Íslendingur


Íslendingur - 23.01.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 23.01.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 23. janúar 1925. 5. tölubl. Pingmálafundur Akureyrar. Eins og auglýst var í síðasia blaði, boðaði þingmaður kaupstað- arins, Björn Líndal lögmaður, til þingmálafundar í Samkomuhúsi bæj- arins síðastl. mánudagskvöld kl. 8. Setti hánn fundinn, eins og tilstóð, og var þá kominn húsfyllir. Lagði þingmaðurinn dagskrá fyrir fundinn og voru á henni 18 mál. Gat hann þess um leið, að leitað hefði verið samkomulags viðhelztu menn stjórn- málaflokkanna í kjördæminu um það, að framsögumaður og aðal- andmælandi í hverju aðalmáli töl- uðu hvor um sig í 15 mínútur, en aðrir ræðumenn í 5 mínútur. Bæri nauðsyn til að takmarka umræður á þennan hátt, þar sem svo mörg mál væru á dagskránni. Mótmælti þessu enginn og ákvað þá þing- maður þetta fundarsköp. Pá til- nefndi þingmaður fyrir aðalfundar- stjóra Steingrím Jónsson bæjarfó- geta og varafundarstjóra Þorstein M. Jónsson kennara og samþykti fundurinn þá báða. Skrifarar voru þeir valdir Karl Nikulásson konsúil og Vernharður Porsteinsson kennari. Áður en gengið var til dagskrár- innar, talaði þingmaðurinn um helztu mál hennar og lýsti afstöðu sinni til þeirra. Fjárhagsmálin væru enn- þá aðalviðfangsefnið. Fjárhagur ennþá slæmur, þó horfinu væri nú breytt í rétta átt, og til þess að halda því horfi og miða nokkuð á leið, mætti ríkissjóðurinn ekki við því, að missa nokkuð af tekjum þeim, seni honum væru nú ætlaðar. Afkoman síðastliðið ár hefði orðið sú, að fjármálaráðherranum hefði tekist að greiða allar skyldugreiðsl- ur ríkisins og þess utan rúma milj- ón króna af föstum skuldum og milli 300 þús. og 400 þús. af Iaus- um skuldum ríkissjóðs. Skuldir rík- isins væru því ennþá um 20 rnilj. kr. Verðtollslögin vildi þingmað- urinn !áta endurskoða; þau hefðu verið flaustursverk hjá þinginu og hann skammaðist sín fyrir, hvernig þau væru úr garði gerð, en knýj- andi ástæður hefðu legið til þess’ að þeim varð að flýta svo mjög í gegnum þingið. Innflutningshöftin vildi þingmaðurinn algerlega afnema og kvað atvinnumálaráðherrann liafa í framkvæmdum þeirra brotið mjög í bága við vilja meiri hluta þings- ins. — Um steinolíueinkasöluna hafði þingmaðurinn það að segja, að hann væri því algerlega mótfall- inn, að ríkið gerði að nýju einka- sölusamning með líkum hætti og fyrv. stjórn hefði gert við British Petroleum Co., en gæti hins vegar felt sig við, að ríkið héldi áfram steinolíusölu, ef það væri gert í frjálsri samkepni við kaupmenn og kaupfélög og það yrði ríkinu ekki að byrðarauka. — Tóbakseinkasöl- una vildi þingmaðurinn afnema við næstu áramót, nema það sannaðist við rannsókn, að ríkið hefði meiri nettó-tekjur af henni en líkindi þættu að næðist með tollum og frjálsri verzlun. Ástæðuna fyrir því, að hann hefði ekki verið því fylgjandi á síðasta þingi, að tóbakseinkasal- an yrði lögð niður við síðustu ára- mót hefði verið sú, að þá hefði hún haft svo mikið fyrirliggjandi af vörubirgðum, dýru verði keyptum og miður góðum, að fyrirsjáanlegt hefði verið, að landið mundi ekki geta losað sig við þær nema með stórtapi hefði verzlunin þá - verið gefin frjáls. — í stjórnarskrármálinu kvaðst þingmaðuiinn eiga fremur samleið með Framsóknarflokknum en meiri hlutanum úr sínum eigin flokki, vilja þinghald annaðhvort ár, en ekki fækka ráðherrum. Annars myndi á næsta þingi koma fram frumvarp frá Jóni Magnússyni, ekki þó sem forsætisráðherra, heldur sem »privat«-þingmanni, þar sem farið væri fram á ýmsar breytingar á stjórnarskránni, m. a. um algerða breyting á kjördæmaskipun landsins. Kvað þingmaðurinn núverandi kjör- dæmaskipun afar-óréttláta og því nauðsyn á nýrri og réttlátari. En að henni mætti ekki kasta höndunum og samþykkja fyrirhyggjulítið. Betra að bíða með stjórnarskrárbreyting- una eitt árið enn, heldur en að sam- þykkja hana með nýrri kjördæma- skipun, sem þjóðinni hefði ekki gef- ist kostur að segja álit sitt um, eða með þeirri gömlu, þar sem vitan- legt væri, að henni yrði breytt á næstunni. Og árlegar stjórnarskrár- breytingar væru óráðlegar og lítt sæmandi þroskaðri þjóð. Betra að bíða um stund og byggja traust og til frambúðar. — Heilsuhælismálið — að koma upp heilsuhæli hér á Norðurlandi fyrir berklaveikt fólk, taldi þingmaðurinn mesta nauðsynja- mál þessa landshluta, og hét því öruggu fylgi sínu, þegar hann sæi það kleift fjárhagsius vegna. Taldi litlar líkur, að takast mundi að fá fjárveitingu á þessu ári, þar sem fjáraukalög myndu alt annað en vel séð í þinginu, en vonbetri um, að það mundi takast á næsta ári, gengi alt skaplega með fjárhaginn. — Pá mintist þingmaðurinn á landhelgis- sjóðinn, sem nú mundi vera um 900 þús. krónur á pappírnum, en sem fyrv. stjórn hefði tekið óleyfi- lega að láni til ríkisins þarfa. Vildi að honum yrði skilað sem fyfst aftur, helzt fyrir næstu áramót, og drög að því lögð, að bygt yrði fyrir haun skip til landhelgisvarna. Á önnur mál dagskrárinnar drap þingmaðurinn stuttlega og bað menn að síðustu að lengja ekki fundinn um of með óþarfa ræðuhöldum. Var því næst gengið til dagskrár. 1. Fjdrhagstnál: Framsöguinaður, Rsgnar Ólafsson, bar upp svohljóðandi tillögu »Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir tilraunum síðasta þings, er það gerði til þess, að rétía við fjárhag ríkissjóðs, og skorar á þing og stjórn, að halda AKUREYRAR BIO 6SLDRAN. Laugardagskvöldið: kl. 8l * * * 5 6/2 Sunnudagskvöldið: kl. 8l/2 6 þátta kvikmynd frá Alaska, afarspennandi, í síð. sinn. Miðvikudagskvöldið kl. 8^/2: Baráttan um ástir konunnar. 7 þátta kvikmynd, mjög hugþekk og efnisrík. Aðalhlut- verkið leikur hin góðkunna enska leikkona D a i s y R o h i s o n . sömu tilraunum áfram. Sérslaklega Hlíðar hafði framsögu og bar fram leggur fundurinn áherzlu á, að gætt svolátandi tillögu: verði hinnar ítrustu sparsemi á fé ríkisins«, og var hún samþykt með 148 atkv. gegn 108, en breytingartillaga, frá Porsteini M. Jónssyni, við fyrri hluta aðaltillögunnar, þannig orðuð: sPar sem fundurinn lítur svo á, að tilraunir núverandi stjórnar og síðasta þings hafi að ýmsu leyti ver- ið mislukkaðar, þá skorar hann á næsta þing, að gæta sín betur í þessu efni«, var feld með 126 aikv. gegn 89. 2. Veröiollur og innflutningshöfi: Franrsögumaður, Steingrímur bæjarfó- geti Jónsson, bar upp þessa tillögu: »Fundurinn skorar á þing og stjórn, að endurskoða verðtollslög- in frá 1. apríl 1924, þar sem það hefir komið í Ijós við framkvæmd þeirra, að þau eru óbilgjörn í ýms- um greinum. Auk þess skortir þar alimjög t samræmi og orkar nokkuð tvímælis um skilning á þeirn. Telur fundurinn sjálfsagt, að taldar verði upp í lögunum allar þær vörur, sem verðtollskyldar eru. En þar sem búast má við, að ríkið m ssi meira í tekjum við endurskoðun þessa, en það getur án verið, þá skorar fundurinn á þingið að afnema öll innflutningshöft og leggja frekar verðtoll á þær vörur, sem nú eru bannaðar*, og var hún samþykt með 127 atkv. gegn 95. 3. Steinoliueinkasala: Frummælandi, Einar J. Reynis, bar fram þsnnig orð- aða tillögu: »Fundurinn lýsT ánægju s:nni yfir því, að stjórnin hefir sagt upp stein- olíueinkasamningunum við British Petroleum Company, og skorar fast- lega á þing og stjórn að binda rík- ið engum slíkum einkasölusamning- um framvegis', og var hún samþykt-með 140 atkv. gegn 73, en svohljóðandi viðaukatil- laga frá G. Bárðarsyni: »Pó þegar hafi verið sagt upp olíusamningunum við British Petro- legum Co., væntir fund. rinn þess, að þingið samþykki, að ríkissölu verði haldið áfram á olíunni í ein- hverri mynd*, var feld með miklum atkvæðamun. 4. Tóbakseinkasala: Sigurður E, »Fundurinn skorar á Alþingi að rannsaka ítarlega allan fjárhag og rekstur tóbakseinkasölnnnar og leggja hana niður frá næstu áramótum, nema að full vissa fáist fyrir því, við þessa rannsókn, að ríkið hafi svo rniklar og ábyggilegar tekjur af henni, að ekki þykji líklegt, að eins miklar tekjur fáist með tollum og frjálsri verzlun*. Tillaga þessi var samþykt með 103 atkv. gegn 1. Pegar hér var komið, var kl. orðin talsvert yfir 3 um nóttina, og var því tekið það ráð, að fresta fundinutn til næsta kvölds, og halda dagskránni þá áfram. Fundi frestað. Pingmálafundurinn var settur aftur þriðjudagskvöldið kl. 8'/2. Aðalfund- arstjóri var hinn sami og ritarar, en varafundarstjórinn, Porsteinn M. Jóns- son, sagði af sér í byrjun fundarins og var þá Hallgr. Daviðsson verzlun- arstjóri kvaddur til að vera varafundar- stjóri í hans stað. Dagskránni var svo haldið áfram og 5. mál tekið fyrir. 5. Hellsuhæli á Norðurlandi: Hafði Vald. Steffensen læknir framsögu og bar frarn svolátandi tillögu: »Fundurinn skorar á Alþingi, að beita sér af aiefli fyrir því, að reist verði fullkomið heilsuhæli á Norð- urlandi á þessu ári. Heilsuhælið rúmi minst 35 sjúklinga, en helst ait að 50. Yfir hælið skal settur sérfræðingur í berklaveiki*. »Pað er vitanlegt, að berklaveikin fer sífelt í vöxt, og eigi verður séð, að berklalögin komi að neinu veru- legu haldi í þeirri mynd, sem þau nú eru, og eins og þeim er beitt; væri því eigi úr vegi, að þau yrðu endurskoðuð«. Tillagan var samþykt f einu hljóði. 6. Sijórnarskrármál: Bæjarfógeti, Sleingrímur Jónsson hafði framsögu, lagði hann fram svohljóðandi tillögu: »Fundurinn lýsiryfir óánægju sinni útaf meðferð síðasta þings á stjórn- arskrármálinu. Jafnframt skorar fund- urinn á Alþingi að leggja aðaláherzlu á þær einar breytingar á stjórnar- skránni, að reglulegt þing verði að eins haldið annaðhvort ár og þing- mönnum fækkað niður f þrennar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.