Íslendingur


Íslendingur - 08.05.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 08.05.1925, Blaðsíða 2
2 ISLENDINOUR )) MairmM I Olsew (( Með-'síðusiu skipurn'íhöfum”við fengið: Rúgmjöl Hveiti 3 teg. Haframjöl Hrisgrjón Sagómjöl Baunir Kartöflunijöl Kaffi Oliufatnaður Export Fiskilínur Kakao Linutaumar. Sykur högg. & st. Bárujárn Súkkulaði Paksaum Kaffibrauð Máiningarv. Matarkex Handsápur. Símskeyti. Alþingi. (Frá Fréttastofu íslands.) Rvík 7. maí Utlend: Norðurpólsfarinn Grettir Algars- son er íslenzkur í báðar ættir. Er hann fæddur í Varicouver í Canada. Skip hans heitir »Iceland« (ísland) og er 143 smálestir að stærð. Skip- herra er Worsley yfirforingi úr sjó- liði Breta, sá, er frægur varð úr Suðurpólsför Shackletons. Neðri málsstofa enska þingsins hefir felt frumv. Verkamannaflokks- ins um að löggilda Washington- samþyktina um 8 stunda vinnudag. Frá Moskva er símað, að alrúss- neskur sovietfundur verði haldinn bráðlega. Stjórnin muni leggja þar fram frv. um breytingar á ’stjórnar- skránni og um að leyfa einstökum mönnum, útlendum og innlendum, að starfrækja hverskonar iðnað. Vegna fjárskorts hefir stjórnin þeg- ar veitt amerískum og enskum fé- lögum víðtæk sérréttindi til námu- reksturs. Frá Sofia, höfuðborg Búlgaríu, er símað, að 4000 Kommúnistar hefðu ætlað að ráðast á höfuðborgina, ef sprenging konungshallarinnar í loft upp hefði tekist. Herinn kom þeg- ar á vettvang og kæfði niður upp- reistina. — Skjöl hafa verið lögð fram til sönnunar því, að uppreist- inni hafi verið stjórnað frá Moskva. Luther kanzlari Pýzkalands hefir átt tal við Hindenburg og tilkynf, að engar stefnubreytingar í innan* ríkis- eða utanríkismálum væri vænt- anlegar. Blað Stresemanns telur jafnvel að sigur Hindenburgs muni styrkja lýðveldið. Japanar ætla að halda miklarflota- æfingar, samskonar og Bandaríkja- menn. lnnlend. Fimm íslendingar í Porlákshöfn, þar á meðal þrettán ára drengur, hafa fengið verðlaunapeninga úr silfri frá ensku stjórninni fyrir björg- un skipshafnarinnar af togaranum' »Viscount Allenby.« Skarlats-sóttartilfelli í Reykjav., en veikin ekkert breiðst út. Heilsufar yfirleitt gott. Smásöluverð í Reykjavík lækkaði um 2°/o síðasta ársfjórðung, að því er hagskýrslurnar herma. Afli í landinu fram til 1. maí: Á Suðurlandi 115,138 skpd., áVestur- landi 2492, á Norðuriandi 59, á Aust- urlandi 4037, eðaalls 121,726 skpd., en á sama tíma í fyrra veiddust 100,924 skpd. útvega eg von bráðar frá einni af beztu verksmiðjum í Pýzkalandi (verðlaunuð 1923). — Eins og áð- ur er verðið hið lægsta. þjorst. Þ. Thorlacius. Efri deild hefir sent fjárlögin aftur til neðri deildar og gengið þannig frá þeim, að tekjuáætlunin er hækkuð um 130 þús., en samt óx tekjuhallinn um 7 þúsundir. Stærsti viðbótaútgjaldalið- urinn er 100 þús. kr. og til viðbóta- hyggingar á Kleppi. Styrkurinn til »Rórs« var hækkaður uppí 40 þús. kr. og til viðgerðar á Staðarfellshúsi veittar 7500 kr. Einnig samþ. 15 þús. króna ábyrgð fyrir forSföðukonu fyrirhugaðs skóla, þar til húsmuna og áhaldakupa. . Jakob Möller, Ben. Sv. og Tryggvi Pórhallsson bera fram tillögu um skip- un milliþinganefndar til þess að íhuga hvernig bezt verði fyrir komið seðlaút- gáfu ríkisins. Frumvarp Bjarna Jónssonar frá Vogi um mannanöfn samþykt í neðri deild, en búist við það dagi uppi í efri deild. Varaíðgreglufrumvarpið dagar vafa- laust uppi i þinginu. Neðri deild hefir samþykt frumv. um stofnun dócentsembættis við heimspekisdeild Háskólans og er það þarmeð afgreitt sem lög frá þingi. — Fjárhagsnefnd n. d. leggur til, að frv. um breytingu á lögum um einkasölu á áfengi nái ekki fram að ganga. Sveinn OLfsson Ieggur einn til að það sé samþykt. — Allsherjanefnd n. d. leggur til, að frv. úm sáitatilraunir í vinnudeilum verði samþykt með nokkrum breytitigum. — Sveinn og Ásgeir Ásgeirsson flytja þingsályktunar tillögu um, að skora á ríkisstjórnina að hætta ekki einkasölu á steinolíu. — Allsherjarnefnd e. d. leggur til, að breyting á lögum um aðflutningsbann verði samþykt óbreytt. Bingslit um miðja næstu viku. Til ritstjóra Dags. 14. tbl. Dags þ. á. farið þérástúf- ana í greinarkorni, sem þér kallið »Skagfirsk samvinnumenska« og byrjið á því með lítilli prúðmensku að áfella okkur skagfirska samvinnnumenn fyrir eitthvað, sem enginn veit hvað er, en þér hafið þau orð um, að þvílíkir munu óvíða finnast í heiminum. Órök- studdur er áfellisdómur yðar með öllu, og það að vonurn, því það eru engin rök til, sem sanna svona blekkingar og rangfærslur á réttu máli. Peim dylgjum yðar um uppeldi okk- ar skagfirskra samvinnumanna í ein- hverjum »MarðarskóIa« læt eg ósvarað, þvf eg þekki ekkert þesskonar. Litið kynst Marðar eðli, utan nokkuð í skrif- um sumra ritstjóra — þetta að niða og ófrægja að ástæðulausu. Ef þér með þessum ummælum eigið við Vörð og skrif Sigurðar Sigurðs- sonar frá Kálfafelli þar s. 1. sumar um samvinnumál, þá efast eg ekki um, að þau hafi haft einhver áhrif eins og margt annað golt í því blaði, en full- mikið finst mér gert úr þeim að þeirra gæti svo langt aftur í tímann að við séum aldir upp við þau, sem erum orðnir 40 og 50 ára gamlir. Nei, það er vægast sagt, hæpin ályktun, ritstjóri sæll! Eg býst við þér eigið við mig, þar sem þér minnist á mótspyrnu þá, er farandpredikari Sambandsins fékk hjá »sumum úr kaupfélagsstjórninni*, eins og þér orðið það, því það mun rétt, að eg hafi þeirra mannna mestan orða- stað átt við þann herra og ekki meira um það. En það tel eg leiguþjóna af lakara tagi, sem ekki þola réttmætar aðfinslur án þess að þykkjast við, og ekki nenni eg í annað sinn að óska eftir slíkum pinnum í mína þjónustu til aðeins að fæða þá og gjalda úr minni pyngju, ef eg má ekki í fullri alvöru en bezta bróðerni- segja «lit mitt á því, hvernig unnið er, og svo til yðar sem ritstjóra blaðs, sem minsta kosti á Sambandsfundum heitir sam- vinnublað vil eg segja, að mér þykir þér gera yður alldigrann og ófyrir- leitinn að ráðast með dylgjum og fíflslegum glósum á okkur samvinnu menn í því blaði, hvar við sjálfir leggj- um til bæði páppír og prentsve:tu og þar að auki höfum yður á mála, og vil eg segja, að slíkir ritstjórar munu óvíða finnast í heimi þessum. Já, herra ritstjóri, eg held að þér sem framsýnn maður, ættuð að veia við því búinn, að komið gæti fyrir, að þér yrðuð að standa utan gáfta n æ s t, þegar falla molar af borði okkar samvinnu- manna til þeirra, sem halda vilja sér frá húsgangi með ritsfjórarabbi eða öðru því, sem ekki beygir bakið eða herðir lófana. Nú vil eg ekki eyða fleiri orðum við yður um þessa hluti, nóg annað að gera þarfara. Við þurfum nefnilega, þessir sem framleiðsluna stundum, dálítið á okkur að leggja og þessvegna nóg með tím- ann annað að gera, en sú bót er í tnáli, að þeir, sem ganga þar fast að verki, þurfa ekki að mæna, biðjandi vonaraugum eftir þeim molum, sem falla af borðum armara. Á síðasta vetrardag. Sig. Á. Bförnsson. co Hvar á Heilsuhæli Norðnrlands að standa ? Þegar maður hittir mann, er spurt eitthvað á þessa leið, enda er það sizt að undra; menn hafa veriö for- vitnari út í minna atriði en það, livar Heilsuhælið á að standa. Fjöldi manna hefir hinn mesta áhuga á hinu svonefnda heilsuhælismáli, sem von er. Heilsuveila hinnar ungu ís- lenzku kynslóðar er stærsta alvörumál- ið, og ættu hinir bezfu læknar þessa lands mjög að láta til sín taka um það mál, því til þeirra hljóta menn að bera bezt traustið í þeim efnum. Sný eg mér þá að því, hvar myndi álitlegasti staðurinn fyrir hælið. Á árunum, þegar hinu svo-nefnda heilsuhælismáli var hreyft, var undireins farið að stinga upp á þeim stað, hér á Norðurlandi, sem hælið skyldi reist á. Eg man glögt, hverjir staðir þessir voru, en eg inan, að því var hreyft á prenti, að álitlegasti staðurinn væri við Mývatn, enda hefði þessi staður margt sér til ágætis svo sem: Hreint og tært fjallaloít', landsslag eitthvert hið ein- kennilegasta á landi hér, mjög gott fyrir sjúldinga að taka sér sólböð, nóg silungsveiði í vatninu árið um kring o. s. frv. Frá þessum stað eru menn víst horfnir nú, því ekki er á hann minst, heldur á aðra, og eru þeir hér í Eyja- firði; staðirnir eru þessir: Á Akureyri eða þá rétt við Akureyri, við Brún- húsa-laug á Staðarbygð, á Kristnes- öldu í Hrafnagilshreppi og í Hraun- !■• gerði í sama hreppi, Byggingameistari ríkisins hefir verið hér á ferð til þess að athuga um heppilegan stað fyrir hælið, en hvern- ig honum hefir á áðurnefnda staði lit- ist, veit eg ekki, en nokkuð er víst, og það er, að ekki hefir bygginga- meistaranum þótt ómaksins vert að at- huga neina staði hér í Saurbæjarhrepp, enda hefir sennilegaj verið túlkað þann- ig fyrir honum, að hinir áðurgreindu staðir væru þeir ákjósanlegustu, og ekki væri um aðra að ræða. Eg ætla ekki að hafa mörg orð um þessa staði, annað en það, að mér virðast þeir næsta óheppilegir, meðal annars að landið er óræktað, sem auð- vitað má bæta úr með því að brjóta landið til ræktunar, en samt sem áður finst mér hallkvæmara fyrir frumbýi- inga að koma að ræktuðu landi en óræktuðu. En má eg spyrja: Er ekki ann- mörkuin bundið að gera Kristnesöldu að túni? Ræktunarskiiyrði hjá Brúnhúsalaug eru að sjálfsögðu langt um betri. Hraungerði er eins og hvert annað kot sem fóðrar líklega 3 kýr, getur vel veríð, að það megi gera það að stórri jörð, en ekki er sá staður, að heldur geðþekkur. Eg get ekki betur séð, en sð bráð- nauðsynlegt sé fyrir hælið að kaupa, nú þegar, góða bújörð og byggja á henni, setja svo upp gott kúabú með fleiru. Rað sjá allir, að enginn smáræðis- vandi er að velja staðinn fyrir hælið, én mjög er það tilfinnanlegt, ef valið tekst illa, sem ekki er óhætt um, þar sem skygnir menn liafa séð.'gömlu konuna, Hreppapólitík, á ferðinni, hefir þeiin virst hún enn all errileg og sýnst hefir þeim á fasi hennar, að vel gæti farið svo að mörg ár ætti hún ennþá ólifuð. Skal eg nú með nokkrum orðum benda á stað, sem að mínu áliti væri harla ákjósanlegur fyrir hælið — ef hann væri fáanlegur — og það er Leyningur í Saurbæjarhreppi. Sú jörð er að flestu leyti heppileg fyrir Heilsuhæli Norðurlands. Jörðin er góð bújörð; þar er tún, sem fóðrar 8—10 kýr, má slækka það og bæta eftir vild. t*ar er landslag afar einkennilegt — svo að hvergi getur annað eins í Eyjafirði — og víða fagurt. Rar er skógur eigi alllítill, seni hefir nú á seinustu áratugum þroskast mikið; eru hæstu trén í honum um 6 álnir á hæð. Rar eru 3 stöðuvötn og er silungs- veiði í tveimur, má að sjáifsögðu auka og bæta veiðina með kunnáttu. Rar er hreint og tært fjallaloft með angandi skógarilm — ekki spilt af verksmiðjusvælu og borgarþef — eins og vill verða í umhverfi Akureyrar. Rar nýtur sólar mjög vel, því mörg eru skjólin í Leynings-hólum og svo í skóginum. Rar er vatnsafl rétt við bæinn og má auka það meira en um helming, með fremur lítilli fyrirhöfn; fallhæðin yfirdrifin. Eg hefi nú látið uppi mitt álit um, hvar heppilegast væri að reisa hælið, enda er það mín insta sannfæring, að þessi staður sé sá langtum ákjósanleg- asti hér í firðinum, en eg veit jafn- framt að honum (staðnum) verður fundið það til fóráttu, hvað hann er langt frá kaupstað. En eg lit svo á, að langræðið sé auka alriði; aðal atriðið er, að staðurinn sé heilnæmur, geð- þekkur og fjarri öllum skarkala og sé búinn fleiri góðum kostum séðum frá »praktísku« sjónarmiði. Eins og eg drap á, þótti mér það næsta einkennilegt, að byggingameist- arinn skildi ekki athuga, víðar en hann gerði, um stað fyrir hælið, úr því hann var nú korninn hingað í fjörðinn, •ÍS o £ Suðu-súkkulaði, ctí eib æ Át-súkkulaði, Rúsínur, ÞD S— Sveskjur, CD > -m Fíkjur, xo Döðlur, *o Epli, þurkuð. O) >-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.