Íslendingur


Íslendingur - 20.02.1925, Side 3

Íslendingur - 20.02.1925, Side 3
Vátryggingarfélagið „URANIA“. í fjarveru minni annast Eggert Stefánsson, bróðir minn, nmboðs- störf fvrir félagið. Akureyri 12. febrúar 1912. Jón Stefánsson. Aðalfundi Fiskifélags fslands lauk í gærkvöldi. Voru þessar till. helzt- ar saniþykiar: Að skora á Álþingi að reisa öflugan landtökuvita á Dyr- hólaey; áætlaður kostnaður hans 170 þús. krónur. Skorað á stjórn félagsins að leita 50 þús. kr. styrks hjá Alþingi til að gera út tvö skip til að leita að fiskimiðum við Oræn- land á komandi sumri; sé annað skipið botnvörpungur, hitt línuveiða- skip. — Fimm manna nefnd kosin til að íhuga skilyrði fyrir ríkisrekstri á síldarbræðslu og útflutningi þeirra afurða. — Fundarmenn sammála um, að auka beri landhelgisgæzluna og að íslendingar sjálfir smíðuðu strand- gæzluskip, sem svipaðast togara, en hraðskreiðara. Uppvís talsverður peningaþjófn- aður um þrjá unglinga hér í Rvík. Notuðu þeir peningana til sælgætis-, vindlinga- og portvínskaupa. Ungl- ingarnir eru frá 12—15 ára. Allar líkur til, að tveir togarar, »Leifur hepni« úr Reykjavík og »FieldmarshaI Roberts« úr Hafnar- firði, hafi farist í sunnudagsbylnum. Hefir varðskipið »Fylla« og allur togaraflotinn héðan leitað þeirra árangurslaust síðan að veðrinu slot- aði. Er óveðrið skall á, voru tog- ararnir skamt hvor frá öðrum á Halanum, og er álitið, að þeir hafi rekist á og sokkið. Leitinni er enn haldið áfram af togaraflotanum. Sagt er og, að þýzkan togara vanti eflir óveðrið. »Leifur hepni« var eign Oeirs Thorsteinssonar & Co. í Rvík, en »Roberts« var leigður frá Eng- landi og gerður út frá Hafnarfirði með íslenzkri skipshöfn að mestu. 58 manns voru á báðum skipunum. Helga Eiríksdóttir, ekkja Jóns rit- stjóra Ólafssonab varð bráðkvödd á mánudaginn. Einnig er nýlátinn í Danmöiku Holger Wiehe, fyr fyr- irlesari við Háskóla íslands. Póstbáturinn ísfirzki, »Bragi«, strandaði nýlega undir Stafahlíð, hlaðinn saltfiski. Mannbjörg varð, en báturinn hefir ekki náðst út aft- ur. — Andvirði íslenzkra afurða út- fluttra í janúarmánuði nam ó,252,800 krónúm. Alþingi. Kosningar í hinar föstu nefndir, sem þingsköpin mæla fyrir, féllu þannig í deildunum: FjArhagsnefnd: N.d. Jón Auðunn Jónsson, Klemens Jónsson, Björn Líndal, Jakob Möller, Magnús Jónsson, Sveinn Ólafsson, Halldór Stefánsson. E.d. Sig. Eggerz, Ingvar Pálmason, Björn Kristjánsson, Jónas Jóns- son, Jóhann P. Jósefsson. Fjárveitinganefnd: N.d. Pórarinn Jónsson, Þorleifur Jónsson, Bjarni Jónsson, Jón Sig- urðsson, Ingólfur Bjarnason, Pét- ur Ottesen, Tryggvi Pórhallsson. E.d. Jóhannes Jóhannesson, Einar ÍSLENDÍNGUR 3 Tilkynning. Neyzluvatn í bænum er að verða ónógt. Pví eru allir bæjarbúar alvarlega ámintir um, að spara það setn mest og þeim bannað að láta renna nema til nauðsynlegrar notkunar. Umsjónarmaður vatnsveitunnar hefir eftirlit með öllu slíku. V atnsveitunefndin. Tilkynning. Vitamálastjórinn hefir beðið mig að tilkynna sjófarendum, að Svalbarðseyrarvitinn logi aftur. Bœjarfógetinn. Sólrík stofa, Árnason, Hjörtur Snorrason, Ingi- björg H. Bjarnason, Guðm, ÓI- afsson. Satngöngumálanefnd: N.d. Hákon Kristófersson, Sveinn Ólafsson, Jón Auðurtn Jónsson, Klemens Jónsson, Pétur Pórð- arson. E.d. Eggert Pálsson, Guðm. Ólafs- son, Hjörtur Snorrason, Jóhann P. Jósefsson, Sigurður Jónsson. . Sjávarútvegsnefnd: N.d. Sigurjón Jónsson, Ásgeir Ás- geirsson, Aug. Flygenring, Jón Baldvinsson, Jakob Atöller. E.d. Björn Kristjánsson, Ingvar Pálmason, Jóhann P. Jósefsson. Landbúnaðarnefnd: N.d. Árni Jónsson, Magnús Torfa- son, Hákon Kristófersson, Hall- dór Stefánsson, Pétur Þórðarson. E.d. Hjörtur Snorrason, Sig. Jóns- son, Eggert Pálsson. Mentamálanefnd: N.d. Björn Líndal, Jörundur Brynj- ólfsson, Sigurjón Jónsson, Bern- harð Stefánsson, Ásgeir Ásgeirs- son. E.d. Ingibjörg H. Bjarnason, Jónas Jónsson, Sig. Eggerz. Allsherjarnefnd: N.d. Jón Kjartansson, Bernharð Stef- ánsson, Magnús Torfason, Magn- ús Jónsson, Jón Baldvinsson. E.d. Eggert Pálsson, Jónas Jónsson, Jóhannes Jóhannesson. Kosningabandalag það, sem nú átti sér stað milli Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðismanna í neðri deild, kom því til leiðar, að íhalds- menn urðu þar í minni hluta í öll- um nefndum. í efri deild aftur á móti héldu Sjálfstæðismenn og Ihaldsflokkurinn þeirri samvinnu, er flokkarnir gerðu í fyira, og eru því nefndahlutföllin þar hin sömu og áður. Pað merkilegasta við þessar nefndakosningar er samt það, að Bjarni Jónsson frá Vogi er aftur korninn í fjárveitinganefnd. Stjórnin hefir borið fram frumv. í neðri deild um skráning skipa og hefir javí verið vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar. í ræðu, er fjármálaráðherra hélt, er hann lagði frumvarpið fyrir deildina, kvað hann tilgang þess, að tryggja innlendum mönnum afnot fiskimiðanna við strendur landsins, halda þeim lianda landsmönnum sjálfuin eftir því sem lög standa til. Lögin eiga að girða fyrir, að innlendir menn gerist lepp- ar erlendra manna og útgerðarfé- Iaga. — Pá hefir stjórnin borið fram frumv. í deildinni um framlenging verðtollsins til 1. apríl 1926ogann- að frumv. um breytingu á lögum um, að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25°/° gengishækkun. Enn- fremur frumvarp um breytingu á tekju- og eignaskattslögunum, þess efnis, að skattur hlutafélaga ákveð- ist eftir meðaltekjum þriggja ára. Frumvörpum þessum vísað til fjár- hagsnefndar umræðulítið. — í efri deild hafa stjórnarfrumvörpin um afplánun sekta, um framlenging dýr- tíðaruppbótar embættismanna og um banniagabreytingu (hækkun sekta fyrir brot) verið vísað til 2. umræðu og neínda. Pá er stjórnarfrumvarp um Lands- bankann, er fer fram á, að gera hann að hlutabanka. Hlutaféð sé 2 milj- ónir, sem er innskotsfé ríkisssjóðs samkvæmt lögum frá 1913 og má auka það um aðrar 2. Ríkissjóður hafi forgangsrétt að hlutakaupum. Hlutafjáreigendur skulu vera íslenzkir ríkisborgarar aðeins, alinnlendar stofnanir og. hlutafélög. Bankinn fái einkarétt til seðlaútgáfu um 50 ár. Gullforðinn skal vera 8/s móts við seðlamagn í umferð. Bankaráðið skipi fimm menn og haldi það fundi mánaðarlega og skulu bankaráðs- menn hafa 1500 kr. þóknun hver. Prír bankastjórar skulu vera og bankinn starfa undir stöðugu eftir- liti. Par eru og ákvæði urn starfs- mannasjóð. Skuli bankinn leggja til í byrjun 25 þús. kr. og starfs- menn síðan árlega 3% af árstekj- um sínum, en bankinn jafnt á móti. Björn Líndal og 5 þipgmenn aðrir bera fram í neðri deild frumv. um afnám tóbakseinkasölunnar. — Bjarni frá Vogi og 3 þingmenn aðrir skora á stjórnina að krefjast jaess, að Danir skili aftur íslenzkum munum í dönskum söfnuni, þeim er sann- anlegt er, að séu þangað komnir eftir röngum eignarheimildum. — Þeir Ásgeir Ásgeirsson og Sveinn Ólafsson flytja frumv. um að Ieggja Áfengisverzlunina undir Landsverzl- un. — Jónas Jónsson flytur frumv. um húsmæðraskóla á Stafafelli. — Pétur Ottesen og Ásgeir flytja frv. um breytingu á botnvörpuveiðilög- unum. Brot gegn 1. gr. þeirra laga varði skipstjórarétt á fiskiskipi; ítrekað brot tveggja ára réttinda- missi. Priðja brot fyrirgeri rétti með öllu. Pá er framkomið frumv. um, að Ræktunarsjóður íslands skuli koma í stað Búnaðarlánadeildar. Stórtíðindalaust í þinginu enn þá. <§><§> Úr heimahögum. Kirkjati. Messað kl. 2 á sunnudaginn. Félagsstofnurt. Menn eru beðnir að niuna eftir fundinum, sem halda á í Sam- komuhúsinu á sunnudaginn, í þeiin tilgangi að stofna félag, sem beiti sér fyrir því, að reist verði sem fyrst heilsuhæli á Norð- urlandi. Fuudurinn hefst kl. 3*/s síðdegis. Pollurinn er nú allur lagður ís og er ísinn spegilsléttur og því hið ákjósanleg- asta skautasvell, enda nota bæjarbúar það óspart sér til skemtunar, sérstaklega á kvöldin. Er búið að raflýsa ísinn á parti, þar sem svellið er bezt og lúðrarsveitin hefir tvö undanfarin kvöld skernt skauta- fólkinu með lúðrablæslri. Aldarfjórðungs leikafmæli frú Svövu Jónsdóttur var minst með samsæti á eftir leiksýningu á sunnudagskvöldið. Sátu það nálægt 100 manns. Aðalræðuna fy.rir minni heiðursgestsins hélt Porst. M. Jóns- — vesturkvistur — með litlu svefn- herbergi er til leigu frá 14. maí n. k. Jóh. Ragúels. Karlmanns gúmmístígvél tapaðist á föstudaginn var nálægt Síma- slöðinni. Finnandi skili ritstj. fsl. gegn fundarlaunum. vantar á m.k. »Stellu«. Verzl. Sn. Jónssonar. son kennari. Kvæði var og sungið, er )ón Sigurðsson frá Dagverðareyri hafði ort til leikkonnnnar. Margar ræður voru haldn- ar og eftir að stigið hafði verið upp frá borðum hófst dans er stóð til morguns. Guðm. Hávarðsson, ferða- og hestamað- urinn góðkunni, er staddur hér í bænum. Hefir hann nú lokið við að semja bók þá „Islenzkir hestar og ferðamenn", er hann hefir haft í smíðum undanfarin ár og kemur út mjög bráðlega, verður bókin 8 arkir í 8 bl. broti og með 100 myndum og tveimur uppdráttum af íslandi. Nú á þriðjudagskvöldið kemur ætlar Ouðmundur að flytja erindi i Akureyrar-Bió nm »ís- lands miklu möguleika sem ferðamanna- land fyrir útlenda ferðamenn hingað til landsins«; er ekki að efa að Guðmundur flytur gagnort og fróðlegt erindi, því hann mun hafa meiri ferðamannareynslu að baki sér en flestir aðrir Islendingar, sem nú eru uppi. Akureyrar-Bíó. Myndirnar: »Sumargleði» sem sýnd verður á laugardgs og sunnu- dagskvöldið, og »Eldorado«, sem sýnd verður á miðvikudagskvöldið, hafa báðar verið sýndar i Palads leikhúsinu i Khöfn, og hlotið hrós mikið í blöðunum. Leikfclag Akureyrar ætlar að sýna leik- inn „Tengdapabbaeftir sænska skáldið Oustaf af Oeijerstam, annað kvöld (en ekki á sunnudaginn). 'Leikur þessi, sem er sprenghlægilegur gamanleikur, var sýnd- ur hér fyrir nokkrum árum og átti þá miklum vinsældum að fagna, og svo mun og nú verða. Af nýjum leikendum frá því, er áður var, má nefna: Frú Svövu [j |’-Jónsdótturj frú Júlíönu Friðriksdóltur, Harald Björnsson og Steinþór Guðmunds- son. Ágóðinn af leiksýningunni annað kvöld gengur til Heilsuhælissjóðsins. OO Gengi peninga hjá bönkuni í dag. Sterlingspund . -. kr. 27,30 Dollar . . . . - 5,75 Svensk króna . . - 154,77 Norsk króna . . - 87,39 Dönsk króna . . - 102,09 í s a f o 1 d kostar aðeins 5 krónur um árið. Hún er því ódýrust allra blaða á land- inu, en flytur þó meiri og ítarlegri frétiir en noltkurt annað af landsblöð- unum. Kaupið ísafold. Útsölumaður: fiallgr. Valdemarsson.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.