Íslendingur - 30.10.1925, Qupperneq 2
2
ISLENDINGOR
Bió lœkkar aðgöngueyrir. Með sýning-
unni á morgun hefst nýtt verðlag á að-
göngumiðunum í Bíó, og lægra en verið
hefir, Almenn sæti kosta kr. 1.00, betri
sæti (6 öftustu bekkirnir) kr. 1.50, aðgang-
ur að svölum kr. 1.75 og barna sæti 0.50.
Gildir verðlag þetla fyrst um sinn.
HESSIAN
ísl. vonast eftir, að svörin verði
skýr og ótvíræð.
Á þessum hlutföllum, sem hér
hefir verið drepið á, og öðrum þeim
líkum, er krafan um breytta kjör-
dæmaskipun bygð.
Háðglósur ritstj. Dags um að
ritstj. Verkamannsins og ritstj. ísl.
hafi fallist í faðma í þessu máli,
dilla að sjálfsögðu fagurlega í eyrum
sjálfs hans; öðrum mun finnast þær
auðvirðilegar. Því þó að ritstj. Vm.
og ísl. séu pólitískir andstæðingar,
þá mætti það- kallast furðulegt, ef
þeir gætu aldrei átt samleið um
nokkurt mál. Og iágt er pólitíkin
komin, ef að það eitt nægir að
breyta skoðun manns, að pólitísk-
ur andstæðingur er sömu skoðunar,
og hann á málinu. Ritstj. Vm. og
ísl. eru sammála um það, að nú-
verandi kjördæmaskipun sé óréttlát
og að öll sanngirni mæli með því,
að koma kjördæmaskipulaginu og
kosningafyrirkoinulaginu í réttlátara
horf en nú á sér stað. Þeir eru
báðir þeirrar skoðunar, að kjósenda-
talan eigi að vera grundvöllurinn
undir kjördæmaskipuninni en ekki
landafræðisleg takmörk eða þúfna-
fjöldinn í einstökum hreppum.
Og þessarar skoðunar munu allir
þeir vera, sem hugsa af sanngirni
um málið.
En það gerir ritstj. Dags sýnilega
ekki.
co
Símskeyti.
(Frá Fréttastofu íslands.)
Rvík 29. okt.
Utlend:
Frá Damaskus er símað, að borg-
arbúar hafi gert uppreist gegn Frökk-
um, og ér tilefni hennar Drússa-
uppreistin á Sýrlandi. Frakkar hafa
skotið á borgina og hefir fjöldi
bygginga hrunið og brunnið. Menn
drepnir í þúsundatali.
Frá Oenf er símað, að Alþjóða-
bandalagið hafi skipað Grikkjum og
Búlgurum að hætta stríði innan 24
klukkustunda. Hafa báðir aðilar
lofað að hætta að berjast. Nefnd
verður skipuð til þess að rannsaka
hvor beri sökina.
Frá París er símað, að Painleve-
ráðuneytið hafi sagt af sér í þeim
tilgangi, að losna við Caillaux fjár-
málaráðherra. Reynir Painleve nú
að mynda stjórn með öðrum ráð-
herrum. Sennilegt talið, að Caillaux
og Herriot verði í því.
Frá Mosul er símað, að Tyrkir
hafi í hefndarskyni við Breta rænt
8000 kristnum manneskjum, strá-
drepið marga, svívirt konur og selt
í kvennabúr.
Frá París er símað, að franska
stjórnin hafi gefið upp, að Mar-
okkóstríðið hafi kostað Frakka 1300
miljónir franka þá 9 mánuði, sem
það hefir staðið. Um 2000 manns
hafa fallið og 8000 særst.
Frá London er símað, að fellibyl-
ur hafi nýlega geysað yfir persiska
flóann. Um 7000 perlufiskarar
druknuðu,
Innlend:
Sáttasemjarinn í kaupgjaldsdeilun-
um milli sjómanna og útgerðar-
manna gerði um helgina uppkast
að samningum milli málsaðila. Upp-
kastinu haldið leyndu, þar til at-
kvæðagreiðsla beggja aðila hefir
fram farið. Útgerðarmenn samþyktu
miðlun sáttasemjara á þriðjudaginn.
Á fundi á miðvikudaginn samþyktu
þeir, að láta togarana hættaveiðum
jafnharðan og þeir koma inn, ef sjó-
menn ganga ekki að uppkastinu.
Atkvæðagreiðsla sjómanna hefir farið
á þann veg, að þeir hafa hafnað
uppkastinu með miklum meiri hluta.
Allar líkur benda til, að togaraflot-
anum verði lagt í höfn um mán-
aðamótin.
»lslands Falk« hefir tekið 3 þýzka
togara í landhelgi fyrir Suðurlandi.
Samtals sektaðir um 32 þús. kr.
Frá ísafirði er símað, að bæjar-
stjórnin hafi afgreitt fjárhagsáætlun
kaupstaðarins í gær. Áætlaðar tekj-
ur 384 þús. kr., þar af útsvör 161
þús. kr. í fyrra voru þau 149 þús.
krónur.
C9
Ör heimahögum.
Klrkjan. Messað kl. 2 á sunnudaginn,
Einar Gunnarsson verzlunarstjóri var
kosinn í niðurjöfnunarnefnd kaupstaðarins
í stað Halldórs Friðjónssonar bæjarfull-
trúa. Aðeins 1 Iisti kom fram. Kosningin
gildir til eins árs.
Kvöldskóli Einars Olgeirssonaar verður
settur á morgun. Veitti bæjarstjórnin á
síðasta fundi sínum 300 kr. til hans. Hafði
auk þess áður samþykt að Ieggja honuin
til húsnæði, ljós og hita.
Dómar. Nýlega er fallinn dómur í
Hæstarétti í máli því, er Jónas Þorbergs-
son ritstj, höfðaði gegn verkafólki Höepfn-
ersverzlunar útaf ummælum, er það hafði
haft um hann í yfirlysingu, er það gaf
nokkru fyrir kosningarnar 1923 útaf að-
drót^unum J. P. í garð verzlstj. Hallgr.
Davíðssonar. Féll dómur Hæstaréttar á þá
leið að hin umstefndu ummæli væru meið-
andi og skyldu því marklaus vera, og
dæmdi hina stefndu i 30 kr. sekt hvern
og 250 kr. málskosnað alla til samans,
auk málskosnaðar fyrir undirrétti er nam
125 kr. Undirréttardómurinn hafði fallið á
þann veg, að stefnandanum var dæmdur
málskostnaðurinn og hin umstefndu orð
ómerk, en sektarhegning engin. Um líkt
leyti hafði Hallgr. Davíðsson höfðað 2 mái
á hendur J. Þ. fyrir meiðyrði og féll und-
irréttardómurinn á þá Ieið, að J. Þ. var
dæmdur i 70 kr. sekt í öðru og 100 kr.
málskostnað, en í hinu 50 kr.' sekt og 50
kr. málskostnað, og hin umstefndu um-
mæli dauð og marklaus í báðum málun-
um. Þeim málum áfrýjaði J. Þ. ekki.
Trúlofun sína hafa nýlega opinberað
ungfrú Margrét Ragúels, héðan úr bænum,
og Conrad Hansen verzlunarmaður frá
Yderslev í Danmörku.
Hjúskapur. Á laugardaginn var voru
gefin saman í hjónaband hér í bænum
ungfrú Gróa Hertevig og Hjörleifur Árna-
son vélstjóri.
„Esja“ er væntanleg í lcvöld. Kemur
austan fyrir.
Konscrt heldur frú Jóhanna Sigurbjarn-
ardóttir í Bíó kl. 5 á sunnudaginn. Ungfrú
Hermína Sigurgeirsdóttir aðstoðar.
Skemtun, með fyrirlestrum, hlutaveltu
og dans verður haldin i Gagnfræðaskól-
anum á sunnudagskvöldið, til ágóða fyrir
framhaldsnámið í skólanum.
Bókasafnið verður opnað á þriðjudag-
inn. Útlán verða aðeins á laugardöguni
frá kl. 4 til 7 og miðvikudögum (eftir
pöntunum) kl. 6 til 7. Lestrarsalurinn op-
in öll kvöld nema laugardags- og mánu-
dagskvöld, frá kl. 4 til 7.
lslenzk uppfynding. B. Kr. Grímsson
vélfræðingur á Stokkseyri hefir fyrir
nokkru gert uppfyndingu, sem öll
líkindreru til að komi mótorbátaútveginum
að góðum notum, er það „aflauki“ fyrir
mótora. Aflaukinn er þegar kominn á
markaðinn og hefir reynst vel, eykur hann
gang mótora um 20—50°/o, Verksmiðjan
Steðji Rvík. smíðar aflaukann.
Ólöglegt rjúpnadráp. Bóndi einn úr
Bárðadal var nýlega sektaður af sýslu-
manni Þingeyinga um 600 kr. fyrir að
hafa skotið rjúpur fyrir hinn lögleyfða
tíma, og maður á Húsavík, sem lceypti
rjúpurnar, hlaut sömu sekt, Rjúpurnar voru
60 og er sektin 10 kr. fyrir hverja rjúpu.
Bóndinn kom með rjúpurnar tilHúsavíkur
daginn áður en leyfilegt var að skjóta
þær,
-iT<-
Kveðjusending Stórtemplars.
í októberblaði Templars sendir Stór-
templar ritstj. ísl. stuttorða kveðju.
Hann virðist, sá góði maður, taka til
sin mest af því, sem stóð í grein Ist.
um *áfengismdlið', þó vitanlega væri
þar aðallega stefnt að Stórritara^ og
skrifum hans í Verkamanninum. Þau
nöfn, sem hneyksla hinar viðkvæmu
velsæmistilfinningar þessa virðulega
Regluforingja, áttu flest við undirfor-
ingja hans, Stórritarann, og þykist ísl.
hafa fært svo góð og gild rök fyrir
þeim, að fáir munu efa að sannnefni
séu. Aftur er það rétt, að ísl. sakaði
hinn virðulega Stórtemplar um, að
hann væri farinn að gera bannmálið,
að pólitísku flokksmáli, flokki þeim í
hag, sem hann tilheyrði, þó Stórritari
væri þar talinn honum sekari. Ritstj.
ísl. hélt bér hinu sama fram og Sig.
Eggérz hélt fram á fundi þeim, er hann
hélt hér nýlega, þó að S. E. nefndi
engin nöfn, heldur aðeins bardagaað-
ferð núverandi forvígismanna bannmáls-
ins. Má vera, að ritstj. ísl. hafi skjátl-
ast í dómi sínum um Stórtemplar í
þessu efni, en framkoma hans undan-
fariö bæði í ræðu og riti hefir gefið
tilefni til þeirrar ályktunar, er gerð
var í blaðinu. Og allir vita, að herra
Brynleifur hefir löngun til þess að
komast á þing, jog má mikið vera, ef
bannmálsforystan verður ekki það helzta
sem hann telur sér til ágætis við kjós-
endurna, sjái hann sér fært að gerast
frambjóðandi. Hvað Stórritara viðvíkur,
þá játar Stórtemplar, að markmið hans
með skrifum sínum um bannmálið sé
pöliiiskt; hann hafi skrifað greinarnar
sem >pólitiskur ritstjöri i andstöðu
við náverandi stjórn«. Sé ásökuu rit-
stjóra fsl. þung í garð hins virðulega
Stórtemplars, þá er staðhæfing hans í
garð undirforingja síns, Stórritarans,
ennþá þyngri, þar sem hún kemur frá
samherja, sem tengdur er honum órjúf-
andi böndum »bróðurkærleikans«. —
Síðast orða segir Stórtemplar, að hann
Hreinar flöskur kaupir
Áfengisútsalan, Akureyri.
Öllum, þeim sem heiðruðu út-
för sonar míns, Svafars Sigur-
jónssonar, á einn eða annan hátt
votta eg mitt innilegasta þakk-
Iseti.
Sérstaklega vil eg þakka O. C.
Thorarensen lyfsala og frú hans
rausn þeirra og höfðingskap í
hans garð, bæði fyr og síðar;
bið eg algóðan guð að launa
þeim kærleiksverk þeirra.
Pálína Björnsdóttir.
Jarðarför föður og tengdaföður
okkar, GuðmundarlKristjánssonar,
sem andaðist 23. þ. m. er ákveð-
in laugardaginn 31. og hefst með
húskveðju kl. 1 e. h. frá heimili
okkar Strandgötu 15
Rósfríður Guðmundsdóttir
Halldór Halldórsson.
Áskorun!
Þeir menn hér í bæ, sem eg heft
Iánað þessar bækur:
Óðinn, 3 bækur, 4 árg. í hverri,
Ensk íslenzk orðabók G. Zoega,
Brynjólfur biskup, Jón Vídalín,
Valdemar munkur, Leyndarmál her-
togans, Kynlegur þjófur, Hjaltalíns
kenslubók í Ensku, Hjaltalíns Enskt
íslenzkt orðasafn, Týnda stúlkan,
Paa Jagt efter Mennesker, Hans
Dödsfjende, The Tiger,
skili þeim tafarlaust.
Akureyri 29. okt. 1925.
Friðbjörn Bjarnarson.
Tanngerfi
vönduð að efni og snúði, sel ég fyrir 100
kr. á báða góma. Særi tanngerfin laga eg
þau ókeypis svo oft sem menn vilja og
þurfa. Aðgerðir á skemdum tönnum traust-
ar og afar ódýrar.
Á vinnustofu minni eru tvær raforku-
vélar af nýjustu gerð til tanniækninga og
tannsmíða.
Útdráttur tanna eða hreinsun góma
með deyfingu ókeypis fyrir þá sem geta
notfært sér það, og ætla sér að fá tennur
hjá mér.
Iggjjjp- 5 ára ábyrgð átðnnum.
Friðjón Jensson.
Hlýjustu, beztu
og þó ódýrustu
vetrarnærf Ht.
Kaupið þau í
hamborg.
Nokkrir kassar
af vindlum sem hafa þornað, verða
seldir á kr. 4.00 pr. V2 kassi.
Verzl. Geysir.
ætli sér ekki að hefja ritdeilur við rit-
stjóra ísl., önnur leið sé opin til að
jafna viðskiftm og hana ætli hann sér
að fara. Við þeíta er ekkert að athuga.
Ritstjóra ísl. stendur svo hjartanlega á
sama, á hvaða vettvang hann mætir
Brynleifi Tobiassyni.