Íslendingur


Íslendingur - 05.06.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 05.06.1925, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINQUK Munið, að haldbeztu og ódúrustu Með síðustu skipum höfum við fengið: Kaffi Strausykur Sveskjur Krystalsápu Export Laukur Fikjur Stangasápu Melis enskur og danskur Rúsínur Döðlur Pakpappa ágæt teg. Pakjárn 6-7-9 og 10 feta Þaksautnur Innanhúspappa 2 teg. Fiskburstar önglar 7 og 8 e. e. 1. Götukústar. í Hull; hve mikið hann hefir lagt á vöru sína, skal eg láta ósagt; en nýútkomin skýrsla Landsverzlunar- innar segir, að 16°/o sé lagt á stein- olíu af smásölum í Danmörku. Eg vil nú gera ráð fyrir mun niinni álagningu, en þótt hún væri ekki gerð nema 8%, þá gerir það á 4. krónu, og þegar einnig er tekið til- Iit til, að kostnaður var yfir kr. 3.00 á tunnu, við að koma þeim um borð, og annar flutningur á þeim, þá fáum við út, að heildsalaverðið til smásalans í Englandi er orðið á fatið meira en kr. 25,00 Iægra en heildsöluverð Landsverzlunarinnar hér heima. Ef smásalinn nú í Eng- landi hefði samt sem áður gefið svona 10 krónum meira fyrir fatið en Landsverzlunin fyrir sína olíu, þá færi nú Landsverzlunin að verða dýr milliliður. Þessa frásögn í skýrsl- unní get eg ekki, eftir að hafa kynt mér þetta, tekið mjög alvarlega. En þetta dæmi, sem eg hefi hér nefnt, sannfærir mig enn um það, að Landsverzlunin hefir ekki útvegað mönnum Iægra olíuverð. Standard Whlte-olía fáanleg fyrir 30 au. kg. Landsverzlunarverð 40 aurar. Pá skal eg faka hér eitt dæmi enn, og er það af Standard White olíu, sem er hér mjög þekt og við notum mikið af, um 20 þúsund föt. Eg hefi hér markaðsskýrslur frá New-York um verðið á þessari leg. árið sem leið og markaðsskýrslur og tilboð um sölu á þessari olíu frá Pýzka- landi, bæði í fyrra og sömuleiðis í janúar í vetur. Verðið á Standard White hefir nú staðið alveg stöð- ugt síðan í apríl í fyrra. Er verðið nú sem stendur í N.-Y. 1. öV^c.pr. ameríkst gallon (3,785) 50 gallons í fati. Ensk gallons eru stærri, og eru ekki nema 40 af þeim í fatinu. Verðið í Hamborg á Standard White eru nú 3 doll. fyrir hver 100 kgr. Með því að taka þessa steinolíu frá Hamborg með skipum Bergenska félagsins kostar þessi olía nú, cif á íslandi: 1 fat, 150 kgr. 3 doll. per. 100 kgr. gengi 5,54 kr. 24,23. Leiga af járnfati kr. 2,00, kostnað- ur í Hamb. 0,50, — kr. 2,50. Flutningsgjald kr. 11,00, vátrygg- ing og vextir o. fl. 1,57 — 12,57. Retur-flutningsgjald kr. 5,00 — Alls kr. 45,00 kr. — eða 30 au. kg. Þessi olía hefir verið seld hér hjá Landsverzlun, þenna tíma, sem hún hefir staðið í sama verði á heims- markaðinum, frá 46 aura til 40 aura, til 1. des. síðasl. Hefir þetta mis- munandi verð farið eftir mismun- andi gengi krónunnar. Sé verðið lækkað ofan úr 40 aurum er það alveg nýverið. Hér við er nú þetta ennfremur að athuga, að væri olían flutt frá Hamborg í heilum förmum, mundi flutningsgj. undir tómu fötin mega reiknast mjög lágt, ef farmgjaldið upp væri reiknað kr. 11,00 og enn það, að nú sendum við mikinn hluta af okkar lýsi til Hamborgar, og væri þar bæði að ræða um flufn- ing til Hamborgar og eins væri hægt að nota tómu járnfötin undir Iýsið. Landsverzlun lækkar ekki verðið. Petta dæmi verður því enn fil þess að sannfæra mig um það, að Landsverziunin útvegar ekki lands- mönnum þessa olíutegund fyrir lægra verð en þeir gætu fengið hana með frjálsri verzlun; síður en svo. Prátt fyrir áður greindar stað- reyndir þykist Landsverzlun út- vega olíu fyrir 11 kr. lægra verð fatið, en annars fengist, Hvað síðustu skýrslu Landsverzl- unarinnar snertir, þar sem haldið er fram, að hagnaðurinn af einkasölu- samning við B. P. Co. séum 11,00 kr. á tunnu, af þessari olíuteg., þá er það eina, sem eg get um það sagt, að eg er Jorviða ú þeirri lítils- virðingu, ef ekki frekju, sem slík skýrsla her með sér, þar sem því er auðsjúanlega treyst, að þeir, sem skýrsluna sjú, haji ekki vilja né tœkifœri til þess að setja sig neitt inn í múlið.*) — Fleiri dæmi tek eg ekki að sinni.« íslendingur sér enga ástæðu til þess, að deila við Verkamann- inn frekar um þetta mál, sízt að sinni. Fjármálaráðherra, útgerðar- menn og aðrir þeir, sem kynt hafa sér olíuverzlunina utanlands og inn- an, hafa með skýrslum sínum’ sýnt, að steinolíueinkasalan hefir bakað íslenzkum sjávarútvegi stórtjón, aft- ur eru það þeir, sem hafa lífsvið- urværi sitt af Landsverzlun, sem halda því fram, að sjávarútvegur- inn hafi stórhagnast á einkasölunni. Hvorum trúir þjóðin betur: fulltrú- um sjávarútvegsins eða Landsverzl- unarlýðnum? Fyrirkomulag það, sem nú er fyrir- hugað á olíuverzluninni ættu allir sanngjarnir menn að geta felt sig við, þvf að það miðar að því einu, að gera olíuverzlunina sem hag- kvæmasta sjávarútvegnum. Næsta ár mun skera úr því, hver verður heillavænlegasta leiðin. Rætist trú þeirra manna, sefn álíta ríkisverzl- unina nauðsynlega til þess að tryggja næga olíu og sanngjarnt verð á henni, þá heldur Landsverzlunin á- fram að verzla í frjálsri samkepni *) Leturbreytingin mín. Ritstj. við aðra innflytjendur olíunnar. Ræt- ist aftur á móti trú hinna, sem treysta bezt frjálsri verzlun með þessa vörutegund sem aðra, þá hverfur ríkisverzlunin með olíu úr sögunni af sjálfu sér. Treysti nú Vm. ríkisverzlun eins og liann seg- ist gera, ætti hann óhræddur að geta beðið reynslutímann — hann verður aldrei langur. Óö Símskeyti. (Frá Fröttastofu íslands.) Rvík 5. júní. Utlend: Frá Khöfn er símað, að sam- komulag hafi náðst í kaupdeilunum við iðnaðarmenn í járniðnaðargrein- um og verkamenn í sömu greinum. Aftur á móti hefir enginn árangur orðið af öðrum sáttatilraunum og hefir nú ofan á alt annað bæzt sjó- mannaverkfall. Hófst það kl. 12 á miðnætti í fyrrinótt. Samvinnubankinn danski hefir stöðvað útborganir sínar. Hefir bankinn undanfarið verið í krögg- um og hefir Pjóðbankinn lagt hon- uin fé. Samvinnufélögin heita banlc- anum styrk. Fjártöp þessa banka munu stafa af verðfailinu mikla eftir ófriðinn. Fréttalaust af Amundsen. Góð veðrátta undanfarið í Norðurhöfum og telur Nansen ástæðulaust að óttast um pólfarana. í Bandaríkj- unum er fé nú sem óðast safnað til bjargarfarar, fyrir forgöngu Hammers konsúls, þeim sama og stjórnaði hjálparför Ainundsens 1923. Símað er frá Sofía, að á miðviku- daginn hafi konungurinn undirskrif- að dauðadóm þriggja manna, fyrir dómkirkjusprenginguna. Voru þeir hengdir samdægurs, á dómkirkju- torginu, í viðurvist 7000 manna. Innlend. Jón Þorláksson fjármálaráðherra og Árni Jónsson frá Múla farnir tii Austfjarða til að halda þar lands- málafundi. Fjórir íslenzkir stúdentar sækja stúdentamótið í Osló. Listasýningin danska opnuð hér í Rvík á sunnudaginn af Knúti prins. Fyrsti túnblettur sleginn hér í gær Gunnari Egilssyni veitt fiskifull- trúastarfinn. oo Uppog niður. Vantraustsyfirlýsingin. Verkam. telur það hneyksli, að þeir af ráðherrum stjórnarinnar, setn sæti eigi í neðri deild (Jón Porl. og Magn. G) skyldu við atkvæðagreiðsluna greiða atkvæði móli vantraustinu. Jón Baldvinsson hafði ymprað á hinu sama í þinginu, en forsælisráðherra benti honum á, hve mikil fjarstæða þetta væri og kom með dæmi, sein sann- aði þetta mjög greinilega og sem stakk alveg upp í veslings Jón. Þelta sama dæmi ætti að sannfæra ritstj. Vni., að hann fer hér með fávíslegt þvað- ur, ef hann er ekki þeim mun heimsk- ari en skoðanabróðir hang á þingi. Dæmi forsætisráðherra var á þessa leið: Pakkarávarp. hmilega þakka eg öllum þeim, nær og fjær, er sendu mér heilla- skeyti á 70. afmæli mínu, hinn 27. maímánaðar síðastl. Sérstaklega þakka eg Siglfirðing- um, bæði körlum og konum, er með almennum samskotum stofn- uðu sjóð, að upphæð 1000 krónur, í minningu afmælisins og á sjóð- urinn að heita »Minningarsjóður 70 ára afmælis H. læknis Guðmunds- sonar á Siglufirði«. Ennfremur þakka eg hjartanlega nokkrum kunningjum mínum og vinum, er heimsóttu mig þennan dag, færðu mjer skrautritað »Ávarp« og gerðu mér lífið glatt, svo að eg varð ungur í annað sinn, og síð- ast, en ekki sízt, öllum þeim, er tóku þátt í skrúðgöngu heim til mín um kvöldið, til þess að auka á ánægjuna. Höfn í Siglufirði 2. júní 1925. H. Guðmundsson. • Ef allir þrír ráðherrar í einhverri stiórn ættu sæti í Nd. og hún ætti 15 atkv. að baki sér í deildinni, að þeim meðtöldum, þá gæti vantraust náð samþykki deildarinnar með 13 atkv. gegn 12, ef ráðherrarnir greiddu ekki atkv. Hvernig ætti nú að mynda nýja stjórn? Ef það gerði flokkur sá, er stofnað hetði til stjórnarskifta, svo sem sjálfsagt væri, þá myndi hin nýja stjórn óðar fá vantraust í Nd., og það með 15 atkv. gegn 10, ef ráðherrar hennar ættu sæti í deildinni*. Fyrsta sporið. Fyrsta spor bæjaryfirvaldanna í þrifn- aðaráttina var, að láta rauðmála bruna- hariana. Góðgjarn náungi. Einhver bo'sa-gemsi, sem kallar sig »Kob, er í síðasta Vm. að drótta svik- semi að Ragnari Ólafssyni, í sambandi við kolasölu hans. Segist náunga þessum þannig frá, að hann hafi, sér til mikillar undrunar, veitt því eftirtekt, að í heilan dag, ef ekki meira, hafi leðjunni, er botnskafan leggur upp á Torfunefsbryggjuna, verið ekið í tveim kerrum upp í kolahús Ragnars Ólafs- sonar, til uppfyllingar þar, því að jarð- flöturinn inni í húsinu hafi verið orð- inn æði mikið lægri en fyrir utan, þó að jafn hafi verið, er húsið var reist. Verði því ekki annað álitið, en að Ragnar hafi selt bæjarbúum og öðrum, sem kol hafa keypt þar, mold, grjót og sand, og þeir hafi gefið sama verð fyrir þetta góðgæti og væru það kol, og nú megi gera ráð fyrir, að leðjan, sem nú hafi verið flutt í húsið, verði einnig smátt og smátt seld sem kol. Ekki vantar það, góðgirnisleg er ágizk- unin og sýnir lofsvert innræti hjá manninum. Ofætlun hefði þó þessum »Kol« ekki verið, að fá sér upplýs- ingar um, hvernig hagaði til með kolahús Ragnars, bæði fyr og síðar, ef hann hefði látið sig minstu vitund Suchard Milka-súkkulaði er viðurkent bezt í heimi. Nýkomið í fjölbreyttu úrvali í VerzL Geysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.