Íslendingur


Íslendingur - 09.08.1922, Blaðsíða 3

Íslendingur - 09.08.1922, Blaðsíða 3
33. tbl. ÍSLENDINGUR. 129 leyfi ti! að ræna og myrða Gyðingana, hvöttu lýðinn ekki til að skera brjóstin af Gyðingakonunum eða reka timbur- fleyga í enni karlmannauna. Öll þessi blóðugu hermdarverk cru því ein- göngu alþýðunni sjálfri að kenna og sprottin af giimd hennar. En nú mun rnargur spyrja, hvar hinn hjartagöfugi, hugsandi rússneski bóndi sé, hinn óþreytaridi sannleiks- og réttlætisleitandi, sem bókmentir 19. aldarinnar hafa lýst svo fagurlega fyr- ir heiminum. Á unga aldri leitaði eg einnig með ákafa að þessum inanni um alt Rúss- land. En — eg fann hann ekki. Eg fann alstaðar sannan, fullkominn raun- verumann, lymskan náunga, sem tókst ágætlega að látast vera einfaldur, þeg- ar honum kom það að einhverju leyti vel. Að eðlisfari er hann ekki heimsk- ur, það veit hann. Hann hefir ort mörg döpurleg kvæði, búið til marga þjóðsöguna og myndað þúsundir máls- hátta, sem geyma margháttaða lífs- reynslu hans. ............. ....... Eg vil enda þessa skugga- legu grein með því að segja frá, hvað þátttakandi einn í vísindaferð til Úral- fjallanna hefir sagt mér. Bóndi nokkur í sveitabæ einum, seni vísiudaleiðang- inn dvaldi í, sneri sér til ferðaniann- anna með þessum orðurn: »Pið eruð lærðir memi — segið þið mér, hvort eg er keyptur eða seldur. Basjkir cinn drap kúna mína í fyrri viku. Auð- vitað drap eg Basjkirinn og á eftir tók eg belju frá fjölskyldu haus. Segið þið mér nú: er hægt að dæma mig fyrir eina belju?* Peir spurðu hann að, hvort haun byggist ekki frekar við að verða dæmd- ur fyrir að hafa drepið manninn. Þá svaraöi hann rólega: »Sei, sei — hvað gerir það til. Mennirnir eru ódýrir nú á tímum,* Einkennaudi er orðið »auðvitað<. Morð eru orðin hversdagsleg og eðli- leg, þau eru orðin að vana. í þessu felst öll grimd borgarastyrjaldanna og þorparaskaparins. (Morgunbl.) OO Símfréitir frá útlöndum. Rvík í gœr. Balkanstyrjöldin hafin að ný/u. Er Grikkir neituðu kröfum bandamanna um að láta Konsiantínópel afskifta- lausa, veittu þeir Tyrkjum liðstyrk og hafa nú Grikkir orðið að hörfa und- an frá landamœrum Tyrklands rneð her sinn. Hvort liðveisla banda- manna nœr lengra en til varnar Konstantinöpel er ennþá óvist. Smá'- skœrur hafa orðið en cngir verulegir bardagar. Grikkir stórreiðir banda- mönnum. Óeirðirnar á Italiu halda áfram. Svar Pjóðverja við kröfum Poincare’s forseta um 3 miljöna sterlingspunda skaðabótagreiðslu fyrir 15. þ. m. hef- ir reynst ófullnœgjandi og hafa Frakk- ar þvl framfylgt hótun sinni um að beita refsiákvœðum l Rinarlöndunum. Gengu þau i gildi á Sunnudaginn. Irska uppreistin er að mestu talin bœld niður, og hafa jlestir uppreist- arforingjarnir, að De Valera undan- skyldum, vcrið handlcknir og biða dóms. Lloyd George, Poineare og utan- rikisráðherra Itala sitja á ráðsiefnu i Parls, og rœða þar þýzku skaðabóta- málin og skuldaskiftamöguleika með- al bandamanna innbyrðis. Er bú- ist við að niðurstaða þessa ráðherra- fundar verði grundvöllur undir hitia vœntanlegu ráðstefnu, sem Lloyd Ge- orge vill koma á meðal bandamanna með haustinu til að endurskoða Ver- salasamningana. Kolanámuverkfallið heldur áfram i Bandarikjunum. Margar verksmiðjur hafa orðið að leggja niður vinnu vegna kolaskorts. Einnig eldsneytis- skortur til heimilisþarfa yfirvofandi. Harding forseti hefir krafist þess, að verkið verði tekið upp með óvönum starfsmönnum, takist ekki sættir nœstu daga, og að hervaldi verði beitt til að koma því i framkvœmd ef þörf gerist. Verkamannafélögin hóta blóðs- úlhellnigum. Brezki rikiserfinginn, prinsinn af Wales, er nú sagður trúlofaður Jólöndu prinsessu, elstu dóttir Italíu konungs. i co Innlendar símfregnir. Rvik i gœr. Pýzkt skip nýkomið til Hafnarfjarð- ar, hlaðið vinföngum. Pöttist skip- stjóri œtla til Amerlku með farminn. Með skipinu var Viðar Vík sem út- lœgur er héðan af landi, að afstað- inni hegningu fyrir margskonar af- brot. Gaf það slœman grun um að alt mundi ekki með fétdu hvað skipið snerti. Var nú hafin yfirheyrsla og kom það þá í Ijós að œtlunin var að smygla vlninu i land og selja það á ýmsum stöðum hér. Skipsijórinn cr nú kominn i hegningarhúsið og lög- hald hefir verið lagt á skipið. oo Úr heimahögum. Útkoma blaðsins er að þessu sinni tveim dögum fyr en venja er, og staf- ar af því, að ritstjórinn þarf að skreppa í burtu og verður að heiman nokkra daga. Síldveiðin. Landburður af síld hefir verið hér við fjörðinn og á Siglufirði síðustu dagana. Hafa flest skipin héð- an aflað vel og eru mörg komin á þriðja þúsundið að tunnutali. Af tog- urunuin sunnlenzku, seni ganga á síld- veiði, mun »Ýnúr vera hæstur. Mun afli hans vera um fjögur þúsund tunnur. Gullbrúðkaup áttu nýlega hjónin í Barði, María Flóventsdóttir og Júlíus Kristjánsson. Sira Pórður Tómasson. Meðal far- þega á »Goðafoss« var landi vor Þórður Tómasson, prestur í Horsens í Damn'örku. Er liann sonur Pórðar læknis Tómassonar, próíasls Sæmunds- sonar, og fæddur hér á Akureyri 7. Des. 1871. Eldri menn hér við Eyja- fjörð muna vel föðui hans, Þorð lækni, er andaðist hér 2. Nóv. 1873, gleði- maður mikill og hvers manns hugljúfi. Afinn frægi er alþjóð kunnur og kær. Móðir séra Þórðar var dönsk og fór hann með henni til Danmerkur skömmu eftir lát föður síns og hefir dvalið þar síðan og hlotið þar mentun sína. Síð- an 1898 hefir hann verið prestur í Horsens og befir mikið orð á sér sem kennimaður. íslenzk mál hefir hann látið sig miklu skifta, sérstaklega kirkju- málin, og hefir hann unnið með alúð að því, að koma á nánara sambandi með kirkjum Islendinga og Dana og myndað öflugan félagsskap f þeim til- gangi — »Dansk-islandsk Kirkesag*. Dvöl sfra Þórðar hér á Akureyri var alt of stutt — að eins meðan »Goða- foss« stóð hér við. A Suðurlandi dvaldi hann tveggja vikna tíma og heimsótti Breiðabólsstað í Fljótshlíð, fæðingarstað föður síus. Þetta er fyrsta kynnisferð síra Þórðar til Islands síðan hann fór héðan barn. Kristján jónsson, dómstjóri hæsta- réttar, kom að sunnan með »Goða- foss« og dvelur hér í bænum hjá bróður sínum, bæjarfógetanum. Um helgina fara þeir bræður austur í Mý- vatnssveit til að heimsækja frændlið sitl og forua átthaga. Eftirliismaður með landhelgisbrotum útlend nga er af útgerðarrnönnum á Sigluíirði ráðinu Sveinn Bjarnáson prókúrator. Þykir útgerðarmönnum eflirlit lögregluvaldanna siglfirzku ekki fullnægjandi og hafa þvi valið Svein til uppfyllingar; á hann jafnframt að vera saksókuari á hendur þeim brot- legu. E.s. »Lawrence« kom á Sunnudag- inn með kolafarm til verzl. »Hamborg». Opinberað hafa trúlofun sína uý- verið ungfrú Ásta Sigurjónsdóltir frá Fornustekkjum í Hornafirði og Karl Ás- geirsson símritari hér á Akureyri. Spánarvinsalan. Jóh. Ragúels kaup- maður, sem er í Rvík um þessar mundir að leita sér lækninga — hefir tilkynt ísl. að hann ha(i ekki sótt uin vínsöluna hér — hvorki til Stjórnar- ráðsins eða bæjarstjórnarinnar. Er oss óskiljanlegt, hvaðan bæjarstjóra hefir borist heimild til að telja hann meðal umsækjendanna, því eins og atkvgr. sýnir, var bæjarstjórnin í engum vafa um umsókn Jóhanns, en upplýsingar sínar hafði hún frá bæjarstjóra. »Músik félag Akureyrar,« heitir fé- Iag sem stofnað var hér í bænum í gærkveldi. Markmið félagsins er að koma hérá fót »músík-skóla« er kenni flestar greinar hljómlistarinnar, og jafnframt að jvekja og glæða áhuga manna fyrir hinni fögru list með »koncertum« og fræðslu. Er í ráði að útvega danskan kennara til að hafa forstöðu skólans og aðal kenzluna á hendi. í stjórn félagsins voru kosin: Séra Geir Sæmundsson, Vernh. Þor- steinsson, Sig. E. Hlíðar, ftú Kristín Matthíasson og Haraldur Björnsson. Svar frá Jóni E. Bergsveinssyni til ritstjóra »Dags« kemur í næsta blaði. OO Fiskilinur norskar 1—2 — 3—4 — 5 punda. 0ngultauinar og Lóðarönglar extra extra long, fyrirliggjandi hjá Ásgeiri Pétussyni. Einkennileg lækninga-aðferð. Meðal al óupplýstra þjóðflokka ersú trú, að illir andar séu valdir að sjúk- dómurn í mönnum og dýrutn, mjög út- breidd. Aðferð villimannaflokks eins á eynni Borneo við að lækna sjúkdóma er lýst þannig: Þegar læknirinn (særingamaðurinn) hefir fengið fulla vissu um, hverskonar andi sé valdur að sjúkdómnum, fer hann heim til sín og tekur bút af sago- pálmalré, sem liann teglir til í líkingu við andann, sem þjáir sjúklinginn. Lík- neskið er svo stundum látið inn í lít- ið hús eða bát, setn gerður er fyrir það. Herbergi sjúklingsins er skreytt með marglitum dúkum, pálmablöðum og laufum í líkingu ýmsra hluta, sér- staklega fugla. Róla er búin til úrtág- um og tengd með lauffléttingum við húsið eða bátinn, sem andalíkneskið er í, til þess að anditin geti komist þangað eftir að særingamaðurinn hefir stefnt honum í róluna. Nú setjast menn í róluna, hver á eftir öðrum, og sveigja sig og beygja á allan mögulegan hátt eftir hljóðfalli frá bumbum, sem eru barðar á bak við þá. Særingamaðurinn sezt svo sjálfur í róluna og raular fyrir munui sér í tilbreytingarlausum tóm gömul særingaljóð. Efnið í þeim er það, að biðja andann að koma ofan og taka sjúkdóminn út úr líkama sjúk- lingsins. Særingasöngurinn er stöðugt endurtekið ákall til andans, sem sam- kvæmt trúnni færist nær, og að síð- ustu er talað til hans eins og hann væri inni í húsinu. Að lokum fellur særingamaðurinn úr rólunni og liggur sem meðvitundarlaus. Þegar hann i akn- ar við gengur hann að sjúklingnum, þylur særingar, kastar í kring um sig hrísgrjónum og veifar blóini yfir sjúk- lingnum. Pegar enginn er í rólunni er blómið látið liggja í henni. Pegar særingarnar hafa gengið eins lengi eins og þörf þykir, er sjúklingurinn sjálfur settur í róluna, og þegar að særinga- maðurinn segir að andinn sé kominn fer hann og sjúklingurinn í bátinn eða húsið. Særingamaðurinn spýtir legi af betel-bnotum á líkneskið og hellir yfir það vatni, síðan skvettir hann dropum af vatninu á líkama sjúklingsins og raular um leið særingaþulurnar. Næsta dag er farið með líkneskið, sem er skreytt með blómum, ásaint hrísgrjón- um og annari fæðu, að á eða læk. Par er það látið niður; nema ef ílát- ið, sem það er í, er bátur, þá eru lítil mannalíkneski búin til úr tjöru, sett í bátinn og hann látinn berast niður ána eða dregin út á sjó. Enginn nema særingamaðurinn má snerta andalík- neskið eftir að særingarnar eru afstaðn- ar. Vanalega er einhverskonar samband milli andans og sjúkdómsins, þannig að andar sem búa í loftinu valda höf- uðverk og hitasótt, skógarandar fóta- bólgu o. s. frv. Pegar búið er að ganga frá líkneskinu, sem veikin á uú að vera komin í, cr álitið að sjúklingn- um sé atbatnað. af stúfasirzi nýkomið í verzlunina „MERCATOR“, Hjalteyri. Selst 25°/o ódýrar en annarsstaÖar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.