Íslendingur


Íslendingur - 16.01.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 16.01.1925, Blaðsíða 2
2 ISLENDINOUR Rúgmjöl Hveiti Kaffi Kakao Sykur höggvinn fyririiggjandi Sáldsykur Kandís Leo Umbúðarpappír Bréfpokar Hitafiöskur Olíufatnaður Fiskilínur Fiskihnífa Smurningsolíur Símskeyti. (Frá Fröttastofu (slands.) Hvík 16. jan. Gufuskipið »Riding« frá Newcastle on Tyne strandaði 8. þ. m. á Skarðs- fjöru í Meðallandi. Skipshöfnin kemst á land daginn eftir og finst á söndunum þremur dögum síðar. Einn maður meiddur, annars vel- líðan. »Riding« var með kolafarm, er átti að fara til útgerðar ensku togaranna í Hafnarfirði. A miðvikudagsnóttina strandaði enskur togari, »Viscount Allenby«, á Porlákshöfn, á leið til Hafnarfjarð- ar. Ensk skipshöfn, 10 manns, .bjargaðist á kaðli í land. Skipið átti að fá íslenzkan skipstjóra og ísl. skipshofn að nokkru leyti og gerast út frá Hafnarfirði. Á dögunum, er þýzki togarinn strandaði á Borgarfirði, sýndi Jón bóndi í Skutulsey og unglingspilt- ur mikinn dugnað, er líklega hefir orðið til að bjarga lífi skipbrots- mannanna. Sáu þeir frá Skutulsey neyðarljós á skipinu og þrátt fyrir myrkur, brim og skerjótta leið reru þeir til togarans hálftíma róður. Skipsmenn voru þá komnir í bálana, er þá Jón bar að, og ætluðu ber- sýnilega hættulega leið, en breyttu stefnu að hans boði og komust fyrir lians leiðsögu heilu og höldnu í höfn. Gamanleikur er sýndur nú í höf- uðsfaðnum, er heitir »Haustrigning- ar«. Höfundar sömu og »Spanskra nátta«. 1000 manns ganga í »Rauða krossinn« á fáum dögum. Fimm ísl. togarar selja nýlega ísfisksafla fyrir frá 1300 til 2200 sterlingspund. Stýrimaðurinn á enska togaran- um »Venator«, sem strandaði und- an Miðnesi um daginn, John Loftus að nafni, uppvís að hafa sýnt stýri- manninum á »Þór« þrjósku 1923 og að hafa veitt honum áverka, einnig óhlýðnast vélbátnum »Enok«, er gæta átti landhelgi fyrir Vest- fjörðum. Loftus þá skipstjóri, er hann framdi afbrot sín. Dæmdur í undirrétti í 20 þús. króna sekt og byrjaður að sitja af sér sektina. Eystrasaltsríkin ætla að halda fund í Kaupmannahöfn til þess að ræða varnir gegn vínsmyglun, og hvort tiltækilegt muni vera að sjá svo um, að smyglaraskipum verði ekki leyft að koma nær landi en 12 mílur. Frá París er símað, að Frökkum stafi mikill bagi af því, að enginn verzlunarsamningur sé nú milli Pýzkalands og Frakklands. Gamli samningurinn útrunninn, er leyfði vörur frá Elsass Lothringen toll- frjálst inn í Þýzkaland, Pjóðverjar hafa dregið endurnýjung samnings- ins á langinn vegna setuliðsmálsins. Finska lögreglan hefir gert upp- tæka hálfa miljón lítra áfengis síð- astliðið ár. Frá Berlín er símað, að Ebert for seti hafi falið Luther fjármálaráð- herra að mynda stjórn. Járnbrautarslys í Ruhr-héraðinu nálægt bænum Herne. Hraðlest rakst á aðra og biðu 24 bana, lík- in sundurtætt, 60 háskalega særðir. Þrjú svipuð slys á öðrum stöðum í héraðinu samdægurs, 10 bíðabana. Frá Lundúnum er símað, að þar sé nú sú svartasta þoka, er komið hafi í manna minnum. Pjóðverjar tilkynna bandamönn- um, að þeir hafi að vísu ekki upp- fylt öll ekilyrði Versalafriðarsamn- ingsins, en það, sem á vanti, sé óverulegt, og engin ástæða til að refsa þeim fyrir þær sakir. Frá Washington: Hughes utan- ríkisráðherra lætur af embætti. Kel- logg sendiherra í London tekur við. Frá París: fulltrúar á fjármála- fundinum sammála um ráðstafanir á greiðslufé Þjóðverja. Bandaríkja- menn fá ekkert sem stendur. Bretinn Algerson undirbýr pólför í maí. Fer á botnvörpung þar til gerðum og flýgur síðustu 600 kvartmílurnar. @@ Uppog niður. Kosningasigur »Alþýðuilokksins*. Verkamaðurinn er mjög hreykinn yfir þeim mikla sigri »Alþýðuflokks- ins hér í bæjarstjórnarkosningunum, — að hafa getað haldið sæti, sem hann hafði áður. Litlu verður Vögg- ur feginn. Satt og logið. Vm. segir að ísl. Iiafi útbreitt níð og róg um Halldór Friðjónsson, og reynt að spilla fyrir kosningu hans með því móti. Petta er ósatt, ísl. sagði aðeins það um H. F., sem satt var, að hann hefði lítið vit á fjármálum og fylgdi þess utan stefnu, sem bæjarfélaginu væri alt annað en heillavænleg,— kommúnistastefn- unni, og hvorttveggja þetta gerði óráðlegt að kjósa hann fyrir bæjar- fulltrúa. Aftur á.móti hafði Vm. gleiðletrað breitt út þá sögu um R. Ó., að hann vildi gefa erlendu fé- lagi eina af verðmestu lóðunr bæj- arins, og ekki einasta það, heldur og óskorðuð takmörk hennar í sjó fram. Sögu þessa flutti Vm. bein- línis til þess að spilla fyrir kosn- ingu R. O. og vitandi það, að hún var uppspuni frá rótum. »Höfuð- Iygin«, sem Vm. talar um, liggur því að dyrum blaðsins sjálfs, en ekki að dyrum íslendings. Smálygar eru margar á floti í Vm. eftir kosn- ingarnar. Ein er sú, að C-listamenn hafi »keypt upp« á kjördegi eina fólksflutningssleðann, sem B-Iista- menn höfðu í þjónustu sinni eftir að hann var búinn að fara eina ferð út í bæinn. Sannleikurinn er sá, að C-listamenn höfðu ráðið ökumann- inn (með sleðann) í þjónustu sína tveim dögum fyrir kjördag, og það var því tilhliðrunarsemi frá þeirra hálfu að þakka, að ökumanninum var heimilað að vera í þjónustu B- listans fyrstu tvær kl.stundirnar eftir að kosningarathöfnin byrjaði. Vitan- lega er þetta smáatriði, en segja er bezt hverja sögu eins og hún er. Munurinn. Vm. skorar á ísl. að skýra mun- inn á jafnaðarmönnum, kommún- istum og bolsum. Pað skal gert. Jafnaðarmenn (social-demokratar) vilja ýmsar breytingar á núverandi þjóðskipulagi, er þeír álíta að koma muni verkalýðnum í hag, og þess- um breytingum sínum ætla þeir að koma í framkvæmd með löggjöf, en ekki með byltingu eða ofbeldi. Kom- múnistar og bolsar eru eitt og hið sama, og hefir Vm. nýlega lýst stefnu þeirra á þá leið, að hún væri að kollvarpa núverandi þjóðskipulagi, »og ko/rta á socialistísku þjóðfélagi, þar se/n framleiðslutœkin séu sa/n- eign heildarinnar.« í fám orðum verður ekki munurinn á flokkunum skýrður betur. — Halldór Friðjóns- son hefir opinberlega lýst því yfir, að hann fylgdi kommúnista-stefn- unni, — væri bolsi. Gránufélagið. ísl. getur frætt Verkamanninn um það, að verzlun Gránufélagsins hér á Akureyri var betur stæð, þegar Ragn::r Ólafsson fór frá henni, en þegar hann tók við henni. Meðal annars höfðu útistandandi skuldir lækkað að stórum mun. Dylgjur blaðsins hefðu því betur legið heima á hillunni. Pingmálafundurinn. Vm. síðasti segir, að þingmála- fundur sé væntanlegur hér í bæn- um bráðlega, sem vitanlega er rétt, en bælir svo við: »í fyrra var kjós- endum bolað frá að flytja þar mál með allskonar brellum. Ragnar Ól- afsson stóð í pontunni á annan klukkutíma og þagði Iengst af. Ljósin voru slökt að óþörfu og fl. Á eftir var slengt á samkomubanni að óþörfu, svo ekki var hægt að halda framhaldsfund. Fróðlegt verð- ur að vita upp á hverju burgeis- arnir taka núna«. Hér er ekki nokk- urt orð satt hjá blaðinu. í upphafi fundarins lýsti þingmaður kjördæm- isins því yfir, að fundinum yrði að vera lokið kl. 3 um nóttina vegna þess, að rafljósin loguðu ekki leng- ur sökum ólags, er væri á rafveit- unni. Meir en viku á undan höfðu ljósin verið slökt um miðnætti, og var það fyrir sérstaka beiðni þing- mannsins, að rafveitustjórnin fram- lengdi lýsingartímann til kl. 3, — sjö kl.tíma fundur virtist líka nægi- legur. Ræða R. Ó. stóð ekki nema rúmlega '/2 klukkustund og var lík- lega gagnorðasta ræðan, sem hald- in var á fundinum; las R. þar Upp olíusamninginn við enska steinolíu- félagið, sem áður hafði verið flest- öllum hulinn ieyndardómur. Og það, að ekki var hægt að taka til með- ferðar nema fjögur mál af þeim 10, sem á dagskrá voru, var aðallega að kenna málæði andstöðumanna þingmannsins, sem var óstöðvandi, en engum brellum af hálfu fylgis- manna hans., Samkomubannið, sem sett var næstu daga á eftir og gerði framhaldsfund ómögulegan, var sett vegna inflúenzuveikinnar, og má geta nærri, hvort það háfi verið ■»að óþörfu«. — Sannleiksþrá ritstj. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að jarðarför Ól.ifs Porsteinssonar Gránufélagsg. 29. fer fram þriðjudaginn 20 þ. m, og hefst með húskveðju á heimili hins látna kl. 1 e. h. Aðstandendurnir. Vm. hefir lítið rumskast við kosn- ingu hans í bæjarstjórnina. Hugulsemi. Á »verkalýðsfundi«, sem bolsar héldu hér í gærkvöldi á Ingólfur Jónsson að hafa komist m. a. svo að orði: . . . »ef ekki hefði verið reglulegt þing í ár, hefði verið nauð- synlegt að halda aukaþing, til þess að ná í eitthvað af þeim stórgróða, sem útgerðarmenn hefðu haft árið sem leið. — Spaklega mælt.(!) 00 “Fallega byrjar hann, piltar*. I 1. tbl. Vm. þ. á. segir svo frá, að fyrir bæjarstjórnarkosninguna 6. Jan. síðastl. hafi fylgismenn »brodd- anna« dreift út um bæinn klámvís- urn um konu þá, er var annar fram- bjóðandi B-listans. Satt er það, að um þetta Ieyti var á ferð um bæ- inn 1V2 vísa um nefndan lista, en sérstaka smekkvísi og góðgirni þarf til þess að finna út, að í þeim sé nokkuð það, sem gefi ritstjóranum rétt til að kalla þær þessu virðu- lega nafni. Og þó að ritstj. Vm. »sé sýnilega vel við« konu þá, sem var fyrir neðan hann á listanum, }oá nær vináttan samt ekki Iengra en það, að hann treystist ekki til að minnast á, að hann sjálfur hafi átt bróðurpartinn í nefndum vísum, og þó er hans þar sérstaklega minst. Honum fer þar líkt og manninum, sem kom úr bónorðsför, ríðandi á grárri hryssu, sern honum hafði verið lánuð, vegna þess að hann átti engan sæmilegan reiðskjóta sjálfur, að þegar hann var búinn að spretta af henni hnakknum, tók hann út úr henni beizlið, sló því í hana og sagði: »Far þú nú til helv . . . ., Grána«. Amiars má segja um dóm þann, er ritstjórinn kveð- ur upp um nefndar vísur — ef hann á við þær söniu og hér er átt við — að þar fari saman »ment- un og drengskapur«. / af 5. O") Dóinar. Andrés Þorinar: Dómar. Sjónleikur í 4 þáttum. Leikfélag Akureyrar er að æ!i leikinn Dómar eftir Andrés G. Pormar. Ráð- gert mun að hann verði sýndur um aðra helgi í fyrsta sinn. Pegar eg heyrði það að félagið hefði tekist á hendur að sýna leik þenna, þótti mér það færast mikið í fang. >Dómar« eru að mínurn dóuti ekki batnameð- færi; hvert hlutverkið öðru erfiðara. Atburðir leiksins eru stórfeldir og á sálarsjó persónanna er ógurlegt ö!du- rót. Par við bætist að leikurinn er látinn gerast á 17. öld — galdrabrennu- öld nni, því þó að mannseðlið í sinni instu rót sé á ö lum tímum sjálfu sér líkt, þá setja venjur og aðstaða hvers tíma s'tt sérstaka mót á þann flöt þess, er einkum blasir við umheiminum, það er: á yfirborðið. 17. aldar menn elsk- uðu og hötuðu, fögnuðu og syrgðu, þráðu og örvæntu, ofsótlu og fyrirgáfu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.