Íslendingur


Íslendingur - 13.03.1925, Blaðsíða 4

Íslendingur - 13.03.1925, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Ferfisaímæi Frilris Krjstjánssoir íra Flöp 23. jíí 1921. Pegar dagar út og upp við tinda austur sólargeislar perlur binda niðr’í dalnum, dimm er þokan fer. Pannig skín vor sálin eilíf-unga undir eins og þjarki og sfarfsins drunga lyft er frá, svo Ijós um útsvn ber. Pannig ætti dagur hver að daga; dýrðleg hrifning — Iífs vors æfisaga samúð fylt og samstilt vorsins trú. Vetur enn á vorar hallir flestar. Vorið samt á landeignirnar beztar: endalausa framtíð — félagsbú. Par í vortrú allra dýrðardrauma, dag hvern njóttu hlýrra frelsisstrauma fertugur, og fram til hinsta dags. Megi austursólin íslandsfögur æfi þinni binda perlukögur andans djásna — æðsta bræðralags. Meðan efnið fjötri fót sinn bindur flýgur andinn yfir heljargrindur, hans er ríkið, afiið, dýrðin — alt. Megi önd þín æðsta mátt sinn finna anda guðs í hreyfing verka sinna, þá er launað gulli grjótið kalt. • Bezt þá verðuð borguð æfiraunin,' bræðranna ef læknast mættu kaunin, þeirra eins, er sárust veittu sár. Hitt að keppa um safn í hismishöllum heimskar, smækkar, rænir frá oss öllum gulli því, sem geldur öll vor tár. Fjörutíu ára augnablikið, er nú' runnió þitt, og starfið mikið. Sumar bjart í framtíð falið enn. Hverja dögun vortrú hjá þjer vaki. Vináttan í hendur þínar taki þéttu haldi: Guð og góðir menn. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. jörð til ábúðar. Jörðin Litli-Árskógur í Árskógshreppi, sem næst að 4/5 hluta eða 1774 hundr. að fornu mati, er laus íil ábúðar frá næst- komandi fardögum að telja. — Kaup geta komið til greina, Lysthafendur snúi sér til undirritaðrar verzlunar eða hr. Gísla Jónssonar á Hofi í Svarfaðardal. Verzlun Sn. Jónssonar, Allskonar nauðsynjavörur, þar á meðaí flest sem þarf til skipaútgerðar nýkomið í U. Carl Höepfners-Yerzim *±±±±Mt±±±'Mk±±$±±±±±±±±±£dti | PRJÓNAVÉLAR. | Hinar eftirspurðu Wanters-prjónavélar, mismunandi gerðir (einnig mjög fullkomnar), hefi eg fengið aftur. Vélarnar sendi eg kostnaðarlaust út um land, ef óskað er gegn póstkröfu. Gæði WANTERS-PRJÓ"NAVÉLA eru alkunn og verðið hvergi lægra en hjá mér. i£. Eg útvega einnig vélar eftir sérstökum óskum kaupenda. Spyrj- ^ ist fyrir hjá mér áður en þér gerið kaup annarstaðar. í- Sími 84. Pósthólf 84. £ Verzlun Eiríks Kristjánssonar, Hafnarstræti 102. * I M atv a ra # allskonar kemur með Goðafoss og íslandi. Einnig glervara, skófatnaður og m. fl. Verzl. Brattahlíð. At h u gið. »NORÖNA«-smurningsoIíur og koppafeiti kaupa allir handa bátum sínum og skipum, sem vilja góða vöru. Pantanir afgreiddar beint, og langur gjaldfrestur gefinn, ef óskað er. Birgðir ætíð fyrirliggjandi. Ingvar Guðjónsson. TIL 80LD Húsgögn í dagstofu, borðstofu, svefnherbergi o. fl., þar á meðal ágætt píanó, fæst keypt nú þegar. Semja ber við Dúa Benediktsson. Matvörur. Með E.s. Goðafoss fæ eg noldcrar birgðir af ýmsum matvörum, sem eg sel mjög ódýrt gegn greiðslu strax. Páll SkúJason. Opinbert nppboö verður haldið við húsið no. 29. í Gránufélagsgötu hér í bænum, mánudag 16. þ. m. ogþar og þá seldir ýmsir innanhúsmunir, svo sem: Rúmstæði, Dívan, Kommóða, Stólar, Kista, Koffort, Klukka, Vasaúr, Fatnaður, Skótau, Hakkavél, ýmisleg eldhúsgögn o. m. fl., alt tilheyrandi dánarbúi Olafs sál. Porsteinssonar. Upfiboðið hefst kl. 1 síðdegis nefndan dag. Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Akureyri 3. mars 1925. Bæjarfógetinn. PrMttamlOja Bjðrns Jónaaunor, Ahurayri,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.