Íslendingur


Íslendingur - 15.05.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 15.05.1925, Blaðsíða 3
ISLENDINGUR 3 Nú hafa Svíar kvikmyndað þessa ágætu sögu, og er skemst frá að segja, að mynd- in er samboðin sögunni. Hafa Svíar margar ágætar kvikmyndir gert, en þó varla nokkra, sem hér hefir sézt, sem mun taka henni fram, þegar á ait er litið. Þarna fer saman ágætur leikur og stór- fengleg atriði. Er sagan líka frábærlega vel fallin til kvikmyndunar. — Ýms atriði í þessari mynd munu verða mörgum ógleymanleg, eins og t. d. brun- inn á Ekeby, aksturinn á ísnum, þegar hungraðir úlfarnir elta sleðann og m. fl. Lars Hanson leikur Oösta Berling og er þvílíkt sem skapaður í það hlutverk. — Hann er ungur, glæsilegur, og yfir honum svipaður blær og Selma Lagerlöf lætur leika um aðalpersónur sínar í sögunni. — Pegar maður sér leik Hansons, er maður ekki í nokkrum vafa um, að svona hafi skáldkonan hugsað sér prestinn, óútreikn- anlegan, djarfan, en altaf góðan. Jesta Lundeqvist leikur majórsfrúna af snild, en þó einkum í síðari hluta mynd- arinnar. Og um allar aðalpersónurnar má segja svipað. í allri myndinni er svo ó- rjúfandi samleikur, að þess eru ekki dæmi í myndum, og er ekki hægt að líkja henni við neina mynd, sem hér hefir sézt áður — hún tekur þeim svo langt fram. — „Ville d’ Ys“ franska herskipið kom í gær- morgun og fór aftur um kvöldið. Fádœmafiskajli er nú sagður við Grímsey. Bókasajnið. Bókavörður æskir þess, að þeir, sem enn hafa bækur úr safninu, séu ámintir um að hafa skilað þeim í síðasta lagi 20. þ. m. Bókum verður veitt mót- taka 15., 18. og 20. þ. m. k. 5—7 síðdegis. Ljósmyndasýningu fyrir amatöra hefir Pappírsverzlun Jóns Sigurðssonar ákveðið að stofna til fyrir alt Norðurland 3. október i haust. Fyrir bezt teknar myndir og vel gerðar verða veitt þessi verðlaun: 1. verðlaun kr. 40,00 2. — — 20,00 3. — — 10,00 Dómnefnd skipa ljósmyndasmiðirnir: Hallgrímur Einarsson, Jón Sigurðsson og Vigfús Sigurgeirsson. Allir amatörar á Norðurlandi hafa rétt til að senda myndir á sýninguna, en þó með því skilyrði, að greiða 2 kr. þátttökugjald og að hafa sjálfir tekið og fullgert þær myndir, sem þeir senda. Bróðir Ingimar. Ingimar' kennari Jónatansson — sem kallar sig Eydal — hefir í Degi ritað alllanga grein um ritgerð mína í íslendingi, þá, sem fjallar mestmegnis um Skólaijóðin nýju. Af því að við erum skólabræður að fornu fari og svo áfram, frá mínu sjónarmiði, góð- kunningjar, ætla eg að yfirfara rit'gerð hans, eyða til þess tíma og pappír, þó að þessi greiM Ingimars sé í sjálfu sér ekki á marga fiska. Bróðir Ingimar byrjar svo að segja pistil sinn með því, að ásaka mig fyrir heimsku. »Hann kann að særa, hann Ingimar*, sagði sálusorgari hans, sr. Geir, um árið, þegar þeim varð orða- synningur í blöðunum. Mér deltur nú þetta í hug, af því að það er flestum viðkvæmt, að gert sé lítið úr vitsmun- um þeirra. Svo segir Árni stiftprófastur í postillu sinni, að »það sé flestum brugðið um það, að þeir séu fétækir í anda«. Mér fellur þetta því ver, sem Ingimar er viðurkendnr vitsmuna- maður eða bölvans gáfaður. Og ef eg mætti líta upp á leiðtoga þenna, mundi eg mælast til, að hann sliti ekki gáfum sínum á því, að tala opin- berlega um heimsku manna, sem minna hafa þegið en hann, þegar forsjónin skifti mannviti í misjöfnum mæli milli barna sinna, eftir sínu höfði. Ekki svo meira um það. Bróðir Ingimar virðist furða sig á þvi, að eg tali lítiö um aðrar bækur en Skólaljóðin, þær sem út hafa kom- ið á Akureyri n. I. ár. Orsökin er sú, að um þær hefir verið skrifað heldur vel. Eg sá ekki ástæðu til að endur- taka lofsyrði, sem eg var að meslu leyti samþykkur. Pá þykist þessi andmælandi minn ná sér riiðri á mér heldur en ekki, þar sem hann veifar vfsu eftir mig, sem er þannig gerð, að í henni er eitt orð enduitekið nokkuð o.t. Það má lesa milli línanna, að hann telur mig heppilega hirtan, þar eg er sjálf- ur keyrið — eftir hans skoðun. Eg fann að vísu, eftir Einar Hjörleifsson, með því móti, að í henni væru all- miklar endurtekningar. En Ingimar hleypur yfir það, að eg gat þess, að endurtekningarnar í kvæðum væru rétt- mætar, þegar þœr vœru hafðar til á- herzlu. Svo er nú háttað um mína vísu, þá sem íngimar tekur til dæmis. Það er endurtekning í áherzlu skyni. Eg á auðvitað nokkuð örðugt með að rita um mína Ijóðagerð, af þeirri á- stæðu, sem er auðskilin. En í þessu dæmi, sem Ingimar tekur, stend eg svo vel að vígi, að eg get borið fyrir mig skjöld, sem þolir sverð Ingimars. Sá skjöldur er þannig gerður, að Árni Pálsson, ritstjóri Skírnis, hefir tekið þessa vísu mína í úrval ástaljóða, það hið litla kver, sem nær yfir S —10 aldir. Allir þekkja gáfur Árna og dómgreind um skáldskap, sem lesið hafa orð hans. Og um hann hefir Einar Benediktsson sagt, sem af gild- um ástæðum lætur ógert að lofa marga menn fyrir gáfur, »að hann sé stálgáf- aður maður«. Nú, þó að Ingimar sé vel gefinn að vitsmunum, óttast eg ekki það, að hann verði nokkurntíma talinn jafnoki Árna að viti. Eg er þessvegna óskelfdur, þó að bróðir Ingimar tutli sundur vísu fyrir mér, sem Arni Pálsson hefir tekið í úrval Ijóða. Sumt í grein Ingimars er svo hjákátlegt, að varla er orðum eyðandi að því. Til dæmis fettir hann fingur út í það, að eg hefi fyrir löngu tekið svo til orða í kvæði, að eg býst við að dáið barn sé komið í »álfuna aust- an við sól og vestan við mána«. Bróðir Ingimar skopast að því, að eg tala um áttir í þessari álfu! Ingimar fer kynlega með gáfur sínar í þessu efni. Hann veit þó, að þetta orðatil- tæki og hugmyndin, sem orðaleikurinn fjallar um, er gamal-knnnugt æfintýra- bergmál. Stefhán G., sem þó er laus við æfintýragerð, yrkir um »allsnægta landið austan við sóU og »áttina vest- ur af mána«. Hvorugur okkar a þessa hugmynd; en hún er reyndar eign ó- tal manna og ótal þjóða, og mun hafa verið til á ótal öldum. Hún á svo mörg ítök í öllum áttum veraldar. Bróðir Ingimar leggur til mín breiðu spjóti fyrir ummæli mín um »börnin í Hvammkoti*, kvæði Matthíasar. Hann segir tvisvar í þessum kafla, að eg telji lækinn gerðan af d-hreinum upp- sprettum. í íslendingi stendur, því eintaki sem eg hefi — þar stendur hreinum upp- sprettum. Eg væni ekki Ingimar þess, að hann geri þetta viljandi, það væri hans viti ósamboðið að ætla sér að ganga á móti prentuðu máli. Hann hefir hent þarna það slys, að mislesa, eða hyggja á ininni, sem hefir geymt skakka mynd. Eg sleppi að svara máli, sem er bygt á því, sem eg ekki sagði. Enda er þessi yfirsjón samskonar, sem mig hefir hent, þegar eg segi, að Páli Olafssyni sé slept úr Skólaljóðunum — hvort sem þannig hefir á staðið, sem Ingimar tilgetur, að opna hafi verið límd saman, eða eintakið skaddað, sem oft getur hent á barnmörgu heimili. Ekki skal standa á mér að játa yfir- ...............................'Illll.....................'llllii................IIIII.................................... ""Illlín"^ f Brunabótafélagið THE EAGLE STAR & BRITISH DOMINIÖNSINSURANCE Co. Ldt. London. er eitt af allra ábyggilegustu brunabótafélögum, sem starfa hér á landi. Tryggið eigur yðar þar, áður en það er um seinan. Páll Skúlason, (umboðsm. fyrir Norðurl.). i ’ sjón, þótt í ritdeilu sé, ef mér er bent á hana með rökum. En í þessu máli Iugim rs hefir eigi tekist að benda mér á aðrar yfirsjónir en þessa að eg gleymdi Páli. — Ingimar skorar á mig að færa rök fyrir því að móða dauðans sé dhrein. Pað tel eg mér óskylt að gera, af því að eg hefi ekkert talað um hana f ísl. greininni. Hún liggur enn handan við takmörk þrætu okkar. (Prh.) Guðm. Fricj/ónsson. U ndirritaður tekur að sér að gera við listigarða fyrir fólk. Sömu- leiðis »planlegg« eg nýja garða og leiðbeini með plöntuval og fleira. Til viðtals hjá Kristjáni Sigurðssyni kaupmanni 4 — 6 síðdegis næs’tu viku. Jón Rögnvaldsson. Svu ntu r kvenna og barna. Stórt úrval. Brauns Verzlun. Dugleg stúlka óskast í sumarvist á gott heimili í Pingeyjarsýslu. R. v. á. rerminprgjafií. Myndavélar, lindarpennar, eversharp- silfurblýantar, dömutöskur, veski album o. m. fl, er ódýrast og bezt í Pappírsverzlun Jóns Sigurðssonar, Strandgötu 1 og Bókaverzlun Þorst, M, Jónssonar, Hafnarstræti 37. Telpa um fermingu óskast í sumarvist nú þegar eða frá næstu mánaðarmótum. Jón Steingrímsson, bæjarfógetafulltrúi. Lítið herbergi til leigu á Æsistöðum. Fiskimenn. Nokka góða menn, sem vanir eru línuveiðum, vantar nú þegar á m.k. »Grettir«. Upplýsingar í Verzl. Hamborg. Dtgerðar- menn. Alt, sem sjávarútveg tilheyrir er bezt og ódýrast í Verzl. „ P A R I S“. Fyrirliggjandi: Matvörur Gúmmískófatnaður allsk. Gólfdúkar (Linoleum). Verðið lægra en annarsstaðar. Páll Skúlason. „Garantol“ þéttiefni til að bera í fiskábreiður, tföld og þ. h., og sem gerir þær algerlega vatnsheldar. Afarnauðsyn- legt fyrir alla, sem eiga við fisk- verkun, að nota þetta efni, til að halda ábreiðum þéttum. Pað erfengin reynsla fyrir, að þetta er bezta þétti- efnið, sem hægt er að fá til þessa brúks. Reynið »Garantol«; það marg- ar sig. Nokkrar dósir fyrirliggjandi. Páll Skúlason. óskar eftir atvinnu nú þegar, helzt skrifstofustörf. R. v. á. Grahamsbrauð fást í Brauðsölu Kr. Jónssonar, 2 herbergi til leigu á bezta stað í bænum. R. v. á.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.