Íslendingur


Íslendingur - 03.04.1925, Side 1

Íslendingur - 03.04.1925, Side 1
iT XI. árgangur. Akureyri, 3. apríl 1925 15. tölubl. Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. Kælisltipsitiálið. í júlímánuði í fyrra skipaði ríkis- stjórnin, samkvæmt fyrirmælum Al- þingis, 5 manna nefnd, til þess að rannsaka og gera tillögur um kaup á kæliskipi. í nefndina voru skip- aðir Emil Nielsen framkvæmdar- stjóri, Carl Proppé útgerðarmaður, Haildór Porsteinsson skipstjóri, Tryggvj Pórhallsson ritstjóri og Jón Árnason framkvæmdarstjóri. Nefndin hefir ekki getað orðið sammáia o'g 1 hafa þeir Tryggvi og Jón orðið í minni hlufa. Báðir nefndarhlutarnir hafa sent Alþingi álit sín og sézt af þeirn, að í rauninni ber ekki sér- lega mikið á milli. Báðir viður- kenna þeir, að það hafi afarmikla þýðingu fyrir landbúnaðinn, að hægt sé að flytja út kælt eða frosið kjöt, en greinir aðallega á um, hversu fljótt að hægt sé að koma því í framkvæmd. Pó leggur meiri hlut- inn á móti |aví, að skip sé keypt fyrst um sinn og telur réttara að leigja skip og að gerðar verði til- raunir í stórum stíl með sæmileg- um styrk frá Alþingi, áður en horfið sé að skipakaupunum. — Minni hlutinn er aftur fylgjandi skipakaup- unum og Ieggur þess utan mikla áherzlu á, að komið verði upp frysti- húsum sem allra fyrst á helztu kjöt- útflutningshöfnum landsins, en jaau telur harm nauðsynleg — og meiri hlutinn raunar líka — til þess að útflutningur kjötsins geti orðið veru- legur og arðberandi. Ekki er gert rdð fyrir, að sjávar- lítvegurinn hafi gagn af kœliskipinu. Nefndarálit meiri hlutans er á þessa leið: »Eftir að hafa haldið þá fundi, sem hægt hefir verið að halda í kæli- skipsnefndinni, höfum vér undirrit- aðir, með tilliti til þeirra upplýsinga, sem vér höfum getað afiað um þau atriði málsins, sem oss var falið að athuga, komist að þessari niður- stöðu í málinu: Verð á skipum hefir ekki lækkað á síðastliðnu ári, heldur hefir það þvert á nióti virst fara hækkandi, svo að það mun ekki vera mögu- legt að fá skip eins og það, sem hér er verið að hugsa um, fyrir minna en .ca. 1,500,000 En þar eð landið þarf, sem stendur, ekki á fleiri dýrum skipum, sem ætluð eru til áætlunarferða, að halda, með því að vor eigin skip verða að sigla mikinn hluta ársins án þess að hafa fullfermi, og skfp það, sem er í Norðurlandsferðunum hefir jafnan orðið að sigla tómt til útlanda frá því í ársbyrjun og þangað til í á- gústmánuði, mun vera vafasamt, að hægt verði að fá svo dýrt skip til þess að bera sig nema með geysi- háum styrk, ji>á 10 mánuði ársins, sem það verður að keppa um sigl- ingarnar við erlend skip, sem eru ódýrari, jafnframt því sem dýrtíð hér er svo mikil, að öll laun verða um 30°/o hærri en þau laun, sem greidd eru á erlendum skipum. Við nánari athugun kemur í ljós, að fyrirkomulag það, sem fyrst hafði verið ráðgert, að frysta kjötið um borð, mun reynast ókleift, með því að frysting á þenna hátt mun taka svo langan tíma, að skipið getur að- eins farið eina ferð í sláturtíöinni með fullfermi, af því að tíminn, sem fer til þess að ferma kjötjð, mun verða um 4 vikur. Af þessu leiðir því það, að vér verðum að sleppa þessari hugmynd um að frysta kjötið um borð, og gera ráð fyrir, að koma verði upp frystihúsum í landi, enda mun [aað vera eina leiðin, sem talist getur ábyggileg til þess að góðum árangri verði náð, þar eð maður að öðrum kosti getur átt það á hættu, að um það Ieyti, sem slátrað hefir verið á einhverri af stærstu kjötútflutnings- höfninni, sem á við slæma höfn að búa, skelli á óveður, svo að skipið verði að halda burt þaðan, og vera til sjós í marga daga, en kjötið, sem ef til vill er þegar selt sem nýtt kjöt, verður þá að salta niður. Vér álítum að það hafi afarmikla þýðingu, að hægt verði að flytja út kælt eða fryst kjöt, en á hinn bóg- inn lítum vér svo á, að gera verði enn víðtækari tilraunir í þessu efni, áður en vér þorum að ráða til, að fengið verði svo dýrt kæli- og frysti- skip, auk allra þeirra frystihúsa, sem samtímis jaarf að reisa í Iandi, þar eð hvorttveggja er sem stendur mjög dýrt, og sjálf útgerð skipsins verður aðeins rekin með tapi þann iíma, sem ekki á að nota það til kjötflutnings, þar eð vér höfurn ein- mitt þessa 10 mánuði nœgilegan skipakost. Vér verðum þess vegna að tnæla með því, að rannsóknum sé haldið frekar áfram og að útflutningur í stærri stíl en hingað til verði reynd- ur enn þá um tíma með hæfilegum styrk frá ríkinu, unz ábyggilegri árangur hefir fengist í þessu efni, og að notuð verði til þess skip, sem hægt mundi vera að fá leigð í þessu skyni, áður en sjálft hið endanlega stóra fyrirtæki verður framkvæmt. Pað er ennfrentur álit vort, eftir ummælum, sem fram hafa komið þar að lútandi og samkvæmt þeim rannsóknum, er vér höfum gert, að útgerðarfélögin hafa ekki mikinn áhuga fyrir þessari útflutningsaðferð að því er útflutning á fiski snertir, svo vér getum þar af leiðandi ekki vænst neins verulegs fjárstyrks af þeirra hálfu. Fiskinn þarf sem sé að flytja út í fsnum, ísvarinn, eins og enski markaðurinn krefst að hann sé fluttur, og svoleiðis fisk má helzt ckki flytja úr einu skipi í annað. ÍTið má heldur ekki frysta fiskinn og ekki er heldur hægt að geyma hann kældan, án þess að hann falli mjög í verði. Bess vegna teljum vcr, að kæli- og frystiskip sé ein- ungis, en þá einnig verulega þýð- ingarmikið, vegna útflutnings á kjöti AKUREYRAR BIO í kvöld og laugardagskvöldið kl. 81/*: FJALLA-EYVINDUR f... ' W _________ _______ ...i--. ------------------ . • „ • sjónleikur Jóhanns Sigurfónssonar [ 7 þátta kvikmynd. í aðalhlutverkinu: VICTOR SJÖSTRÖM. Myndin er meistaraverk eins og leikurinn. Engar sýningar næstu viku — páskavikuna. og ennfremur útflutnings á smjöri og laxi. Hlutafé það, sem ef til vill verður hægt að safna í þessu skyni, álítum vér að verði hverfandi, samanborið við kaupverð skipsins, svo að taka verði stórt lán, til þess að koma málinu í framkvæmd, en slíkt lán mun gera það að verkum, að fyrir- tækið ber sig enn ver, þar eð mikið fje þarf til þess að greiða árlega vexti og afborganir af láninu. Eftir reynslu þeirri, sern vér höf- um, teljum vér, að kælt kjöt geti í mesta lagi haldist ferskt um borð í 6 daga, ef vel er með það farið, en ekki lengur. Par af leiðandi verður maður að álíta, að frá Akur- eyri sé einungis hægt að ílytja kælt kjöt beint til Leith eða Glasgow og frá Reykjavík beint til þessara hafna, og einnig frá einum eða tveim fjörð- um á Austurlandi, og þá lengst til Hull eða Liverpool. En það kjöt, sem flytja á út frá öðrum höfnum á landinu, sem fjær liggja, verður að frysta. Kælt kjöt er og aðeins hægt að flytja út frá góðum höfn- um, þar sem trygt er, að hægt sé að ferma skipið á ákveðnum tíma. Álit vort er því í stuttu máli það, að málinu sé frestað, en að svipað- ar tilraunir með útflutning á kældu kjöti, sem gerðar hafa verið hingað til, séu gerðar enn um skeið, en í stærri stíl, með leigðum skipum og ríkisstyrk. Gangi tilraunir þessar vel, og komi það í ljós, að kjötsal- an verði arðmeiri á þennan hátt en hún hefir verið, þegar kjötið hefir verið saltað, eins og hingað til, og þegar skipsverð hefir lækkað og verður sanngjarnara en það er nú, beri að taka málið upp á ný.« Álit minni hluta nefndarinnar er svo langt mál, aó ógerningur er jafnvel að birta ítarlegan útdrátt úr því. Er þar m. a. mikið af skýrsl- um; sýna þær innflutning á frosnu kjöti til Bretlands árin 1904—1923, frá Nýja Sjálandi og Ástralíu og verð þess; einnig verð á saltkjöti héðan fluttu til Noregs á sama ára- bili. Sýnir sá verðsamanburður, að við liefðum hagnast um rúmlega 5V2 milj. kr. á þessu 20 ára tímabili, hefði kjötið verið flutt út frosið, en ekki saltað. — Ennfremur telur minni hlutinn það engum efa bundið, að saltkjötsmarkaðurinn mundij verða hærri og tryggari, ef hægt væri að senda út talsverðan hluta þess í öðru ástandi. Pá segir minni hlutinn, að við nánari ransókn málsins hafi þeim orðið það Ijóst, að útflutningur héð- an á kældu eða aðallega frystu kjöti, gæti aldrei orðið tryggur, né fram- kvæmanlegur í stórum stíl og alment, nema því aðeins, að jafnframt verði reist frystihús á helztu kjötútflutn- ingshöfnunum, sé það eina sýnilega leiðin, »sem örugg geti talist til að tryggia sæmilegan arð af sauðfjár- rækt Iandsmanna.« En nrinni hlut- anum dylst ekki, að kostnaðurinn við að koma upp frystihúsunum verði mikill. Leggur hann samt til, að Alþingi heimili ríkisstjórninni að lána fé úr ríkissjóði árin 1926—1929, bæði árin meðtalin, alt að 100 þús. kr. á ári til þess að reisa íshús. Hefir minnihl. talist tii, að ekki yrð'

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.