Íslendingur


Íslendingur - 09.08.1922, Blaðsíða 1

Íslendingur - 09.08.1922, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Aðalstræti 16. VIII. árgangur. Akureyri, 9. Agúst 1922. 33. tölubl. Tolllaga- breytingar Norðmanna. Blaðið »Tíminn« staðhæfir með fjölmælgi mikilli, að tollhækkun sú, sem Stórþingið norska hefir nýlega samþykt á innfluttu kjöti, sé aðal- Iega miðuð gagnvart oss íslending- um og sé hefnd fyrir tilslökunina, sem Alþingi gerði í Spánarmálinu. Aðrir fullyrða, að þessi hækkun sé endurgjald fyrir Iandhelgisiögin, sem hnekkja síldarveiðum Norðmanna hér við land. Hvorug þessi stað- hæfing hefir við hin minstu rök að styðjast. Tolllagafrumvarpið kom fyrirStór- þingið áður en Alþingi hafði tekið nokkra afstöðu til Spánarsamning- anna og landhelgislögin aðeins í frumvarpsformi. Tolllagabreytingar höfðu lengi vakað bæði fyrir norsk- um bændum og iðnaðarmönnum I og auðvitað aðeins sem almenn ; verndartollapólitík, en ekki sem hefnd- arpólitík, enda verður það augijóst | við lestur þessara nýju tolllaga, að þessu er þannig varið. Þáð vita allir, að engar iðnaðar- vörur eru fluttar héðan til Noregs, en fullur helmingur tolllagabreyting- ánna er tollhækkun á iðnaðarvör- um. Flestallar járn- og steypivörur fá stórum hækkaðan toll; eins gler- vörur. Nema þessir nýju tollar frá 20 — 50% af verðmæti og er það mun hærri hækkun en Iandbúnað- arafurðirnar hafa orðið að sæta. Helstu tollhækkanir á innfiuttum landbúnaðarafurðum eru: Kartöflur úr 50 aurv upp í kr. 1,25 pr. 100 kg., kjöt úr 10 aur. upp í 25 aur. pr. kg., reykt kjöt og flesk úr 40 aur. upp í kr. 1,00 pr. kg., lifandi peningur úr 5 aur. upp í 13 aur. pr. kg. ef hann vegur yfir 240 kg., sauðfé úr 2 aur. upp í 13 aur. á kind og stærri kvikfénaður (undir 240 kg.) úr 12 kr. upp í 30 kr. pr. stykki. t>á er og settur tollur á inn- flutt korn. Af þessu getur hver og einn séð, að íslenzkar afurðir eru ekki veiga- mikill þáttur í þessum nýju toll- lögum. Að sönnu ber því sízt að neita, að kjöttollurinn kemur tilfinn- anlega niður á íslenzkum bændum, þar sem hann hlýtur að draga til muna úr söht saltkjötsins íslenzka í Noregi, þó hins vegar að héðan hafi komið minstur hluti af kjöti því, sem til Noregs hefir fluzt. En á öðrum sviðum snerta tolllaga- breytingarnar oss sania sem ekkert, og því flónska að vera að halda því fram, að tolllögin séu samin með það sérstaklega fyrir augum, að hefna sín á oss íslendingum. Það, sem fyrir norsku löggjöfunum vakir, er, að vernda heimamarkaðinn, en ekki hefndir, — og kemur þetta lögmál þeirra að meira eða minna leytinu niður á öllum þeim þjóð- um, sem við Noreg skifta. co Heilsuhæli Norðurlands Og Skógarsel sjúkrahússins. Mér rann í skap, þegar eg í gær- kveldi las grein Valdemars kollega Steffensen í »Degi«. E{t samdi þá í huganum grein á móti, skönnnótta og líðilega, en setti hana ekki á pappírinn. Eg lét reiðina gufa út, og nú Ijómar dagur og sólin skín inn um gluggann og mér er runn- in reiðin nú, er eg tek pennann. Pað er því ekki ætlun mín að fara að skemta skollanum með neinurn skætingi og skensi, heldur að eins reyna að leiðrétta þann misskilning, sem valdið hefir ágreiningi og þykkju kollega míns. Misskilningurinn er sá, að hann hyggur mig vinna á móti Heilsu- hæli Norðurlands með því að hafa komið upp þessu litla sumarbyrgi í Vaglaskógi, sem ætlað er berkla- veikum mönnum. Þetta sumarbyrgi er útbú Akureyrarspítala og á ekk- ert skylt við Heilsuhæli Norðurlands. Eg þóttist satt að segja hafa gert svo nána grein fyrir tilætlun minni með Skógarselið í næstsíðasta íslend- ingi, að hver maður gæti skilið það. Hvernig á þetta litla krýli, 4 manna skýli, að verða hættulegt sem keppi- rtautúr fyrir heilsuhæli? — 4 manna útileguskáli til sumarbrúks! Því fer fjarrí, að eg vilji vinna A nwti Heilsuliœli Norðurlands. Þvert d móti er mér Ahugamál, að það komist á fót hið allra fyrsta, cn eg hygg, að bezta ráðið til þess sé að byrja smátt og bæta við eftir því, sem þörfin knýr, til að gera liælið stórt. í stað þess að vinna liver á móti öðrum vil eg, að við læknar allir vinnum saman að því, að koma hælinu upp. Landlæknir vill, að hælið startdi í nánd við Akureyri; með því móti verði rekstur þess ódýrari og lík- legra, að fljótt verði hægt að koma því á fót, Eg vil styðja þá tillögu og skal strax benda á þann stað, sem eg tel heppilegan. Það er gilið sunn- an við bæinn, þar sem er nú Rækt- unarstöð Norðurlands. Eg vil fara fram á við Rœktunarfélagið, að það eftirláti Heilsuhælinu þann fagra reit og skapi síðan annan jafnfagr- an einhversstaðar annarstaðar í landi bœjarins. Allir, sem hafa lesið greinar eftir mig í blöðunum eða ritlinginn »Mannskæðasta sóttin«, vita, að eg hefi borið heilsuhælið norðlenzka fyrir brjósti, og satt að segja veit eg ekki, að aðrir hafi talað máli þess betur. Þess vegna gramdist mér, að V. St. leyfir sér að fullyrða, að eg hafi verið andvígur málinu. Hafi eg einhverntírna sagt eitthvað, sem hefir komið honum á þá skoð- un, þá get eg fullvissað hann um, að meining mín nú er önnur og sú, að nauðsynlegt sé að koma upp norðlenzku heilsuhæli lúð allra fyrsta. Það lítur svo út sem kollega mín- um hafi vaxið í augum, hve spítal- inn hefir verið stækkaður og að hann telji, að Skógarselið geti verið mjór en mikils vísir; — eg ræð þetta af þeim niðrandi orðum, sem hann fer um hvorttveggja og svo sjálfan mig o. fi. Skal eg fúslega játa, að margt er ekki eins fullkomið og þar sem bezt er, en þó ekki eias gagnslítið og hann heldur. Vildi eg gjarnan hafa getað gert betur það, sem til núnrm kasta hefir komið. St. má ekki halda, að mér sé neitt áhugamál, að sjúkrahúsið dragi sjúklinga frá hælinu. Eg hefi í blaðagrein nýlega haldið því fram, að ef útlit sé fyrir að sjúkrahúsið verði óþarflega stórt, þegar hælið er komið upp, þá megi minka það og selja nýja viðauka þess, því það er traust og vandað íbúðarhús. Þessu vil eg enn halda fram, en hins vegar eru litlar líkur að til þess þurfi að koma, því sjúkrahúsið verður naumast of stórt, þó jafnvel stórt heilsuhæli komi hér nyrðra. Það, sem St. skrifar um stærð hælisins, er á engum rökum bygt. Einkum vil eg finna að bollalegg- ingum hans út af þeim 20 sjúkl- ingum, sem hann segir að þurft liafi að leita út úr landinu á erlend hæli. Eg þori að fullyrða, að flestir þeirra hefðu farið, þó fleiri hæli væru hér á landi. Efnað fólk horfir ekki í kostnaðinn við utanferðir, ef þar er fremur batavon. Mér þykir ieitt, ef við V. St. get- um ekki orðið sammála í heilsu- hælismálinu. Ef nokkuð tefur fyrir því, þá er það helzt, ef við læknar rífumst út af því. Eg skal fyrirgefa honum þó hann kalli það kák hjá mér, að vera að koma upp þessum kofa í skóginum, en hann fer með rangt mál, er hann heldur, að eg hafi viljað spilla með því fyrir heilsu- hælinu. Til samkomulags skal eg bjóðast til að selja honum kofann (ef eg fæ því ráðið) jafnskjótt og hælið er komið upp. Flest-allir, sem minst hafa á Skóg- arselið við mig, hafa verið mér þakk- látir fyrir þá tilraun. Þess vegna þótti mér leitt og eg undraðist, er koilega minn var þessu svo andvígur. Þó St. með grein sinni ef til vill dragi úr áhuga manna að styrkja Skógarsel sjúkrahússins — þá gerir það núnna til. Að vísu kemur meiri kostnaður á rnínar herðar, en hvað snertir þá aura, sem fyrir það týn- ast úr mínurn vasa, segi eg þá líkt og Ólöf forðum: »Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði«. Eg liefi sett mér að sætta mig við það og skal reyna að standa uppréttur eftir. Skógarsclið verður ekki drepið, því það er konúð upp — sjúkling- ar eru komnir þangað og láta vel yfir vistinni þar. En nú er að koma upp Heiisuhæli Norðurlands og skal ekki standa á núnu liðsinni, ef menn vilja treysta því, að eg fái nokkru til leiðar konúð. Annaðhvort er þessi tilraun mín ineð Skógarselið kák eitt — ef til vill frá þeim vonda — og fellur þá um sjálft sig, svo eg hefi skaða og skömm af, en sé tilraunin góð og guði þóknatúeg, þá skulum við taka ölln ofboð róiega og vona hins bezta. Að svo mæltu kveð eg kollega minn í bróðerni. Akureyri 4. ágúsi 1922. Stgr. Matthíasson. oa Stj’órnskipulaga- breytingar. Flestir þeir, sem um stjórnmál vor hugsa, munu linna sárt til þess, að ýmislegt það, sém afráðið og fram- kvæmt er, á iöggjafarsviðinu, er bæði vanhugsað og núslukkað, án þess að gcra sér fulla grein fyrir því, í hverju meinsenidin liggur. Hreyfir sér sama óánægjau utanþings og inuati. Hinir fyrri, þjóðarheildin, kenna það venju- lega ótrúmensku og dáðleysi fuíltrú- anna, en hinir síðari, þingmenn sjálfir, kvarta yfir andstæðum í hugsanagangi a

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.