Íslendingur - 29.01.1926, Síða 1
\
i
i
Skólakerfið.
Kostnaðarhliðin.
Fyrir skömmu flutti ísl. tillögur
Jóns yfirkennara Ófeigssonar um
íslenzkt skólakerfi. Var þar tilhög-
un þess lýst allnákvæmlega. En
skýrsla yfirkennarans er yfirgrips-
mikil og kemur víða við. Fer hér
á eftir sá hluti hennar, er'fjallar um
kostnaðarhliðina. Eru þá meginþætt-
irnir í tillögum J. Ó. koninir fyrir
augu lesenda blaðsins:
»Lærðir skólar, kennaraskóli og
sjómannaskóli séu landsskólar og
séu þeir stofnaðir og starfræktir að
öllu leyti af ríkinu. Peir aðrir fram-
haldsskólar, sem taldir eru í tillög-
um þessum, gagnfræðaskólar og
héraðsskólar, skyldu lúta þeim á-
kvæðum, sem hér skal greina:
Fræðsluhéraðið skyldi koma upp að
öllu leyti af eigin rammleik, án til-
styrks ríkisins, öllum þeim húsum,
ásamt útbúnaði, setn þyrfti til skóla-
haldsins, og leggja til öll áhöld,
sem þörf væri á, önnur en kenslu-
áhöld. Ennfremur skyldi fræðsluhér-
aðið standa straum af þeim hluta
árlegs reksturskostnaðar, sem staf-
aði af viðhaldi húsa, þjónustufólki,
ræstingu, upphitun og ljósurn. Hins
vegar skyldi ríkiðlbera allan kostn-
að af hinum andlega rekstri, laun-
um fastra kennara allra og tíma-
kennara; ennfremur leggja til kenslu-
áhöld öll, svo sem söfn, og kosta
nauðsynlega aukningu þeirra. Verzl-
unarskóli skyldi stofnaður með
sama hætti, verzlunarstéttin tæki á
sig skyldur fræðsluhéraðs bæði
um hús og hluta hins árlega rekst-
urskostnaðar.
Til þess að létta af fræðsluhér-
aði þeim hluta reksturskostnaðar-
ins, sem á því muni hvíla, ætti að
heintila skólanefnd að taka hæfileg
skólagjöld af nemendum, og þá
nokkru hærri af utanhéraðsmönnum.
Sömuleiðis ætti henni að leyfast
að nota’skólahúsin þann tínia, sem
skólarnir starfa ekki, til annars þess,
sem ekki stofnar heilsu nemanda í
hættu. Pað, sem þannig áskotnað-
ist, og gjafir, sem kynnu að berast,
skyldi lagt í skólasjóð. Skólasjóður
ætti fyrst og fremst að vera til þess,
að greiða þann hluta reksturskost-
aðarins, sem hvíldi á fræðsluhéraði,
en ætti hins vegar einnig, ef hann
væri þess megnugur, að færa niður
eða fella burt skólagjöld og styrkja
fátæka nemendur.
Pær^ tiilögur, er eg nú hefi gert,
miða að því að þrískifta kostnaðin-
um við skóiaog skólahald: 1) Fræðslu-
hérað kosti hús og áhöld, 2) ríkið
allan andlegan reksturskostnað og
3) notendur og skólasjóður önnur
árleg útgjöld.
Ef þessi stefna væri tekin upp,
mundi þetta meðal annars vinnast:
Allar deilur um fjárframlög af hálfu
ríkisins og þar til heyrandi hrossa-
kaup, mundu vera úr sögunni, þar
sem nú væri skýrt ákveðið, hvað
hver málsaðilji ætti að annast. Ríkið
slyppi við stórupphæðir, sem það
hingað til hefir oftast greitt í stofn-
kostnað.upphæðir, sem koma óþægi-
lega við fjárhagsáætlanir, af því að
þær eru breytilegar og oft óvæntar.
í þess stað fengi ríkið jöfn árleg
útgjöld af hverjum skóla, sem
stofnaður yrði samkv. þesum ákvæð-
um. Virðast mér þess konar út-
gjöld fara betur í búreikningum
ríkisins en stofngjöldin breytilegu.
Fræðsluhéruðin ættu altaf upptökin
að stofnun skólanna og yrðu að
inna veruiega kvöð af hendi, áður
kæmi til kasta ríkisins. Þegar svo
fræðsluhérað kæmi til ríkisstjórnar
og færði sönnur á, að það gæti að
öllu leyti komið upp skólahúsum í
samræini við þær kröfur til fjár-
framlaga, sem húsameistari ríkisins
teldi hæfilegar, kæmi til kasta Al-
þingis að yfirvega, hvort ríkið gæti
tekið á sig sinn hluta kostnaðarins
eða yrði af einhverjum ástæðum að
fresta málinu að sinni. Alþingi
hefir alt af .úrskurðarvaidið uni það,
hvenær skóli yrði settur á stofn,
jafnt þó- skólinn væri talinn í skóla-
kerfinu.
Hugsast gæti, að einhverjum
fræðsluhéruðum stæði stuggur af
þeim hluta reksturskostnaðarins,
sem eg geri þeim að annast. En
sá kvíðbogi mundi reynast ástæðu-
laus. í sveitum mundu menn að
sjálfsögðu reisa skólana þar, sem
jarðhiti væri, og spara þannig skól-
anum dýra upphitun, og ekki æfti
þjónustufólk að gera mikinn kostn-
að, því að vel mætti venja ungling-
ana á að ræsta herbergi sín og
skólastofur. Kostnaöurinn yrði þá
aðallega viðhald og ljós, en þau
gjöld gæti skólasjóður vafalaust
borið. í kaupstöðum yrði kostn-
aður meiri, en þó lítill í samanburði
við það, sem vera mundi eftir því
lagi, sem nú tíðkast helzt.
Eg ætlast ekki til, að ríkið taki
skólagjöld, heldur fræðsluhéruðin,
og aðeins vegna árlegra útgjalda.
Og sjálfsagt virðist, að utanhéraðs-
menn greiði hærra skólagjald, rétt-
látt, að hjnir njóti verka feðra sinna,
er hafa stofnað skólann með mikl-
um fjárframlögum, sem fræðsluhér-
uðin fá aldrei endurgreidd béinlínis.
Þessi tilhögun tíðkast erlendis og
sjálfsagt víðar en eg hefi haft spurnir
af. Rakst eg fyrst á þessa skift-
ingu kostnaðar eða svípaða í ýms-
um sænskum skólum. Pannig er
t. d. ákveðið, að kostnaðurinn við
sænsku framhaldsskólana (forsát-
tningsskolan) skiftist svo,að fræðslu-
héruðin leggi til hús og áhöld, en
ríkið kennara og launi þeim. Mikill
meiri hluti hinnar dönsku menta-
málanefndar, sem eg hefi áður nefnt,
gerir tillögu um, að skifta kostnaði
við a 11 skólahald þar í landi á svip-
aðan hátt. Af þessu má sjá, að
fordæmin vantar ekki.
Pessar tillögur ná aðeins til þeirra
skóla, sem eg hefi talið í skóla-
kerfi mínu, og þessi ákvæði ættu
AKUREYRAR BIO
Laugardags- og sunnudagskvöldið kl. 8^2:
Undravegir kærleikans.
Stórfengleg kvikmynd í 6 þáttum, eftir hinni heimsfrægu skáld-
sögu »Nju« eftir Ossip Dúnows. Aðalhlutverkin leika:
EMIL JANNINGS, ELISABETH BERGER,
CONRAD VEIDT.
Petta er mynd sem allir verða að sjá.
Miðvikudagskvöldið kl. 8^2:
Unglingar stórbæjarins
7 þátta kvikniynd, eftirtektaverð og tilkomumikil.
aðeins að gilda fyrir þá skóla, sem
Alþingi að lokum ræður af að hafa
í skólakerfinu. Allir aðrir skólar,
t. d. ýmiskonar skemri framhalds-
skólar, þarfir og óþarfir, kæmust
ekki í upphafi inn undir þessi á-
kvæði, þótt alis ekki væri loku fyrir
það skotið, að samþykt yrði síðar
að bæta einhverjum þeirra í skóla-
kerfið og hafa um þá sömu eða
svipuð ákvæði.
Svo langt gekk ósvífni Windischgrátz
fursta, að hann bauð Austurríki stór
lán, til þess að fá víðtækari markað
fyrir hina fölsuðu seðla, og stóð f
samningum um lánið, er fölsunin var
uppvís.
Seðlarnir þykja ágætlega gerðir,
svo engin munur sézt á gerð þeirra
og ófalsaðra seðla, en psppírinn var
ekki nákvæmlega eins, og var haun
orsökin að fölsunin varð uppvfs.
Um 40 manns hafa verið hand-
teknir f sambandi við þetta mál.
Utan úr heimi
Stórkostlegt hneykslisniál.
í símfregnum til blaðanna hér,
stutlu eftir áramótin, var getið um
stóifelda seðlafölsun í Rumeníu er
ollað hefði alheims-hneyksli. Hér
hefir málunum einhvern veginn bland-
ast, því það er í Ungverjalandi sem
þessi tíðindi gerðust. Og er svo að
sjá, af nýkomnum útlendum blöðum,
að þetta hneykslismál muni ætla að
hafa miklar og alvarlegar afleiðingar.
Við seðlafölsunina sýnast vera riðnir
ýmsir helztu aðalsnienu Ungverja,
jafnvel konungborið fólk, háttsettir
embætiismenn og trúnaðarmenn ríki-
sins. Opinberar stofnanir voru not-
aðar til þessarar iðju. Rað voru
franskir frankár, sem falsaðir voru, alt
í 1000 franka seðlum, og voru 40,000
þeirra komnir í umsetningu. Seðla-
fölsunin byrjaði fyrir ári síðan, og
voru jafnaðarlega pientaðir 500 til
800 seðlar á dag.
Höfuðmaðurinn í þessari seðlaföls-
un en Windischgrátz fursti, en við
hana er mikið bendlaður Albrecht
erkihertogi, er tilkall gerði til konungs-
dóms á Ungverjalandi. Álti seðla-
fölsunin bæði að styðja hann til valda,
en einkum og sér í lagi var marknriðið
með henni, að því er Windischgrálz
hefir játað fyrir réttinum, að eyði-
*eg&Ía gengi franska frankans, og
koma Frökkum með því í slíkt fjár-
hagslegt öngþveiti, að þeir yrðu einskis
megnugir út á við, og þar með
hefði Ungverjaland færi á að komast
undan oki Trianon-samningsins, —
friðarsamningsins, er bandamenn gerðu
við Austurrík'smenn og Ungverja.
Upp og niður.
Dónrar.
Andstæðingablöðin þrusa nú uni þing-
málafundinn og víta framkomu þingmanns-
ins. Er það engin nýlunda. Björn Líndal
er þyrnir í þeirra augum og þeirra helzta
kappsmál er, að hafa niður af honum
skóinn, og meðulin, sem til þess eru
notuð, hirða þarj eigi um hver eru. Hon-
urn er fundið alt til foráttu, bæði það sem
hann gerir og ekki gerir. Er þessi ofsókn
blaðanna gegn B. L. bezta sönnun þess
að liann er enginn meðalmaður í þeirra
augum, á pólitíkst dauðýfli og þingónytj-
unga eyða blöð ekki púðri sínu. Rögnin
er þeirra hlutskifti venjulegast; fæstir meta
slíka þingmenn þess, að amast við þeim.
En undarlegt má það kallast, í sambandi
við árásir Verkamannsins og Dags á B.
L.,rað þau liggja honutn hvað mest á hálsi
fyrir það, sem þau hafa dásamað hjá leið-
togum sínum. Olafur Friðriksson, Jónas
frá Hriflu og Magnús J. Kristjánsson hafa
gert sig þráfaldlega seka um alt það,{sem
B. L. er víttur fyiir, en vandlætingavönd-
urinn !á þá óhreyfður á bak við búrkist-
una, og þéim kyrjuð — í stað umvönd-
unar — Iofdýrð og þökk. Svona er nú
samræmið í dómunum.
Hefði mátt bíða.
Verkamaðurinn, fyrstur allra blaða utan
höiuðstaðarins, hefir fundið köllun hjá sér
til þess að gera sér mat úr ógæfu, er
komið hefir fyrir þingmann einn úr íhalds-
flokknum, ógæfu, sem hver og einn góður
drengur mundi telja skyldu sína að bæta
úr eftir niætti, en ekki auka á. Síðara hlut-
skiftið velur ritstj. Verkamannsins sér, og
fetar þar í fótspor Hriflu-Jónasar og Al-
þýðublaðsritstjórans. Aðrir hafa ekki á
þetta mál minst í blöðunum. Hér á þing-
málafundinum sló megnurn óhug á menn,
er tilraun var gerð til þess að koma þessu
máli þar að, og samþykti fundurinn 1 einu
hljóði, að geta þess livergi í fundargerð-
inni. Um mál þetta hafa spunnist hinar
L