Íslendingur


Íslendingur - 18.12.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 18.12.1925, Blaðsíða 2
ÍSLENDINQUR Hveiti Hafragrjón Hrísgrjón Rúgmjöl Heilmaís Fyrirliggjandi: Kaffibætir Melís Strausykur Súkkulaði Sveskjur J Ó L A T R É. Hessían Seglgarn Umbúðapappír Krystalsápa Sódi. Símskeyti. (Frá Fréttastofu íslands.) Utlend: Rvik 17. des. Frá Moskva er símað, að samn- ingar hafi verið undirskrifaðir milli Japana og Rússa, er tryggja Japön- um sérréttindi til olíu- og kolavinslu á Sachhalin. Frá Berlín er símað, að Demo- kratar hafi lofað að reyna að mynda stjórn á Þýzkalandi. Frá París er símað, að fjárlaga- nefnd fulltrúadeildarinnar hafi til- kynt stjórninni, að þýðingarlaust væri að leggja frumvörp Locheurs fjármálaráðherra fyrir þingið. Hann sagt af sér. Stjórnin völt í sessi. Frá Damaskus er símað, að Drús- sar á Sýrlandi berjist enn við Frakka af mikilli grimd. Frá Berlín er símað, að þar séu mikil fjárhagsvandræði. — 800 gjald- þrot í nóvembermánuði. Frá Genf: Framkvæmdaráð Al- þjóðabandalagsins heldur fund og ræðir meðal annars undirbúning afvopnunar. Frá London: Tuttugu þýzkum herskipum, sem sökt var í Scapa- flow, hefir aftur verið lyft upp á'yf- irborð sjávar. Frá Genf: Tyrkir hafa sent utan- ríkisráðherra sinn í flugvél á fund Alþjóðabandalagsins. Hann bendir á, að Tyrkir vilji nú ráða fram úr Mosulmálinu á friðsamlegan hátt. Símað er frá Lundúnum, að ný- lega hafi fundist handrit Shake- speare’s, er var selt fyrir 20,000 pund sterling. Innlend: í norðan stórhríðinni í fyrri viku tapaðist einn af pósthestum sunn- anpóstsins á Holtavörðuheiði. Bar hann mestan verðpóstirtn. Á mið- vikudaginn fanst hesturinn dauður í skafli, hafði frosið í hel. Verð- pósturinn óskemdur. — í hríðinni urðu úti 3 menn í Dalasýslu, og mikið af sauðfénaði fórst, mest á tveim bæjum, Sauðafelli 100 kindur og 130 á næsta bæ, var það allur sauðfénaðurinn þar. Unglingspiltur frá Snartatungu í Strandasýslu varð og úti. Talsverðir skaðar á hross- um urðu í Húnavatnssýslu. Páll Jónsson bóndi í Einarsnesi og fyr kennari við Hvanneyrarskóla andaðist í nótt. (Var hann bróðir Davíðs hreppstjóra á Kroppi og hinn vænsti maður). Sameinaða gufuskipafélagið og Eimskipafélag íslands hafa lækkað farmgjöld og fargjöld um ca. 10°/o. Bærinn á Höskuldsstöðum á Skagaströnd brann til kaldra kola í norðanbylnum, ásamt mestu afinn- anstokksmunum. „Litla jólabókin" fæst i prenísmiðju Björns Jónssonar, Aðalstræti 18 (niðri) og hjá Guðjóni Manasessyni Gránufé- lagsgötu. Kostar 35 aura. Hreinar flöskur kaupir Áfengisútsalan, Akureyri, ^ Úr hesmahögum. Jón Svcinsson bæjarstjóri hefir verið skipaður af ríkisstjórninni í milliþinga- nefnd, er á að athuga sveilarstjórnar- og fálækralöggjöf landsins og koma frain með breytingar á peim. Fer Jón suður með „Nova“. Steingrimur Einarsson læknir kom frá útlöndum með „Nova“ í gær. Hefir hann dvalið rúmt hálft annað ár erlendis við framhaldsnám i læknisvfsinduni, sérstak- lega hefir hann lagt stund á skurðlækn- ingar. Hann mun setjast að hér í bænum. Steingr. kvæntist nýlega i Khöfn ungfrú Porbjörgu Ásmundsson, fyrv. yfirhjúkr- unarkonu við spítalann hér. Dvelur hún í Danmörku fram eftir vetrinum. Utsvörin. Niðurjöfnunarnefndin jafnaði að pessu sinni 122,600 kr. niður á gjaldend- ur bæjarins, og er pað 17 pús. kr. meira en í fyrra; en gjaldendur líka um 200 fieiri. Eru taldir hér á eftir peir gjaldendur, sem greiða eiga 200 kr, og par yfir: 6000 kr. Klæðaverksmiðjan Gefjun. 5200 — Höepfnersverzlun. 5000 — Ragnar Ólafsson konsúll, Sigv. Porsteinsson. kaupm. 4000 — Verzl. Hamborg, Kaupfélag Ey- firðinga, Smjörlikisgerð Akureyrar 3000 — Hinar sam. ísl. verzlanir. 2500 — Jakob Karlsson kaupm. 2200— Verzl. Egils Jacobsen. 2000— Nathan.cS Olsen. 1500— Brauns Verzlun, O. C. Thoraren- sen Iyfsali, Gudinanns Efterfl. verzlun. 1300 — Baldvin Ryel kaupm. 1200— Verzl. Sn. Jónssonar. 1000 — Ásgeir Pétursson útgerðarm., J. C. F. Arnesen, Verzlun Eiríks Kristjánssonar, Steingr. Matthías- son læknir. 90Ö — A. Schiöth brauðgerðarmeistari. 800 — Ingvar Guðjónsson útgerðarm., Hf. Kveldúlfur. 750 — Kristján Jónsson bakari. 700 — Einar Stefánsson skipherra, Krist- ján Sigurðsson kaupm., Sigurður Bjarnason kaupm. 600 — Verzl. Brattahlíð., Hvannbergs- bræður, Kr. Árnason kaupm. 500 — Akureyrar-Bió, Espholin bræður, M. H. Lyngdal kaupm., Verzlun P. H. Lárussonar, Sápubúðin, Óskar Sigurgeirsson vélfræðing- ur, Tómas Björnsson kaupm., Tuliniusarverzlun. 450 — Árni Porvaldsson kennari, O. C. Thorarensen eldri, Júlíus Sigurðs- son bankastjóri, Bjarni Einars- son útgerðarm., Vilhjálmur Þór kaupfélagsstjóri. 400 — Brynleifur Tobiasson kennari, Stefán Jónasson útgerðarm., Kaupfél.^Verkamanna. 350 — Einar Einarsson útgerðarin., Frið- jón Jensson læknir, séra Geir Sæmundsson, Hallgr. Davíðsson verzlunarstj., Jón E. Sigurðsson verzlunarstj., Kr. Karlsson banka- ritari, Steingr. Jónsson bæjarfóg. 325 — Bjarni Jónsson bankastjóri. 300 — Anton Jónsson útgerðarm.,Elektro Co., Espholin Co., Magnús Að- alsteinsson frá Grund., Ólafur Ágústsson húsgagnasm., Sigm. Sigurðsson kaupm. 275 — Guðbjörn Björnsson kaupm., Sig. Guðmundsson skólaineistari. 250 — Guðm. Pétursson útgerðarm., Gunnar Schram símastj., Jónas J. Rafnar iæknir, Magnús J. Krist- jánsson, Rannveig Bjarnardóttir veitingakona, Stefán Jónsson klæðskeri, V ald. Steffensen læknir, Verzl. Norðurland. 200 — Brynjólfur Hrútfjörð (bakarí), Davíð Sigurðsson smiður, Einar Gunnarsson verzlunarstj., Einar Jóhannsson múrari, Einar Met- húsalemsson verzlunarstj., Einar J. Reynis bókhaidari, Erlingur Friðjónsson kaupfélagstj., Fri- mann Jakobsson smiður, Jón Guðmundsson skipstj., Jón Stcf- ánsson kaupm., Jónas’Porbergs- son ritstj., Magnús Blöndal verzl- unarstj., Pálmi Loftsson stýri- maður, Einar Mahnquist verzlun- armaður, Steingr. J. Þorsteinsson, Sigtryggur Jónsson timburmeist- ari, Sig. Ein. Hlíðar dýralæknir, Sv. •Sigurjónss.kaupm., Valdemar Einarsson loftskeytamaður, frú Vilhelmína Sigurðardóttir, Verzl. Þóru Matthíasdóttur, Verzl. Ak- ureyri, Verzl. Geysir, P. Thorar- cnsen gullsm., Kr.Kristjánss. bílstj. SilkitreflaV karla og kvenna, gotí úrval í BRAUNS VERZLUN. ............................................................ a. t \ Vetrarfrakkar, f Stormtreyjur, § § Alfatnaðir, karlmanna, i i Alfatnaðir, unglinga, \ \ Taubuxur, röndóttar, f Hattar, linir, f S Húfur, enskar, § i Vetrarhúfur, tau, \ \ Manchettskyrtur, f f Nœrföt, karlmanna og kvenna,9 § Hálstau, Bindi, k i Sokkar, Axlabönd, \ \ Belti með tcygju, f f Göngustafir, Vasaklútar, f S Borð- og Divatiteppi, i | Rúmteppi, hvít og mislit, \ \ Handklœði, Rekkju voðir, f Jumpers, ' ullar og silki, f § Prjónaföt, drg., | A Metravörur, margskonar, \ X Smávörur, margskonar, o. m. m. fl. 8 I ’ I | Alt með'sanngjörnu verði í f £Sr 1 Brauns verzlun. J j Páll Sigurgeirsson. ,4 ................................. Furuskíði Skíðabönd í Skíðaáburður alt afaródýrt í Brauns Verzlun. Takið eftir! 10—20°/o afslátt gef eg af grammofónum og plötum. V. Sigurgeirsson. 25 Kaffi- og Sukkulade-»stell« úr postulíni nýkomin. Verð: 12,000—75,00. /ón Stefánsson Strandgötu 35, Akureyri. > Göfug sjón. Ritstjóri Dags pykist hengja ritstjóra ísl. á „kross háðungarinnar sem opin- beran lygara", vegna pess að ritstj. ísl. hafi ekki viljað tilgreina heimildarmann að ummæluin sinum, að Dagur hafi orðið B. L. til fylgisauka i siðustu kosningum. Ritstj, ísl. gat jress, hvers vegna hann tilnefndi ekki manninn eða mennina, og pykist pess utan ekki jturfa að standa skriftir frammi fyrir ritstjóra Dags. En úr pvi að ritstj. Dags þykir gainan að pví, að kalla ritstj. ísl. „opinberan lygara", getur ritstj. ísl. gert honum sömu skil. Ritstj. Dags laug Jtvi upp vísvitandi í blaði sínu fyrir skömmu, að aðstandend- ur íslendings hefðu skipað nefnd liljtess að „stappa stálinu" í ritstj. ísl. og hvetja hann til óheiðaríegrar blaðamensku. Að jtessari sögu er ritstj. Dags nú lýstur „opinber lygari". Hann á því réttilega að hengja á „kross háðungarinnar", sem hann pykist hengja ritstj. ísl. á. — Og göfug sjón yrði það vafalaust, að sjá þá báða dingla þar saman. Biðjið ekki um „átsúkkulaöi“ (það á ekki saman nema að ? nafninu). | Biðjið um I TOBLER. | Pekkíst frá öllu öðru súkkulaði Reykjavík. Nýjar bækur Jón Sveinsson: Nonni og Manni. Forst. Erlingsson: Eiðurinn. Barnadómssaga Jesú Krists, Jólabókin 1925. í Bókaverzlun Kr. Guðmundssonar. Sjómanna-almanök 1926, Kvarðar (Skalaer), Samsíðungar, Transportörar, í Bókaverzlun Kr. Guðmundssonar. Gamli Bfósalurinn fæst leigður til fundarhalda og skemtana. Kr. Kristjánsson. Lítil barnataska með 2 kr. í tap- aðist í Hafnarstræti frá Hamborg til Lyngdals. Skilist lil ritstj. þessa blaðs. Amtsbókasafnið á Akureyri verður lokað frá 21. til 26. þ. m. Sömuleiðis Gamlársdag og Nýársdag. Bókavörður. Kaupið jólavindilinn í Verzl. G EYSIR .

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.