Íslendingur


Íslendingur - 28.08.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 28.08.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson: Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 28. ágú.st 1925 37. tölubl. K æ I i s k i p og f r y s t i h ú s. i. íslendingur flutti í vetur útdrætti úr nefndarálitum m'eiri og minni hluta kæliskipsnefndarinnar, er lögð voru fyrir síðasta þing. Báðir nefnd- arhlutar viðurkendu, sem kunnugt er, að það hefði afar mikla þýðingu fyrir Iandbúnaðinn, að hægt væri að flytja út kælt eða frosið kjöt, en þá greindi á um það aðallega, hversu fljótt hægt v'æri að koma því í fram- kvæmd. Vildi minni hlutinn að þeg- ar yrði ráðist í að kaupa eða byggja skip, en meiri hlutinn vildi fara að engu óðslega. Taldi réttara að leigja skip fyrst í stað og gera til- raunir- með útflutning á frosnu kjöti í allstórum stíl með sæmilegum styrk frá Alþingi, áður en horfið væri að skipakaupum. Er til kasta þingsins kom, félst það á tillögur meiri hlutans í þess- um efnum, Var talið heppilegast, að Samband íslenzkra samvinnu- félaga beitti sér fyrir þessum til- raunum og samþykti þingið í því augnamiði svolátandi tillögu frá fjárveitinganefnd neðri deildar: »Stjórninni er heimilt að greiða tjón það sem verða kann á tilraun- um Samb. íslenzkra samvinnufélaga að senda frosið kjöt á erlendan markað, haustið 1925 miðað við verð það, sem framleiðendur fá á útflutningshöfn. Ennfremur halla þann, er verða kann á því, að taka skip á leigu til útflutnings. Tilraun- in sé framkvæmd í samráði við landsstjórnina.* Sambandið er þannig trygt gegn allri áhættu af tilraununum og er það ekki nema rétf og sjálfsagt. Gangi tilraunirnar vel, og það komi í Ijós, að kjötsalan verði arðmeiri á þann hátt, en hún hefir verið þegar kjötið hefir verið saltað eins og hingað til hefir átt sér stað, ber að gera gangskör til frekari fram- kvæmda. II. Minni hlutinn segir í áliti sínu, að útflutningur héðan af kældu eða aðallega frystu kjöti, geti aldrei orð- ið tryggur, né framkvæmanlegur í stórum stíl og alment, nema því aðeins, að frystihús séu reist á helstu kjötútflutningshöfnunum, og telur ef vel sé, þurfiað koma upp 11—13 frystihúsum. En minni hlutanum dylst ekki, að kostnaðurinn verði mikill. Hann leggur þ'ó til.-að Al- þingi heimili ríkisstjórninni að lána fé úr ríkissjóði árin 1926-1929, bæði árin meðtalin, alt að 100 þús. kr. á ári til þess að reisa ísh'ús. — Þingið félst á þessa tillögu, minsta kosti hvað næsta ár snerti og sam- þykti svolátandi heimild, sbr. 22\ gr. fjáriaganna: »Heimilt er stjórninni að lána úr viðlagasjóði, ef fé er fyrir hendi í honum, alt að 100,000 kr. til þess að reisa íshús á kjötflutningshöfn- um, með þessum skilyrðum: a. Lánin séu veitt sýslufélögum gegn ábyrgð þeirri, er lands- stjórnin tekur gilda: þó ekki hærri en s/» kostnaðar. b. íshúsin séu reist við þær hafnir, sem að dómi hlutaðeigandi sýslunefnda eru bezt fallnir til vera miðstöð til útflutnings á frystu kjöti í liéraðinu, en at- vinnumálaráðherra sker úr á- greiningi. c. Full skilríki liggji fyrir um að að vel og tryggilega sé frá öllu gengið um hús og áhöld, enda hafi stjórnarráðið samþykt á- ætlun og teikningar. d. Vextir eru 50/o, lánin afborgun- arlaus fyrstu 5 árin, en skulu svo greidd með jöfnum afborg- unum á 30 árum.« Verði þau skilyrði uppfylt, sem hér eru fram tekin, má nokkurnveg- inn ganga út frá því sem gefnu, að lánveitingunum verður haldið áfram yfir það tímabil, sem minni hlutinn tilgreinir. Minni hlutinn lét fylgja áliti sínu skýrslu um kostnað við byggingu frystihúsa og er hún þannig: I. Frystivélar. Frysta Halda Verö á sólarhring. frosnu. kr. Pilkakrp. Krp. Þús. 100 500-2000 c. 13—15 200 3000-4000 - 22—24 500 5000 - 45-50 500 10000 - 48—53 1000 5000 - 75-85 1000 10000 - 80—90 Verð þetta er miðað við að vél- arnar séu uppsettar í Rvík og að mestu tilbúnar til notkunar. í þess- ari áætlun er gert ráð fyrir því, að vélarnar gangi fyrir rafmagnsmótor, en t. d. olíumótor, sem framleiðir hlutfallslega orku, mun allmiklu dýrari. 11. Frystihús. Vandað fullgert frystihús fyrir kælivélar, bygt úr steinsteypu, þiljað an innan með sagtróði og asfalt- pappa í útveggjum, er hefði . Mundi kosta Rúni fyrir , sem næst: Kroppa Kr. 2000 ................... 20.700.00 3000................... 31.000.00 5000 ................... 51.700.00 8000 ................... 82.000.00 10000 ................... 103.000.00 15000 ................... 157.000.00 í þessum upphæðum er gert ráð fyrir geymslurúmi í hverju frysti- húbi, er taki hina ákveðnu kroppa- tölu, og að auki kælirúmi er taki jafnmarga kroppa og frystirinn. AKUREYRAR BIO Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Símritarinn 5 þátta kvikmynd, tekin eftir sögu Knut Hamsun's „Sværmere" og leikin af nafnkunnum sænskum leikurum. Miðvikudags- og fimtudagskvöld kl. 9: PENROD og SAM | 7 þátta kvikmynd, eftir hinni frægu sögu Booth Tarkingstons með sama nafni. Skemtir jafnt fullorðnum sem börnum. Frystihús gert á venjulegan hátt, með ísfrysti og ísgeymsluhúsi, er hafði. Mundi kosta Rúm fyrir sem næst Kroppa Kr. 2000 ................... 28.200.00 3000 ................... 48.300.00 5000 ..•................ 70.500.00 8000 ................... 112.000.00 10000 ................... 141.000.00 15000 ................... 211.500.00 Skýrslan er gerð samkvæmt upp- lýsingum frá sérfróðum mönnum og því talin ábyggileg. Dómarnir um síðasta þing munu misjafnir, eins og gengur og gerist, en eitt verður þó ekki af því dreg- ið hvað svo sem öðru líður, og það er, að fyrir landbúnaðinn ís lenzka hefir það gert meira en nokk- urt annað þing síðaii ára: Ræktun- arsjóðuiinn, lánheimildirnar úr Bjarg- ráðasjóði og samþyktirnar í kæli- skips- og frystihúsmálinu eru þess óræk sönnun. Landbúnaðurinn hefir því fulla á- stæðu til þess, að vera ánægður með gerðir þingsins að þessu sinni oo iipfiMt Islaparli. Pað er viðurkent meðal annara þjóða, að það sé góður búskapur að geta tekið sem mest hjá sjálfum sér og þurfa sem minst að sækja til annara, og leiðandi menn þjóð- anna eru sífelt að brýna það fyrir þjóðsystkinum sínum, að fylgja þessari búskaparreglu,, svo langt sem komist verði. Pegar maður at- hugar verzlunarskýrslur íslands, þá verður manni það aftur á móti ljóst, að þessi búskaparregla er langt frá að vera þar gildandi, því að þar sést berlega að hingað er mikið flutt inn af ýmsum vörum, sem alls engin ástæða virðist til að flytja þyrfti inn, þar sem þjóðin er þess fullfær að uppfylla allar sínar þarfir hvað þær snertir, og meira til. Má hértil nefna: allskonar kjötmeti, nið- ursoðið fiskmeti, feitmeti, egg og hey. Þær eru t. d. næsta eftirtekta- verðar, tölurnar ;úr verzlunai;skýrsl- unum fyrir árið 1922, sem hér fara á eftir. Það ár var flutt inn: Saltað kjöt og reykt 18 smál. Pylsur 8 — Niðursoðið kjöt 13,8 — Flesk 3,14 — Niðursoðið fiskmeti 20,4 — Smjörlíki 234,5 — Smjör 14,6 — Svínafeiti 31,2 — Osfar 93,2 — Egg 28 - Niðursoðin mjólk 3ól,2 — Kartöflur 2332 — Hey 173,6 — Eina verulega breytingin, sem orð- ið hefir á innflutningi þessara vöru- tegunda síðan 1922 er á smjörlík- inu. Innflutningur þess hefir að miklu leyti þverrað sakir þess, að innlendu smjörlíkisgerðirnar risu upp og náðu undir sig markaðinum. — Hinn mikli innflutningur á kartöfl- um er rértlættur af ýmsum með því, að það sé svo dýrt að rækta kart- öflur hér á landi, að það borgi sig ekki. En ekkert getur réttlætt að við flytjum inn egg og hey. Okkur er í lófa lagið, að framleiða svo mikið af eggjum, að það ekki ein- asta nægi okkur sjálfum, heldur yrði einnig útflutningsvara. Og heyið; eru ekki óþrjótandi slægjur í landinu og kulnar ekki mikill hluti þeirra út ár- lega? Væri ekki búmannlegra að hagnýta eitthvað af þeim, heldur en að panta hey frá útlöndum. —- Auk þess er heyinnflutningur hættulegur; geta borist með heyinu ýmsir hús- dýrasjúkdómar, svo sem munn- og klaufasýki, sem mikið ber á í Dan- mörku og Skotlandi, en þaðan fá- um við — og frá Noregi — mest af heyinu. Og hastarlegt verður það að kall- ast, að inn skuli flutt svo tugum smálesta skiftir af kjöt og fiskmeti, og svo hundruðum smálesta skiftir af niðursoðinni mjólk. Er ekki tími til kominn að koma í veg fyrir þetta öfugstreymi. — íslendingar ættu að vera útflytjendur allra þess- ara vörutegunda. 00

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.