Íslendingur


Íslendingur - 17.07.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 17.07.1925, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINOUR Hveiti Rúgmjöl Hafragrjón völs. Kartöfluinjöl Sagogrjón Mjólk Hafa fyrirliggjandi: Kaffi brent Kaffi óbrent Kaffibætir Sykur höggvinn Sáldsykur Kandís. Hessian 8 oz. Fiskbindi Seglgarn Bárujárn Gler Málningarvörur. Magnis Sigurðsson á Grund. Magnús á Grund — svo var hann alment lcallaður hér um slóðir og að lokum landkunnur undir því nafni — var fæddur 3. julí 1846 að Torfufelli í Eyjafirði. Foreldrar hans voru, Sig- urður Jóhannesson bóndi þar og kona hans Ragnheiður Magnúsdóítir. Voru það myndarhjón af góðum ættum. Á unga aldri var hann tekinn til fósturs af móðurafa sínum Magnúsi Arnasyni hreppstjóra í Öxnafelli og ólst hann upp hjá honum. Ekki naut hann í uppvexti sínum meiri mentunar en þá gerðist um unga menn á hans reki. Réðst síðan í trésmíðanám að Möðru- völlum til Friðriks Möllers, sem þá var talinn hinn bezti smiður f sýslunni, lærði svo sjómannafræði og stundaði sjómensku í nokkur ár, á skipi einu, sem hann hafði keypt í félagi við nokkra aðra. Reisti bú á hálfri jörð- inni Grund í Eyjafirði 1874 og hætti þá sjómensku. Gekk ári síðan að eiga heitmey sína, Guðrúnu Jónsdóttur frá Gilsbakka, mestu dugnaðarkonu og kven- skörung. Varð þeim átta barna auðið. Fjögur af þeim dóu í æsku, tvö náðu tólf ára aldri. Einn sonur þeirra Að- alsteinn hið mesta mannsefni og hinn bezti drengur, lézt 30 ára gamall. Aðeins tvær dætur af fyrra hjónabandi hans eru nú á lífi, Jónína kona Ólafs G. Eyjólfssonar kaupmanns í Rvík og Valgerður gift Hólmgeir bónda Por- steinssyni á Grund. Árið 1888 keypti hann alla landareign Grundar með til- heyrandi jörðum. Rak hann þar síð- an búskap og verzlun í stórum stíl um langt skeið og varð hinn mesti fjárafla- og framkvæmdamaður í hví- vetna. Bygði upp allan bæ sinn af mikilli rausn, íbúðarhús úr timbri og peningshús flest úr steinsteypu. Rækt- aði og girti landið; gegndi ýmsum störfum utan og innan sveitar, var oddviti, sýslunefndarmaður, amtsráðs- maður. Reisti 1905 á eigin kostnað kirkju á Grund, eitt af veglegustu guðs- húsum þessa iands. Gaf stórfé til op- inberra stofnana. Var stuðningsmaður og þátttaki margskonar framfarafyrirtækja. Hlaut riddarakrossDannebrogsorðunnar 1907. Sæmdur riddarakrossi Fálkaorð- unnar 1921. Misti konu sína 1918, Giftist aftur 1924 Margrétu Sigurðar- dóttur frá Snæbjarnarstöðum í Fnjóska- Hal og átti með henni eina dóttur, sem er á lífi, Aðalsteina að nafni. Hann dó úr hjartaslagi 18. júní s. 1. á 78 aldursári. Var jarðsettur þann 30. s. m. í ættargrafreit sínum á Grund, að viðstöddu miklu fjölmenni. Pannig er æfiferill hans í vasabókar- broti; nokkurskonar annálsstíl, Sagna- og annálsritarar fyrri tíma notuðu sjaldnast orðmargar ræður í æfi- eða mannlýsingum sínum. Peim nægði að benda á frumdrættina rneð nokkrum ártölum og stuttum setning- um, er þeir festu á bókfellið eða blað- ið, en þó voru myndirnar furðu glögg- ar og skýrar og brugðið upp í einu vetfangi svo þær festust og gleymdust ekki — en öll þekkjum við formið. Með örfáum pennalinum hlóðu þessir höfundar forgöngumönnum þjóðarinn- ar á liðnum öldum óbrotgjarna minnis- varða. Og um leið og þessar köldu myndir svífa yfir tjaldið líður ósjálfrátt fram í hugann ótal hugsanir, lífsferlar, æfiskeið í ýrnsum viðhorfum á ýmsum tímum í samtíð þeirra, verkum og kynningum við aðra menn. Ailir voru þessir menn, sem frá var hermt sómi sinnar bygðar, síns héraðs, síns lands. Ekki dettur mér í hug, að eg hafi með þessari stuttu lýsingu fundið hið rétta form fyrir æfi Magnúsar eins og annálsritararnir gerðu, en eg vil þó með örfáum orðum leitast við að skýra þessa mynd ofurlítið nánar. Um og eftir aldamótin síðustu stóð vegur Magnúsar sem mestur. Var hann þá ennþá með fullu fjöri, þó bann væri nokkuð tekinn að eldast. He Isan var ágæt og starfsþrótturinn virtist ó- bilandi. Hafði hann þá eiguast alla jörðina Grund og réöst nú í hvert stórræðið á fætur öðru eftir því sem gerðist þá á tímum. Fyrst bygði hann ibuðarhúsið á Grund miklu stærra og vandaðra en menn þá voru vanir, síð- an rak hver byggingin aðra. Fjós- og fjóshlaða úr steinsteypu, þá flest pen- ingshús og hlöður við bau úr sama efni. Hlöðumar tóku um 2500 hesta heys. Pá bygði hann annað hús til fundarhalda og vörubirgða. Hús þetta brann óvátrygt nokkru síðar. En Magriús reisti það óðar aftur og enn vandaðra en fyr. Jafnframt þessu bætti hann jörðina á ýmsa vegu með vatns- veitingum og girðingum er námu að lengd um 5000 faðma og jók ræktað land um 20 dagsláttur. En þrátt íyrir þennan stórkostlega kostnað, sem bygg- ingar þessar höfðu í för með sér, sér- staklegá eftir að hann reisti kirkjuna, sem kostaði 35000 kr. virtist þó svo, sem efni hans ykjust altaf á öðrum sviðum. Búskapurinn dafnaði ár frá ári og verzlun hans færði út kvíarnar. Haun reif sig, með svo undarlegum hætti, langt fram úr sveitungum sínum að allir úndruðust, og það er ennþá mörgum ráðgáta hve fljótt honum tókst að auka efni sín. Var ekki trútt um, að ýmsar kynjasögur gengu um upp- haf auðs hans, eins og t. d., að hann hefði grafið eftir og fundið guil f Helguhól eða rekist á gullkistu eina mikla, er hann gróf fyrir grunni ibúð- arhússins hins nýja. En þetta sýnir aðeins Ijósara, hve framar hann var öðrum mönnuin um fésýsluna. Varanlegustu merkin um verk Magn- úsar verða eflaust bætur hans á jörð- inni Grund. Yfir þessu gamla höfuð- bóli stendur Ijómi frá Sturlungaöld, frá dögum Sighvats og Pórðar kakala, síðan frá Grundar-Helgu á fjórtándu öld og frá siðaskiftaöldinni, er Pórunn dóttir Jóne biskups Arasonar hélt þar uppi í lengstu lög minningu föð- ur síns og hins gamla siðar. Magnús hóf Grund aftur til fornar vegsemdar, svo Grund á hans dögum skipaði aft- ur hinn gamla sess meðal höfuðsetra landsins, eins og það áður hafði bezl- an haft. Mátti nú oft sjá mannreiðar miklar um hérað og frítt íöruneyti og var þá fákunum löngum stýit heim til Grundar. Var þar því oft gestkvæmt og glaðværð mikil. En Magriús hinn bezti heim að sækja. Má óhætt svo að orði kveða, að flestir málsmetandi menn hér á landi á síðustu áratugum, hafi gist staðinn á dögum Magnúsar. Jafnframt hinum vérklegu framkvæmd- um tók Magnús rnikinn þátt í andleg- um framförum sveitarinnar og var þar forgangsmaður á mörgum sviðum. Hann segir sjálfur svo frá r æfisögu- ágripi sínu, að í utanferð sinni 1890 hafi hann séð margt, sem honum fanst undrun sæta að stórfengi og nytsemi. »Kom mér þá í hug, hvað við íslend- ingar, i flestu sem að menningu lýtur, eruin langt á eftir, og hvort ekki væri auðið að ráða bót á því að einhverju leyti. Petta fanst mér að geta orðið með félagsskap og aukinni mentun al- þýðunnar.* Nokkrum árum seinna gerði hann tilraun til að koma upp uuglingaskóla á Grund. Bauðst í þessu skini að leggja fram 1000 kr. ef sveitungar hans legðu til það sem á vantaði. En mál þetta fékk engan byr, því skóla- stofnunin var álitin að mundi kosta 20.000 kr. Sótti hann þá um þing- styrk 7.500 kr. og fékk hann. Hækk- aði jafnframt sitt tillag upp í 7.500 kr. móti því að innhreppar sýslunnar legði til >/* hluta, eii ennþá strandaði málið. Bauðst þá Magnús til að leggja fram allan byggingarkostnaðinn, sein á vantaði 15.000 kr., en þó strandaði málið að lokum við almenna alkvæða- greiðslu í hreppunum eftir næstum 20 ára þjark. Féll Magnúsi þella illa og þótti sveitungar sínir hafa misskilið til- gang sinn. En þetta skólamál sýnir þrautseigju Magnúsar og heíir það auðsýnilega verjð honum hug=jónamál eins og áðurgreind orð hans bera vott um. Upphæð þessa, setn bann hafði ákveðið að gefa skóianum og sem hanu í vaxtaskyni hafði bætt við 5000 kr., eða alls 20.000 kr. gaf hann áiið 1923, til styrktar berklaveikum sjúkling- uin á fyrirhuguðu Heilsuhæli hér Norð- anlands. Var það þá orðið eftir skóla- málið eitt af áhugamálum hans. Retta snerti skilda strergi hjá honutn, því veikin þessi, berklaveikin, hafði veitt honum dýpstu sárin á lífsleiðinni. En Berklahælið óskaði hann í fyrstu, að yrði reist í námunda við Grund, stað- inn sem hugur hans snerist mest um, þótt ekki gerði hann þetta að neinu kappsmáli að lokum. En það er trú ýmsra að ef honum hefði enst lengur líf og heilsa, mundi hann ekki hafa verið skilinn að fullu við það mál, Heilsuhælismálið. Eyfirðingum gaf hann ennfremur á sjötugasta afmæli sínu 5000 kr. sjóð, er fyrst veitist úr þegar hann er orð- inn 10.000 kr., til verðlauna fyrir framúrskarandi framkvæmdir, í búnaði, skógarrækt og kvikfjárrækt. Magnús var alla æfi sína hinn mesti áhugamaður um öll sveitar- og lands- málaefni, og lét töluvert til sín taka uin s*jórnmál þótt aldrei yrði hann þing- maður. Var, meðan á stjórnmálabar- áttu okkar við Danmörku stóð, ein- lægur sjálfstæðismaður. Nú á síðustu árum hneigðist hann í íhaldsáttina og mun sparnaðarstefna íhaldsflokksins hafa fallið honum bezt í geð. Aldrei var Magnús svo störfum hlaðinn, að hann gæfi sér ekki tíma til að rökræða við gesti sína um pólitík eða eitthvert af áhugamálum dagsins. Spurði hann vanalega margs og vildi ætíð komast til botns í hverju málefni sem hann talaði um. Ekki voru þó rök hans æfiniega sérlega sannfærandi. Voru of mikið mótuð af hans eigin lífsreynslu til þess þau hefðu alment gildi fyrir aðra. En En oftast fór þó svo að eudingu, að menn þögnuðu fyrir orðum hans — athafnamannsiris mikla. Hinir gömlu, sterku meiðir er áður fyr á meginskeiði æfi sinnar stóðu tein- réttir og lauíkrónunni hærri umhverfi sínu, falla að lokum sem öntiur tré, fyrir sigðinni sláttumannsins gamla, sem stöðugt er á verki á mannlífsins víðlendu mörk. Hér var eikin sniðin sijndur í einum svip, en stofninn stend- ur eftir, því hann hafði djúpar og sterk- ar rætur. — En autt bil er í skógin- um kringutn hann. • Magnús á Grund er dáinn, en verkin hans og merkin lifa. Brytijólfur Árnason. 90 Símskeyti. (Frá Fréttastofu fslands.) Rvík 16. júlí. Utlend: Frá París er símað, að fransk- þýzku verzlunarsamningarnir hafi enn þá ekki tekist, þótt samkomu- lag hafi náðst um einstöku atriði, svo sem Saardalinn. Skattafrum- varp Caillaux samþykt í þinginu, þrátt fyrir andstöðu jafnaðarmanna og kommúnista, en stjórnin lafir nú við völd af náð hægri manna, hinna upprunalegu andstæðinga silina. Frá Berlín er símað, að fjársöfn- unin til pólfarar Zeppilins-skipsins gangi vel, þrátt fyrir að margir reyni að spilia samvinnu milli Eck- ners og Amundsens (hlýturað eiga að vera Nansens), vegna þess að hinn síðarnefndi hafi verið hliðholj- ur bandamönnum í stríðinu. Frá London er símað, að lyfja- fræðistofnun. ríkisins hafi fundið »mikroskopiska organisma« (örsmá- ar lífverur), er orsaka krabbamein. Merkisatburður í vísindasögunni, en óvíst, hver praktisk not verða af. Frá París: Fulltrúadeild franska þingsins hefir samþykt Washington- samþyktina um 8 stunda vinnudag. 0 Frá Brussel: Vandervelde for- sætisráðherra kveður beigisku stjórn- ina ófúsa á að viðurkenna sovjet- stjórnina rússnesku. Er það þó jafnaðarmannastjórn, er nú er við völd í Belgíu. Frá Wien er símað, að afskapleg fjárhagsvandræði séu í Austurríki. Frá Tokio: Stjórn Japana leggur til, ab auka geysilega fjárframlög til flotans. Frá Osló: 30 skip nýkomin úr veiðiför með uppgrip af stórþorski. Frá London: Stjórnin ákveður að byggja 15 beitiskip á næstu 5 árum. Frá Montreal: Lítill afli enn þá við Newfoundland, en von til, að veiði glæðist bráðlega. — ís enn landfastur við Labrador. Kex fjölmargar tegundir, þar á meðal þunt Tekex nýkomið I Verzl. öeysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.