Íslendingur


Íslendingur - 17.07.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 17.07.1925, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR 3 & 9/91991 aíl'an þann vinaríjug, er rnér á svo marg- an f)áti var sýndur viS guSsþjónustuna í CÆCureyrar- QirCtju 5. þ. m., er eg fjafði veriá sóCnarprestur fjér í 25 ár, fœri eg CÆCureyrarsöfnuði mínar 6eztu þaCftir. Geir Sæmundsson. Frá Kaupmannahöfn er símað, að tilraunir til landhelgisgæzlu í flugvél gefist vel. Er búist við flugvéla- gæzlu framvegis í Danmörku. Frá París er símað, að Painleve hafi lýst því yfir í þinginu, að það sé ekki tilgangur Frakka að bjóða Abdel Kim frið, heldur tilkynna, að Frakkar séu aðeins tilleiðanlegir til friðar. Stórkostlegur undirbúningur er af Frakka hálfu til að Iáta til skarar s.kríða í Marokkó, nota sennilega svertingjahersveitirnar frá Ruhr. Frá London: Kolanámudeilurnar harðna stöðugt; ekkert útlit um samkomulag. Búist við, að miljónir brezkra verkamanna styðji námu- mennina. Stjórnin hefir skipað rann- sóknarnefnd í deilumálunum. Innlend: Rigningarlaust hér í gær og dag, en altaf súld, ef ekki er helliregn. Haraldur og Dóra Sigurðsson ný- komin til landsins og haida hér hljómleika. Margt ferðamanna hér. Læra margir íslenzku. Frá ísafirði er símað, að síldveiði sé byrjuð og að vel aflist í reknet. Arni Johnsen úr Vestmannaeyjum og Grímur Sigurðsson, Jökulsá, hafa hlotið verðlaun úr Carnegie-sjóði fyrir vasklega björgun. Hinn fyr- nefndi 400 kr., en sá síðarnefndi 600 krónur. Á dansk-íslenzku verzlunarmála- ráðstefnunni voru rædd ýms merk mál, t. d. skrásetning íslenzkrar krónu erlendis. cc Uppog niður. Sinnaskifti? Tíðindi mega það kallast, að Vm. kallar nú blöð Alþýðuflokksins hér á landi »blöð hœgfara jafnaðar- manna«. Pað eru ekki margar vik- urnar síðan, að bæði Vm. og hin önnur blöð Alþýðuflokksins úthúð- uðu hinum hægfarari jafnaðarmönn- um og töldu þá handbendi auð- valdsins, en lofsungu kommúnista sem bjargvætt mannkynsins. Hví þá þessi sinnaskifti? Hefir Vm. fengið ótrú á kommúnistum og stefnu þeirra, eða er hann að reyna að sigla undir fölsku flaggi, í þeirri von, að það reynist sigurvænlegra við alþýðuna en rauði fáninn. Undir merkjum hans hafa verið framin hin svívirðilegustu glæpaverk, sem saga seinni tíma þekkir, og mun því seint ganga, að safna ísl. alþýðu undir hann. Pað verða höfð gát á því í framtíðinni, hvernig Vm. hagar sér í þessum efnum. Afneitun. Vm. segir, að Björn Líndal hafi afneitað ísl. á leiðarþinginu um dag- inn, er J. J. var að tala um blaða- kost íhaldsins. Vitanlega eru þetta ósannindi. Pað sem Líndal sagði var á þá Ieið, að íhaldsflokkurinn, þ. e. a. s. miðstjórn hans, gæfi að- eins út eitt blað — Vörð, hin blöð- in sem fylgdu íhaldinu að málum væru gefin út af einstaklingum eða félögum, og hefði miðstjórn flokks- ins því ekkert yfir þeim að segja, en væri vitanlega þakklát fyrir þann stuðning, sem þau veittu flokknum. Og sjálfur kvaðst’ B. L. ekki eiga einn eyri í nokkru blaði, jafnvel ekki ísl. en þakklátur væri hann yfir þeim stuðningi, sem blaðið hefði veitt sér. Á þessa leið féllu orð þingmannsins. Blaðskúmur Verkam. hefir líklega gieymt að þvo innan á sér hlustirnar áður hann fór á fund- inn, ef hann þykist hafa heyrt jDað> sem hann hermir þaðan. Sannanlr. Vm. segir, að meirihluti íhalds- blaðanna »sé að miklu leyti útlend eign< og — »að þau séu vopn út- lendinga gegn íslenzku þjóðinni.« ísl. skorar hér með á ritstj. Verkam- að færa sönnur á þessar fullyrðing- ar, eða að heita að öðrum kosti op- inber Iygari. oo Torskilið. Ekkert skil eg í því, Iivað almenn ingur þessa lands er grænn, að hafa það álit á Jóni Porlákssyni, að hann sé skörungur, gáfaður, atorkusamur, framsækinn, prúðmenni og mælskur. Pað er ótrúlegt, hvað menn geta verið blindir, að sjá það ekki, að Jón er engum þessum eiginleika gæddur— á mælikvarða Verkamannsins, en það er sá hæstiréltur, sem allir eiga að beygja sig fyrir. Eg skil ekkert í því, að nokkur skuli leyfa sér, að hafa aðrar skoðanir á þessu, heldur en þeir Hall- dór og Erlingur, þeir, sem sjálfir eru skörungar og prúðmenni, bæði í ræðu og riti. Að vísu eru fáeinir fleiri dánd- ismenn á þessu landi, sein setja mætti á bekk nreð þeim bræðrutn, svo sem: Jónas frá Hriflu, Hallbjörn sjölandafara, Héðinn o. fl., en það rýrir þá ekkert, þver! á móti. — Verkamað- urinn hefir kveðið upp sinn dóm yfir Jóni Þorlákssyni, og er því engum vorkunn að meta hann rétt hér á eftir. Og hvað skyldi það svo sem vera, sem liggur eftir J. P. í samanburði við öll þau þrekvirki sem eftir þessa herra liggur? Verkin sýna merkin. Ekkert skil eg heldur í því, hvað »Gróueðlið« er ríkt í mönnum, að geta látið sér detta í hug, að »blamera* svona engilblíða »hœgfara jafnaðar- menn«, eins og Erling, Halldór, Hall- björn og Einar Olgeirsson o. fl. þjóð- þrifaposfula, með því að bendla þá við kommúnista eða bolsa; getur rógs- eðlið komist á hærra stig? Pað er von, að Verkam. taki sér þetta nærri og að tárin leki niður eftir vöngunum á Erlingi prúða. Eg lái þeim það ekki. Pá skil eg loks ekki hvað íslending- ur er þrálátur, að vilja ekki hætta við hinn óheflaða og klúra rithátt sitin og reyna heidur að semja sig að rithætti Verkamannsins, þar sent drenglyndi og puíðmenska Halldórs og Erlings spegl- ar sig í hverri línu. já, það er margt skrítið í Harmoniu. Skilningssljór malarbúi. Niður hjarnið. Svo heitir skáldsaga eftir séra Gunn- ar Benediklsson í Saurbæ, nýprentuð, stór bók og læsileg. Okkur Norð- lendinguin má vænt um þykja, að bækur fæðist í okkar fjórðungi; það er, eða ætti að vera metnaðarmál, þeim sem vilja halda í horfinu. Pessi saga segir fyrst frá sveitastúlku og æskuástum hennar, gagnvart ungl- ingi, sem er á skólavegi. Hún fer á eftir honum til Reykjavíkur og þar gerist meginhluti sögunnar. Gunna — svo er stúlkan kölluð — kemst smám- saman inn í höfuðstaðarlífið, og eru þau æfintýri eölileg. Atburðirnir eru lifandi og frásögnin fremur l/ðleg. Henni er boðið í samkvæmi, þar sem reykt er og drukkið og hún lærir þær listir. Smámsaman lendir hún á »hjarn- inu«, þ. a. s. á hálku nautnalífsins og að lokum verður hún ólétt af völd- um kvongaðs tnanns, þar sem hún var búslýra í fjarveru frúarinnar. Að því búnu biðlar til hennar skóla- piltur, sem alla tíðina hefir rent til hennar hýru auga, en haldið sér þó hlutlausum. Og honum tekur Gunna í sögulok. Úrslitin þykja mér hæpin, jafnvel ó- eðlileg. Reyndar er það orðið al.títt í sögum að »alt fari vel« að lokum, þeir fyrirgefi meinsemdir, sem hlut eiga að máli. En þegar þessháttar silkislæða er breidd ofan á brestina, verður að vera í manneðlinu líkindaleg átylla til þess, sein gerist. Nú er því svo háttað í lífinu og hefir verið, að karlmenn ganga ekki með grasið í skónum eftir þeim stúlk- um, sem mist hafa sitt dýrasta og eina. Og þegar svo fellur í skáldsögu, det'ur lesendunum í hug, að slíkar persóritir séu tilbúnar. Sumir nýmóðins sagnasmiðir temja sér þá list, að búa til fyrirmyndir. Peir um það. En mér finst ekki til um þá menn, sem gerðir eru úr pappír. Eg vil hafa blóðrás í fólkinu. Fram- koma skólapiltsms við Gunnu aðj lok- um og ræður hans, sem hann flytur henni í biðilsbuxunum, nálgast ólíkindi — frá mínu sjónarmiði skoðað —. En eitthvað má að öllu finna. Eng- in skáldsaga er gallalaus. Og þrátt fyrir þessa misfellu er sagan allvel sögð og margir kaflar náttúrlegir. Pessi höfundur gaf út smásögu í æsku og sýndist mér þá efniviður í drengnum. Honum hefir farið mikið fram frá þeim tíma, enda löng þögnin. Og enn mun honum vaxa fiskur um hrygg. v G. F. m Or heiinahögum. richsen en formaðurfararinnar Abrahamsen. Stúdentafélagið hér býður gestina vel- komna við komu skipsins og hefir söng- flokkur verið æfður að tilhlutun þess undir stjórn séra Geirs Sæmundssonar til að heilsa gestunum nieð söng. í kvöld kl. 8*/a syngja dönsku stúdentarnirí Samkomu- húsinu og er ekki að efa, að húsið verð- ur fult. „Fylla“ kom í gær. í foringjahóp henn- ar er Knútur Danaprins, á hann að mæta fyrir konungshönd við söng dönsku stúd- entanna í kvöld. Sildveiðin er naumast byrjuð ennþá, þó allur flotinn sé lagður út. Hafa ógæftir verið undanfarna daga. Heilsuhœlið. Landlæknir, húsagerðar- meistari ríkisins ásamt stjórnarnefnd Heilsu- hælisfélagsins hófu í dag rannsóknarferðir lil þeirra staða, er til greina hefir komið, að hælið yrði bygt á. Mun að þeirri rannsókn lokinni ákvörðun verða tekin um livar hælið skuli standa. Sr. Hcrmann Hjartarson að Laufási hefir fyrir nokkru verið kosinn prestur til Skútu- staða og er fluttur þangað. Var hann piestur þar áður hannfékk Laufás og hefir fýst þangað að nýju. Laufási þjónaði hann eitt ár. „Dcnford" heitir 75 brúttosmálesta gufu- skip, sem þeir Pórsbræður o. fl. hafa ný- lega keypt í Englandi og ætla að gera út á síldveiði. Skipið kom hingað í gærkvöldi. Dánarfregn. í nótt andaðist hér í bæn- um öldungurinn Hjörtur Guðmundsson eftir langvarandi veikindi. Hjörtur heitinn var langt yfir meðalmenn að gáfum og fróðleik, þó að óblíð lífskjör gerðu hon- um-ókleift að njóta sín. En vinsældir og aðdáun þeirra manna ávann hann sér, er hann umgekst og nokkur veruleg kynni höfðu af honum. HREINAR FL0SKUR kaupir Áfengisverzlun Rfkisins. ......IIIII.......Illlli"-'llllli"-""lllll.. l„Kasketter“ j Drengja frá kr. 3,50 \ Karlm. — — 5,50 f Brauns Verzlun. f ö "'lllll..........Illll.............................."Illll...................... S a m t a 1. Kristján: Sæll og blessaður, kunn- ingi. Ætlar þú í skemti- ferð á næstunni? Árni: Sæll, eg veit ekki, ef.... Kristján: Ójá, ef. En veiztu hvar bezt er að kaupa nesti? Árni: Ónei. — Kristján: Reynslan hefir kent mér, að fjölbreyttasta og bezta úrval á sælgæti er hjá Jóni Guðmann. Kirkjan. Messað kl. II f. h. á sunnudaginn. Sig. Skagfeldt söngvarinn góðkunni söng á þriðjudagskvöldið í Nýja-Bíó fyrir fullu húsi áheyrenda og þótti takast frámuna vel. Sérstaklega voru tilheyrendurnir stórhrifnir af meðferð hans á eftirtöldum lögum: Betlikerlingin (Kaldalóns), Alfaðir ræður (Kaldalóns), Afsked (Wennerberg) og Aria af Toska (Puccini). Hefir Skagfeldt tekið stórmiklum framförum setn söngvari síð- ustu tvö árin og má nú vafalaust telja hann bezta söngvarann, sem við nú eig- uni. Röddin er bæði mikil og fögur og liefir náð þeim þrótt og þeirri leikni, að hin erfiöustu viðfangsefni verða henni auð- veld. Væntir ísl. þess, að vegurinn til frægðar og frama Iiggi Skagfeldt opinn úr þessu. Dönsku stúdentasöngvararnir, 38 manna kór, koma hingað í dag með Goðafoss að sunnan. Heitir söngstjórinn Roger Hen- Eg er að fara þangað. Viltu vera með?------- Siiðuspíritiis fæst í Verzlun Sn. Jónssonar. Myndavél — fyrir »pakka-filmur« 9x12 — fæst keypt með tækifærisverði. R. v. á. H úsnæði. 2 herbergi og eldhús óskast til leigu frá 1. sept. n. k. R. v. á.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.