Íslendingur


Íslendingur - 17.11.1922, Qupperneq 2

Íslendingur - 17.11.1922, Qupperneq 2
48. tbí. ISLENDINGUR 186 Rúsínur Epli — þurkuð — Sveskjur Aprikósur — jaurkaðar — Kúrennur Döðlur »Fiat - Lux«-eldspýtur, mjög ódýrar. Fyrirliggjandi hjá Nathan & Olsen. Yfirleitt standa þýðingarnar framar frumsömdu kvæðunum. Ytri frágangur bókarinnar er góður. III. Heilbrigðisskýrslur 1911— 1920. Samið hefir eftir skýrslum héraðslækna, land. læknirinn á íslandi Rvík 1922. Félagsprentsmiðjan- Retta er mikil bók og fróðleg. Er hún í 4 köflum. Er fyrsti kaflinn um heilsufar og heilbrigðismál 1911 — 1920. Annar kaflinn eru töflur yfir sjúkdóma í hinum ýmsu sýslum lands- ins. Priðji kaflinn er ágrip af skýrsl- um héraðslækna, og sá fjórði sýnis horn af aðalskýrslum héraðslækna. Fremst í bókinni er stutt yfirlit yfir heilbrigðismálin á ensku. Næst er línu- rit (uppdráttur) er sýnir fólksfjölda, barnkomu og manndauða á íslandi frá 1751 —1920. Mefir mannfjöldinn tvö- faldast á þessu tímabili. 03 Simfréítir frá útlöndum. Rvik i gœr. Kosningar til neðri málstofu Banda- rikjaþingsins urðu sigur fyrir Demó- krata, er unnu 80 þingsœti frá Repu- blikkum, þó ekki nœðu þeir meiri- hluta. Fengu Republikkar 223 þing- sœti, en Demókratar 209 og jafnað- armenn eitt. Fjárhagur Rússa afskaplegur. Er tekjuhallinn á fjárhagsárinu talinn 33 trilljónir rúbla. Nóbelsverðlaununum nýlega úthlut- að. Bókmentaverðlaunin hlaut spanska skdldið Benevente. Eðlisfrœðisverð- launin, Þjöðverjinn Einstein fyrir árið 1921 og Daninn Niels Bohr fyrir 1922. Efnafræðisverðlaunin Frederick Soddy prófessor við Oxford háskól- ann fyrir \1921 og Frederick Asthon prófessor l Cambridge fyrir 1922. Lœknisfrœðisverðlaununum ekki út- hlutáð. Lusanne-ráðstefnunni frestað til 20 þ. m., af þvi að Bretar og Frakkar vilja taka afstöðu til Fascista-stjórn- arinnar á ftalíu. Konstantin fyrv. Grykkjakonungi stefnt fyrir herrélt, er honum kent um ófarirnar i viðureigninni við Tyrki. Púsund manns biðu bana i land- skjálftum á San Diego, einni af carabisku eyjunum. Búist við gjaldþroti Pýzkalands. Nefndin er þar sat á rökstólum lil þess að reyna að koma festu á gengi marksins, gafst upp eftir viku, árang- urslaust starf. ÖC Innlendar símfregnir. Rvik i gœr. Séra fanus Jónsson, siðast presiur og prófastur að Holti i Önundarfirði, er látinn. Bankaráðsfundinum frestað til nœsta. Laugardags, eftir stutta setu á Mánu- daginn. Dýrtiðaruppbót embœitismanna rik- isins er nú ákveðin 60°lo. Boocklets Brothers, skozkir útgerð- armenn, er um mörg ár hafa rekið útveg og fiskverzlun frá Hafnarfirði í stórum stil, eru orðnir gjaldþrota. co Andamyndir. Nýjum svikum andatrúarmanna ljóstað upp. Eftir Joseph McCabe. (Höf. er merkur fræðimaður enskur, er skrifað hefír fjölda bóka og ritgerða irúarbragða- og heimspekilegs efnis. Grein, sem hér ferá eftir, er.þýdd úr mánaðarritinu »The Literary Guide« og er i Júlíheftinu.) Um leið og eg einu sinni enn, og eg vona í síðasta sinn, tek andatrúna til meðferðar, vil eg láta aðstöðu mína gagnvart henni hreinskilnislega í Ijósi. Til eru þeir menn, sem aftra fylgjend- um sínum frá að lesa nokkra gagn- rýni á andatrúnni, með þvi að kglla gagnrýnendur þröngsýna efnishyggju menn, eða bera þeim á brýn, að þeir staðhæfi fyrirfram, að alt, er anda- trúarmenn fari með, sé eintóm svik. Vitaskuld gæti mjög verðmæt gagn- rýni komið frá slíkum mönnum, og sannarlega er of mikil gagnrýni betri en of lítil, þar sem mögulegt er, að um svik sé að ræða. Samt sem áður er þess konar- afstaða óheppileg fyrir þann, sem vill rannsaka, Þess vegna tek eg það fram, að eg hefi alls eng- ar fyrirfram ákveðnar skoðanir um þetta efni. Og eg trúi því, að marg- ir ekki aðeins þeirra, sem aðhyllast andatrúna, heldur og hinna, sem halda, að þeir hafi komist f samband við annan heim, séu alt eins lausir við svik og eg sjálfur. En að hinu leytinu finst mér, að sú ráðleysis aðstaða, að gera enga skýra og fullnægjandi yfirlýsingu um alla þá sviksemi, sem kastar skugga á anda- trúna, sé í fylsta máta vítaverð. Anda- trúin grundvallast ekki á skemtilegum sjónhverfingum ungra kveuna, er silja yfir plansetturn »ouija«-borðum, held- ur á anda-ljósmyndum, borðalyfting- um, röddum í myrkrinu, parafínmót- um, gipsteypum og fleiru þesskonar. Að tala með virðingu um þessa hluti — að þykjast vera með Iotningarfull- ar efasemdir viðvíkjandi anda-ljósmynd- um, fjarfrymum, »ektóplasmn« og öllum þessum þvættingi, sem svika- hrapparnir skýla sér með, það er blátt áfram að styðja sviksemi, Andatrúar- hreyfingin hefir komist á nýtt stig um síðastliðín fimm ár. Miðlar hafa hvar- vetna komið fram úr skúmaskotum sínum. Lávarðar og lögmenn liafa dag- lega umgengni við þá. Gömlu brell- urnar hafa verið uinbættar og gerðar fínni. En við, sem þektum.sögu hreyf- ingarinnar, biðum. Pað var ekki nóg að flóðalda tilfinninga þeirra, er stríð- ið olli, sogaðist út aftur. Svikin urðu að komast upp. Og þrátt fyrir allar þær tilraunir, sem nú eru gerðar til að forðast það, að þau komist upp, koma þau samt sem óðast í Ijós. Fimm eða sex hinna áreiðanlegustu miðla (samkvæmt áliti Sir Arthur Conan Doyle’s) hafa orðið uppvísir að svikum nú um nokkrar undanfarn- ar vikur. Fyrir nokkrum vikum bauð félag sjónhverfingamanna (The Magic Circle) mér vinsamlegast að veta á fundi, þar sem sérstök nefnd, er sett hafði verið til að rannsaka andamyndir, átti að leggja frarn skýrslu. Hinir yngri sjónhverfingamenn, sem ásamt nokkr- um velþektum s'éttarbræðrum fyltu húsið, mintu mann á völskuhunda, er væru að hlu ta á fyrirlestur um slægð- arb.ögð rottanna. Ekkert gat verið á- kjósanlegra eri tramkoma þeirra, sern skýrblurnar gáfu: þar var enginn gremju- blær, engin mælgi, svikin voru rétt að- eins gefin í skyn. En staðreyndirnar voru óhrekjandi. En tek helztu atriðin úr hinni prentuðu skýrslu, sem eg hefi fyrir íraman mig. Sir Arthur Conan Doyle, senr ekki lét sér bregða, þótt illa tækist til með hr. Filson Young, ráðlagði nefndinni að rannsaka hinar merkilegu anda- myndir hr. Vearncombe’s í Birdgewat- er. Maður þessi lét senda sér Ijós- myndaplötu með pósti. Flest fólk held- ur víst, að þ^ssir anda-ljósmyndasmið- ir taki á móti manni heima hjá sér og að maður komi þangað með plöt- urnar samanbundnar og vandlega geymdar í vasanum. Svo, þrátt fyrir það þótt maður aldrei hafi augun af plötunum, nema meðan þær eru í rennihurðinni í ljósmyndavélinni, komi andamynd fram á henni. En þessu er alls ekki þannig farið. í tveimur af þeim þremur markverðu tilfellum, sem eg minnist hér á, verða plöturnar að sendast miðlinum, sem svo getur hald- ið þeim dögum eða vikum saman. Rær eru vitanlega innsiglaðar og þær eru endursendar (eða opnaðar í við- urvist manns) með innsiglin óbrotin. Eg vil aðeins segja það, að sé nokk- ur maður til á öllu Englandi á þessu herrans ári 1922, sem lætur sér koma til hugat, að það sé mögulegt að binda saman og innsigla rnyndaplöt ur, svo að vanur maður geti ekki opnað böggulinn, eða ef nokkrir eru, sem leggja nokkuð upp úr innsigli á plötum, er hafa verið í höndum mið- ils í 12 klukkustundir, þá furðar mig ekki á því, þó að til sé andatrúar- hreyfing. Eg er ekki leikinn í listum sjónhverfingamanna, en eg get losað innsigli og komið því á aftur án þess að brjóta það, Og samt talar þetta fólk um, að það noti allar mögulegar varúðarreglur. Sjónhverfingamerinirnir sendu hr. Vearncombe nokkrar plötur, sem voru settar í blýhulstur. Ja, það er ekki ónýtt að vera sjónhverfingamaður. Vearncombe geymdi böggulinn í mán- uð, en varð svo að gefa þá skýringu, að í Irvert sinn sem hann hefði hald- ið á honum í sínum kraftaverkahönd- um, hefði hann ekki orðið fyrir hin- um »vanalegu áhrifum«, og þess vegna verið viss urn, að hann hefði ekki fengið mynd. Hann batt miða við böggulinn með þessari spurningu á. »Eru andamyndir t þessu?« Svo tók hann mynd af honum. En frá anda- heiminum kom þetta svar: »Mótspyrna á þína hlið«. En hann hafði gert alt, sem í hans valdi stóð til að þóknast sjónhverf- ingamönnum, og svo þóknuðust þeir honum. Eftir ýmsar tilraunir scndu þeir honum nokkrar Ijósmyndaplötur í venjulegum umbúðum. En í böglirmm voru fjórtárr gildrur, og hann féll í tólf af fjórtán. »Yfir höfuð er út- konran afleit«, segir nefndin. Blað, sem leiðbeiningar höfðu verið skrifað- ar á, var lagt vandlega á vissan stað, og fest lauslega með ofurlítilli lím- slettu. Það var losað, og svolítill hvítur blettur innan í kassanum sýndi staðinn, er það hafði verið fest. Enn- fremur var lína dregin þvert yfir efri endann á plötunum með rauðri glá- kvoðu, sem vitanlega var ósýnileg í •dimmu herbergi. I5egar kassinn var opnaður, sást, að »erdaskiíti höfðu ver- ið höíð á þremur plötunum: rauða línan á þeim var á neðri endanum«. Ressi eina sönnun hefði verið alveg nóg. En það voru tólf samskonar sann- anir i bögglinum fyrir því, að hann hefði verið opnaðurjog samt var mið- illinn svo ósvífinn, er hann sendi böggulinn aftur með andamyndunum á plötunum, að fullvissa sjónhverfinga- mennina um, að hann hefði ekki verið opnaður. Þetla nægir viðvíkjandi þessum uppá- halds miðli Sir Arthurs. Aðferð hans er ekki sú, að ljósmynda einhverja manneskju, er situr fyrir vélinni, held- ur að láta böggul af Ijósmyndaplötum, sem honum eru sendar fyrirfram ásamt all-álitlegri borgun (í þetta skifti 21 shillings), snerta einhver mun, er sá framliðni hefir látið eftir sig. Næsti miðill, sem var reyndur, var frú Dean, sem svo mjög hefir glatt hjörtu ungra kvenna í vesturhluta Lund- únaborgar, er ekki hafa neitt annað fyrir stafni en að gefa sig við anda- trúarrtilraunum. Forstöðumenn hins »Brezka félags sálarfræðislegra vísinda« (The British College of PsychicScience) mæltu með henni, og settu 30 shill- ings fyrir hvern »fund« (sitting) með henni. Hún hafði prýtt félagið rneð því að vera meðlimur þess í 18 mánuði. Henni er lýst á þann hátt, að hún sé »öldruð kona af heldur lágum stig- um«, og virðist því sem að hún leggi ekki mjög mikið á sig fyrir málefnið. En vit hennar er naumast á eins lágu stigi og vit þeirra, sem borga henni tvær gíneur (um 10 dollara) fyrir að fá hjá henni andamyndir, og meira, sé óskað eftir fleiri en tveimur ein-

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.