Íslendingur


Íslendingur - 14.07.1922, Blaðsíða 2

Íslendingur - 14.07.1922, Blaðsíða 2
112 ÍSLENDINOUR 29. tbl. Höggvinn sykur Strausykur Kandíssykur Hveiti kemur með »Lagarfoss«. Nathan & Olsen. takast megi enn betur að hagnýta sér jarðeldana. 3 gjósandi eldfjöll eru þar í landi, Etna, Vesúvíus og Stromboli. 011 þessi eldfjöll gjósa vanalega samtímis. Margt bendir á, að eldar þeirra stafi frá sömu rótum. í hvert sinn sem eitl gýs færast einnig hin í aukana. Etna og Vesúv us gjósa að vísu að eins með löngum millibilum. Nafn- frægasta eldgos úr Vesúvíus var árið 79 e. Kr. í margar aldir þar á undan hafði Vesúvíus aldrei gosið og var á- litinn kóltfaður, í eitt skifti hafði her Gladiatoranna nndir forustu Spartakusar notað gíginn fyrir vígi, en við eld- gosið 79 grófust borgirnar Herculon- eum og Pompej í ösku. Stromboli er sígjósandi. í nánd við hann eru eyjarnar í kring alsettar smágfgjum, leirhverum og vatnshver- um. Að sjálfsögðu mætti hér með borum hagnýta mikla orku. Merkur amerískur jarðfræðingur, Henry Washington, hefir látið þá skoð- un í Ijós, að auðgerr mundi, ef fé væri fyrir hendi, að bora til eldstöðva í nánd við hin og þessi eldfjöll, og hefir hann sérstaklega bent á eldfjall- ið Kilauca á Sandvíkureyjunum og ýms sígjósandi eldfjöll í Suður-Ame- ríku. Auðmaður einn í Kalíforníu hefir þegar farið að ráðum hans, og er nú að láta bora niður í jörðina á hvera- svæði einu í Kalífornfu f því skyni að fá nægilega gufu til að framleiða raf- magn fyrir sveitina í kring. Til skamms tlma hefir þótt ókostur hverju landi, að mikið væri um jarð- elda, Eftir þvf að dæma, sem hér er ritað, virðist þetta síður en svo. Við íslendingar megum fara að hafa andvara á okkur, og ættum hið skjót- asta að senda njósnarmenn til ítala til að kynnast þeirra fjölkyngi. Hver veit nema að komi að því, að jafnvel jarðskjáiftar verði taldir með hlunnindum? Sigr. Matth. OO Símfréitir frá útlöndum. Rvlk i gcer. Morð Rathenau’s œtlar að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Pýzkaland. Hafa upphlaup og manndráp verið daglegir viðburðir siðan og óhug miklum slegið á almenning. Hafa þœr fregnir flogið sem eldur i sinit, að morðvargaklikan œtli einnig að láta myrða þá Wirth kanzlara og Scheidemann og ýmsa fleiri af leið- togum núverandi stjórnarfyrirkomu- lags. Er keisarasinnum borið á brýn, að þeir-séu valdir að morðunum, og eru þeir hershöfðingjarnir Hindenburg og Ludendorf ásakaðir um, að vera með i ráðum. Markið hefir fallið stöðugt vegna óaldarinnar og er nú 115 mörk í krönu. Stjórnarherinn írski hefir gersigrað uppreistarmennina i Dublin og hand- samað leiðtogana, nema De Valera, sem tökst að flýja til Suður-Irlands. Æsir hann menn þar . til uppreistar og heldur borgarasiyrjöldinni áfram. Bráðabirgðarstjórnin biður um sjálf- boða til að bœla uppreistina niður. Tjónið af uppreistinni i Dublin nemur 60 miljónum króna. Norðmenn hafa ekki getað fengið framltnging á samningunum við Spán- verja og verða þvi að sæta hámarks- tolli frá 15. þ, m. Hœstirétiur Rússa hefir dœmt 11 af æðstu prelátum rússnesku kirkj- unnar til dauða og 53 iil margra ára fangelsis, fyrir að neita að gefa upp eignir kirkjunnar i hendur stjórnar- innar, svo sem hún hafði krafist. Hungursneyð á Krim. 90°lo ibú- anna svelta. Lloyd George fer þess á leit, að Versala-samningarnir séa endurskoð- aðir, og að allar þær þjóðir, sem þar eiga hlut að máli, komi að nýju saman. Grafir rússnesku keisaranna hafa verið opnaðar til að leita dýrgripa í þeim. Lenin farinn til Kaukasus sér til heilsubótar. Ekki búist við, að hann taki við stjórn að nýju. 00 Innlendar símfregnir. Rvik í gœr. Sig. Eggerz forsœtisráðherra kom- inn heim. Öll lög síðasta Alþingis staðfest af konungi. Grasspretta sunnanlands mjög rýr. Nokkrir togarar að búa sig norð- ur á sildveiði. oo „Yfirlýsinng" raforkunefndarinnar. Grein mín í 26. tbl, íslendings með yfirskriftinni »Fyrirspurn til bæjarstjórn- arinnar® hefir borið þann árangur, sem eg ætlaðist til, og geta húseig- endur nú vonandi fljótlega, — sam- kvæmt loforði raforkunefndar í síðasta blaði, — fengið að sjá þá samninga, sem bæjarstjórnin gerði í vetur iira innlagningu raftauga í hús bæjarins. — Petta er nú gott og blessað og um það ekki meira að segja að sinni. Að öðru leiti er »yfirlýsing« raforku- nefndar mjög »þunn«, en þar sem höfundur þessarar virðulegu *yfilýsing- ar« gerist svo rausnarlegur, að riðja úr sér nokkrum hryssings-ónotum til mín, þá finn eg ástæðu til að athuga mála- vöxtu dálítið frekar. í fyrstu grein yfirlýsingarinnar stend- ur m. a. * Og verður í þessu sambandi hrakinn „ósannindaþvæltingur“, sem Jón S. Espholin reit i 26. tbl«.*) o. s. frv. -- Orðið »ósannindaþvœttinguro. er ódýr vara og klunnalegt sóðaorð, sem fæst fyrir ekkert hjá sumum mönn- um, sérstaklega þegar þeir hafa vond- an málstað að verja og skortir rök, enda get eg ekki séð, að raforkunefnd- in hafi getað eða muni geta hrakið svo mikið sem eitt einasta atriði af því, sem eg sagði í grein minni. En þá verða þessi stóru orð hennar dá- lítið hlægileg »vindhögg« eða máske betra: »fúlegg«. Pá er útboðið á verkinu. Eins og eg hefi sagt áður, þá hefir hvorki innlagning né annað af verki eða efni til rafstöðvarinnar verið boðið út op- inberlega eða á þann hátt, sem bæjar- stjórninni bar siðferðisleg skylda til. — Ef bæjarfulltrúarnir í alvöru vilja telja sjálfum sér og öðrum trú um að kák hennar í þessu efni hafi verið nokkuð í þá átt að geta kallast opin- bert útboð eða »Licitation«, þá eru þessir menn í meira lagi fáfróðir um syo einfalda hluti og hafa sjáanlega enga huginynd uni það, hvernig heið- arlegt opinbert útboð þarf að vera. Annars leyfir pfássið mér ekki að fara frekar út í þetta atriði nú, en eg býst við að fá tækifæri til þess fljótlega í sérstakri grein. Pá eru samningar bæjarstjórnarinnar við innlagningamennina. — Eg hefi komið samtals eitthvað átta sinnum á á skrifstofu bæjarstjóra, bæði um það leyti, sem eg skrifaði fyrri grein mína og svo nú eftir að yfirlýsing raforku- nefndar kom í blaðinu síðast, en aldrei hefi eg getað fengið nokkurn skapað- an hlut að vita um þetta mál þar. Pað er annars einkennilegt með þessa skrifstofu og bæjarstjórann, hann er svo að segja aldrei þar sjálfur og eng- inn veit þar neitt. Hvað gerir maðurinn og fyrir hvað fær hann um 7500 kr. árslaun af fé bæjarbúa? Væri ekki óhætt að hafa launin dálítið hóflegri. Eða þarf hann svo há laun fyrir ekk- ert? — Sá partur af yfirlýsingu raf- orkunefndarinnar, sem hún ætlast til að sé einskonar skýring á aðalefni samn- inganna, staðfestir fyrst og fremst alt það, sem eg hafði áður skrifað, en sem hún samt sem áðurkallar »ósann- indaþvætting*, en um leið ber þessi skýring með sér, að nefndin finnur það sjálf, að hún er að Jjverja vondan málstað, og gerir það mjög klaufa- lega, reynir að klóra yfir jjalt saman með barnalegri »agitation« eins t. d. með »messingkúpuna« o. fl. í yfirlýs- ingunni stendur meðal annars: »Raf- taugarnar kosta frá 14,50 — 19,50 pr. eitt lampastæði með einföldum slökk- ara. Er það »vulkaniseruð« leiðsla inn- lögð í stálrörum«. Nefndin heldurvíst að hún segi einhver ósköp með því að nota orðið »vulkaniseruð« leiðsla. Veit nefndin sjálf hvað meint er með *) Allar auðkenningar eru gerðar af mér. þessu? Eg efast um að hún hafi haft hugmynd um það, það þýðir sem sé ekki annað en það, að utan um sjálf- an leiðsluþráðinn sé einangrunarhimna úr hálfhertu gúmmí. Ef samningarnir ekki hafa frekari ákvæði um gerð og efni leiðsluþráðanna, þá gætu þeir alveg eins verið vulkaníseraður járnþráður! (Með þtssu meina eða segi eg þó auð- vitað ekki, að innlagningamennirnir noti járnþráð.) Raforkunefndin hvetur í yflrlýsing- unni húseigendur til þess, að útvega sér og kynnast þeim innlagningaregl- um, sem gilda í Reykjavík. Er það meiningin, að hver og einn eigi að panta þær frá Reykjavík? eða er þeim útbýtt á skrifstofu bæjarstjóra hér? — Annars væri tilhlýðilegast, að Akur- eyrarbær hefði sjálfur prentaðar reglur fyrir sig, en sniðnar eftir þeim reyk- vísku að því ieyti, sem til bóta gæti orðið. Raforkunefndin minnist ekki einu «r#i á greiöstuskilmálaíia og hvCrsvegna hún hefir flanað að því að veita ein- okun á innlagningunum. Pessi tvö at- riði eru þó einhver þau þýðingarmestu fyrir bæjarbúa, en fyrir báða samn- ingsaðila munu þetta vera viðkvæm mál. Allir heilbrigðir menn munu vera mér samniála um að frjáls samkepni í hverju sem er, sé nauðsynleg og til góðs, en hversvegna hefir þá bæjar- stjórnin v«it einokun á innlagningun- um ? Hefir hún trygt sér nokkur þau veruleg hlunnindi á móti, sem ekki hefðu fengist án einokunar og með frjálsri samkepni? Hefir bæjarstjórnin t. d. trygt húseigendum greiðslufrest eða afborgunarskilmála, (NB. án óþæg- inda fyrir bæinn) sem þó eru nauð- synlegir mörgum ef þeir eiga að geta ráðist í að taka raftnagn til notkunar? — Hreint og klárt svar við þessu vilja víst flestir húseigendur fá sem fyrst. Ef bæjarstjórnin hefir ekki trygt húseigendum þessi hlunnindi, sem eru sjálfsögð og nauðsynleg, þá hefir hún hlaupið á sig, gert óheppilega samn- inga og bundið bæjarbúa á einokun- arklafa algerlega að ástæðulausu og án þess að hafa haft siðferðislega heim- ild til þess. fón S. Espholin. oo Úr heimahögum. Landskjörið á Laugardaginn var illa sótt um land alt. Munu tæp 40°/o af þeim er á kjörskrá stóðu, hafa neytt atkvæðis- réttar síns. Hér á Akureyri kusu 450 eða tæpur helmingur, og í Reykjavík voru um 3000 atkvæði greidd, sem mun vera ná- lægt helmingur höfuðstaöarkjósendanna. Á Siglufirði kaus 7“ hluti, á Séyðisfirði 60°/o og 70°/o í Vestmannaeyjum. Aftur berast þær fregnir víða úr sveitum að aðeins hafi kosið 20°/o og jafnvel færra sumstaðar. Tómlætið mun meira í sveitum en í bæjunum. Kosningafróðir menn og athugulir herma úr höfuðstaðnum að A- og D-listarnir hafi þar fengið álíka mörg atkvæði frá 1000 til 1200 hver. Hvenær atkvæðin verða talin og hin endanlegu úrslit kunn, er ennþá óvíst. Sumarskemtunin í Vaglaskógi sl. Sunnu- dag var ágætlega sótt, enda var veður hið bezta allan daginn. Var þar margt til sketntana. Ræöur, upplestur, söngur, glímur og aðrar íþróttir. Skemtu menn sér ág*t' lega og var glaðværð mikil á ferðúm.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.