Íslendingur - 03.03.1922, Blaðsíða 3
10. tbl.
ÍSLENDINOUR
37
Verzlunin „ B r a 11 a h I í ð “
gefur
25--50°|0 afslátt
til 15. þessa mánaðar af skótaui, ýmsum sortum og mörgu fl.
Notið Tækifærið!
2. Marz 1920.
Brynjólfur E. Stefánsson.
Sjómenn!
gera bezt kaup í
verzlun jóns E. Bergsveinssonar
á Veiðarfærum, Sjófötum, Gúmmíbússum og öðru, sem
þar fæst til útgerðar.
Verzlunin „Brattahlíð“
er vel birg af flestum
matvörum
svo sem: kaffi, export, sykur, hveiti, haframjöl, hrísgrjón, sagó-
grjón, hálfbaunir, rúgmjöl, skonrok, kex, mysuost, sveskjur, mjólk,
magarine o. fl.
Sanngjarnt verð.
Brynjólfur E. Stefánsson.
Frá 5. þ. m.
tekur undirritaður að sér allskonar skuldainnheimtu, jafnt í smærri
sem stærri stíl. Ennfremur málafærslu, sanmingsgerðir o. fl. þ. h.,
alt gegn mjög sanngjörnum ómakslaunum, daglega að hitta kl.
2—3 í nr. 3 í Brekkugötu og auk þess flesta aðra tíma dagsins
á skrifstofu Asgeirs Pétursson í nr. 100 í Hafnarstræti.
Sveinn Bjarnason.
miklum málum héraðsins sem kaup-
fébgsskapurinn er fyrir þorra manna,
að það séu þeir menn sem stjóriia
fél.igsskapnum er skýra rétt frá málum
en villa eigi mönnum sýn með orð-
mælgi sem ekki hafa við nein rök að
styðjast.
II.
Áður en eg geng lengra að hrekja
ósMinindi formanns Kaupfél. Eyf., ætla
eg að minnast á niðurlagsorð grein-
ar;miar, þar sem hann fer að brýna
nvg á því, að félagsstjórn kaupfélags-
ins hafi gert mér smán með því, að
víkja mér brott úr kaupfélaginu. Eg
vil nú spyrja hina heiðruðu stjórn:
Fyrir hvað var mér vikið brott? Eftir
sögusögn þriggja úr stjórn kaupfélags-
ins við mig sjálfan, gáfu þeir upp,
að það væri fyrir fréttabréf, sem eg
skiifaði í Morgunblaðið á síðastl. vetri,
og sem eg lét svo endurprenta í ís-
lending, svo félagsmönnum gæfist
kostur á að sjá, hvaða goðgá eg hafi
átt að fremja á hendur kaupfélagsins
með því bréfi. í bréfinu er ekkert
annað en það, sem satt er, um Kaup-
fél. Eyf. og stjórn þess, en annað mál
er, að þeir herrar þoldu eigi að heyra
sanileikann, þoldu eigi þá »krítik«,
sem í bréfinu stóð. Engu einasta at-
riði í bréfinu hafa þeir hnekt og
hefði þó málgagn þeirra, Dagur, ekki
lát'ð það ógert, ef hann hefði treyst
séi til þess. Bréfið stendur í íslend-
ing og ber eg fulla ábyrgð á hverju
orði, sem í því stendur, fyrir hverjum
helzt dómstóli, sem kaupfélagsforkólf-
arnir vildu stefna mér fyrir.
En á hverjum lendir þá smánin,
að víkja mér úr félaginu? Ekki á
mér, heldur þeim, seni valdir voru
að brottrekstrinum. Jafnframt þessu
er formaður félagsins að brýna mig
á því, að eg hafi ei leitað réttar míns
á íéttum vettvangi. Hver er hinn rétti
vetlvangur? Eru það ekki dómstól-
arnir? Veit formaður félagsihs nokk-
uð um það, hvort eg hlífi stjórn
Kaupfél. Eyf. við málsókn? Eggeymi
rétt minn, og hvott eg nota hann eða
ekki, er E. Á. aigi fær að dæma um,
eins og hann mun ekki hafa neitt
dómsvald í því máli. Alt raus hans
um þelta er því ekkert annað en
heimskubull.
Það mun vera viðurkend regla
gætnra og góðra stjórnenda, sem geta
nofað sér lög þau, sem þeir eru settir
yfir að framfylgt sé, hvort það eru
landslög eða lög ýmsra félaga, að
vera sjálfir vandir að því, að fram-
fylgja lögunum stranglega við sjálfa
sig, áður en þeir fara að ráðast á
aðra, sem undir þá eru gefnir og eru
lögunum háðir. Vandlæting við aðra
á illa við á þeim sviðum, þar sem
stjórnendurnir sjálfir eru berir að brot-
um við lög þau, sem bæði þeir og
aðrir eiga að framfylgja. Nu er svo
með lög Kaupfél. Eyf., að énginn
hefir brotið þau jafn átakanlega sem
framkvæmdarstjóri félagsins og stjórn
þess. Retta er nú þung ákæra, en þó
skal eg færa orðutn mínum stað, úr
því formaður féiagsins fór að hælast
yfir, að stjórn kaupfélagsins vék mér
brott úr félagitiu. Eg ætla cigi að
fara út í öll lagabrot stjórnarinnar að
þessu sinní, en að eins að biHa fyrír
félagsmönnum 22. gr. félagslaganna,
sem hljóðar svo:
»Framkvæmdarstjóri skal vinna
að því eftir megni, að kaup og sala
á vörum félagsins fari fram gegn
borgun út í hönd. Þó hefir hann
heimild til að lána áreiðanlegum
viðskiftamönnum milli kauptíða, en
heimtað getur hann hverja þá trygg-
ingu, er hann telur bezt við eiga,
fyrir því, að lántakandi standi í full-
um skilum, og útistandrndi skuldir
félagsins að fullu greiddar 31. des-
ember ár hvert.«
Svo mörg eru þessi orð lagabók-
stafsins. Nú geta kaupfélagsmenn séð,
hvernig framkvæmdarstjóri hefir fram-
fylgt þessari lagagrein, og hvort for-
maður félagsins ásamt stjórninni hefir
látið þelta gott heita, eða finst stjórn-
inni með formann í broddi fylkingar
að framkvæmdarstjórinn »hafi eftir
megni reynt, að kaup og sala á vör-
um félagsins fari fram gegn borgun
út í hönd«? Finst stjórninni, að fram-
kvæmdarstjórinn hafi einungis lánað
áreiðanlegum viðskiftamönnum milli
kauptíða? Og finst henni síðast og
ekki sízt, að lántakendur standi í full-
um skilum og útistandandi skuldir fé-
lagsins séu að fullu greiddar 31. des-
ember ár hvert?
Þessum spurningum ætti formaður
félagsins og stjórnin að svara króka-
laust. Félagsmenn geta sjálfir dæmt
um, hvernig þessari lagagrein hefir
verið framfylgt í félaginu, og eg hygg,
að það særi hvern einasta félagsmann,
að framkvæmdarstjórinn ásamt for-
tnanni félagsins hafi ei gengið betur
að framfylgja lögunum en raun hefir
gefið vitni, og þeir hafa ekki reynst
neinir »afburðamenn« á sviði kaupfé-
lagsstjórnarinnar og lög félagsins hafa
orðið þeim ofurefli. (Framh.).
E. S.
co
í gær andaðist að heimili sínu,
Mjóadal í Húnavatnssýslu, bænda-
frömuðurinn Ouðmundur Eriends-
son lireppstjóri, faðir Sigurðar skóla-
meistara — um sjötugt.
oo
Úr heimahögum.
Simasamband milli Akureyrar og Heykja-
víkur hefir ekki náðst í morgun. Síniinn
sagður bilaður um Hvalfjörð.
Jón E. Bcrgsveinsson yfirsíldarmats-
maður hefir verið kosinn formaður Fiski-
félags íslands, og mun flytja búferlum
héðan í vor og setjast að í Reykjavik.
Er bænum að honum hin niesta eftirsjá.
Mannalát. Þann 20. febr. andaðist að
þórustoðum í Kaupangssveiti Páll Jónsson
fyrv. bóndi að Litlu-Tjörnum í Ljósavatns-
skarði, bróðir Halldórs heitins banka-
gjaldkera og þeirra sistkyna. — Látinn er
20 ícbr. að Halldórsstöðum í Lagsárdal,
bóndinn þórarinn Jónsson 56 ára gatnall.
Jarðarför Páls Jónssonar frá þórustöð-
um fer fram þaðan n. k. fimtudag kl. 12
á hádegi.
Bar/iaveikin á einum bæ í Saurbæjar-
hrepp, Oilsí'
Leikhúsið. Leikfélag Akureyrar sýndi 3
smáleiki í satnkomuhúsi bæjarins s.l. sunnu-
dagskvöld, hétu leikirnir »Bónorð Sem-
ings,« íslenzkur leikur cftir Pál Stein-
grímsson, »KvöIdið fyrir kóngsbænadag,
og »Litli hermaðurinn,« báðir eftir danska
höfunda.
Fyrsttaldi leikurinn var lang veigamestur
og yfirleitt bezt leikinn. Er efni hans tek-
ið úr skuggahverfi hins íslenzka þjóðlífis,
og sýnir drykkfelda kerlingu, dóttir hennar
Iausláta, og einfaldann en bálskotinn ung-
lingspilt sem fengið hefir ást á dóttirinni,
þrátt fyrir það að hún er 12 árum eldri
en hann og er á hversmanns vörum fyrir
lausung sína. Myndir þessar eru allar
skýrt dregnar af höf. og leikendunum
tekst ágætlega að færa þær í liina réttu
búninga, sérstaklega var kerlingin, frú
Ouðrún Indriðadóttir, og dóttirin, frú
Þóra Hallgrímsdóttir vel leiknar. Sem-
ingur var mikið laglega leikinn af Jón
Norðfjörð.
»Köldið fyrir kóngsbænadag* er leikur
setn lítið er i varið, þó sýndi Haráldur
Björnsson þar spaugilega kcrlingu. Eins
er »LitIi hermaðurinn fremur léttvægur
leikur en laglegur, og mun lengi minst
sökum aðdáanlegs leiks frú Quðrúnar á
aðal hlutverkinu.
Skjaldarglíma fór fratn hér í Samkomu-
húsinu þriðjudagskvöldið og varð skjald-
arhafi undanfarinna 2 ára Garðar Jónsson
hlutskarpasiur að nýju og vann skjöldinn
til eignar. Oullpeninginn vann Oskar
Antonsson og siliurpening yngstaj fl.
Ouðm. Ásgrímsson i annað sinn. Fegurðar-
glímuvsiðlaunin hlaut Konráð Jóhannsson.
Góð skerntun. Chr. Möller hefir nú
sungið gamanvísur sinar tvívegis fyrir
troðfullu húsi í bæði skifíiti. Syngur aftur
í kvöld. Þykir góð skemtun.
Misprentanir í skýrslu Hlífar í siðasta
blaði, hjúrunar fyrir hjúkrunar, bóndi i
Ameríku fyrir landi í Ameríku og Man-
úsd. fyrir Magnúsd.
Nýkomið
Tuliniusarverzlun
Vindlar margar teg.
Cigarettur
Brjóstsykur.
Sultutau
og mikið af ýmiskonar
niðursoðnum mat.
Ennfrentur:
Hálslín — brjóst, kragar
Bindislyfsi, margar teg.
Skótau og skóhlífar o. fl.
Nýtt nautakjöt
— verð 1,40—1,50 kg. —
fæst í dag og á morgun í
Verzlun Sn. Jónssonar.