Íslendingur


Íslendingur - 29.02.1924, Qupperneq 1

Íslendingur - 29.02.1924, Qupperneq 1
Flokks- myndun. Ihaldsflokkur myndaður í þinginu. Ætlar að mynda stjórn. Stjórnar- skifti væntanleg úr helginni. Þau tíðindi gerðust á Alþingi á þriðjudaginn, að nýr flokkur var myndaður af 20 þingmönnum og tók hann sér nafnið » í h a 1 d s - flokkur*. í flokknum eru þessir þingmenn: Ágúst Flygenring. Árni Jónsson. Björn Líndal. Björn Kristjánsson. Eggert Pálsson. Hákon Kristófersson. Halldór Steinsson. Ingibjörg H. Bjarnason. Jón Auðunn Jónsson. Jóhann Jósefsson. Jóhannes Jóhannesson. Jón Kjartansson. Jón Magnússon. Jón Sigurðsson. Jpn Þorláksson. Magnús Jónsson. Magnús Guðmundsson. Pétur Ottesen. Sigurjón Jónsson. Pórarinn Jónsson. í bandalagi við flokkinn verða: Hjörtur Snorrason og Jakob Mölier, og er búist við, að hinn fyrnefndi gangi í hann síðar á þinginu. í stjórn flokksins eru kosnir: Jón Porláksson, Magnús Guðmundsson og Jón Magnússon. Flokkurinn hefir ákveðið, að knýja fram stjórnarskifti og mynda stjórn sjálfur. Verður Framsóknarflokkur- inn hlutlaus um stjórnarskiftin. Sjálfstæðisbrotið magnlaust til alls. Búist við, að stjórnarskiftin verði úr helginni og nýju stjórnina myndi aðeins tveir ráðherrar, Jón Þorláks- son og Magnús Guðmundsson. oc Sparnaðarmálin. Pað virðist, eftir þeim fréttum, sem hingað hafa borist af þinginu, sem aðalflokkarnir tveir hafi hafið nokkurskonar sparnaðarkapphlaup í þinginu og reyni að kornast fram úr hinum með fleiri og víðtaekari sparnaðarfrumvörp. En þess kyns kapphlaup eru ekki ný í þingsögu vorri. Á þinginu 1922 átti hið sama sér stað og árangurinn varð enginn annar en að þingtíðindin lengdust sem svaraði tveimur heftum og að þingkostnaðurinn óx um ca. tvo tugi þúsunda króna. Ætii að árangurinn verði annar nú? Hér skulu stuttlega athuguð helztu sparnaðarfrumvörpin, sem fram eru komin að þessu sinni, svo að séð verði gerla, að hverju er miðað og hvar sé og hvar sé ekki um raun- verulegan sparnað að ræða, eftir því sem vér fáum greint þar á milli. Þá skal fyrst byrjað á hæstarétti. Eins og getið var um í þingfréttum í síðasta blaði, ber Jón Magnússon fram í þinginu frv. um fækkun dóm- ara réttarins, úr 5 niður í 3, og er talið, að það hafi um 20 þús. kr. sparnað í för með sér; raunar ekki fyr en embættin losna. Nú er fyrir skömmu látinn einn af dómurum réttarins og embætti hans er óveitt, og dómstjórinn er orðinn maður aldraður og má búast við, að hann leggi embætti sitt niður innan skamms. Yrði því ekki langt að bíða þess, að sparnaðarhugsjón frumvarpsins kæmist í framkvæmd, fengi |:>að á annað borð náð fyrir augum þingsins. — Hæstiréttur er stofnaður með lögum frá 1919 og tók til starfa um áramót 1920. Ástæðan fyrir því, að dómararnir voru ákveðnir 5, eða 2 fleiri en yfir- rétturinn gamli hafði liaft, var sú, að þá var ekki verið að horfa í skildinginn, og eins hitt, að fyrir meiri hluta þm. mun hafa vakað að búa þannig um hnútana, að þeim, sem skytu málum sínum til hæsta- réttar, væru sem bezt trygð sann- gjörn úrslit þeirra, og það næðist bezt með því, að dómararnir væri heldur fleiri en færri. Sú ástæða, hafi hún þá haft við rök að styðj- ast, er vitanlega eins veigamikil í dag eins og hún var 1919, er lögin voru fyrir þinginu. Annars má gera ráð fyrir því, að þá hafi og verið búist við, að hæstiréttur myndi hafa ærinn starfa með höndum, en reynd- in hefir orðið sú, að eitthvað um 100 mál hafa verið dæmd í réttin- um þau 4 árin, er hann hefir verið við líði, eða 25 mál á ári, og getur engum dulist, að það er nauðalítið starf fyrir 5 dómendur, sem auk þess hafa 6. manninn sér til að- stoðar — hæstaréttarritarann. Hann mætti að því er virðist einnig spara. Pá er sendiherrann í Kaupmanna- höfn. Embætti þetta er ekki gamalt frekar en hæstiréttur, en þó er nú svo komið, að ýmsir vilja leggja það niður, og þm. Strandamanna, Tr. Þórhallsson Tímaritstjóri, hefir borið fram frumvarp í þinginu í þá átt. Embættislaun sendiherrans munu vera 20 þús. kr. auk skrif- stofukostnaðar, og mun sú mein- ingin, að spara aðeins sendiherrann, en iáta skrifstofuna halda áfram. Sendiherranum hafa verið válin ýms lítilsvirðandi nöfn, hann kallaður »tildursherra«, »Hafnarlegáti« o. s. frv., og er það þveröfugt við það, sem aðrar þjóðir gera, því að þær telja þessa embættismenn mjög nauðsynlega, og telja það skyldu sína að gera þá sem bezt úr garði. Og ef ísl. þjóðin vili kallast fullveðja og sjálfstæð þjóð, má ekki minna vera en að hún hafi einn þann full- trúa í útlandinu, sem geti komið frarn fyrir hennar hönd bæði til samninga og á þjóðafulltrúafundum — fulltrúa, sem sé hennar, en ekki lánaður frá Danskinum. Sendiherr- ann er hið eina lifandi tákn hins íslenzka fullvcldis í útlöndum, hann er lifandi auglýsing þess, ef svo mætti að orði komast, og þjóðin má ekki við því að afmá hana. Hún mundi tapa við það meiru en 20 þús. krónum. Engin víðsýn þjóð vill heldur eiga alt um verzlun sína undir blindri hendingu, heldur vera eins vel viðbúin og unt er, að sjá verzlun sinni borgið. Pað er því beinlínis gróðafyrirtæki, að leggja fé til sendiherrans, og það þótt ekki sé tekið tillit til neins nema auranna. Tvö sparnaðarfrumvörp hafa kom- ið fram um breytingu á stjórnar- skránni; fara þau bæði fram á þing- hald annaðhvort ár og ráðherrafækk- un, en sá er munurinn, að annað frumvarpið fer fram á að fækka einum ráðherra og hafa þá tvo, en hitt, að fækka þeim um tvo og hafa ráðherrann aðeins einn. Undanfar- andi 5 þing hafa að meðaltali kost- að ríkissjóð 200 þús. krónur, og þótt þessi kostnaðarliður kynni eitt- hvað að lækka næstu árin, verður það þó altaf Iagleg fúlga, sem spar- aðist með þinghaldi aðeins annað- hvort ár. Ráðherrafækkunin hefir aftur lítinn sparnað í för með sér. Bieytingin yrði aðaliega sú, að í stað ráðherranna, sem bera ábyrgð gerða sinna fyrir Alþingi, kæmu á- byrgðarlausir embættismenn inn í Stjórnarráðið, og yrði það sízt til bóta. Stjórnin kemur með frumvarp um, að ltggja niður löggildingarstofuna fyrir mæli og vog; er ráðgert, að við það sparist um 20 þús. krónur. Munu fáir verða til að harma það, að löggildingarstofan leggist niður. Hefir hún aldrei vel séð verið hér á landi, en orðið mörgum tii óþæg- inda og óþarfa kostnaðar. Má telja víst, að þingið gangi af henni dauðri. Þá eru ýms frumvörp um sam- einingu og niðurlagning embætta. Vill stjórnin t. d. sameina Lands- bókasafnsvarðar- og Þjóðskjalavarð- arembættin. Það ætti að vera auð- gert nú, úr því að annað þeirra er nýlosnað, við dauðsfall. Öðru máli gegnir með niðurlagningu dócents- embættisins í grfsku og prófessors- embættisins í hagnýtii sálarfiæði. Báðir mennirnir, sem nú gegna þeim, kæmust á biðlaun, yrðu þau lögð niður, og mundu biðlaunin með dýrtíðaruppbót slaga hátt upp í em- bættislaunin. Auk þess yrði að sjá prestsefnum fyrirtímakenslu í grísku, ef grískudócentnum yrði steypt af stóli, og þá færi sparnaðurinn að verða Iftill, scm af niðurlagningu embættisins leiddi. Og þannig myndi það verða víðar. Annars erum vér þeirrar skoðun- ar, að happasælasta leiðin í þessutn sparnaðarmálum sé sú, að skipa milliþinganefnd til þess að vinna að þeim, og leggja fyrir næsta þing fullkomið sparnaðarkerfi, er þingið breyti eftir. Með því einu móti fæst t Kristín Eggertsdóttir vcitingakona andaðist hér í bænum 27. þ. m. eftir langvarandi sjúkleik af krabba- meini. Kristín heitin var fædd 21. aprfl 1877 að Kroppi í Eyjafirði, dóttir Eggerts Davíðssonar núverandi bónda að Möðruvöllum í Hörgár- dal. Hún var því tæpra 47 ára, er hún lézt. Hér á Akureyri var aðal-lífsstarf Kristínar heit. Hún var kenslukona við Kvennaskóla Eyfirðinga um nokkur ár, síðar forstöðukona sjúkra- hússins hér og síðustu árin eigandi gistihússins »Hótel Oddeyri* og stjórnandi þess. í bæjarstjórn Ak- ureyrar átti hún sæti um nokkur ár og lét mikið til sín taka. Kristín heitin var dugnaðar- og atgerviskona hin mesta og mun hennar lengi minst hér á Akureyri með hlýhug og virðing. ábyggilegur grundvöllur og festa. Nefndin gæti verið þannig skipuð, að sama sem enginn kostnaður leiddi af störfum hennar fyrir ríkis- sjóð, og henni yrði fengið það verk- efni í hendur, að firina leiðir til að spara ríkissjóði segjum t. d. tvær miljónir krónur árlega, og h e n n - a r y r ð i að benda á, hvar og hvernig þetta gæti orðið. Þannig hafa ýmsar aðrar þjóðir farið að ráði sínu og gefist vel, og því akyldi ekki hið sama geta oröið ofan á hjá okkur? Einstaka frumvarp frá þingmönnum, þótt til sparnaðar miði, verða ekki annað en kák. Því það verða menn að hafa hugfast, að það, að slátra einum eða tveim- ur embættismönnum, getur aldrei bjargað fjárhag ríkissjóðs. co Alþingi. Stjórnarfrumvarp. Auk fjárlsgafrumvsrpgins hefir stjórn- in l»ft þes«’ fniinvörp f í hir.gi,'ii: Frv. ui! * n m Ö, d i «’<>• ni'* frv. um «i "cning *ndít>ókr aronr- Og þjóe8kj»l»v»'ðaremb tl 8hi«, ti» lil vegalaga, frv. til hjúalaga (s m« og i fyrra), frv. un> vatnsorkuíeyfi og ýms mentamálafrumvörp samkvmmt tiliég- um milliþinganefndarinnar í mentamál unum. Sendiherrann og sparnaður. Tryggvi Þórhallsion, þmgm. Strands, vill leggja niður sendiherrann f Kaup- mannahðfn. Þrír aðrir Framsóknarmenn vilja leggja niður prótessorsembæt'tö f hagnýtri sálarfraeði og grískudósents- embsettið. / Þrtr þm. úr fhaldsflokknum vilja lækka dagpeninga þingmanna ofan f 12 kr., og fastsetja ferðakostnað við 400 kr. hámark og 40 kr, lágmark, i

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.