Íslendingur


Íslendingur - 25.09.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 25.09.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jönsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 25. september 1925. 41. tölubl. Áfengis- bannið. Sú var tíðin, að framkvæmdanefnd Stórsíúku íslands var skipuð þjóð- hollum og drenglunduðum mönnum, sem börðust fyrir áhugamálum sín- um á heiðvirðan hátt, en þó með festu og skörungsskap. Þá naut Stórstúkan virðingar í Iandinu. Nú er þetta á annan veg. Nú vaða þar uppi angurgapar og rógberar, sem nota hin óvönduðustu brögð mál- stað sínum til stuðnings og svífast jafnvel ekki að spilla æru og mann- orði manna, er þeir telja, með réttu eða röngu, bannmálinu andvíga. í staðinn fyrir drenglyndið forna er ódrengskapurinn nú mest áberandi í hásölum Stórstúkunnar. Fyrir nokkru gerði sjálfur Stór- templarinn, Brynleifur Tobiasson kennari, sig sekan um illkvitnisleg- ar árásir á Mentaskólann í »Templ- ar«. Kvað þar viðgangast »óþolandi drykkjuskap«, bæði meðal kennara og nemenda og það jafnvel í sjálf- um kenslustundunum. Tilefnið til þessara árása mun hinn virðulegi Stórtemplar hafa þózt finna, er tíma- kennara einum, er kent hafði við skólann stutta stund — örfa'ar kenslu- stundir á viku — var sviftur kensl- unni fyrir drykkjuskap. Petta eina atvik lætur hann sér nægja til þess að kveða upp sinn Stóradóm yfir kennurum og nemendum skólans. Finst mönnum þetta drengilega að verið? En Stórtemplarinn er langt frá því að vera verstur í ósóman- um. Pann heiður á Stórrtiarinn: Halldór Friðjónsson, ritstjóri Veika- mannsins. Hann hefir í 3 síðustu blöðum Verkamannsins hrúgað saman þeim svívirðilegasta níðrógi um stjórnar- völd og dómarastétt þessa lands, út af framkvæmdum bannlaganna, að verri mun ekki hafa sést á prenii áður, og þegar hann þykist koma með sannanir fyrir einhverju af að- dróttunum sínum, þá eru það slúð- ursögur eða rangfærðar sögusagnir af viðburðum. Og munu færðar sönnur á þetta síðar. Að kasta skarni á dómarastétt landsins er ósæmilegt. Ættu allir góðir menn að vera samtaka í því, að halda uppi dómarastéttinni og dómstarfinu. Mun enginn efi á því, að íslenzkir dómarar standa full- komlega jafnfætis dómurum annara landa hvað snertir réttlætistilfinningu og Iagaskilning. Að misfellur hafa orðið á framkvæmdum bannlaganna, bæði fyr og síðar, er því aðallega að kenna, að t'ramkvæmdarvaldið í landinu hefir ekki verið nógu kröft- ugt, en það er hvorki ríkisstjórn- inni eða þinginu að kenna, heldur fjárhagslegu getuleysi ríkisins, — öflug lögregla meðfram allri strand- lengjunni hefði verið það einasta, er dugað hefði, en hún hefði kost- að offjár. Dómur Stórritarans um núverandi ríkisstjórn er á þessa leið: i>Hún spyrnir fœti við öllum kröf- um banntnanna um endurbœtur á ástandinu. Hún heldur vemdarhendi yfir smyglurum. Hún stuðlar að og viðheldur drykkjuskap l landinu^. Dómurinn er dómaranum samboð- inn. En áður en að stórlygum hans er gaumur gefinn, er vert að at- huga, hvernig að í haginn var búið fyrir núverandi stjórn, er hún kom til valda, og verður þá fyrst vikið til þingsins 1923. Á því þingi var undanþágan frá bannlögunum (vegna Spánarsamningsins) samþykt og failist á þá reglugerð, sem rík- isstjórnin þáverandi (Sig. Eggerz) hafði gefið út árinu áður (er bráða- birgða-undanþágan var heimiluð), Einir tveir af öilum þingmönnum, sinn úr hvorri deild, greiddu gerð- um stjórnarinnar mótatkvæði. Menn deildu nokkuð um reglu- gerðina, og fyrirspurn, hvort Spán- verjar hefðu gert sérstakar kröfur gildandi við samning hennar, svar- aði forsælisráðherra Sig. Eggerz á þessa leið: ». . . . Spánverjar voru ekkert um það spurðir, hvaða fyrirkomulag hér yrði um sölu og veitingu vína. Eg samdi reglugerðina, ásamt ráðu- nautum mínum í Kaupmannahöfn, á þann hátt, sem við helzt hugð- um í samræmi við lögin og samn- inginn við Spánverja; var Spánverj- um síðan tilkynt, hvernig að reglu- gerðin væri. Pað var vitanlegt, að þegar Alþingi félst á að flytja'mætti vín inn í landið, selja það og veita, . þá yrði ekki hjá þessu komist. En í þessum efnum hefir verjð gengið mjög stutt. Vínveitingar eru heim- ilaðar á fjórum stöðum, en hvergi komnar á nema í Reykjavík. Úr hinum kaupstöðunum hafa komið umsóknir um veitingaleyfi, en ekki frá mönnum, er stjórnin hefir treyst að hafi þær í lagi, og hefir því þeim beiðnum verið synjað. Um útsölur er það að segja, að bæjarstjórnir hafa risið á móti þeim, og vilja ekki gera tillögur um, hverjum sé falið að hafa þær á hendi. Pegar Alþingi hefir veitt undanþágu frá bannlög- unum, og það er nauðsynlegt til þess að halda fiskmarkaðinum, get- ur landsstjórnin ekki tekið tillit til þess, þó að bæjarstjórnir séu með ýmsar tiktúrur.....Bæjarstjórnum er heimilaður tillöguréttur, og er það gert í góðu skyni, til þess að þær hafi eftirlit með, að útsölur væru í höndum góðra og áreiðanlegra manna. En þær þverneita að. nota þennan tillögurétt. Slík mótrnæli, sem vilja nema úr gildi aðalatriði málsins og eru einungis til þess að friða samvizkuna, verða ekki tekin til greina. Eg þykist hafa sýnt, að eg er eins góður bannmaður og * ýmsir þessara manna. En eg hefi AKUREYRAR BIO HUHBHH í kvöld í síðasta sinn: FULLH UGINN myndin sem allir dáðst að. Laugardags-, sunnudagskv. kl. 9: HIN DULARFULLA NÓTT 11 þátta Griffiths-mynd. Það segir nóg. Miðvikudags- og fimtudagskvöld kl. 9: ÖRLYNDI ÆSKUNNAR 9 þátta kvikmynd, sérstaklega tilkomumikil. Aðalhlutverkin leika: Colleen Moore og Milton Sills. ¦»¦¦¦¦¦»¦¦1 fallist á nauðsyn þessa máls, og vil því fylgja því fram, en kann ekki við neinn kattarþvott eða hálfvelgju, sem einungis er til spillis«. (Alþt. 1923, B. 181—182). Síðar í umræðunum segir forsæt- isráðherra S. E., að þingið geti sett frekari skorður og takmarkánir fyrir sölunni —¦ en það geri það á sína ábyrgð — og þá ábyrgð vildi þingið 1923 ekki á sig taka; áleit frekari takmarkanir þá áhættubraut, sem ekki væri vogandi að fara — og voru allir þingmenn, bannmenn jafnt sem andbanningar — að tveimur undanskildum — þar sammála. — Framsögumenn að undanþágunni í báðum deildum þingsins voru bann- menn. Spánarvínasalan var því komin í þær skorður, sem hún nú er í, er núverandi stjórn kom til valda 1924. Um það má deila, hvort fyrv. stjórn hafi gengið of langt eða ekki í sölu- ákvæðum reglugerðarinnar. Þómunu flestir þeir, sem bezt til málanna þekkja, vera þeirrar skoðunar, að öllu skemra hafi ekki verið hægt að ganga, svo að trygt væri, að Spán- verjar ryftu ekki samningnum við fyrsta tækifæri. Og fyrir núverandi stjórn hefði það verið of mikið hættuspil að breyta því, sem komið var um söluráðstafanir. Frekari tak- markanir hefðu gefið Spánverjum ástæðu til að yfirvega málið að nýju og sú yfirvegun hefði að öllum lík- indum leitt til þess, að við hefðum mist af þeim góðu tollkjörum, sem við nú erum aðnjótandi, og sem eru lífsskilyrði aðalatvinnuvegs lands- manna. Ábyrgðarlausir gasprarar geta talið þá hættu ástæðulausa, en þeim, sem ábyrgðina hafa og bera velferð landsins fyrir brjósti, starir hættan í augu. Ef núverandi stjórn hefði viljað »efla drykkjuskapinn ílandinu«, eins og Stórritari lætur sér sæma að halda fram, þá hefði henni staðið opið, að leyfa 3 vfnveitingastaði samkv. reglugerðinni í viðbót við þann eina, sem er í höfuðstaðnum. Petta liéfir hún ekki gert og mun ekki gera. Að hún hafi gengið »fram fyrir skjöldu í sveit kúgar- anna spönsku, gegn íslenzku þjóð- inni«, eins og Stórritarinn kemst að orði, er stórlygi — svo stráks- lega lúaleg, að einsdæmi eru. (Framh.). 90 í 38. tbl. íslendings er birt ræða Björns Líndals við 2. umr. fjárlaganna í Nd. Alþingis. Eitt er það í ræðu Líndals, sem jeg vildi gera dálitla at- hugasemd við, og ennfremur vildi eg benda á ýmislegt í sambandi við þetta mál, sem að einhverju mætti meta. , Líndal segir: »Nú vakir fyrir mönn- um að sameina þetta tvent: bæta úr Iæknisþörf héraðsins og fá bygt nýtt sjúkrahús. Virðist mðnnum það mjðg hag- kvæmt, að læknir hælisins þjóni jafn- framt innsveitum Eyjafjarðar. Til þess œtti hann að geta haft nœgan tlma frá sjúkrahússtörfum.1)* Svona talar enginn nema sá sem ókunnugur er með öllu læknastörfum. Hælið á að vera hið fullkomnasta — með Ijóstækjum og Röntgen og öðrum rannsóknar og lækningatækjum, rúma ca. 50 sjúklinga. Hælið er tvent í einu: lækningastðð og einangrunar; sjúklingar vænta þess og eiga heimt- ing á, að fá þá beztu lækning, sem hægt er í té að láta. Hælið verður því að vera samkepnisfært við hin . beztu af því tægi í útlöndum. Markið má eigi setja of lágt, og að miða við léleg hæli fávizka. Hælið á líka að vera vísindastöð. Takmark læknisfræð- innar er að bæta, helst öll mannanna mein, en æðilangt verður þess að bíða að svo verði, Ekki verður sagt, að vér íslendingar höfum lagt þar mikið af mörkum, og þess eigi heldur að vænta með þeim érfiðleikum, sem ís- lenzkir læknar eiga við að búa, og skilningsleysi þjóðar og þjóðarfulltrúa á öllu því er snertir læknavísindi og önnur nátturuvfsindi. Á heilsuhæli eru góð skilyrði til vís- ') Leturbreyting gerð af mér.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.