Íslendingur


Íslendingur - 01.09.1922, Qupperneq 1

Íslendingur - 01.09.1922, Qupperneq 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Aðalstræti 16. VIII. árgangur. Akureyri, 1. September 1922. 36. tölubl. Spánarvín. Bannblöðin eru að reyna að koma þeirri trú inn hjá almenningi, að ógurleg vínnautn og drykkjuslark hafi byrjað í landi voru um leið og spönsku vínin fengu hér landfestu, og af því megi marka hvaða ógæfu innflutningur þeirra muni leiða yfir þjóðina. — Jafnvel á þeim stöðum, þar sem engin Spánarvín hafa enn- þá komið, segja bannmenn hroða sögur af drykkjuslarki. Ekki segja þeir þó að það stafi beinlínis af Spánarvínum, þótt það óbeinlínis sé þeim að kenna, að því leytinu, að fregnin um komu vínanna til landsins liafi losaðx um bönd og hömlur, slakað á eftirlitinu og æst þorsta manna o. s. frv. Ummæli þessi eru mestmegnis ýkjur eða ímyndun þeirra manna, sem mestar fjarstæðurnar hafa liaft til brunns að bera í Spánarmálinu undanfarið, og gerð að miklu leyti í þeim tilgangi að æsa þjóðina upp á móti samningunum, til þess að fyri'rbyggja endurnýjun þeirra að ári. Menn þessir eru einnig óþreyt- andi að telja mönnum trú um að engin knýjandi nauðsyn hafi verið til þess að ganga að kröfum Spán- verja; sjávarútvegnum hefði engin hætta verið búin þótt þeim hefði verið hafnað. Sumir af þeim, sem þannig tala gera það móti betri vit- und, aðrir af því þeir vita ekki bet- ur, og japla þvaður hinna. Eru nú nokkur líkindi til, að jafn ákveðnir og einlægir bannmenn, eins og sum- ir þeirra er á þingi sátu í vor eru, hafi farið að fallast á gerðir stjórn- arinnar í Spánarmálinu, ef þeim hefði ekki verið það fullljóst að til þess var knýjandi þörf? Þingmenn- irnir þektu alla málavexti; flestir þeirra, sem mest hamast gegn samn- ingunum gera það ekki. Er þetta ekki þess vert að það sé alvarlega hugleitt? Það er á flestra vitorði að enginn hörgull hefir verið á áfengi hér á landi undanfarin ár, þrátt fyrir bann- lögin. Allir, sem nokkra löngun hafa haft til þess að ná sér í vín, hafa getað það. Um þetta hafa bann- menn lítið sagt, þeir vissu það sjálfir manna bezt að framkvæmd bannlaganna gat aldrei orðið annað en kák, eins og hér háttaði til, og þeir héldu sér í rónni, vegna þess að bannlögin voru þeirra eigið borið fóstur, og þó aldrei nema það væri afstyrmi, sjálfum þeim og öðrum til vandræða og vansa, þá samt sem áður var það þeim kært og brestir þess yfirséðir. Vegna þess nú að Spánarsamningarnir íta lítillega við þessu eitirlætis-goði bannmanna, þá eru þeir óhafandi, þó þeir séu bjarg- vættur annars helsta atvinnuvegs þjóðarinnar. Af innflutningi reglulegs Spánar- víns getur margt gott leitt fyrir þjóðina. Vínin eru Ijúffeng og heil- næm. Oæti innflutningur þeirra leitt til þess að menn hættu við að kaupa sterk og skaðleg vín, oftlega ólöglega fengin, og væri það ekki lítil bót. En sá gallinn hefir verið á þessum Spánarvínum, sem hingað liafa komið, að þau hafa að flestra dómi verið óegta. Segja sumir þau danskan berjasafa með nokkrum grömmum af spíritus í, eru þessi vín í sjálfu sér meinlaus, en ekkert við þau, sem gerir þau fýsileg til drykkjar. Annars er það furða hvað ríkis- stjórnin hefir verið kærulaus í þessu Spánarvínssölumáli. Nú eru 2 mán- uðir liðnir frá því að salan átti að hefjast og ennþá má naumast heita að vínin liafi komist út fyrir Reykja- vík. Utsölustaðirnir sem samkvæmt reglugerðinni átti að setja á stofn, eru ennþá óskipaðir, og afgreiðsla á sinápöntunum að sunnan gengur treglega. Ef stjórnin skilur þannig skyldur sínar við samningsaðil sinn, Spánverja, þá er hún óvitur, og farið getur svo að þetta tómlæti hennar komi henni í koll síðar meir. Drenglunduð og samvizku- söm stjórn, gerir sér ætíð far um að fullnægja þeim samningum, sem hún gerir við aðra, ekki sízt þar sem enginn er til eftirlits af hinum málsaðilinum, og á alt undir orð- heldni og trúmensku hins samn- ingsaðilsins komið. Það viturlegasta, sem bannmenn gætu nú gert, væri að skora á stjórn- ina að hlutast til um að ákvæðum Spánarsamninganna væri fylgt út í ystu æsar, og að ómenguð Spánar- vín væru flutt til landsins en ekki berjasafi frá Danskinum. Næst ætíu þeir að skora á alla þá, sem á ann- að borð neyta víns, að hætta við að drekka hin skaðlegu sterku vín, hvort heldur þau væru löglega eða ólöglega fengin, en þess í stað að kaupa og drekka löglega fengin, ljúffeng og heilnæm Spánarvín. Þannig löguð áskorun væri bann- mönnum til sóma, og gæti að sjálf- sögðu látið mikið gott af sér leiða fyiir land og þjóð. 09 Orð og athafnir. Ein af gruiiclvallaratriðunum í kenn- ingum sanivinniiforiugjanna í orði við- víkjandi verzlun, er að forðast beri alla milliliði. Versta átumeinið í ís- lenzkri kaupmauiiaverzlun er eftir kenn- ingum þeirra tnilliliðirnir. Þeir halda því fram, að íslenzku kaupmennirnir séu óþarfur milliliður milli framleið- enda og neytenda, sem geri vöruruar dýrari enn þær þurfa að vera. Til þess að útbreiða þessar kenningar sínar meðal fólksins, halda þeir úti tímarituin og blöðum. Svo mikil á- herzla hefir veiíð á þetta lögð af sam- vinnumönnum, að á það er bent í sjálfum lögunum um samvinnufélög frá 1921. Þegar samvinnumenn hófu fyrst starfsemi sína hér á landi, var það með vörupöntunarstarfsemi. Sýndu þeir þá í verkinu að þeir vildu kom- ast hjá milliliðunum. Síðan var breytt til og farið að hafa opna búð, leggja á vörurnar eins og tíðkanlegt var hjá kaupmönnum og selja þær bæði fé- lagsmönnum og utanfélagsmönnum. Þegar þessi breyting varð á verzlun- arstarfsemi samvinnumaniia, héldu þeir úti einu tímariti, er ræcjdi áhugamál þeirra, þar á meðal að íorðast milli- liði. Næsta sporið á framfarabrautinni, var stofnun skrifstofu þeirra í Katip- mannahöfn. Á svipuðum tíma var far- ið að gefa út blað í Reykjavík, er við fæðinguna hlaut nafnið íTíminn«. Ræddi hann og ræðir enn áhugamál samvinnumanna með miklum fjálgleik og hélt því mjög ákveðið fram, að forðast ætti af alefli alla milliliði. Árið 1917 stofna samvinnumenn heildsölu- verzlun í Reykjavík — S. í. S. — og á sama árinu hleypur blaðið »Dagur« af stokknum og er hans hlutverk að ræða áhugamál samvinnumanna. Allir sem það blað hafa lesið vita hvað því er tneinilla við milliliðina en þó sérstaklega við íslenzku kaupmennina, er blaðið telur þröngsýnni og gáfna- tregari yfirleitt en menn alment gerast og auk þess minni mannkostamenn. Af þessu er auðsætt, að við hvern millilið, sem samvinnuinenn hafa gróð- ursett milli framleiðenda og neytenda á þessum stutta starfstíma sinum, hafa þeir bætt við málgagni til þess meðal annars, að predika fyrir fólkinu skað- semi milliliðanna i verzlunar-sökuin. Gaman væri að vita, hvort það er merki uppá »ekta« nýtízku íslenzkan sauiviunufélagsskap, að orð og atliafn- ir séu gagnstætt hvað öðru, eða að núverandi blaðakostur samvinnumanna gr einn þáttuiinn í minkuðum útgjöld- um við daglega eyðslu kaupfélags- manna yfirleitt. Laust eftir 1881 hófu pöntunarfé- lögin starfsemi sína, þá, er samvinnu- félögin hér á landi hafa risið upp af. Það eru pöntunarfélögin sem hefja hér samkepni um sölu á útlendum varn- ingi, við selstöðuverzlanirnar, sem fyrir voru. Um aðra kaupmenn var tæplega að tala. í .Tímariti íslenzkra samvinnufélaga* 1919, segir Jónas frá Hriflu, að fyrsta árið sem Kaupfélag Þingeyinga starfaði, hafi félagsmenn grætt 25°/o á því að skifta við félag- ið, borið saman við að verzla við kaupmanninn sem var á staðnum. Reyudar stendui á öðrum stað í sama riti að ágóðinn af 40 þús. kr. við- skiftum hafi verið 2000 kr., sem reyndar er ekki nema 5°/o og á enn einuni stað í sama riti, eftir sama höf- und er gróðinn talinn 45°/o, svo það virðist lcoma fram töluverð ónákvæmni hjá höfundinum hvað gróðanum við- kemur, sem er reyndai ekki tiltökumál íiiti, sem sá höfundur stýrir. Af skrif- um mætra manna, er áður liöfðu rit- að í Tímaritið, og éins af sögusögn trúverðugra manna, sem enn eru á lífi og eg hefi talað við um þessa hluti; má þó fullyrða, að K. Þ. hafi byrjað á verzlunarsamkepni við Örum & Wulfs verzlun á Húsavík, er Þórð- ur Guðjohnssen veitti þá forstöðu. Jafnframt má færa töluverðar sannanir fyrir því, að það voru pöntunarfélög- in, sem tóku upp verzlunarsamkeppn- ina við kaupmenn víðsvegar um land- ið, eða aðallega keppni við kaupmenn um að selja útlendar vörur ódýrari yfirleitt en þeir. Euda var það ekki sérstaklega mikill vandi að selja vörur ódýrari enn kaupmenn seldu þær í þá daga, sérstaklega þegar þær voru greiddar fyrirfram, eða við móttöku. Slík greiðsluskilyrði munu tæplega hafa átt sér stað alment þá, við nokkra kaupmannsverzlun á íslandi; og ástæð- an til þess að stórbændurnir, sem verzluðu bæði mikið og skuldlaust, eða áttu jafnvel inni um áramót, fengu töluvert betri verzlunarkjör hjá kaup- manninum enn fátæklingarnir, sem altaf skulduðu og þurftu að vera uppá kaupmannitin komnir -f sem kallað var — er ekki svo undarlegt fyrir þá, sem hafa hugmynd um, hvað vextir af peningum eru. Eftir því, sem íslenzku kaupmönn- unum fjölgaði, fór verð útlendu vör- unnar að lækka og muuurinn að verða minni á hagnaðinum á viðskiftunum við kaupfélögin, en verið hafði í fyrstu. Bændur höfðu þó lengi fratnan af hagnað af viðskiftum við kaupfélögin og þó sérstaklega á sölu búsafurða

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.