Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 12.08.1921, Side 2

Íslendingur - 12.08.1921, Side 2
150 ÍSLENDINGUR 40 tbl. >íslendingur >keniur út á hverjum á föstudegi og aukablöð þegar ástæða er til. Árgangurifin kostar sex krónur. Ojalddagi fyrir 1. júlí ár hvert. Uppsögn skrifleg, bundin við áraniót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. október. Innheimtumaður blaðsins er Hallgrímur Valdemarsson Hafnarstræti 84. í því sambandi tíðarfarið, kynferði, fóðrið, haglendið o. fl. og þegar hann gerir samanburðinn á sýslunum, finst honum þær standa mjög líkt af vigi. En af hverju sem það stafar, er þetta mjög fjarri hinu rátta. — Flestir eða allir sem ritað hafa um fjárrækt hér á landi, eru á einu máli um það, að skilyrði fyrir sauðfjárrækt, séu yfirleitt hvergi betri en í Þingeyjarsýslum, sökum landrýmis og kosta, enda er það alkunnugt, og munu fáir halda því fram að Vestursýslurnar standi hér jafnt að vigi. En þar sem ullargæðin standa í mjög nánu sambandi við lífs- skilyrði sauðkinðarinnar, þá er mis- mtmurinn á ullargæðum í umræddum sýslum harla skiljanlegur. Að tíðarfarið hafi mjög mikil áhrif á ullargæðin, er ekki nokkrum vafa undirorpið. Sérstaklega fara miklar bleytur og slagviðri mjög illa með ullina og sjást þess glögg merki á sauðfénu í Vestursýslunum. Hvort betra ullarkyn er hér í Ring- eyjarsýslum eða í Vestursýslum, er ekki gott að dæma um, þar sem lífs- skilyrði fjársins eru mjög ólík. Nú orðið er fóðrunin víðast hvar ágæt, og mun það vera mjög líkt fyr- ir vestan og hér, og ætti því ekki að gera neinum heildarmismun á gæðum ullarinnar. Aftur hefir haglendið mikið að segja, með því að gæði ullarinnar fara mjög mikið eftir því hvernig það er. Þar sem hægt er að sleppa fénu snemma á vorin áður en það er rúið — og það tekur snöggum 'og góðum vorbata — verður ullin að öðru jöfnu betri en annars. Pað hagar nú svo vej til mjög víða hér í Pingeyjarsýslum, að þetta er gjört á hverju vori, og fæst þar með meiri og betri ull. En mjög víða í Vestursýslunum þvælist féð heima' við bæi alt vorið, og verður ullin við það Ijót og ilt að verka hana. En þetta stafar af þéttbýlinu, og afréttaleysinu, og styngur það mjög í stúf við land- rýmið og landgæðin hér. Þá ætla eg að snúa mér að ullar- matsmönnunum — þessum mönnum sem almenningur telur, að séu mjög misjafnlega starfi sínu vaxnir. það er enginn vafi á því, að margir mats- mennirnir hér Norðanlands, eru mjög vel starfi sínu vaxnir og heppilega valdir. En að þeir séu allir sviplíkir og flokki, ullina nákvæmlega eins, held eg fáir vilji ganga inná, að minsta kosti á meðan það þekkist, að uliin sé flokkuð eftir efnahagsástæðum eig- andans, en ekki eftir gæðum hennar. Og því miður munu þess vera dæmi, að ull stórbóndans, * hefir farið að mestu leyti í nr. 1 en fátækling6ins i nr. 2, enda þótt að ullin bú væri engu lakari. / Þeir ullarmatsmenn sem misnota þannig starf sitt, 'gjöra mikinn skaða þjóð sinni, ættu ekki að fást við það starf, sem þeir leysa jafn illa af hendi. Sumir vilja kenna yfirmatsmanninum hið óheppilega val, en það finst mér rangt, þar sem hann — við valið fer mjög oft eftir tillögum annara, og engin von til þess, að hann þekki úlf- inn í sauðargærunni. " En eg vil benda á það, að á með- an ekki er gætt meiri vandvlrkni við flokkun ullarinnar, þarf ekki að búast við miklum verðmun á flokkunum, að verðmunurinn sé sem mestur, er vafalaust mjög nauðsýnlegt, til að auka verðgildi ullarinnar, og hvetja menn til að verka ullina vel. Að síðustu ætla eg að mintiast á það, sem stendur í umræddri grein — að bændur telji það ekki svára kostn- aði að vanda verkun á ull sinni. Þennan hugsunarhátt tel eg fágætan, þó því sé stundum kastað fram í gamni, að vöndunin borgi sig ekki. En hitt er algengt að bændur kvarti yfir því, hve erfltt sé að hreinsa ull- ina, og eru sár óánægðir, þegar þeir leggja hana inn. Oft spyrja þeir hvern annan ráða, í vandræðum sínum, en enginn kann neitt annað en »gamla lagið,« sem er fyrir löngu orðið úrelt og óhafandi. Sömuleiðis vanta alment hentug ullarþvottaefni, sem leysa ó- hreinindin úr ullinni fljótt og vel. Úr þessu hvortveggja getur ullarmatsmað- urinn bætt. * Hann þarf að leiðbeina bændum og kenna þeim nýustu og hentugustu ull- arþvottaaðferðir, sem þekkjast í ná- grannalöndunum, og hann þarf að út- vega eða benda ‘mönnum á hentug og góð þvottaefni. Regar þetta er hvortveggja fengið, þá mun ullin okkar verða að mestu leyti 1. flokks vara. Ben. Sigvatdason, oc Spánartollurinn. Fisktollurinn hækkaður enn? I norskum blöðum er sagt frá skeyti frá sendiherranum norska í Madrid um hinar endanlegu gerðir tollmálanefnd- arinnar spönsku, og sést á þvi, að tollhækkun sú, sem gerð var í vor á fiski og öðru, hefir að eins verið bráðabirgðaráðstöfun. Tollurinn hefir nú með endanlegum úrskurði verið settur enn hærri en áður var, nefni- lega 120 pesetar fyrir fisk þeirra þjóða, sem ekki hafa verzlunarsamning við Spán, en 40 peseta fyrir fisk þeirra landa, er njóta hagkvæmastra skilyrða. Er því toliurinn þrefaldur fyrir samn- ingslausu þjóðirnar móts við toll samn- ingaþjóðanna, en áður var hann tvö- faldur (36 pesetar móti 72). Tilkynn- ing sú, er gefín hefir verið út um málið, hljóðar á þessa leið: »Sendiherrann í Madrid hefir sím- leiðis skýrt frá því, að frumvarp nefnd- arinnar til endanlegra tolllaga hafi ver- ið birt 8. júlí. Á saltfiski er gert ráð fyrir 40 peseta hámarkstolli fyrir hver 100 kg. nettó«. »Mbl.« 03 „Auðvald!“ (Aðsent.) Það lítur út fyrir, að ritstjóra »Verka- mannsins* hafi orðið hverft við, þeg- ar hann sá 37. tölubl. íslendings. Rit- stjórinn segir í 34. tbl. Verkamanns- ins: »í 37. tbl. íslendings sténdur, að það sé ósatt og ósannanlegt, að til sé auðvald hér á íslandi. Hvað meinar blaðið með orðinu auðvald?« Það er e’ins og ritstjórinn verði allur að einu stóru spurningarmerki við lestur þessara orða. Rað er ekki hægt að sjá annað, en að hann hætti lestr- inum við þessi orð og fari að skrifa. Auðvald ekki til á íslandi! Rað er ómögulegt að eigi að fara að eyði- leggja fyrir mér notkunina á orðinu auðvald. Pað hefir þó oft komið sér vel fyrir mig og fleiri, að geta notað það, og það hefir haft áhrif, já, ágætis áhrif; eg má til með að fá að nota það áfram, eg get ómögulega verið án þess. Þannig virðist ritstjórinn hafa hugsað, og svo fér hann að skrifa um, að jafnaðarmenn álíti hitt og þetta. Fimbulfambar svo um fiskihring, út- gerð, kaupmenn og alt mögulegt milli himins og jarðar, er hann heimfærir undir þetta sitt uppáhaldsorð, auðvald, og verður útkoman að sjálfsögðu hin sama eins og oftast áður hjá þeim manni, eitt stórt núll. Annars er það stór kostur á greinum Verkamannsins um auðvald og auðvaldskúgun, að menn þurfa ekki að lesa þær til þess að vita, livað efnið er. Menn kunna það utan bókar fyrirfram. Setninga- skipun og orðalagi ofurlítið breytt frá fyrri greinuni, en efnið alt af það sama. Ef ritstjóri Verkamannsins skyldi hafa stillingu í sér til þess að lesa til enda um fslenzka auðvaldið og út- skýringu þess í 37. tbl. íslendings, og ef hann skilur ekki fyllilega hvað við er átt með útskýringu þeirri, er þar er fram sett, er velkomið að skýra það betur fyrir honum. En ef hann hefir ekki fengið svo mikla ró á geðsmun- ina, að hann treystist til að halda lestrinum áfram, eða treystist ekki til að láta lesa það fyrir sig, þá er hon- um velkomið að fimbulfamba um orð- ið auðvald tímakorn enn, eða þangað til hann er búinn að ná sér eftir geðs- hræringuna, sem hann komst í við að sjá, hvernig farið var með þennan dýr- grip hans. En meðan engin vissa er fyrir því, að hann hafi lesið nefnda setningu til enda, er óþarft að ræða það mál frekar við hann. OO Gefjun. Verksmiðjufélagið á Akureyri hélt aðalfund sinn fyrir síðastliðið ár eins og til stóð um miðjan júlí. Regar skýrt hafði verið frá hag félagsins og gerð ítarleg grein fyrir, hve mikið hefði verið dregið frá bókuðu eignaverði félagsins á eigum þess — húsum á- höldum og vélum — og loks hve mikið skyldi lagt í varasjóð og borgað í ágóðaþóknun til stjórnenda og fram kvæmdastjóra, sem og hve mikið skyldi greitt til hluthafa, kom í ljós, að hreinn ágóði var um 46 þúsund krónur. Vara- sjóðurinn er orðinn milli 40 — 50 þús„ en hlutaféð er rúmar 50 þúsundir, svo varasjóður er bráðum orðinn jafnhár og hlutaféð. Ökkur Akureyringum má vera það óblandið gleðiefni, hve verksmiðjufé- laginu vegnar vel. Má sjálfsagt þakka þetta að miklu gjaldeyriskreppu þeirri, sem ný er, en eigi að síður á dugn- aður og útsjónarsemi stjórnar og fram- kvæmdarstjóra lof skilið. , Manni verður ósjálfrátt á að spyrja í sambandi við þetta og í sambandi við ábyrgð ríkisins á 200,000 kr. láni fyrir klæðaverksmiðjuna »Álafoss«, hvort þeirrar ábyrgðar hefði verið þörf í þessu árferði. Að minsta kosti virð-. ist svo, sem alþingismennirnir hafi eigi kynt sér nægilega áður hinn glæsilega hag þeirrar einu klæðaverksmiðju, sem til var á Norðurlandl. Ef svo hefð verið, hefði ríkið sjálfsagt eigi gengið í ábyrgð fyrir þessari stóru fjárhæð. Að minsta kosti hefði sú ábyrgð virst óþörf, OC Frá Noregi. Bruninn í Bergen og verkfallið Hagfræðingar reiknuðu það út, að að bruninn í Bergen hérna um árið, hefði kostað brunabótafélögni 35 milj. krónur. Pessi bruni var þjóðaróhamingja. Bærinn er ekki bygður nær því enn allur eins og hann var fyrir brunann. Og mörg ár munu enn líða, þangað til allar rústir eru horfnar og þessi þjóðaróhamingja bætt. Rað hafa verið dregnar samhliða línur millí þessa stórbruna í Bergen og síðasta allsherjar verkfalls í Noregi Verkfallið stóð yfir í 2 vikur, og norskir verkamenn hafa tapað 35 milj. kr. á því, nákv. jafnmikiðog þjóðin tapaði á brun- anum. En þó er óreiknað það tap, sem vinnuveitundir urðu fyrir, og það tap, sem leiðir af atvinnuleysinu, sem kemur á eftir verkfallinu. Verkfallið hefir því ekki verið minna þjóðarböl Norðmanna en brunin i Bergen. Og það á sammerkt í því við hann, að mörg ár þarf til að vinna þetta tap. Samt sem áður fullyrða hinir norsku leiðtogar verkfallsmanna, að alsherjar verkfalltð hafi verið stór sigur fyrir verkamenn. «Mbl.« oo Aðalfundur Eimskipafélags íslands var haldinn eins og til stóð 25. júní í Reykjavík. Lagði stjórn félagsins fram skýrstu um hag og framkvæmdir á starfsárinu 1920 og starfstilhögun á yfirstandandi ári. í skýrslu þcssari getur stjórnin þess að eignir félagsins hafi 31. des. síðastt. numið samtals 4,188,098,10, en skuldir þar með talið hlutafé kr. 2,481,995,76. skuldlausar eignir félagsins verða þeg- ar dregið hefir verið frá 334,375,00 fyrir verðrýrnun, alls 1,371,527,34 eða sem svarar rúmlega 81°/o hækkun frá nafnverði hlutanna. t Ágóði af rekstri e/s Gullfoss hefir verið als 556,615,24 og í Lagarfoss

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.