Íslendingur


Íslendingur - 09.07.1926, Qupperneq 1

Íslendingur - 09.07.1926, Qupperneq 1
kr Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. XII. árgangur. Akureyri, 9. júlí 1926. Strandgata 29. 28. tölubl. Kristján Jónsson d ó m s t j ó r i. Dómsljóri Hæstaréttar, Kristján Jónsson, varð bráðkvaddur að heimili sínu í Reykjavík að kvöldi þess 2. þ. m. Hafði verið við góða heilsu undanfarið, og kom því hið sviplega fráfall hans öllum á óvart. Er hér merkur og mikilhæfur maður til moldar genginn eftir langt og mikið æfistarf. Kristján Jónsson var fæddur á Gautlöndum við Mývatn 4 marz 1852, og voru foreldrar hans Jón Sigurðsson alþingismað- ur og kona hans, Sólveig Jónsdóttir prests frá Reykjahlíð. Krist- ján varð stúdent 1870 með hárri I. einkunn og lögfræðisprófi lauk hann við háskólann í Khöfn 1875, einnig með góðri I. eink. Eftir það var hann um tíma skrifari hjá landfógetanum í Reykjavík, en fékk veitingu fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu sumarið 1878. Þar var hann sýslumaður í 8 ár, en varð 2. yfirdómari í Lands- yfirréttinum 1886 og 1. yfirdómari 3 árum síðar. Jafnframt dóm- araembættinu gengdi hann amtmannsembættinu sunnan og vest- an frá 29. sept. 1891 til 1. júlí 1894, sem settur amtmaður. Dómstjóri Landsyfirréttar varð hann 30. maí 1908 og hélt því embætti þar til Yfirrétturinn var lagður niður, að rúmi ári undanskildu 1911 — 1912, er hann var ráðherra íslands. Er Yfirrétturinn var lagður niður og Hæstiréttur settur á stofn 1919, varð Kristján dómstjóri hans og hélt því embætti til dauðadags. Af öðrum störfum Kr. J. má telja það, að hann var annar gæzlustjóri Landsbankans um mörg ár, kennari í kirkjurétti við Prestaskólann í fleiri ár, forseti Reykjavíkurdeildar Bókmentafélagsins um nokkur ár, formaður fátækramála Reykjavíkur og bæjarfulltrúi í allmörg ár — og þing- maður um 15 ára skeið. Næst dómarastarfseminni verður það þingmenska Kristjáns Jónssonar og stjórnmálaþátttaka hans, sem halda mun minningu - lians á lofti. Hann sat á Alþingi frá 1893 til 1903 sem konung- kjörinn og frá 1908 til 1913 sem þingmaður Borgfirðinga. Á fyrra tímabili þingmensku hans stóðu mestu deilurnar um stjórnarskrár- málið og fylgdi hann í þeim deilum »Valtýskunni« svokölluðu og var helzti málsvari þeirrar stefnu í efri deild. Hann var um hríð formaðar flokks síns og þótti hinn mikilhæfasti þingmaður í hvívetna. Er sjálfstæðisbaráttan hófst, gekk hann í flokk Sjálf- stæðismanna og var einn af þeirra fremstu mönnum, og í kosn- ingunum 1908 var hann kosinn þingmaður Borgfirðinga. Var það ætlun margra, að hann yrði þá ráðherra, en svo varð ekki að því sinni; flokkurinn valdi annan. En er flokkurinn klofnaði 1911 varð Kristján ráðherra. En hann fékk aldrei verulega notið sín í embættinu sökum aðstöðunnar í þinginu, og mun hafa orðið þeirri stundu fegnastur, er hann gat skilað af sér ráðherraem- bættinu og tekið við sínu gamla embætti — dómsmálastjóraem- bættinu — aftur. — Sem Iagamaður og dómari naut Kr. J. óskifts trausts og virðingar þjóðarinnar. Um stjórnmálamanninn hafa dómarnir orðið misjafnir, eins og oft vill verða, en enginn mun það af honum draga, að hann var drengskaparmaður í pólitík. Kristján var kvæntur Önnu dóttir Þórarins próf. Böðvarssonar frá Görðum, hinni ágætustu konu, en misti hana fyrir allmörgum árum. Eignuðust þau mörg börn og komust flest til fullorðins ára. Tveir synir, Böðvar adjunkt og Jón lagaprófessor, létust fyrir nokkrum árum. Meðal barna þeirra, sem lifa, eru Þórarinn hafnar- stjóri í Reykjavík og frú Sólveig kona Sig. Eggerz bankastjóra. Með Kristjáni Jónssyni dómstjóra á ættjörðin á bak að sjá einum sinna nýtustu og beztu sona. Mun hún því minnast hans með hlýhug og virðingu og þakka honum vel ræktar sonarskyldur. AKUREYRAR BIO Laugardagskvöldkl. 9: Fangi Öræfahöfðingjans. 6 þátta kvikmynd, undursamleg og spennandi. Leikin afj nafnfrægum leikurum. Ssunnudagskvöld kl. 9: Við hirð Austurrfkiskeisara. 10 þátta kvikmynd afar tilkomumikil. í henni er dregin fram góð lýsing af lífinu við austurrísku hirðina um og fyrir stríðsbyrjun 1914. — Aðalhlutverkið leikur: NORMAN KERRY. I Landskjörið. Um 35 % kjósa. því fram, að Sig. Eggerz muni hafa orðið Magnúsi Kristjánssyni hlut- skarpar. — en það er næsta ólík- legt. <§><§> Eftir þeim fregnum sem íslend- ingur hefir fengið af lanskjörinu, þá hefir það verið freinur laklega sótt. Álitið að milli 30°/o og 35°/o hafi neytt kosningarréttar síns og þó það sé nokkuð meiri þátttaka en var við landskjörið 1922, þá má hún naumast verri vera. Yfirleitt var þátttakan miklu betri í kaupstöðum og kauptúnum heldur en til sveita, í kaupstöðunum mun þátttakan hvergi hafa verið undir 50%, t. d. greiddu um 700 kjósendur atkvæði hér á Akureyri af rúmum 1100, sem eru á kjörskrá, og í Reykjavík greiddu um 3800 atkvæði af tæpum 7000, sem eru þar á kjörskrá. Frézt hefir úr sveitum, þar sem aðeins^ 17% kjósenda greiddu atkvæði. í stöku hreppum, t. d. í Suður-Þingeyjar- sýslu sumstaðar, var tiltölulega góð þátttaka. Hér í sýslunni mun þátttakan hafa verið einna verst í Glæsibæjar- hreppi, Svarfaðardal og Ólafsfirði. mun hún hafa verið um og rétt yfir 20°/o. Klagað hefir verið yfir kosningu í einum hreppi sýslunnar — Hrafna- gilshreppi. Var kosningunni slitið þar áður hinn lögskipaði ákvæðis- tími var úti. Var með þeim hætti tveimur kjósendum bægt frá að neyta kosningaréttar síns, er komu á staðinn næstum klukkutíma áður en hinn lögskipaði tími var úti. Kosningin má lögum samkvæmt eigi standa sketnur yfir en 5 tíma, en kjörstjórn Hrafnagilshrepps lét sér nægja fjóra. Áður hafði ákvæðis- tíminn raunar verið 3 tímar, en því ákvæði var breytt á næst síðasta þingi og 5-tíma ákvæðið sett í stað- inn. En þessi breyting var kjör- stjórn Hrafnagilshrepps ókunn, að því er hún segir, og færir sér það til afsökunnar. — Hvað yfirkjör- stjórnin í Reykjavík gerir í málinu, er ennþá ókunnugt. Margir spádómar hafa komið fram um hverjir kosnir séu, en ílestir eru á þá leið að það séu: Jón Þorláksson, Jón Baldvinsson og Magnús Kristjánsson. Sumir halda Vérkfallið. Þess var getið í síðasta blaði, að kaupdeilur stæðu yfir hér í bænutn milli fiskverkunarstúlkna og vinnuveit- enda þeirra. Úr þessum deilum hefir ekki ræst ennþá. Stúlkurnar sjálfar munu þó yfirleitt ekki ófúsar að taka upp vinnuna með þeim kjörum sem vinnuveitendurnir bjóða nú, en þora það ekki fyrir »leiðtogum« sfnum, af báðum kynjum, sem hafa hótað þeim hörðu ef þær dirfðust að gera slfkt. Hafa margar þeirra því tekið það ráð, áð fara í kaupavinnu upp í sveit til þess að losna úr vandræðunum. En samningsnefnd stúlknanna hefir Iftinn vilja sýnt á því að slaka til á kröfunutn. Hefir hún haldið fast við þá kröfu að sama tímakaup væri gold- ið og í fytra, 65 aurar til 15. júlí og 80 autar úr því, en tjáð sig ekki ótil- leiðanlega að lækka fiskþvottstaxtann um 5 aura, svo að hann yrði 60 aurar fyrir hver 50 kg. til 15. júlí og 75 aurar úi því. Vinnuveitendur hafa hækkað fiskþvottstaxta sinn frá því sem þeir buðu fyrst um 5 aura, vilja nú greiða 55 aura og eftir 15. þ. m. 65 aura fyrir þvott á hvetjum 50 kg., en enga breytingu hafa þeir viljað gera á tímakaupinu, frá því sem þeir buðu í fyrstu, sem var 60 og 70 aurar. Á sunnudagsmorguninn boðaði Hall- grfmur Jónsson bæjarfulltrúi vinnuveit- endur til fundar við sig til þess að ræða um samkomulag. En hann reynd- ist þá hafa ekkert umboð frá stúlkun- um til samninga eða til að fara með mál þeirra og hafði því sá fundurinn litin árangur. En konurnar lýstu undr- un sinni yfir þessu tiltæki Hallgríms. Nú fóru vinnuveitendur að líta í kringum sig eftir stúlkum, sem viljugar væru til að vinna upp á kjör þeirra. Margar fýsti í vinnuna en þorðu ekki. Þeim hafði verið hótuð barsmíð og ill meðferð og á það vildu þær ekki hætta. Samt fundust nokkrar svo hug- aðar að þær buðust til að vinna. Gátu 2 fiskverkunarstöðvar tekið til starfa á þriðjudaginn, en fremur fáliðaðar þó.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.