Íslendingur


Íslendingur - 21.08.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 21.08.1925, Blaðsíða 2
2 ISLENDINQUR Olíufatnaður Línur Línutauma Línukróka Fiskbursta Fiskihnifa. Girðingarstaura úr járni Gaddavír Bárujárn Þaksaum Málningu og Fernis. Gluggagler Götukústa Umbúðastriga Seglgarn Kornvörur Nýlenduvörur margsk. liugsjórt eigi eða áhugamál. Og þetta er ekki sagt einu sinni eða tvisvar, það nægir ekki, heldur eru þessi fögru ummæli marg-endurtek- in og níðrógurinn vafinn í gegnum langar greinar, eins og t. d. í Degi í greininni »Sambandið þakkar«. Sýna dómar þessir betur en nokk- uð annað hræðsiu þá, sem gripið hefir Hrifluherrann og Framsóknar- ritstjórana út af áhrifum íhaldsblað- anna. Pví það liggur í augum uppi, að væru blöðin jafn ómerki- leg og þeir halda fram og ritstjór- arnir jafn bágbornir, myndi hr. Jón- as ekki hafa eytt klukkutíma á hverj- um fundi, er hann talaði á, til þess að ófrægja þau og ritstjórana, og eins myndu ritstjórar Tímans og Dags ekki hafa eytt fleiri dálkum af blöðum sínum í sama augnamiði. Ef gera skyldi samanburð á rit- stjórum Framsóknarflokksins og í- haldsins, myndu íhaldsritstjórarnir sízt verða í skugganum. Tryggvi Þórhallsson hefir aldrei fengið orð fyrir að vera yfirburðamaður á rit- vellinum, fremur hið gagnstæða, og um Jónas Þorbergsson er það að segja, að hann skrifar vel æfiminn- ingar og ritdóma, en sökum skap- bresta sinna og málalenginga, mis- tekst honum venjulega, er hann skrifar landsmála- eða deilugreinar. Og engir íslenzkir blaðamenn munu hafa gengið lengra í persónulegum aðdróttunum og ærumeiðingum en þessir tveir Framsóknarritstjórar, og þarf ekki annað en að benda á ný- fallna meiðyrðamálsdóma því til sönnunar. Dagur segir, að ritstjórar íhalds- blaðanna hafi gengið í þjónustu þeirra til þess að vinna fyrir mat sínum. Ef svo er með þá, ætli því sé ekki iíkt varið með ritstjóra Tím- ans og Dags. Tryggvi Þórhallsson hættir að þjóna Drotni og fer að Tímanum. af því að hann borgar betur en prestsstaðan, og Jónas Þor- bergsson, sem ekkert lífvænlegt hafði getað fengið að gera eftir heimkomuna frá Ameríku, tók tveim höndum við Degi, er honum bauðst atvinnan. Pólitiskar skoðanir mun hann hafa haft engar þá. Atvinnan hefir sennilega fært honum þær. Að J. Þ. hafi verið skoðanalaus í íslenzkri pólitík, eða þá helzt íhalds- sinnaður, er hann tók við Degi, dregur ritstj. ísl. aðallega af því að hann vissi til, að J. Þ. sóttist í tví- gang eftir, að komast að íhalds- blaðinu Heimskringlu í Winnipeg, fyrst sem aðstoðarmaður og síðar sem ritstjóri, þótt hvorugt tækist. — Að öllu athuguðu gegnir það því furðu, að hann skuli setja sig í dóm- arasessinn til að dæma blaðamensku annara. En þeir eru margir, menn- irnir, sem sjá flísina í auga bróður síns, en gæta ekki bjálkans í sínu eigin aug? — og J. Þ. er einn af þeim. Hrei nar flöskur kaupir Áfengisútsalan, Akureyri. Símskeyti. (Frá Fréttastofu íslands.) Rvík 20. ágúst. Utlend: Frá Berlín er símað, að vegna launa-ósamkomulags vinnuveitenda sé verkbanni yfirlýst í bygginga- vinnu allri. Um óO þús. manns úti- lokaðir frá vinnu. Frá Osló er símað að ákveðið sé, að Roald Amundsen fljúgi til Norðurpólsins í loftskipi næsta sumar. Frá London er símað, að Kína- stjórn hafi bannað enskum skipum viðkomu í kínverskum höfnum. Frá París er símað, að jafnaðar- menn hafi á fundi samþykt, að hætta að styðja stjórnjna. Frá Brussel er símað, að jafnað- armannaforinginn Vandervelde, sem nú er yfirráöherra í Belgíu, hafi lýst því yfir, að stjórnin geti ekki við- urkent soviet-stjórnina rússnesku vegna óafsakanlegrar framkomu í garð jafnaðarmanna. Frá London er símað, að ættkvísl ein í Sýrlandi hafi gert uppreist gegn Frökkum og drepið alla, er hún náði í. Búist við, að Arabar geri einnig uppreist gegn Frökkum. Símað frá París, að alvarlegur á- greiningur sé kominn upp milli Belgíumanna og Bandaríkjanna út áf samningi um skuldir fyrnefndra, er ekki vilja greiða stríðsskuldir. Innlend: Sigurður Kristófer Pétursson rit- höfundur lézt í gær eftir langvar- andi vanheilsu. Samkvæmt veðurskýrslum veður- athugunarstofunnar fyrir árið 1924 skein sól 1630 klukkustundir í Reykjavík það ár. Júní var sólrík- asti mánuðurinn með 313,3 klukku- stundir, þá maí með 248,7 kl.st., apríl með 224,7, sept. 155,5, ágúst 148,2. — Desember hafði 2 kl.st. Landlæknir kveður nú hvergi vart mænusóttar svo vissa sé fyrir, nema eitt tilfelli á Siglufirði. Alstaðar gott heilsufar það sem af er sum- arsins. Árni Jónsson alþm. frá Múla er skipaður forstjóri Brunabótafélags íslands. oo M a r o k kó. Marokkó er landsvæði mikið í Norð- ur Afríku, eins og menn vita. Það nær suður að Sahara-eyðimörkinni, norður að Miðjarðarhafi, austur að Algeríu og vestur að Atlantshafi, sagt að vera 305,548 fermílur að stærð. Landflæmi þetta er aðallega bygt af tveimur kynkvíslum, Aröbum og Ber- berum. Arabar komu þangað inn og ruddu sér til rúms fyrir mörgum öld- um síðan, en Berberarnir eru eins gamlir í landi þessu eins og sagan sjálf eða jafnvel eldri. Þeir eru atgerv- ismenu hinir mestu tij líkama og sálar, og hafa í allar þossar aldir ha'dið ein- kennun þjóðar sinnar tireinum og sú eina blöndun, sem urn er að ræða, er að finua í hafnarbæjum, þar sem Ev rópumenn hafa komið og ott dvalið langvistum, og nokkuð af arabskum orðum, sem slæðst hafa' inu í mál þeirra. í langa tíð hafa sumar af Evrópu- þjóðunum haft augastað á þessu mikla l..ndsvæði til nýlendunáms — einkum þó tvær, Spánverjar og Frakkar. Spán- verjar hafa haft meiri og minni mök við Berberana í Marokkó í niargar aldir og enda haft þar löggæzlu að meira og minna leyti síðan 1580, og er því litlum vaía bundið, að ef nokk- ur af Evrópuþjóðunum á forgangsrétt í norðurhéruðunurn í Marokkó, þá eiu 'pað Spánverjar. Árið 1904 gengu Frakkar inn á að afsala sér öllu tilkalli til eigna og um- ráða i Egyptalandi, gegn því að þeir fengju sjálfdæmi í Marokkó. Þegar máli því var þannig komið, risu Spán- verjar upp og kváðnst vera réttkjörnir arftakar í Marokkó og lý;tu yfir því, að þeir iétu enga þjóð svifta sig þeim rétti, hvorki Frakka né heldur neina aðra. Héldu Spánverjar svo fast á máli sínu, að til sáttafundar var kvatt á sama ári. Á fundi þeim gengu Frákkar inn á, að láta Spánverjuin eftir til löggæzlu héruðin sléttlendu, sem að Miðjarðarhafinu liggja, alla leið vestur til Tangier og suður ti! Chac- houan héraðs, sem er 18,360 fernúlur. Sjálfir tóku Frakkar þá í sínar hendur löggæzlu yfir 213,000 fermítum lauds í Marokkó. Samningur þessi var sið- ar staðíestur á Algeciras-fundinum 1906. Þessir samningar v.rðast í fljótu bragði ekki veia neitt óttalegir og hafa ef U vill ekki verið það í fyistu, en það er undarlegt, hve sum 3tv k, þó þau virðist hættulaus, gcta alt í einu snúist upp í yfiivofandi voða. En þessi samningur varð þó Spánverj um hið mesta vandræða aðkast, sent sú þjóð hefir fengið tengi. Á svæði þessu, sem þeir fengu til yfirráða og umsjónar, er hérað eitf, sem Rif.heifir. í því héraði býr flokk- ur manna herskár og harðsnúinn, sem sérkendur er frá öðrum Berberum með nafninu Riffs, sem þeir hafa átt í uppi- haldstausu stríði við í meir en tuttugu ár, og hafa ekkert ráðið við. Þeir liafa farið hverja herferðina á fætur annari á hendur þeirn, en ekkert haft upp úr því nema skötnm og skaða. í þessar herferðir hafa þeir eytt of fjár og þegar þær tókust svona illa, reyndu forvígismenn stjórnmálanna á Spáni að kaupa á sig frið þessara ribbalda í Riffjöllum og borguðu einum Iciðtog- anum þar 1,000,000 pesas, en alt af hef r hallast á Spánverja ár frá ári, þar til nú að þeir urðu að yfirgefa fjalla- vígi sín og draga her sinn ofan á slétturriar nær sjónum. Maður sá, er Riffjallabúa hefir leitt til orustu og sameinað hina dreifðu Berbera, heitir Abd-El-Krim. Er hann upprunninn þar í Riffjöllunum og af góðu fólki kominn. Þegar hann var á unga aldri, fór hann til Madrid á Spáni, útskrifaðist af háskóla þar, gekk svo í stórskotalið Spánverja, en varð ósáttur við þá og fór heim til fólks síns aftur og sameinaði krafta þess á móti Spánverjum betur en nokkur annar maður hefir getað gert Abd-El-Krim hefir víst íundið til þess, að hann ætti. alls kosfar við Spánverja, og af því að hann hefir verið stórhuga, eða ekki kunnað að gæta hófs, þá réðst hann inn í lendur þær, scm Frakkar áttu, svo hann á nú að mæta Cigaretíur: Elepharit Og Capstan (enskar) Íkomnar aftur í SÖLUTURNINN. bæði Fiökkum og Spánverjum með hinu takmarkaða liði s'nu. Á þeim stutta tíma, sem Frakkar og Abd-EI- Krim hafa ázt við, hafa Frakkar mist 1,473 menn, sem hafa fallið upp að 1. júlf 1925,’ en 2,775 hafa særst og 30 hafa verið teknir til fanga af Abd- El-Krim eða mönnum hans. Að líkindum verður ekki að Ieiks- lokum að spyrja, ef að þessár þjóðir, Frakkar og Spánverjar, teggjast á eitt með að brjóta á bak aftur þessa fornu og hugdjöifu þjóð. Hún að sjálf- sögðu getur ekki staðið á móti sam- einuðu kröftum þeirra til lengdar, og þar er það sem aðalhættan keinur inn í þetta mál. Þjóðirnar, stórar og smáar, hafa getað setið hjá og horft á leikinn á milli fjallabúanna og Spánverja, því þær vissu, að Spánverjar gátu aldrei á þeim unnið. En þegar að stórþjóð kemur tíka í spilið, þá vandast mái ð. Frakkar, ef þeir verða látnir afskifta- lausir, brjóta náttúrlega Berberana undir sig á endauum og um leið slá eign sinn á Iand þeirra, eða ineð öðr- um orðuin taka undir sig alt Marokkó frá Sahara að sunnan, norður að Mið- jarðarhati, frá Algeríu, sem er þeirra eign, að austan og veslur að Atlants- hafi, sem auðsjáanlega er takmark þeirra nú og hefir verið í meir en tuttugu ár, enda hafa franskir hermenn látið sér um munn fara, að þeir yrðu að leggja undir sig Marokkó og sam- eina hina dreifðu flokka þar, áður en næsta stríð kæmi, því þá þyrftu þeir ekki að hræðast neina, eða vera upp á ne’na komnir. Auður þessara hér- aða, sem um er að ræða, erafar mik- ill og sem að líkindum gæfi Frökkum þann efnalega styrk, sem þeir þyrftu, til þess að vera fyrsta flokks þjóð, hvað efnin snertir, ef þeir næðu þeiin á sitt vald. Og er jrað eitt út af fyrir s:g ekki lastandi. En það gæfi þeim me:ra, það gæfi þeim lykilinn að sigl- ingum um Miðjarðarhafið. Fiá Ceuta á norðvestuihorni Marokkó, sem er sunnanvert við Gibraltarsundið og næst vígi Breta, er svo stutt leið, að ekki aðeins skip öll, sem um sundið fara, heldur og líka vígi Breta, er í skot- niáli frá Ceuta, og má því nærri geta, hvort að Bretar muni geta staðið sig við að leggja slíkt vald í hendur stór- þjóðar. í öðru lagi er Ítalía, setn farin er að veita þessum málum nákvaemar gætur. Ekki sökum þess, að ítalir telji til landnáms í Marokkó, hetdur hafa þeir látið í ljós þann einbeitta ásetning sinn, að láta enga stórþjóð ná fótfestu við sundið að sunnan, því með því gæti öllum siglingum um Miðjarðarhafið verið hætta búin, þegar minst varði. Hvað úr þessu kann að verða, ef Frakkar sækja hart fram í Marokkó, er ekki gott að segja, en útlitið í þeim málum er ekki sem glæsilegast sem stendur. (Lögberg). Purkaðir ávextir sérlega ódýrir. Nýkomnir í Verzl. Geysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.