Íslendingur


Íslendingur - 01.09.1922, Qupperneq 3

Íslendingur - 01.09.1922, Qupperneq 3
35- tbl. ISLENDÍNGUR. 137 artöflm nvkomnar í eru verzl. Brattahlíð. brekku, þegar véliu bilaði, svo að vagn- arnir runnu undan brekkunni, eníþví koin hin lestin á eflir og rendi aftan á þá, sem fyrir var. Myrkur var á, þegar slysið vai ð, og bitur kuldi. Leið langur tími áður en hjálparvagnar koinu með lækna og hjúkrunarvagna, og vr.r unnið að björg- unarstarfi það sem eftir var nætur og allan næsta dag. Farþegarnir voru óg- urlega lemstraðir og þótti sjónarvott- um ægileg aðkoma að þessu átakan- lega slysi. 5000 menn fórust nýlega í fellibyl, sem æddi yfir kín- verska hafnarbæinn Swatow. Veðrið hófst að kveldi dags og stóð 7 klukk- stuudir. Afskapleg rigning fylgdi felli- bylnum og sjór gekk langt á land upp. Fjöldi skipa sökk eða laskaðist á höfn- inni en sum hin minni bárust langt á land upp með sjáfarflóðinu. Flest hús f borginni skemdust og inörg hrundu til grúnna. Símastaurar brotnuðu eins og eldspýtur og tré sviftust upp með rótum. I9eir sem fórust, voru nær allir Kínverjar. Friðar-hreyfing. Sunnudaginu 30 júlí voru haldnar mjög fjölmennar samkomur í öllum helstu borgum Bretlands, Bandaríkj- anna, Frakklands og Þýzkalands til þess að vinna að því, að engar styrj- aldir verði háðar héðan í frá. Frum- kvæði að þessum fundarhöldum álti aljojóða friðarþirig, sem nýlegavar hald- ið í London. En þessi dagur var val- inn af því, að þann dag og næstu viku 1914, komst alt í bál og brand hér í áifunni. — Fessum friðarsam- komum var líkt hagað í öllurn borg- um. Fólk kom saman á einhverjum tilteknum stað, t. d. torgi eða skemti- garði, og þar voru hin og þessi fél- ög tneð fána sína og áletranir svo sem: »Engar styrjaldir framar!«, eða eitt- hvað á þá leið. Fjölda margir ræðu- stólar voru reistir upp og margar ræð- ur flutlar jafnsnemma, en að gefnu merki báru allir ræðumenn fram eina og sömu tillögu, þar sem allir hétu samvirinu við Bandaríkin og önnur lönd til þess að afstýra styrjöldum. Um líkt leyti sem þessu fór fram, fluttu margir merkir menn á Bretlandi ræður, seni fóru fram í svipaða átt. Einna tilkomumest af þessum ræðum, þótti sú, sem Lloyd George flutti fyrir kirkjumönnum í London, þar sem hann kemst m. a. svo að orði: »Eg mun helga það, sem eftir er af starfskröftum mínum til þess að koma í veg fyrir að mannkynið þurfi á ó komnum tímum að ganga gegnum eld og ógnir, þjáningar, voða og eymd styrjaldanna.® Mr. Ford og Mexico. Mr. Henry Ford, sem allir kannast við af bifreiðum hans, er einn mesti athafnamaður, sem mí er uppi íheim- inum og svo stórhuga, að liann á fáa sína líka, Honum er mjög ant um, að heimurinn bafi sem mest gagn af starfssemi sinni og er sífelt að ráðast í ný og ný fyrirtæki. — Nú er sagt, að hann hafi hug á að verða Mexíkó- ríki að liði. Far eiu sífeldar innanlands skærur og uppreisnir, og liata lengi verið, en Ford er þeirrar skoðunnar, að þessar deilur verði helzt leiddar til lykfa með því að »láta starfsmenn starfa« og láta þá vera svo önnum kafna við nytsamleg störf, andleg og líkamleg, að þeir »fái engan tíman til að berjast«. í því skyni ætlar hann að setja á stofn bifreiðaverksmiðju í fylkinu Coahuila og ef fyrirtækið bless- ast, verða samskonar smiðjur reistar víðsvegar um landið. þar verða bif- reiðarnar settar saman, en- einstakir hlutar þeirra smíðaðir í Delroil og sendir suður. Ætlar hann að útvega fjölda manns atvinnu og koma á stofn skólum handa verkamönnum sínum og börnum þeirra, svo að hver maður í þjónustu hans geti komist til nokkurs þroska. — Ford hefir að undanförnu haft marga Mexíkómenn í vinnu í verk- smiðjum sínum í Detroit, og eru [jeir nú orðnir þaulvanir hverju handtaki, sem lítur að samsetning bifreiða. þeir hafa samið sig að siðuni Bandaríkjanna í lifnaðarháttmn og vinnubrögðum og hefir Ford blásið þeim í brjóst áhuga og eldmóði til þess að skapa »nýtt Mexíkó«- Er mælt að þeim leiki mik- ill hugur á að komast heim til þess að hrinda hugsjónum gamla mannsins í framkvæn d hið allra bráðasta. Kosningar í Manitoba. Nýlega eru um garð gegnar kosning- ar til fylkisþingsins i Manitoba í Can- ada, og fóru þær svo að Norrisstjórn- in sem þar sat að völdum beið mikinn ósigur og tapaði völdunum. Bænda- flokkurinn varð hlutskarpastur og náði 26 þinsætum; 9 stjórnarsinnar, 7 íhalds- tnenn, 5 alþýðuflokksm. ogi2 flokkleys- ingjar náðu kosningu. Fjórir íslending- ar voru í kjöri, og náði einn þeirra kosningu, Skúlt Sigfússon kaupm., í St. Geórge kjördæminu. Hon Thomas H. Johnson, er til skams tíma var dótnsmálaráðherra og helzta máttarstoð stjórnar-flokksins, bauð sig ekki fram að þessu sinni. Leiðtogi bændaflokks- ins sem nú myndar stjórn, heitir John Bracken, og er prófessor við landbún- aðarháskóla fylkisins. OO Or heimahögum. Söngskerntun. Ungfrú Helga Bjarnadótt- ir frá ^ Húsavík, skemti bæjarbúiim nieð söng sínum á Mánudagskvöldið. Ungfrúin hefir niikla og viðfeldna rödd, og var söngur liennar yfirleitt góður. Á söng- skránni voru 10 lög, bæði eftir íslenzk og útlend tónskáld. Bezt þóttu takasl >Nótt« cftir Árna Thorsteinsson og >f Skoveu flyvcr glenten onu eftir danska tónskáidið Lange Möller, sérstaklega var síðara lagið mjög vel sungið. Málvcrkasýningu hafði Freymóður Jó- hannsson í barnaskólanum, Laugardaginn, Sunnudaginn og Mánudaginn. Var sýn- ingin fremur laklega sólt og var það illa farið, því þar mátti líta mörg fyrirtaks falleg málverk. Freymóður ætlar að sýna málverk sín á Siglufirði næstu daga og síðar víðar á landinu. Má vænta að sýn- ing hans fái hvarvetna góða aðsókn. Gestir. Meðan »Gullfoss« stóð hér við var hér margt gesta, m. a. Einar Bene- diktsson skáld, þorsteinn Gíslason ritstjóri, E, Nielsen framkvæindastj., Böggild sendih., Jón Laxdal stórkaupm. og tónskáld, þórð- ur J. Thoroddsen læknir, Jóii Auðunn Jónsson bankastjóri á ísafirði og frú og Jónas Jónsson frá Hrifiu. Skipsbruni. Á Mánudaginn kom síld- veiðaskipið »Osnæs« inn með annað norskt skip »Ladas« er það hafði hitt úti á Grímseyjarsundi í björtu báli; Hafði kviknað í vélarrúmi skipsins og hafði eld- urinn gert þungar bússifjar, er »Osnæs« kom að og fékk hann slöktan. Sjópróf standa nú yfir og þykir tvísýnt að »Ladas« verði dæmt sjófært svo mikill er skaðinn. »G«/(/bss« fór héðan suðurum á Þriðju- daginn með fjölda farþega. Héðan tóku sér far m. a. Kristján Jónsson hæstaréttar- dómstjóri, Morten Hansen skólastjóri, Vilh. Knudsen fulltrúi, Jón Guðmundsson frá Gufudal, Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri og ungfrúrnar, Kristjana Blöndal, Rósa Árnadóttir, Anna Einarsdóttir, Karítas Guðmundsdóltir og Solveig Árnadóttir. Alt liafði fólk þetta verið hér gestkomandi um lengri eða skemri tíma, að Solveigu undanskilinni, sem stýrt hefir Brauns Verzlun hér um tíma, er nú alfarin til Reykjavíkur. >Goðafoss« kom snemma í morgun frá útlöndum. Meðal farþega hingað voru: Brynjólfur Bjarnason frá Þverárdal, frú Sigríður Sveinsdóttir, frú Hedvig Skapta- son, Ásgeir Bjarnason rafmagnsfræðingur og frú hans (þýzk), Gísli Lárussou sím- ritari og frú frá Seyðisfirði. Landhelgisgœslan. »Þór« er nú búinn að taka 12 útlenda síldveiðara í landhelgi og mótorbáturinn »Geir« 2 að því er vér bezt vitum, en »Fálkinn« danski engan meðan hann hafði gæsluna og »Fylla« síðan hún kom hefir engu betur gert. Liggur hún mest altaf á höfnum inni og hefst ekki að. Hér hefir hún Iegið alla þessa viku. Má af þessu nokkurn veginn ráða hvernig að laiuihelginnar hefði verið gætt, hefðu dönsku varðskipin verið eiu um hana. Dýr liestlán. Á Sunnudaginn var voru nokkrir hestar láuaðir ofau úr Kræklinga- hlíð mönnum hér á Akureyri, og var riðið uokkuð fram fyrir Saurbæ, ferðin stóð yfir 'í 12 tíma, og voru hestarnir vel úllít- andi að henni lokinni. Er átti að fara að borga heimtuðu hesteigendurnir 20 krónur fyrir livern hest og þessutan ankaborgun fyrir að koma með þá og sækja þá. Þeir sem hestana höfðu Ieigt neituðu að borga þetta okurverð og er búist við að verði málsókn úr öllu saman. Til samanburðar má geta þess að nýlega voru 5 hestar fengnir franian úr Saurbæjarhreppi og rið- ið á þeim austur í Vaglaskóg, voru þeir að heinian frá því á Laugardagskveld til Mánudagsmorguns, og kostaði aðeins 8 krónur leigan á hverjuni hesti. Þetta er nú líklega fullódýrt, en 10 krónur virðist ekki ósanngjarnt fyrir hestlánið yfir daginn. Opinberun. í gærkveldi opinberuðu trú- lofun sína, ekkjufrú Rósa Pálsdóttir frá Grund í Eyjafirði og Einar Stefánsson skipherra á Goðafoss. íslendingur óskar til hamingju. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Lovísa Albertsdóttir frá Páfastöðum í Skagafirði og Sig. Skagfeldt söngvari. Strákapör. í nótt hefir einhver náungi unnið sér það til frægða, að mölva stóra glerrúðu á Hótel Oddeyri og blómstur- pott mikinn er var í glugganum. Hver sökudólgur er hefir enn ekki vitnast. Blómasala. Hjálpræðisherinn selur blóm á morgun 2. Septcmber, til styrktar líkn- arstarfseini sinni, sem nú er orðin mikil, þar sem hann hefir bygt sjóinannaheimili á fjórum stöðum á landinu og auk þess sjúkrahús í Hafnarfirði og gamalmenna- hæli á ísafirði. Allir bæjarbúar þurfa að kaupa þessi blóm. Þau eru ekki dýr. Þeir, sem vilja taka að sér að selja blómin, eru beðnir að gefa sig fram á Laxamýri. Fjölgun lögregluþjóna. Bæjarstjórnin samþykti á síðasta fundi sínum, að veita lögreglustjóra heimild að ráða 2 lögreglu- þjóna, í alt að 2 mánuði til eftirlits í bænuin. Prentvillur nokkrar höfðu slæðst inn í smágrein um málverkasýningu Freyinóðs í síðasta blaði. — Þessar helstar: — Blá- fjöll í frainsýni fyrir »BIáfjaII í framsýn,« og »síðar eru myndirnar af Goðafoss« fyrir góðar eru ntyndirnar o. s. frv.; þessa er höf. beðinn velvirðinga á. GO Til athugunar. Víð nýafstaðnar landskosningar hafa 2982 kjósendur aðhyllst stéttastríðstefnu Jónasar frá Hriflu, sennilega aðallega sainvinnumenn. Ágæt auglýsing á nú- verandi þýðingu orðsins »samvinna« Tvær duglegar stúlk- ur óskast í vetrarvist hér í bænum. Gott kaup í boði, R. v. á. MUN IÐ eftir að borga Islending. Fjáreigendur! Vegna sétstaklega heppilegra innkaupa get eg nú boðið Dougals baðlyt, setn niuri vera eitthvað allra bezta baðlyfið, fyrir mjög lágt verð. Baðlyfið verður selt á þessum stöðum: Heima á Grund. í Verzluninni „Eyjafförður“ á Akureyri. og í Höeptners verziun s. st. Virðingarfylst. Magtiús Sigurðsson, Grund.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.