Íslendingur


Íslendingur - 15.09.1922, Blaðsíða 1

Íslendingur - 15.09.1922, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Aðalstræti 16. VIII. árgangur. Akureyri, 15. September 1922. 38. tölubl. „Verkamaðurinn" Og Steinolían. Lofdýrðarsöngur »Verkamanns- ins« um steinolíueinokunina á ekki að verða endasleppur. Ritstjórinn setti (E. F.) fer aftur á stúfana í síðasta blaði til andsvara íslendingi, en svarið er sama marg-jórtraða tuggan, sem þeim einokunarpostul- unum ætlar aldrei að verða óiystug, hversu oft sem henni er troðið nið- ur í þá aftur, það, að ríkiseinokun sé til þjóðþrifa, en frjáls verzlun sé þjóðarböivun. Kjarni þessarar síðustu greinar er endurprentun úr »Tímanum«, sem á að innihalda aðalatriði samn- inganna við enska olíufélagið. Eng- inn veit raunar með nþkkurri vissu, hvort nokkurt orð í þeirri frásögn er satt eða ekki, því samningurinn er leyniskjal, sem almenningur fær ekki annað að vita úr en Lands- verzlunarforstjóranum gott þykir; en það er víst og sannanlegt, að í þessarr' grein, sem »Verkam.« end- urprentar og á að vera útdráttur úr samningum, er margt vafasamt og varhugavert, ef ekki hrein og bein ósannindi. í frásögninni er þetta m. a.: »Annað höfuðatriði er það, hversu gengið er frá verðinu í samn- ingunum. En um það er þannig samið, að Landsverzlunin fær olíuna við því markaðsverði, sem daglega er auglýst á kauphöllinrti í olíu- höfnunum.« Menn vita ekki, hvað hér er átt við með »olíuhöfn«. Al- menningur veit ekki, hvort nokkur kauphöll er á þeim stöðum, þar sem olíuni verður skipað út, líkurnar að svo sé ekki. Olían er venjulega leidd til sjávar frá litlum bæjum, vegna eldhættunnar; þannig er því t. d. varið í Bandaríkjunum. Mikið af olíu »Standard OiI«-félagsins er skip- að út frá smábæ skamt frá New York, sem Bayonne heitir, en verð olíunnar auglýst á kauphöllinni í New York. »Við íslendingar,« heldur frásögn- in áfram, »fáum olíuna við alheims markaðsverði, eins og er á hverjum tíma á sjálfum framleiðslustöðunum. Utsöluverð olíunnar hér, eftir að búið er að leggja á það sem heim- ildarlögin heimila, ætti því sízt að verða liærra en heildsöluverðið á Englandi.« Þannig skýrir »Tíminn« frá, og »Verkam.« getur í hvorugann fótinn stigið fyrir gleði yfir þessum vild- arkjörum, Og það er ekki heldur að undra, því eftir þessum ummæl- um eigum við að fá olíuna, ekki fyrir markaðsverð, eins og blöð þessi segja, heldur fyrir svo iniklu lægra verð, að svari ríflega flutn- ingsgjaldinu frá Englandi til íslands að minsta kosti. »Og ekki lætur nú Bretinn — eins og »Vísir« kemst að orði — sér lítið ant um hag okkar íslendinga, ef hann ætlar að selja okkur olíuna fyrir svo miklu lægra verð en sjálfum sér.« Trúi hver sem trúa vill. í frásögninni sem »Verkam.« er að flagga með, er ennfremur komist svo að orði. »Landsverzlunin hefir hafið þann sið, að flytja olíuna í stáltunnum, og þeim sið verður haldið áfram. Er það atriði mjög þýðingarmikið, því að það er al- kunnugt hversu miklil rýrnun verð- ur á olíunni, þá er hún er flutt í trétunnum.« Það er ekki rétt að Landsverzlun hafi byrjað á því að flytja til lands- ins olíu í stáltunnum. Það höfðu áður gert hér norðanlands kaup- mennirnir Ásgeir Pétursson og Rögnv. Snorrason og Hallgr. Bene- diktsson í Rvík. í sjálfu sér skiftir það litlu máli hver byrjað hafi á innflutningi olíunnar í stáltunnum, að öðru leyti en því að rangt er skýrt frá þessu atriði og getur því eins verið í fleirum. Annars er tölu- vert vafamál hversu hyggilegt það er, að flytja olíuna í stáltunnum. Það er að minsta kosti órannsakað mál. Olían getur geymst vel í lím- bornum eikartunnum, séu þær geymdar á góðum stað; og þær má nota, og hafa verið notaðar svo að segja eingöngn undir lifur og lýsi sem út hefir verið flutt, og hefir ekki til þessa þurft að flytja inn tunnur eða föt undir þessar afurðir vorar. Þetta atriði hafa einokunarpostularnir ekki álitið vert að taka með í reikninginn, þegar verið var að semja um kaup eða lán á stáltunnunum. Útvegsmönnum munar þó sannsýnilega talsverðu, ef þeir þurfa að flytja inn, þó ekki sé meira en 25 þús. til 30 þús. eikar- föt undir lýsi eða' gotu, sem flutt er árlega úr landi. Endurbótin, sem í því felst að flytja inn olíuna í stáltunnum, er því mjög vafasöm, þar sem kunnugir fullyrða að verð- munur stáltunnanna, og trétunnanna sé svo mikill að það, að komast hjá rýrnun á olíunni borgi hann ekki, auk þess sein að trétunnurnar flytja út aftur afurðir vorar en stál- tunnurnar verða að flytjast út tómar. »Verkam.« gumar mjög af því, Gapfræðaskólinn á Akureyri verður sökum viðgerðar og rafmagnsinnlagn- ingar, ekki settur fyrr en Mánudag 9= Okt. Sigurður Guðmundsson. hversu Landsverzlunin hafi staðið sig vel í samkepninni við Steinolíu- félagið í olíuverzluninni árið sem leið. Segir hann, að Landsverzlun hafi selt að meðaltali kg. af olíunni 9 aurum ódýrara en Steinolíufélag- ið, og birtir blaðið skýrslu, sömu skýrluna og Erlingur las upp á lands- málafundinum sæla hér í sumar, því til sönnunar. En samanburðurinn á útsöluverði þessara tveggja olíu- verzlana er þannig, að hann tilgrein- ir ekki verðið samtímis hjá báð- um, heldur ber ritstjórinn saman verð Steinolíufélagsins eins og hann segir áð þ2Ö hafi verið í Febrúar við verð Landsverzlunar í Marz, og verð Steinolufélagsins i Marz ber hann saman við verð Landsverzlun- arinnar í Ágúst o. s. frv. Olíuverð- ið fór stöðugt lækkandi á útlenda markaðinn* frá því um áramótin 1921 til Októberloka, og er því auðséð, hvernig á því stendur, að ritstjórinn (E. F.) gerir verðsamanburðinn ekki á sama tíma hjá báðum, og þess utan eru hvergi nefnd olíugæði og eru þau þó harla mismunandi og marg- ar tegundir. Ritstj. setti gefur með þessu tilefni til að ætla megi að olíuverði Landsverzlunar sé tekin ó- dýrasta tegund, en dýrasta tegund Steinolíufélagsins. Það sem hér hefir verið bent á, er til að sýna, hversu blekkingarnar geta gengið langt. Ritstj. gat með jafn miklum rétti gert samanburð á útsöluverði Landsverzlunar á olíunni 1. Júlí þ. á. og útsöluverði Steinolíufélagsins 1. Júlí í fyrra, til þess að fá upp- hæðina nógu háa Landsverzluninni í vil. Tilgangurinn er ekki að segja óhlutdrægt frá [sað sjá allir, enda mundi það eyðileggja málstað ein-. okunarinnar. Annars er ekkert leyndarmál, að Landsverzlunin notaði yfirfærslu- örðugleikana í fyrra, til þess að ná eins miklu fé úr vasa útgerðarmanna fyrir olíuverzlunina og hún taldi sér fært, og bera reikningar hennar þess Ijósastan vottinn. Útgerðarmenn voru því fyrir löngu búnir að sjá, að hverju stefndi með olíusölu Landsverzlunar og fóru að undir- búa sig til þess að verða ekki fyrir slíkum búsifjum framar. í vor komu fleiri farmar af olíu til landsins og verðið lækkaði fyrir aukna samkepni, og eftir að farið var að skrásetja gengi myntar í Rvík var ekki lengur hægt að komast hjá því að selja öllum gjaldeyri með sama verði. Eftir það gat Landsverzlun ekki lengur notað yfirfærslu--örðugleika annara sér til skjóls. En samkepni við kaupmennina treysti hún sér ekki að standast, ef olíuverzlunin væri frjáls. Fyrir hana var því um 3. leiðir að velja. 1. Að selja olíuna með tapi ef hún ætlaði að selja eins lágt og aðrir. 2. Að hætta að selja og 3. Að útiloka alla samkepni með því að koma á einokun. Sú leiðin var valin, og til þess notuð 5 ára gömul heimild frá Alþingi, þrátt fyr- ir það, að afstaða þingsins til við- skiftamálanna og aðstaðan utan frá hafa gerbreyst síðan. Ekki hefði það að minsta kosti ver- ið ósanngjarnt, þótt ríkisstjórnin hefði spurt Alþingi, hvort framkvæma skyldi lögin, eftir að þau höfðu legið í dvala svona lengi, en því var ekki að heilsa. Steinolíusalan er seld á leigu um 3 ára tíma, að þing- inu fornspurðu ogeinokunar-tilkynn- ingin látin koma sem þjófur á nóttu yfir þjóðina, en sjálf kemur einok- unin í framkvæmd 5 dögum áður en næsta þing kemur saman. Ástæðan til þess að ríkisstjórnin fór að ráðum Landsverzlunarfor- stjórans og valdi einokunarleiðina ,er sú, að með því móti einu var íhægt að skýla hinu margumtalaða ^vandræða fálmi Landsverzlunar, að æíla að geta staðist frjálsa sam- kepni við kaupnienn án sérstakra hlunninda. Landsverzlunarfórstjórinn vissi, að verzluninni var þetta um megn, en vildi ekki viðurkenna það.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.