Íslendingur


Íslendingur - 04.09.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 04.09.1925, Blaðsíða 2
2 ÍSLF-NDINOUR ÉD) MHfHM s Olsem 11'® Rúgmjöi Fyrirliggjandi; Hveiti Hafragrjón K.affi Sykur Súkkulaði. Hvoihreppi í Rangárvaila ýilu: Lækn- isfrúin, er þar hafði verið, en þá var nýflutt fil Reykjavíkur, hafi, þá hún kvacldi vinkonur sínar, stundutn orðið að taka rneð sér kaffi, sykur og kafíi- brauð, til þess að gefa þeim, svo ad þœr gœtu gefið henni kaffi og með þvi. Slíkur liefði vcsaldómurinn verið í þessum kaupfélagslausa hreppi. Jónas mun hafa sagt þessa sögu í fyrsfa skiftið á fundi að Lýtingsstöð- um í Skagafirði, en síðan endurtekið hana á flestum þeim fundum, er harm hélt eftir það. Svo fanst honum nún smellin og fögur. Að hér var ein af Gróusögum hans á ferðinni, mun þó fiesta hafa grunað, og nú er komið á daginn að svo er. Læknisfrúin, sem sagan á við, vissu menn að hlaut að vera Margrét Lárus- dóttir, kona Guðmundar lælcnis Guð- finnssonar, fyrv. Fiamsóknarflokksþing- manns, og systir séra Jakobs í Hotti, eins helzta fylgismanns Hrifluhetrans í Rangárvallasýslu. Frúin hefir nú lýst sögu þessa ósann- indi frá rótum og látið blöðin flytja yfirlýsingu þar að lútandi, er þar sagt meðal annars: »Eg mun vera einasta lækniskonan, sem nýlega hefir flutt úr Rangárvalla- sýslu ttl Reykjavikur. Ef þessi saga er rétt höíð eftir Jónasi Jónssyni í Verði, getur ekki annað verið, en að hann hafi hana eftir roér, og að eg sé lækn- iskonan, sem varð að taka með rr.ér kaffi, sykur og kaffibrauð og gefa vin- konum mínum, til þess að þær gætu aftur gefið mér »kaffi og með því«. Rar sem ekki verður um það vilst, að mér er lögð þessi saga í munn, þá lýsi eg því yfir, að hún er ranglega höfð eftir mér, og þar af leiðandi rakalaus ósannindi, því að mér hefir aldrei komið til hugar að ségja nokkr- um manni nokkuð þessu líkt. Eg þykist að vísu vita, að enginn muni tiúa þessari sögu, en þó þykir mér réttara að láta þessa getið, svo að öll tvímæli séu af tekin. Eg þykist líka vita, að enginn Hvol- hreppingur hafi trúað því, að eg væri upphafsmaður sögu þessarar, enda sæti það illa á mér, eftir 12 ára gott há- býli við þá, að fara að gera lítið úr menningarástandi þeirra. Eftir rainni þekkingu er það sízt verra þar en í öðrum hreppum sýslunnar, og það jafnvel þeiro, sem fyrir mestum áhrifum hafa orðið frá menningarstraumum kaupfélagsskaparins. í framtíðinni vonast eg svo til þess, að Jónas Jónsson noti mig aldrei sem agn á þá pólitísku öngla, sem hann reynir að renna ofan í landsmenri.* Gróusögu höfundurinn, Jónas frá Hriflu, stendur nú afhjúpaður frammi fyrir þjóðinni. II. Nafnaíölsunin, Rað hefir fyrir löngu verið vitanlegt, að Tíma-fjölskyldán og ýmsir nákomnir Hreinarflöskur kaupir Áfengisútsalan, Akureyri. henni hafa gert sitt ýtrasta til þess, að hefta útbreiðslu íhaldsblaðanna, en að gengið yrði svo langt í þeim efrium, að gripið yrði til nafnaíölsunar, munu fæstir hafa búist við, en nú er það lcomið á daginn. Á síðasta hausti barst afgreiðslu Varðar skjal nokkurt, undirritað af 17 rnönnum úr tveimur hreppum í Vest- ur-Skaftafe!Issýs.lu, og var innihald þess að inenn þessir lýstu því yfir, að þeir vildu ekki kaupa Vörð og neituðu að veita honum viðtöku. Afgreiðshinni þólti skjalið grunsam- legt og sendi því sýilumanni Skaft- fellinga það, og bað hann að rann- saka með réttarprófum, hvort hér væri alt nieð feldu. Á manntalsþingum í sumar hélt svo sýslumaður próf í mál- inu, og kom það þá í Ijós, að aðeins einn þeirra manna, er á skjalinu standa, játaði undirskrift sína. Allir hinir neituðu að hafa und rskrifað skjalið eða gefið nokkium manni umboð til þess. Var því hér um beina skjala- fölsun að ræða, Að pólitískir ar.dstæðingar blaðsins hafi hér verið að verlci er gefið, en hverjir þeir eru, er enn ekki uppvíst, ea nrálið er nú í tiöndum réUvisinnar. »það er ekki svo vel« — segir Vörður — »að liægt sé að hugsa sér ao eimi maðúr hafi frannð glæpinn, þeir virðast vera fleiii — enginn getur sagt hve margir. -Pdfa er það sárasta og voðalegasta í roálinu. Hér er ekki um að ræða áhrif Timans á einhvern e nn manngarm, heldur dálítinn flokk lesenda.« Hið pólitíska uppeldi, er Timinn hefir veitt lesendum sínum, hefir þá borið þennan þokkalega ávöxt: — nafnafö/sun. III. Kauptúnin og sveitirnar. Á leiðarþiugi, er þinginenn Áines- inga héldu ,við Ölfusárbrú 2. ág. sl. hélt Magnús Kristjánsson Landsverzl- unarforstjóri m. a. ræðu. Var aðalefni hennar að fræða menn um, hvað bar- ist væri nú um í landinu. Væru það hagsmunir sveita og kauplúna, og stæði bardaginn þeirra í millum. Framsókn- arflokkurinn berðist fyrir sveitarinnar og íhaldsflokkurinn fyrir kauptúnin. Gerði hann þvínæst samanburð á kaupstaðarlífinu og sveitaiífinu; kvað menn í kaupstöðum lifa í velllysting- um praktuglega, en hefðu við kvalar- líf að búa í sveitunum. í kaupstöð- um, sérstaklega í Reykjavík, drykkju menn eins og svín, spiluðu fjárhættu- spil og byggju í höllum, sem kost- uðu eins mikið og allar húseignir í helum bygðarlögum til sveita. Sveita- menn ættu því að kjósa þá eina á þing, sein stæðu — eins og hartn — sveita- megin í baráttunni. — Petta segja sunnanblöðin hafi verið kjarni ræð- unnar. Að maður, sem alið hefir aldur sinn í kaupstað og setið á þingi fleiri ár fyrir kmpstaðarkjördæmi, skuli tala þannig gegnir furðu. Raunar mun það afráðið, að Landsverzlunarforstjór- inn verði efsti maður á lista Framsókn- arílokksins við næsta landskjör, og vit- anlegt, að úr sveitunum er helzt íylg's að vænta fyrir listann, en að ætla sér að gera stéltaríg að gruiidvelli póli- tískrar flokkaskiftingar er sú óhæfa, að naumast mun ö.inur verri hugsanleg. Og hann stendur í baráttunni sveita- megin gegn kauptúnunum. Ætli að hann hefði gei t þá yfirlýsingu, ef hann hefði haldið áfram að vera þingmað- ur Akureyrarkaupsfaðar? OO Símskeyti. (Frá Fréttastofu Islands.) Rvík 3. sept. Utlend: Frá Osló er símað, að almennar áhyggjur séu í Noregi út af hækk- un krónunnar. Sérstaklega halda menn að hækkunin valdi framleið- endurn útflutningsvara og skipafé- lögunum erfiðleikum. Noregsbanki- ætlar í samvinnu við hina bankana að stöðva hækkun krónunnar. Frá Flórens er símað, að gullæð- ar hafi fundist í fjalli nálægt borg- inni. Frá Jerúsalem er símað, að Drúss- ar (á Sýrlandi) hafi unnið stórsigur á Frökkum, en þeir telji enga hættu á ferðum þar eystra. Búist við að yfirhershöfðángi þeirra, Sarail, láti af herstjórn. Frá Genf er símað: Alþjóða- bandalagsfundur hófst í gær. Rætt verður um fjárhag Austurríkis og umráðin yfir Mosul, auk fleiri mála, er rninni þýðingu liafa. Frá Farís er símað, að stórárásin í Marokkó hefjist mjög bráðlega, og taka þátt í henni 150 þúsundir franskra hermanna og 50 þúsundir spánverskra. Allur undirbúningur gerður með mestu nákvæmni og er öllum augljóst, að nú skal til skar- ar skríða. Frá Berlín er símað, að margir séu reiðir Hindenburg forseta fyrir að liafa numið úr gildi fyrirskipun, er fyrirrennari hans, Ebert, gaf út um að banna gamla herbúninginn. Frá Leipzig er símað, að vöru- sýningin þar hafi orðið »fiasko«. Fátt gesta og verðið geysihátt. Frá London er símað, að bresk- franska orðsendingin útaf öryggis- málunum fái góðar undirtektir í Ber- lín. Meðal skilyrða, er, að Þjóð- verjar gangi í Alþjóðabandalagið. Frá Washington er símað, að Bandaríkin ráðgeri að byggja örugt vígi á Kyrrahafsströnd gegn liugs- anlegri árás Japana. Frá Khöfn er símað: Evrópu- menn óttast að kommúnistar hrifsi undir sig völd víða í Kína. Innlend: Samkvæmt fregnum frá lögjafn- aðarnefndinni er talið víst að sam- komulag náist um endurheimtur ís- lenzkra skjala úr dönskum söfnum gegn því, að Danir fái dönsk skjöl, sem kunna að vera í íslenzkum söfnum. Aðeins smávægileg atriði óútkljáð. Mikið skrifað hér um gengismál- ið og nú rætt manna á meðal vegna hækkunarinnar. Fjórði þurk- og svalviðrisdagur- inn hér. Frá Seyðisfirði er símað, að tog- arinn »Glaður« hafi bjargað fær- eyskri skútu, er var á reki 30jnílur suðaustur af Langanesi. Skipshöfn- in hafði yfirgefið skipið og var komin í aðra skútu. Góður afli á Austíjörðum. Q") Úr heimahögum. Sildara/Iinn. Síðustu viku komu á land rúmlega 25 þús. tunnur af síld á öllum veiðistöðvunum, voru þar af 16215 saltað- ar og 9355 kryddaðar. Voru þá komnar á land alls 206,326 tn. saltsíld og 31,540 tn. kryddsíld, en á sama tíma í fyrra 91,380 tn. saltsíld og 12,282 kryddsíld. Hvað inikið af síld hefir veiðst í bræðslu hefir ísl. ekki getað fengið ábyggilegar upplýsingar um. Um síðustu helgi og byrjun þessarar viku var hið versta veður útifyrir og urðu allmörg skip, er voru við veiðar, fyrir áföllum, mistu báta, rifu næt- ur eða urðu sjálf fyrir skemdum, voru sum jafnvel hætt komin. Um enga nrannskaða hefir frést. Nokkur skip eru þegar hætt veiðum. Simskeylagjöld lcekka. Laudsíminn til- kynnir, að frá 1. þ. m. séu símskeytagjöld til útlanda Iækkuð um ca. 25°/o. Mannaldt. Þann 2. þ. m. andaðist hér á sjúkrahúsinu frú Ouðríður Vilhjálmsdóttir kona Pálma Loftssonar 1. stýrimanns á Ooðafoss. Var banamein hennar tæring. Frú Ouðríður var kona á bezta aldri, fríð og gjörfileg og hugljúfi þeirra, er nokkur kynni höfðu af henni. Er þunguj harmur kveðinn að manni hennar að sjá að baki hennar í blóma lífsins og frá tveimur korn- ungum börnum. — Pann 30. f. m. lézt hér í bænum Halldór Á. Jóhannesson stýri- maður, 24 ára gamall. Banamein hans var heilamænubólga. Halldór héitinn var hinn mesti dugnaðar- og efnismaður og stoð og stytta aldurhniginna foreldra. Er sárt að þurfa að sjá á bak slíkum mönn- um í broddi lífsins. Jarðarförin er ákveð- in næsta miðvikudag. Leiðrcíting. Fresturinn í málaferlum þeirra ritstjóra dags og Sauðkræklinga er til 14. október en ékki til 14. þ. m., eins og stóð í síðasta blaði. Kvikmyndir. Á laugardags- og sunnu- dagskvöldið sýnir Bíó nrynd, sem segir sex. Það er »Drotningin af Saba« og munu allir kannast við söguna af henni og Salómon konungi úr biblíunni. Mynd- in er slórfengleg og hrífandi fögur. Á miðvikudags- og fiintudagskvöldið verður sýnd mynd, er heitir »Vald kærleikans«, gerist hún aðallega á Spání og þykir til- komumikil. „Veðrdttan", mánaðaryfirlit yfir veðrátt- una hefir Veðurstofan nýlega gefið út og koslar 1 krónu. Veðurstofan er nú farin að gefa út mánaðaryfirlit yfir veðráttuþ.á. og er yfirlitið yfir tvo fyrstu mánuðina komið út. Áskriftagjaldið að »Veðráttunni« 1925 er kr. 1,50. 50 úra minning Bólu-Hjúlmars. Andrés Johnson hefir gefið út eftir sjálfan sig Ijóðakver, sem hann helgar 50 ára íninn- ingu Bólu-Hjálmars. Eru ljóðin kölluð »Forspjallsorðahryða« og »Bólu-Hjálmars- kviða«. Frágangurinn á Ijóðunum er hinn bezti. Sig. Eggerz bankastjóri og frú hans komu til bæjarins í gærkvöldi. Ferðuðust landveg frá Seyðisfirði. Tlðin gerist nú umhleypingasöm. Hefir snjóað síðustu næturnar og kalsaveður verið á daginn. Druknun. Vélstjórinn af norska skipinu »Roald« féll útbyrðis hér á firðinum og ■ druknaði. Scra Hclgi Árnason fyrv. prestur í Ol- afsfirði sækir um Stað í Súgandafirði. Er hann eini umsækjandinn. »Ftugdrotningin « verður sýnd á Bíó í kvöld kl. 9. T O B L E R átsúkkulaði er viðurkent bezt. — Fæst í Verzl. Geysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.