Íslendingur


Íslendingur - 15.05.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 15.05.1925, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Rúginjöl Maismjöl Hveiti 3 teg. Hænsamaís Baunir Hafra Haframjöl hafa fyrirliggjandi: Kartöflumjöl Sagogrjón Libbys mjólk. Kex, Lunch Kex, skips Súkkulaði Qerduft Olíufatnaður j Öngla Mustads no.7e.e.l. Fiskilínur Línutauma Fiskihnífa Smurningsoliur Oliukönnur. um Skagfirðinga og Þórarni Jóns- syni þm, V.-Hún., en komst þó u]7p úr henni með 16 atkv. gegn 11. — Gegnum efri deild komst það mót- spyrnulítið. Heimildin verður þegar úr gildi numin og er þar með samþykt sýslu- nefndarinnar skagfirzku dauðirbók- stafir. Þessum úrslitum mun fagnað jafnt af síldarútvegsmönnum sem sjómönnum og verkalýð hér um slóðir. Samþyktin var þeim öllum til stórskaða og ríkissjóði auðsær tekju- missir. Hafi þingið þökk fyrir gerðir sínar. oo Uppog niður. Hvar eru takmörkin? í umræðunum um afnám tóbaks- einkasölunnar lýstu þingmenn Fram- sóknarflokksins því yfir hver á fæt- ur öðrum, að þeir væru eindregið fylgjandi frjálsri verzlun, þótt þeir væru á móti afnámi einkasölu rík- isins á tóbakinu; það væri ekkert brot gegn þeirri stefnu. Er stein- olíueinkasalan var til umræðu nokkr- um dögum síðar, lýstu ræðumenn Framsóknarflokksins því yfir, að þó þeir væru eindregið á móti því að þessi einkasala væri afnumin, þá breytti það engu frjáls-verzlunar- stefnu þeirra; hún væri einlæg og ómenguð. Þá vildi Tryggvi Þór- hallsson og nokkrir aðrir Framsókn- armenn koma einni einkasölunni enn á fót — einkasölu á áburði — og hana hafa þeir sjálfsagt ekki heldur talið koma í bága við frjálsa verzl- un. — Hvað eru það eiginlega marg- ar vörutegundir, sem verður að ein- oka, þar til að Framsóknarflokks- þingmennirnir telja það brot gegn hinni frjálsu verzlunarstefnu, sem þeir þykjast fylgja svo einlæglega? Dýrar tekjur. »Tekjurríkissjóðs af tóbakseinka- sölunni hafa verið: 1922 . . . 100 þús. kr. 1923 ... 200 — — 1924 ... 350 — — Samtals á 3 árum 650 þús. kr. Meðaltal á ári 2162/s þús. kr. Hvað hefir nú öflun þessara tekna kostað? Eftir reikningum einkasöl- unnar er beinn rekstrarkostnaður hennar: 1922 .. . 75 þús. kr. 1923 ... 95 — — 1924 . . . 165 — — Samtals á 3 árum 335 þús. kr. Meðaltal á ári 1112/s þús. kr., eða um 52°/« af tekjuupphæð ríkissjóðs. Fyrír hverjar 100 kr., sem lands- menn borga ríkissjóði vegna álagn- ingar einkasölunnar á tóbakið, hafa þeir orðið að greiða 52 kr. í inn- heimtukostnað til einkasölunnar.« (»Vörður«). Símskeyti. (Frá Fréttastofu íslands.) Rvík 14. maí Utlend: Verkföll enn yfirvofandi í Dan- mörku. Thorson fjármálaráðherra Svía er látinn. ®<g> Svar. í blaði af íslendingi, sem mér barst nýlega, stendur úfdráttur úr ritstjórnar- grein, sem sagt er að hafi birst í Degi. Er þar greint frá ummælum um Sig- urgeir Daníelsson, hreppstjóra á Sauð- árkróki, sem ritstjóri íslendings vítir, eins og rétt er og maklegt. En þó svo hafi verið gert, langar mig að bæta þar við nokkrum orðum, því eg er bæði vel kunnugur S. D. og get varla talist hlutdrægur, þar sem Ieiðir okkar Sigurgeirs eru nú skildar. Þegar eg las hina ófögru lýsing á sálarlifi Sigurgeirs o. fl. var ýmist að eg brosti eða að mér gramdist. Eg brosti að þeirri hnyttilegu fjarstæðu að »sjálfstæðir bændur« (kaupfélags- bændur?) gangi fram hjá búðardyrum S'gurgeiis án þess að virða hann við- tals. Við vorum nágrannar, Sigurgeir og eg, í næstum 6 ár og varð eg aldrei var við þessa sjálfsafneitun bændanna, sem ritstjóri Dags hefir séð gegnum holt og hæðir frá Akureyri. En mér gramdist, er eg las, að sál Sigurgeirs væri »full af öfund og ill- um hugsunum í garð þeirra manna, er verja starfi sínu til fremdar þeirri menningu, sem hann sjálfur sóar vegna skorts á manndómi* (kaupfélagsbænda enn?). Ekki vantar »hátíðlegheitin«. Eg get fullyrt að þekkja allvel hvern imann S. D. hefir að geyma. Og það er trú mín, að f sál hans búi engin öfund eða ill hugsun til nokkurs manns — jafnvel ekki til þeirra, sem svívirða hann að ástæðulausu. Hann er mað- ur, sem hefir mikinn hug á því að láta gott af sér leiða, og mesta ánægja hans er, ef öðrum farnast vel. Hann hefir aðrar skoðanir í samvinnumálum en bæði eg og ritstjóri Dags. En tæplega er það næg ástæða til að ætla hann það varmenni, sem ritstjórinn lýsir. Annars gefa greinar af þessu tagi mér (og sjálfsagt fleirum) oftlega ástæðu til ýmislegra miður skemtilegra hug- leiðinga. Mér dettur í hug (og datt í hug, þegar eg las þetta um S. D.), hvort þeir menn, sem þannig rita, geri sér grein fyrir, að þeir eru ekki að skrifa um dauða hluti eða skynlausar skepn- ur, heldur um menn með mannlegar tilfinningar. Mér dettur líka stundum í hug, hvoit hugtakið »drengskapur« sé að fyrnast mönnum og þeir að gleyma því, að sá er æðstur mannkostur og var lengi mesta tignarmerki íslendingsins. Og mér hugkvæmist hvort það sé að verða sannfæring þeirra, sem standa í opin- berum deilum, að þar sé öll vopn leyfð, en hitt að gleymast, að fágaðan hjör og hreinan skjöld skyldi sá bera, er telur sig góðan liðsmann góðs og göfugs málefnis. Væri eg í sporum ritstjóra Dags, mundi eg biðja Sigurgeir Daníelsson opinberlega afsökunar og þykjast mað- ur að meiri fyrir. Vestmannaeyjum, 23. apríl 1925. Kr. Linnet. oo AI þ i n g i. Þau tíðindi gerðust í þinginu í byrj un vikunnar, að Jón Baldvinsson 2. þm. Reykv. bar fram vantraustsyfirlýs- ingu á stjórnina. Kom hún til um- ræðu í neðri deild á miðvikudaginn og hélt flutningsmaður klukkustundar- ræðu, þar sem hann vítti stjórnina fyrir margt og mikið, en sem hann raunar hafði sagt flest áður í eldhús- dagsræðum sínum. Tryggvi Þórhallsson studdi Jón með litlu styttri ræðu. Ráðherrarnir báru af sér sakargiftirnar. Umræðum varð ekki lokið um kvöld- ið og héldu þær áfram mikinn hlu4a dagsins í gær. Lauk þeim að síðustu svo, að vantraustsyfirlýsingin var feld með 15 atkv. gegn 11 og voru með vantraustinu Jón Baldv., Magnús Torfason og 9 Framsóknarmenn, en móti 13 íhaldsmenn, Bjarni frá Vogi og Ben. Sv., en fjarverandi voru Bernh. Stefánsson og Jak. Möller. Ræktunarsjóðsfrumvarp stjórnarinnar samþykt í efri deild og afgreitt sem lög frá þingi; einnig hefir þingið sam- þykt framlenging verðtollslaganna með þeim breytingum, sem fjárhagsnefnd neðri deildar lagði til og áður hefir verið getið um hér í blaðinu. Afnám tóbakseinkasölunnar samþykt á mið- vikudaginn í efri deild með 9 atkv. gegn 5. Ennfremur hefir þingið af- greitt lög um breyting á kosningalög- unum, lög um útvarp, lög um atvinnu við siglingar. Jónas Jónsson flyíur þingsályktuu um verndun sögustaða, einkum Þing- valla. Vill láta skipa nefnd til að rann- saka hvort tækilegt sé, að reisa bæi í fornum stíl á Reykholti, Bergþórshvoli, Hlíðarenda og víðar. Þá hefir efri deild samþykt þings- ályktun um að skora á stjórnina að láta gera kostnaðaráætlun um byggingu hressingarhælis og starfstöðvar fyrir berklaveikt fólk. Þingslit á morgun. Fyrirspurn. Viljið þér, herra ritstjóri, gera svo vel að afla upplýsinga um eftirtöld atriði og birta þær í heiðruðu blaði yðar?: 1. Mega mat- eða kaffisöluhús, án sérstaks leyfis, selja öl, vindla, vindlinga, ávexti nýja og niður- soðna og allskonar sælgæti. 2. Hafa mat- eða kaffisöluhús, sem verzla með ofantaldar vörur, leyfi til að hafa opið lengur en venju- legar sölubúðir? A. Sv. 1. Mega aðeins selja til neyzlu þar. 2. Já. Lögin um Iokun sölubúða gildir eigi um þau. Q5 Úr heimahögum. Kirkjan. Á sunnudaginn niessar sókn- arpresturinn í Lögmannshlíð, en í Akur- eyrarkirkju á uppstigningardag kl. 12 á hádegi, Ferming og altarisganga, þýzkitr visindaleiðangur er nýkominn hingað til bæjarins og ætlar að dvelja hér við rannsóknir tveggja til þriggja mánaða tínia. Fyrir leiðangrinum er kvenmaður, ungfrú R. Stoppel, er hún doktor í nátt- úruvísindum og kennari við grasafræðis- deild háskólans í Hamborg. Helzti að- stoðarmaður hennar er ungur læknir, Dr. med. H. Volker; er hann aðstoðarmaður við lyffræðadeild Hamborgarháskóla. Þá eru og í leiðangrinum tveir náttúrufræðis- stúdenlar frá háskólanum, Rolf Holm og Klaus Unna. Rannsóknirnar, sem gera á, munu aðallega vera grasafræðislegs og efnafræðislegs efnis. E. s. „Diana“ kom að sunnan á mánu- daginn. Með skipinu komu meðal annara kaupmennirnir Ásgeir Pétursson og Halldór Guðmundsson, báðir frá útlöndum, og Haraldur Björnsson frá Reykjavík. E. s. „Esja" kom á þriðjudagsnóttina og fór aftur síðdegis á þriðjudaginn vestur og suður um. Hafði yfirfult af farþegum Hingað kom m, a. ungfrú Lára Guómunds- dóttir er dvalið hefir utanlands i vetur. Ferðir „Oscar 11“. Þess hefir verið getið áður hér í blaðinu, að Sameinaða gufuskipafélagið ætlaði að senda eitt af stærstu skipum sínum, »Oscar 11«. tvívegis hingað til lands i sitmar með ferðafólk Viðkomustaðir skipsins hér á landi verða þó aðeins tveir, Reykjavík og Akureyri. í fyrri ferðinni kemur skipið hingað til Ak- ureyrar laugardaginn 4. júlí kl. 10 að kvöldinu og verður viðdvölin réttur sólar- hringur; í síðari ferðinni kemur skipið hingað mánudaginn 27. júlí kl. 10 að kvöldi og dvelur jafn lengi og í fyrri ferð- inni. Héðan fer skipið til Aandalsnæs í Noregi. Jón Rögnvaldsson trjáræktarfræðingur auglýsir hér í blaðinu, að bann taki að sér að gera við listigarða og leiðbeina mönnum með plöntuval og annað, er að blóma- og trjárækt lýlur. Jón hefir um 3 ára tíma starfað við blóma- og trjárækt- arstöðina í Indian Head í Canada, sem er stærst þar í landi, og einrj vetur stund- að nám við Landbúnaðarháskólann í Manitoba. Hann cr því starfa þeim vel vaxinn, sent hann býður sig til, og er þess að vænta, að hann fái nóg að gera Annars mun aðallega vaka fyrir Jóni í framtíðinni, að korna upp vermireitum, þar sem rækta má suðræn aldini og hvers- konar blóm. Slíkum vermireitum mun auðveldast að koma upp þar, sem Iaugar eru í nágrenninu, og spáir ísl. því, að verði Jóni að óskum sínum hvað undir- tektir manna snertir, þá verði innan fárra ára kominn hitabeltisgróður kringum mikið af Iaugum þeim, er í mannabygðum liggja, — fjölskrúðugir aldingarðar hér norður undir fshafi. Jónas Kristjánsson læknir hefir tekið aftur umsókn sína um Vestmannaeyjalækn- ishérað, með því að Skagfirðingar hafa beðið hann að vera kyrran hjá sér. Guðm. Friðjónsson skáld er gestkom- andi hér í bænum. Hjónaefni. í gær opinberuðu trúlofun sína ungfrú Jónína Magnúsdóttir, Strandg. 29 hér í bæ, og Hermann Árnason frá Rauðuvík á Árskógströnd. Gösta Berlings saga. Saga mestu skáld- konu Svía, Selmu Lagerlöf, um drykkfelda, örlynda, ea unga og glæsilega prestinn, sem rekinn var úr embætti og lifði æfin- týra- og flakkaralífi, hóf hana upp í sæti fremstu skálda Norðurlanda. Með henni grundvallaði hún frægð sína, þá frægð, sem hún hefir enn í dag. — o Suðu-súkkulaði, C3 hb æ Át-súkkulaði, Rúsítiur, ‘g? Sveskjur, <D > Fíkjur, *0 Döðlur, *0 Epli, þurkuð. CD >

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.