Íslendingur


Íslendingur - 12.06.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 12.06.1925, Blaðsíða 1
ÍSLE Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. • XI. árgangur. Akureyri, 12. júní 1925 26. tölubl. Störf þingsins. , Nl. Aflaskýrslur. Lög um aflaskýrsl- ur koma vafalaust til að hafa mikla þýðingu fyrir sjávarútveginn. Er það hvarvetna talið nauðsynlegt nú orðið, að gefa stöðugt út ábyggi- legar skýrslur um framleiðsluna til að tryggja markað hennar og verð. Við íslendingar höfum verið eftir- bátar í þessu sem svo mörgu öðru á verzlunarsviðinu, en nú skal bót ráðin á þessu með lögum þeim, sem hér, ræðir um. Lögin maela svo fyrir, að Fiskifélag íslands skuli safna aflaskýrslum um allan þann fisk, sem veiddur er hér við land og ætlaður til útflutnings, að und- anskildum laxi og silungi. Skal fé- lagið síðan birta heildaraflann i að- alveiðistöðvum, landsfjórðung eða landinu í heild sinni á hálfsmánað- arfresti eða oftar, ef þurfa þykir. — Allir árábátar eða smærri vélbátar, sem Ieggja veiði sína á land óverk- aða, skulu á viku hverri gefa skýrslu um veiði sína, sundurliðaða eftir tegundum, og togarar og önnur fiskiskip, sem verka afla sinn á skipsfjöl að nokkru eða öllu leyti, skulu tafarlaust, er þau leggja aflann á land, gefa skýrslu um hvað mik- ið það er. Einnig er hver sá, sem kaupir veiði af útlendu skipi, skyld- ur að gefa skýrslu um það, og skal þess þá jafnframt getið, af hvaða skipi veiðin er keypt, eða af hvaða ástæðum hún er flutt á land. Yfir- síldarmatsmenn skulu skyldir að senda Fiskifélaginu vikulega skýrslu um síld þá, sem söltuð er í um- dæmi þeirra, og síldarbræðslustöðv- ar skulu sömuleiðis senda á viku hverri skýrslu um síld þá, er þær veita viðtöku. — Vanræki einhver að gefa skýrslur, sem umræðir í lögum þessum varðar það sektum, frá 10 til 50 krónum á dag, frá þeim degi að telja, er skýrslan skal síðast gefin. — Fiskifélagið sér fyrir eyðublöðum til skýrslusafnananna, hlutaðeigendum að kostnaðarlausu. Tekjuskattslögunum var breytt að nokkru á þinginu, og er sú breyt- ing helzt, að hækka varasjóðshlut- ann, sem hlutafélögin fá skattfrjáls- an, úr 'A upp í Va. Helzta breyt- ingin, sem farið var fram á: að jafna skattinum niður eftir tekju- meðaltali þriggja ára, — var feld. Verzlunaratvinna. Allmikill laga- bálkur um verzlunaratvinnu. Eng- inn má samkvæmt lögum þessum reka verzlun á íslandi eða í íslenzkri landhelgi nema hann hafi uppfylt eftirfarandi skilyrði: 1. Er heimilisfastur á íslandi, þeg- ar leyfið er veitt og hefir verið það síðasta árið. 2. Er fjárráður. 3. Hefir forræði að búi sínu. Ekki má veita þeim verzlunarleyfi, sem tvisvar hefir orðið gjald- þrota, nema komist hafi á lög- legir samningar um skulda- greiðslur milli hans og Iánar- drotna hans. 4. Hefir ekki verið dæmdur sekur um verk, sem er svívirðr'legt að almenningsáliti. 5. Sannar að hann hafi þá þekk- ingu á bókhaldi og vörum, sem telja má nauðsynlegt til þess, að reka verzlun. Ráðherra set- ur nánari fyrirmæli um það, er hér að lýtur. Verzlunarleyfi má ekki veita skip- stjórum, hafnsögumönnum, embætt- ismönnum né sýslunar, né maka þeirra, ef hjón búa saman, nema að ráðherra hafi úrskurðað, að verzl- unarreksturinn megi samrýma stöðu þeirra. Heildsölu- og umboðsverzlunar- leyfi kostar kr. 1000,00, lausaverzl- unarleyfi kr. 250,00 og leyfi til ann- arar verzlunar kr. 200,00; þó er ráð- herra heimilt að færa niður eða gefa alveg eftir gjald fyrir smásölu- leyfi, sveitaverzlunarleyfi og lausa- verzlunarleyfi, ef sérstaklega stend- ur á, svo sem ef sönnuð er fátækt aðilja og nauðsyn sé til að koma verzlun á fót sér og sínum til fram- færis, eða að nauðsyn sé til verzl- unar á staðnum. Innlend skiftimynt. Slegin skal íslenzk skiftimynt, er vera skal gjald- geng á íslandi einungis, og skulu myntirnar gilda: 2 kr., 1 kr., 25 aura, 10 aura, 5 aura og tvo aura. Heim- ilt skal og að slá mynt, er gildir 1 eyri. Tveggjakrónupeningar og krónupeningar skulu slegnir úr sam- steypu af eir, nikkel, og alúmíníum, 25 og 10 eyringarnir úr samsteypu af eiri og nikkeli og 5, 2 og 1 eyr- ingar úr samsteypu af eyri, tini og sinki. Breytingá kosningalögunum. Þing- ið samþykti Iög um breyting á lög- um nr. 40, frá 3. nóvember 1915, um kosningar til Alþingis, og er breytingin þess'efnis, að sýslunefnd- um skuli heimilt að skifta hreppi í tvær eða þrjár kjördeildir, þar sem mikill er kjósendafjöldi, víðátta, eða torfærur á leið til kjörstaðar. Hrepps- nefnd ákveður kjörstaði, og undir- kjörstjórn skal skipuð í hverri kjör- deild. Heimildarlög fyrir bæj'a- og sveita- stjómir til að skylda unglinga til sundnáms. Eru þetta hin þörfustu lög, og er þess að vænta að heim- ildin verði alment notfærð. Aðflutningsbannið. Breytingar sam- þyktar á lögunum um aðflutnings- bann á áfengi, og eru þær þess efnis, að þyngja allmjög á refsi- ákvæðum laganna. Helztu nýmæli laganna eru þó það, að hlutdeildar- mönnum í bannlagabrotum skuli refsað. Vinnu- og kaupgjaldsdeilur. Þing- ið hefir samþykt lög um sáttatil- raunir í vinnudeilum. Lögin eru [ AKUREYRAR BIO Laugardagskv. kl. 9. OLIVER TWIST sýndur í síðasta sinn. Sunnudags- og miðvikudagskvöld kl. 9: SANNLEIKURINN UM EIGINMENN, 7 þátta kvikmynd afburðagóð og hrífandi. Leikin af góðkunnum amerískum leikendum. m sniðin eftir löggjöf Dana í þessu efni og er aðalefni þeirra, að at- vinnumálaráðherrann skipi sátta- semjara, er hafi það starf með hönd- um, að vinna að því að koma sátt- um á í deilumálum vinnuveitenda og vinnuþiggjenda. Símastúlkurnar. Lögunum um Iífeyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra breytti þingið þannig, að starf- stúlkur við Landssímann fái endur- borguð iðgjöld sín í sjóðinn, er þær hverfa aftur úr þjónustu símans. Lðq- um mannanöfn. Frv. Bjarna frá Vogi um mannanöfn náði sam- þykki þingsins með nokkrum breyt- ingum. Bannað er að taka upp ný ættarnöfn, en eigendur ættarnafna frá fyrri tímum mega halda þeim fyrir sig og niðja sína. Sama gildir um erlenda menn, er til landsins flytjast. Þeir íslenskir þegnar og börn þeirra, sem nú bera ættarnöfn, tekin upp síðan að lögin um ættar- nöfn frá 1913 komu í gildi, mega halda þeim alla æfi. Konur mega nefna sig ættarnafni manns síns. Breyting á sóttvarnarlögunum, er ákveður, að í Reykjavík skuli vera sóttvarnarhús fyrir alt landið, með öllum útbúnaði, jafnan viðbúið að taka við sjúkum mönnum úr að- komuskipum. Stjórninni skal heim- ilt að gefa afsal til kaupstaðanna fyrir sóttvarnarhúsum þar, endur- gjaldslaust; þó skal skal'settur sótt- hreinsunarofn við spítalann á ísa- firði, á Akureyri skal sóttvarnarhús- ið haft fyrir farsóttarhús og á Seyð- isfirði skal húsið notað til aðgerða á bæjarspítalanum þar. Breytingar á bœjarstjórnarlðgum Akureyrar. Heimilað að kjósa nefndir með hlutfallskosningu. Hefir hér þá verið drepið á flest þau frumvörp, er þingið samþykti og nokkru skifta. Af frumvörpum þeim sem döguðu uppi í þinginu. var frumv. um Landsbankann, eða fyrirkomulag seðlaútgáfunnar, það merkilegasta. Mun drepið á það síðar hér í blaðinu og þær tillögur, sem fram komu í sambandi við það. Þingsályktanir. 12 þingsályktanir samþykti þingið að þessu sinni og voru þær þessar: 1. F>ál. um að krefja Dani um forngripi. 2. Pál. um viðbótarbyggingu við geðveikrahælið á Kleppi og byggingu landsspítala. 3. Þál. um frestun embættisveit- inga og sýslana. 4. Þál. um endurskoðun laga um skipströnd. 5. Þál. um að skora á stjórnina að halda uppi landhelgisgæzlu fyrir Austurlandi. 6. Þál. um afnám steinolíueinka- sölunnar. 7. Þál. um skipun milliþinganefnd- ar í strandferðamálinu. 8. Þál. um að skora á ríkisstjórn- ina að útvega skýrslur um kjör þau, er útvegsmenn verða að sæta í helztu verstöðvum. 9. Þál. um að gera frumdrætti að hressingarhæli og starfstöð fyrir berklaveikt fólk. 10. Þál. um skattaskýrslur. 11. Þál. um skipun milliþinganefnd- ar til þess að íhuga, hvernig seðlaútgáfu ríkisins skuli fyrir- komið, og aðra bankalöggjöf landsins. 12. Þál. um verndun frægra sögu- staða. Alls lágu 138 mál fyrir þinginu, og þar af döguðu uppi37 mál, eða einu fleiri en stjórnarfrumvörpin voru. Uppog niður. »Endurminning vitfirrings.* »Skáldið og háspekingurinn« Þór- bergur Þórðarson hefir nýlega skrif- að grein i Alþýðublaðið, er hann nefnir »Auðvaldinu er illa við al- þýðumentum og Verkamaðurinn er svo hrifinn af þessari ritsmíði »há- spekingsins« (Þórb. hefir sjálfur sæmt sig þeim heiðri), að hann endurprentar hana. Pað, sem Þórb. færir máli sínu til sönnunar er, að Jón Þorláksson hafi viljað fækka kennurumviðháskólannog að nokkrir eldri mentamenn vilja leiða latínuna aftur í hásæti við mentaskólann. Er Þórbergi bölvanlega við latínuna og vill heldur hafa sanskrít í hennar stað, hún muni hollari alþýðument- uninni.(l) Margt fleira er viðlíka spaklega mælt í grein þessari, sem virðist benda á, að höf. hafi dæmt sjálfan sig réttilega, er hann gaf sér þessa lýsingu: »Mér finst eg vera

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.