnsjóði viðvíkur. Sú breyting
getur ekki orðið fyrri en á næsta
aðalfundi Kaupfélagsins, og þá því
að eins, að meiri hluti félagsmanna
samþykki breytinguna. Fróðlegt
verður að vita um stefnufestu og
trygð kaupfélagsmanna við lög þess
og samþyktir.
Kaupfélag Eyfirðinga hefir verið
álitin fyrirmynd annara kaupfélaga
og menn verið ámintir um, að taka
það til fyrirmyndar við stofnun ann-
ara kaupfélaga á landinu. Að dómi
leiðtoganna hefir það dafnað vel
undir lögum þess og starfsháttum;
en nú er ráðlagt að breyta til,
Ef meiri hlutinn samþykkir breyt-
inguna, sem vitanlega verður ekki
nema fyrir fortölur leiðtoganna, þá
lítur út fyrir, að stofnsjóðurinn verði
kyrsettur, sá er útborgast átti í fyrra.
Hvers virði er þá atkvæðisréttur
þess meiri hluta, sem í fyrra sam-
þykti, að stofnsjóðurinn skyldi út-
borgast eins og lög mæltu fyrir?
Og hvað verður um stofnsjóðseign
væntanlegs minni hluta, ef meiri
hlutinn felst á, að samrýma lög
kaupfélagsins við samvinnulögin?
Á þá að halda honum gegn vilja
einstaklinganna og kúga þá undir
samvinnulögin? Slíkt getur tæpast
talist vottur um eftirbreytnisverða
samúð eða bróðurkærleika.
Ef meiri hlutinn verður félagi
sínu og löguni þess trúr og lætur
d.-lið 19. gr. standa óbreyttan, verð-
ur ekki séð, að Kaupfélag Eyfirð-
inga komist undir verndarvæng sam-
vinnulaganna, og er það sennilega
besta leiðin fyrir félagið, en þá hafa
forkólfar sanivinnulaganna unnið
$
óþarfa verkið tii lítillar ánægju fyrir
sjálfa sig.
Annars er þetta atriði laganna svo
úr garði gert, að forkólfarnir hafa
marga vegi til þess að fara eftir,
ef svo býður við að horfa, sem alt
of langt yrði að telja hjer upp eða
minnast á. Flutningsmennirnir hafa
varast að fara út á þá braut að
skýra, hvernig þeir hafa hugsað sér
að gömlu félögin breyti lögum sín-
um og samþyktum þannig, að þau
geti komist undir samvinnulögin, og
er það auðskilið þeim, sem hefir
dálitla hugmynd um, hvernig alt er
í p.ottinn búið. Þetta er ofurlítið
sýnishorn af, hvað samvinnulögin
eru óskýr og villandi og að þau
má teygja eins og hrátt sinn.
oo
/,
U 11 a r m a t.
í 25. blaði Tímans þ. á. er ritgerð
um ullarmatið eftir hinn alþekta ágæt-
ismann Stefán Stefánsson frá Varðgjá,
sem er ullarmatsmaður hér Norðan-
lands.
Greinin er skemtilega skrifuð — eins
og reyndar alt eftir þenna mann —
en ýmsar ályktanir hans og staðhæf
ingar, tel eg svo vafasamar, að eg
vil gera nokkra athugasemd við grein-
ina, án þéss þó eg vilji á nokkurn
hátt sýna höfundinum persónulega
óvild, að hnekkja áliti hans sem ullar-
matsmanni.
í inngangi greinarinnar er stutt en
glögg yfirlitsskýrsla, er sýnir — með-
al annars — ullarútflutning úr hverri
sýslu á ullarmatssvæði greinarhöf. yfir
J arðarför
konunar minnar, Margrétar Sig-
urfónsdóttur, er andaðist 5. þ.
m., er ákveðið að fari fram frá
heimili okkar þriðjudaginn þ. 16.
þ. m. kl. 1 e. h. '
Kransar afbeðnir.
Akureyri 10. ágúst 1921.
Lárus /. Rist.
þann tíma, sem hann hefir verið við
starfið, og sömuleiðis sýnir hún hlut-
fallið á milli nr. 1 og 2 á sama svæði
og tíma. — Bað sem opinberast hjer,
er því hvorki meira né minna, en það,
að Suður-Ringeyjingar eru langt á
undan öllum Öðrum, muð að verka
ull sina og gera hana að 1. fl. vöru,
því meðaltalið af 4 árum, sýnir að
83'73°/o af ull þeirra er nr. 1. Svo
erum við Norður-Ringeyingar næstir,
þá Eyfirðingar og Skagfirðingar en
Húnvetningar lægstir með 47°/o.
Nú vill ullarmatsmaðurinn leitast við
að gera sér greip fyrir hverjar orsakir
liggi til þessa msismunar, enda er hann
svo mikill, að full ástæða virðist vera
til þess, að rannsaka vandlega þetta
mál. — En því miður hefir hinum
ágæta ullarmatsmanni mistekist það að
mestu eða öilu leyti í umræddri
grein.
Ullarmatsmaðurinn kveðst hafa átt
tal við ýmsa um þetta mál, sam hafi
haldið því fram, að hinn mikli mis-
munur á ullargæðunum í sýslunum,
sé aðallega til kominn af tveimur á-
stæðum:
1. að matsmennirnir séu vandlát-
ari í einni sýslu en annari. —
2. að staðhættir og náttúruskilyrði
séu mjög misjöfn.
En þetta vill ullarmatsmaðurinn ekki
viðurkenna, en vill skella allri sökinni
á bændurna, eða þá sem verka ullina.
Á það víst að vera nokkurskonar við-
urkenningj fyrir þá viðleitni, — sem
fjölda margir bændur hafa sýnt undan-
farin ár — að vanda vel verkun á
ull sinní.
Nei, ástæðan fyrir hinum mikla mis-
mun á gæðum ullarinnar, er að mestu
leyti afleiðingin al því að inatsmenn-
irnir eru misjafnir í kröfum sínum,
og staðhættir 'og náttúruskilýrði. eru
ólík í þingeyjarsýslum og Vestursýsl-
nm, enda þótt hinn ágæti ullarmáts-
maður staðhæfi að svo sé ekki.
Ullarmatsmaðurinn getur þess og
það réttilega — að margt er það sem
hefir áhrif á ullargæðin, og það hversu
auðvelt er að verka hana. Nefnir hann