Íslendingur


Íslendingur - 15.09.1922, Síða 2

Íslendingur - 15.09.1922, Síða 2
148 ISLENDINOUR 38. tbl. Emaille-vörur. Pottar Könnur Katlar > Tepottar Potthlemmar Fyrirliggjandi hjá * Nathan & Olsen. Pað var veika hliðin, sem varð að skýla, og skýlan varð — einokun. Meðhaldsmenn steinolíueinokun- arinnar halda því fram, að samn- ingarnir við enska félagið séu svo góðir, og um þá sé svo tryggilega búið, að óhugsandi sé að hægt væri fyrir aðra að útvega landinu olíu með jafngóðum kjörum. Ef þetta væri nú í raun og veru sannleikur, og ríkisstjórnin og Landsverzlunar- legátarnir tryðu því í raun og veru, að þessu væri þannig varið, þá hefðu þeir hinir háu herrar átt að sýna það í verkinu, að Landsverzl- un gæti verið fær um að selja olí- una í frjálsri verzlun fyrir jafnlágt verð og aðrir og hafa samt hag af sölunni. Og ekkert vopn hefði verið betra gegn andstæðingum Lands- verzlunar og einokunar en reynslu- sannindin, og enginn efast um að slíkt vopn hefði verið notað og það feginsamlega, ef þess hefði verið nokkur tök. En enginn af einokun- arpostulunum hefir haft trú á því, að reynslan myndi sanna þeirra málstað og þess vegna er gripið til einokunarinnar. Eftirtektavert er það í sambandi við þessa einokunarráðstöfun stjórn- arinnar, að samninga er aðeins leit- að við þetta eina félag og keppi- nautum þess á heimsmarkaðinum ekki gefinn kostur á að gera tilboð á móti. Félag þ'etta — British Petr- oleum Co. — heitir það (en ekki Shell-félagið einsog áður hafði heyrst) er þó ekki sérlega stórt samanbor- ið við ýms önnur steinolíufélög og þessutan litið þekt hér á landi. Hefði hygni og forsjálni verið við stýrið, hefði ekki verið farið þannig að, heldur hefðu helstu steinolíu- félögunum verið boðið að keppa um hnossið, og bezta boð síðari tekið. En ekki einasta þessari al- gengu verzlunarregiu sáu valdhaf- arnir sér fært að fylgja, og er það vægast sagt harla kynlegt. Annars er þessi einokunarráð- stöfun ríkisstjórnarinnar algerlega óverjandi frá hvaða hlið sem á hana er litið. Níð og rógburður samvinnu- og bolsivikkablaðanna um kaupmannastétt landsins og Steinolíufélagið dregur ekkert úr sök ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Hún hefir rofið orð sín og eiða við þing og þjóð og með því glat- að því trausti sem margir frjálsverzl-; unarmenn voru svo grunnhygnirj að bera til hennar, þá hún tók við” völdum. Líklegast hafa fortölur Landsverslunarforstjórans mátt sín mikils í steinolíumálinu; honum fundist sjálfsagt að stjórnin breytti um skoðun eins og hann, Sem kunnugt er, var Magnús J. Krist- jánsson enginn einokunarvinur á þinginu 1917 er steinolíueinkasalan var til umræðu. Hann kvaðst þá ekki enn hafa getað »sannfærst um ávinninginn áf því, þóít iandsstjórn- in tæki að sér einkasölu á steinolíu eða öðrum vörutegundum«. Pann- ig var álit hans þá, þess góða manns’ þó nú kveði hann öðrum tón, og skósveinar hans hér og annarstað- ar dansi eftir hans pípu. Lands- verzlunni hefir hann trygt 3 ára líf með steinolíueinokuninni, þrátt fyrir það, að Alþingi hafði ætlast til, að yfirstandandi ár yrði síðasta starfsár hennar. Landsverzlunarfor- stjórinn er þannig orðinn ofjarl þingsins, þó undarlegt kunni að virðast, og stjórnina stórvöxnu hefir hann sýnilega nú orðið í vasa sín- um. Pað eru því í sannleika undarleg fyrirbrigði, sem gerast rneð þjóð vorri nú á tímum. C3 Simfréitir frá útlöndam. Rvik í gœr. Lundúnablaðið »Times* flyiur þá fregn í gœr frá Irlandi, að foringi lýðveldissinna, De Valera, hafi verið handsamaður í Cork af stjórnarhern- um, og þar með sé irsku uppreistinni lokið. Þunglega horfir fyrir Grikkjum. Eftir að þeir höfðu beðist ásjár banda- manna og lofast til að hlita gjörð- um þeirra i þrœtunum við Tyrki, hafa þeir orðið að sœta þungum búsifjum af Tyrkjum, sem ekki hafa viljað veila vopnahlé öneyddir. Gríski her- inn i Litlu-Asiu er gersundraður, 40 þús. hermanna teknir til fanga og 30 þús. fallnar. Bandamenn hafa nú sett her á land til þess að vernda ibúana. Óánœgja mikil heima fyrir með Kon- siantín konung, og hefir liann orðið að yfirgefa höfuðborgina Aþenu. Bú- Ist við stjórnarbyltingu. Rússneskir keisarasinnar hafa beðið Dagmar keisaraekkju að iilnefna keisaraefni fyrir Rússa; þykjast þeir aú vongóðir um sigur, þvi þeir telja þjóðina orðna þreytta á Sovjetsstjórn- inni. Enskir bankar bjóða Ausiurriki 30 milj. sterlingspunda lán gegn trygg- ingu i iolltckjum ríkisins. Einnig hafa Italir og Czecko-Slovakar lofað Aust- urriki fjárhagslegti aðstoð. Alþjóða fundurinn i Genf tœðir nú austur- risku málirt. Jafnaðarmannaflokkarnir þýzku, sem kallaðir hafa verið óháðir og hægri jafnaðarmenti hafa nú aftur samein- ast i einn jlokk, og blöð þeirra rttnnið saman. Ný ráðstejna á að haldast i Genúa i nœsta mánuði. Verður hún um kaupdeilur. OQ Stutt orðsending. Par sem »Dagur« hefir látið sér eitt- hvað 3vo sérstaklega ant um mig nú síðustu vikurnar, finst mér ekki úr vegi að láta hann vita, að eg er ekki enn- þá hættur að anda. í 31. tölublaði hans er grein með fyrirsögninni »Steinolíumálið«, og er þar gefið í skyn að eg skilji ekki mælt mál. Síðar í sömu grein segist ritstj. telja sárgerðan mjög ánægjulegan heið- ur með því að fá að mæta mér, hvar sem er. Petta finst mér ágæt sjálfslýs- ing mansins. í annari grein segir »Dagur«, að tár mín renni niður dálka íslendings útaf steinolíueinkasölunni. Petta er nú gott og blessað, að öðru leyti en því, að það virðist hafa haft mjög smiftandi áhrif, því síðan hafa dálkar »Dags« verið eitt táraflóð; munurinn aðeins sá, að það virðist vera á ferðinni krókó- dílstár gremju og röksemdaskorts, sem lýsir sér einna átakanlegast, er hann minnist á sjálfan sig. Hann veit, vesl- 'mgurinn, að sér gengur illa að telja bændum trú um, að »Dagur« og »Tím- inn« séu bændablöð, og að hætt er við að bæridur nenni ekki að halda öllu lengur líftórunni í þeim; þar sem aðal- áhugamál þessara blaða virðist vera að eyða pappír og prentsvertu undir persónulegar skammir um einstöku menn. og ýmiskonar málæði, sem reynt er að vekja með stéltarng hér innan- lands; en slíkt mun bændum vera far- ið að finnast fremur rýr sálarforði eða peningaleg gróðalind. Um búskap eða önnur mál, sem snerta bændastéttina sérstaklega, ræða þau ekki; það gera Búnaðarritið og »Freyr«. Bændurnir eru farnir að hafa hugmynd um, að «Tíminn« og »Dagur« eru ekki ann- að en málgögn pólitískra spekúlanta inn- an samvinnufélagsskaparins. sem bænd- ur hafa verið látnir kosta að miklu leyti. Eg get huggað »Dag« með því, að undirbúningur undir málsókn á hénd- ur honum, hefur engan tíma tekið frá mér. Stefnu má skrifa á 10 mínútum og þarf mjög litfa fyrirhöfn. Til »svarta lista« Landsverzlunar þarf eg engum gögnum að safna, hann var tilbúinn, þegar núverandi forseti sameinaðs Al- þingis hélt þingmálafundinn góða 6. Júlí s. I. og getur »Dagur« fengið sannanir fyrir því á sínum tíma, þegar svarti listinn verður birtur. Um veiðarfæraverzlun mína sem Landsverzlunarforstjóranum varð tíð- ræddast um á áðurnefndum þingmála- fundi og »Degi« finst svo mikill matur í að tyggja upp eftir honum, ætla eg ekki að ræða við þá fé/aga. Hitt væri aftur á móti dálítið fróðlegt að fá upp- lýsingar um, hvort það er samkvæmt kenningum á samvinnuskólanum lands- kostaða, að menn geti fengið veiðar- færavörur 100°/o ódýrari en eg sel þær, ef þeir mynda með sér kaupfélag og fái slíkar vörur gegnum] það; eða þetta á aðeins að vera augiýsing á reikningsfróðleik og verzlunarhæfileik- um Dagsritstjórans, sem sérstaklega hefir tekið sér fyrir hendur að vera einskonar »forsjón« bænda og annara samvinnumanna í verzlunarmálum. fón E. Bergsveinsson. 00 Kolakaup sfjórnarinnar. »Verkamaðurinn« síðasti gerir að umtalsefni kolakaup er ríkisstjórnin gerði nýlega hjá Garðari Gíslasyni heildsala, og er íokvondur út í hana fyrir. Byggir blaðið þó einvörðungu á utnsögn »Alþýðublaðsins« um mál- ið, en það blað eift af öllum höfuð- staðarblöðunurá hefir fundið ástæðu til að víta stjórnina fyrir kaupin, jafn- vel »Tímitm« aðal málgagn Lands- verslunar (en henni bar að kaupa kolin að því er »Alþbl.« og »Verkam.« segja), hefir þagað. »Alþbl.« segir að Garðar hafi grætt að minsta kosti 10 þús, krónur á kolasölunni, en Garðar segir gróða sinti »því miður« hafa aðeins numið einu þúsundi. Annars hrekur Gatðar í »Morguublaðinu« all- ar staðhæfingar »Alþbl.« rækilega og er því stór furða að »Verkam.« skuli vera að japla á þeim að nýju. »Skýringar« Gerðars eru á þessa leið: »Af því að eg hefi orðið þess var, að Alþýðttblaðinu hefir mislíkað við »núverandi ráðuneyti Sig. Eggerz« út af kolakaupum við mig, er það kali- ar kolahneyksli, finn eg mér skylt að gefa eftirfarandi skýringar til þess að fyrirbyggja misskilning og niilda hug ritstjórans til stjórnarráðsins. 1. Eg varð þess var, að stjórnar- ráðið leitaði tilboða hjá ýmsum kaup- mönnum. Gerði eg því ótilkvaddur boð og náði viðskiftum í frjálsri sam- kepn.i við aðra, enda hefi eg góða að- stöðu á Englandi í þessari grein. 2. Kolin eru ekki keypt handa landssjóðsskipunum, heldur eingöngu til ríkísstofnananna. 3. Ágóðinn af kolasölunni er því miður að minsta kosti tífaldaður. 4. Verðið, sem nefnt er að kolin hafi kostað, er rangt. Upplýsingar um það getur ritstjórinn vafalaúst fengið, ef hartn vill vita hið rétta. 5. Verð þessara kola er ekki sam' bærilegt við verð annara kola, sem hér eru á boðstólum til húsa notkunar vegtia þess, að þau eru af alt annari tegund. 6. En verð hverrar smálestar hefði oiðið kr, 5,00 lægra, ef þessi skattur

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.