Íslendingur - 03.03.1922, Blaðsíða 1
ISLENDINGUR
Talsími 105.
Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson.
Aðalstræti 16,
VIII. árgangur.
Akureyri, 3. Marz 1922.
10. tölubl.
AI þ i n g i.
Stjórnin beiðist lausnar.
Pau tíðindi gerðust á Alþingi á
laugardaginn, að 20 þingmenn til-
kyntu stjórninni skriflega vantraust
sitt á henni. Brást stjórnin svo við
þeirri tilkynningu, að hún sendi
konungi á mánudagsmorguninn
lausnarbeiðni sína símleiðis, og benti
houum allra náðusamlegast að snúa
sér til Sigurðar Eggerz um nýja
stjórnarmyndun, sem var í samræmi
við yfirlýstan vilja þessara 20 van-
traustsmanna. Konungur símaði svo
aftur á miðvikudaginn og bað um
frekari upplýsingar um floskaskift-
inguna á þinginu og sendu forset-
ar þær aftur samdægurs. Voru þær
á þá leið, að 21 þingm. styddi Sig.
Eggerz til stjórnarformensku og 3
lofuðu að bregða ekki fyrir hann
fæíi á þessu þingi. Konungur kvaddi
svo Sigurð í gærkvöldi til þess að
mynda stjórnina og er búist við að
honum muni takast það fyrir helg-
ina. Pessir 20 þingm. sem spörk-
uðu í Jón Magnússon og stjórn
hans voru:
Sigurður Eggerz, Benedikt Sveins-
son, Bjarni Jónsson frá Vogi, Hjört-
ur Snorrason, Pétur Pórðarson, Há-
kon Kristófersson, Porsteinn M.
Jónsson, Gunnar Sigurðsson, Porl.
Jóusson, Karl Einarsson, Guðm.
Ólafsson, Einar Árnason, Sig. Jóns-
son, Sveinn Ólafsson, Magnús Pét-
ursson, Magnús Jónsson, Eiríkur
Einarsson, Pétur Ottesen, Sigurjón
Friðjónsson og Jakob Möller. Við
þennan flokk bætist svo hinn ný-
kosni þingmaður Suður-Þingeyinga
og er þá talan 21 komin, sem bein-
línis styðja Sig. Eeggerz. Hinir 3
hlutlausu munu vera: Magnús J.
Kristjánsson, Jón Baldvinsson og
Halldór Steinsson, og munu þeir
ekki hafa verið í sparkliðinu. Tveir
þingmenn, sem styðja munu S. E.
eru enn ókomnir til þingsins.
Hverjir koma til að skipa hina
nýju stjórn með S. E. er ennþá óvíst,
þó er fullyrt, að Magnús J. Krist-
jánsson þingmaður Akureyrar muni
verða atvinnumálaráðherra. Ekki tal-
ið ólíklegt að utanþingsmaður verði
gerður að fjármálaráðherra. Magnúsi
Guðmundssyni kvað hafa verið
boðið embættið áfram, en hann
hafnaði boðinu.
Engar markverðar fréttir aðrar
hafa borist af þinginu, nema Spán-
arsamningunum er vísað til við-
skiftanefndar beggja deildanna, og
er búist við að þeir nái samþykki
' Hngsins,-
jl Pingmálafundir
Akureyrar.
Sökum þess að þingmaður kjör-
dæmisins hafði ekki komið norður
til þess að halda þingmálafund með
kjósendum sínum eða gert ráðstöf-
un til þess að hann yrði haldinn,
tóku nokkrir kjósendur sig saman
og boðuðu til þingmálafundar mið-
vikudaginn 22. f. m., en afréðu síð-
an að fresta honum um nokkra daga.
Gerðu þá aðrir kjósendur, er voru
í andstöðu við fundarboðendurna,
ný samtök og boðuðu til fundar
fimtudagskvöldið þ. 23. þ. m. Voru
það aðallega samvinnumenn og
verkamannaflokksmenn, sem þar að
stóðu en hinir fyrri fundarboðendur
héldu fast við frestun sína og ákváðu
hann mánudagskvöldið 27. f. m.
Báðir fundirnir voru haldnir
og var hinn síðari eiginlega
framhaid hins fyrra, svo að báðir
höfðu þeir nægilegt starfsvið og
kom hvorugur í bága við annan.
Fundirnir sýndu ótvíræða afstöðu
kjósenda í flestum þeim málum, sem
fyrir þá voru lögð. lnnflutnings-
höft, einkasala og Landsverzlun voru
kveðin niður með miklum atkvæða-
mun, svo að engum blöðum getur
verið um það að fletta, hvernig kjós-
endur þessa bæjar lýta á þau mál.
Er íslendingi það gleðiefni, að svona
skyldi takast, sérstaklega þar sem
samþyktirnar í þessum málum eru
í öllum aðalatriðum í samræmi við
þær skoðanir, sem haldið hefir ver-
ið fram hér í blaðinu. Samþyktirnar
í þeim öðrum málum fundanna, að
einni undanskilinni gengu og einnig
í þá átt, sem vér gátum frekast ósk-
að, og undantekningin Spánarsamn-
inga-samþyktin, er eftir atvikum eng-
anveginn óviðunanleg.
Uinræður urðu heitastar um
Spánarsamningana. Var ákafi mikill
í bannmönnum, sem gátu ekkert
séð út fyrir banniagamúrinn og
engan voða viðurkent sem gæti
réttlætt tilslökun á bannlögun-
um. Hömpuðu þeir þeim mjög
á lofti og sögðu að dýrðarljóma
legði af þeim um veröld alla. Voru
flestar ræðurnar gaspur mikið og
málæði, eins og venja er hjá öfga-
fullum æsingamönnum, og komu
fæstar nærri málefninu sem til um-
ræðu lfi, en á strengi tilfinninganna
slógu þær með heimatilbúnum sið-
gæðisstaðhæfingum, tvinnuðum úr
lygum og hræsni og ráku skynsemi
fjöldans á flótta.
ÁJinars eru fundargerðirnar svo-
hrrððancíi;
Hjartans þakkir
fyrir sýnda samúð og vinarþe! við fráfall og útför föður
okkar og bróður Péturs Jónssonar frá Gautlöndum.
Systkini, börn og teugdabörn.
Fundurinn 23. febr.
Þar var fyrir tekið:
/. Innflutningshöft:
Málshefjandi Ingimar Eydal kennari
taldi brýna nauðsyn til að takmarka eða
jafnvel banna innflutning óþarfa varn-
ings í landið, til þess að rétta við
fjárhag þjóðarinnar.
Að Ioknum allítarlegum og heitum
umræðum, voru bornar upp til atkvæða
tvær sjálfstæðar tillögur svolátandi:
a. »Fundurinn skorar á Alþingi að
banna algerlega innflutning á öllum
ónauðsynlegum varningi og takmarka
innflutning nauðsynjavöru, eftir því
sem fært þykir.«
F eld með allrmklum meiri hluta ca.
100 atkvæðum gegn 50.
b. »Fundurinn tjáir sig mótt'allinn öll-
um innflutningshöftum og telur þau,
undir núverandi kringumstæðum, að
eins vera til að viðhalda dýrtíð í land-
inu.«
Samþykt með sama atkvæðafjölda.
2. Sala innlendra afurða:
Frummælandi Erlingur Friðjónsson
kaupfélagsstjóri bar fram svohljóðandi
tillögu:
»Fundurinn skorar á Alþingi að
koma á skipulagsbundinni sölu á fs-
lenskum afurðum til útlanda; að hún
fari fram eftir undir eftirliti ríkisvalds-
ins, sem einnig hafi strangt eftirlit
með því að andvirði útfluttra vara sé
eingöngu varið til þess að greiða úr
viðskiftakreppu þjóðarinnar. Jafnframt
skorar fundurinn á þing og stjórn að
sporna við því eftir mætti að islensk
króna iækki í verði, t. d. með því
að setja fast gengi á krónuna.*
Tillaga þessi var feld með nokkrum
meiri hluta, ca. 70 gegn 40, atkv.
Aftur á móti var svolátandi tillaga
samþykt með sömu atkv.:
»Fundurinn er algerlega móttallinn
því, að gjaldeyri sá, sem iim kemur
í útlöndum fyrir seldar íslenskar af-
urðir, verði með þvingunarlögum
settar undir yfirráð hins opinbera.
Jafnframt skorar hann á þing og stjórn
að vinna að því að hækka gengi
krónunnar, t. d. með því að setja gengi
á hana.«
3. Óþörf fjáreyðsla:
Framsögumaður Halldór Friðjóns-
son bar fram 'svohljóðandi tillögu,
sem samþykt var í einu hljóð:
»Fundurinn lýsir megnri óánægju yf-
ir meðferð Alþingis og ríkisstjórnar á
almannafé undanfarið. Bendir þar til
óþarfa fjárausturs til konungsmóttöku,
legáta, bitlinga- og orðuveitingar og
óheyrilega kostnaðarsamt starfsmanna-
halds við æðstu stjórn ríkisins og
æðri skóla. Telur að fella beri nið-
ur alla bitlinga og, tildurembætti
og sameina megi mörg af em-
bættum, eins og oftleg3 hefir verið
bent á i blöðum landsins. Næstu
fjárlög télur fundurinn að afgreiða
beri tekjuhallalaus, án þess þó að
áætla tekjuliðina óvarlega háa.«
í sambandi við þetta mál voru born-
ar upp og samþyktar þessar tillögur:
a. »Fundurinn er því eindregið fylgj-
andi, að horfið sé að því aftur að
heyja Alþingi að jafnaði annaðhvort
ár.«
b. »Fundurinn skorar á Alþingi að
fella niður innflutningsgjald á cfni
í síldar og- kjöttuunur.*
4. Islandsbanki.
Framsögumaður Halldór Friðjóns-
son ritstjóri flutti svohljóðandi tillðgu,
sem samþykt var í einu hljóði:
»Fundurinn skorar á Alþingi að gæta
vandlega hagsmuna ríkisins í við-
skiftum þess við íslandsbanka, og
snúist þingið að því ráði, að ríkið
kaupi hluti í bankanum, sem fund-
urinn telur varhugavert, leggur hann
sérstaklega áherslu á það, að þtir
hlutir séu forgangshlutir.*
Þegar hér var komið, var orðið svo
áliðið, að fundurinn sá sér eigi fært að
taka fyrir þau tvö mál, er eftir voru i
dagskránni, og ætlast til að tekin yrðu
til meðferðar á fundinum, enþaðvoru:
bannlögin og einkasala á steinolíu. Var
því samþykt að taka mál þessi út af
dagskrá.
Fundurinn 27. febr.
Fundarstjóri lagði fram frá boðend-
um fundarins þessa dagsskrá:
1. Einkasala.
2. Spánarsamningur.
3. Fræðslumál.
4. Tollmál.
5. Landsverzlun.
1. Einkasala.
Steingrímur Jónsson bæjarfógeti hóf
umræður og bar fram svohljóðandi
tillögu: