Íslendingur


Íslendingur - 01.10.1926, Síða 3

Íslendingur - 01.10.1926, Síða 3
3 JSLFNDINGUR \ Hvað eigum við með Grænland að gera? Eftir Jón Duason. (Framh.) Hvað eiga islenzkir kaupmenn að gera með Grœnland? Nu er íslaud ofhlaðið kaupmönnum og verzlunarmönnum. Á Grænlandi búa ca. 15 þúsund manns, en það land á enga verzlunar- stétt. Búðarlokur einokunarinnar á Græn- landi eru ekki kaupmenn, og hafa enga kunnáttu í verzlun, enda mundu þeir óðara flýja landið, ef það væri opnað fyrir samkepni. Fað er ekki hægt að gera sér neina hugmynd um verzlunarmagn Græn- lands í framtíðinnl af núverandi verzl- unarmagni, sem byggist á því, að landsmenn fá 1 '/3— 4°/o af markaðs- verði afurða sinna. Örskjótt eftir að Grænland hefir verið opnað, má búast við því, að verzlunarumsetning þess verði ekki öllu minni en Reykjavíkur nú. Á Græn- landi er þannig meira en nóg starfs- svið fyrir sérhvern verzlunarmann, sem þykir þröngt nm sig á íslandi. Hafnirnar á vesturströnd Grænlands frá 62° n. br. og norður að heim- skautsbaug eru hafíslausar og lagís- lausar. Fyrir norðan heimskautsbaug leggur allan Baffinsflóann. Ennfremur leggur alt hafið fram með Labrador og alt suður á Newfoundland, og lokast þar með allar siglingar og samgöngur við Hudsonsflóa lön'din, og alt N. Canada. íslenzkir kaupmenn á vesturströnd Grænlands geta þar á móti staðið stöðugt í siglinga-sambandi við um- heiminn, og er Baffinsflóinn er lagður, geta þeir þeyst á hreyfisleðum og snjóbíium vestur yfir Baffinsflóann, vestur yfir Baffinsland, og vestur um allar slétturnar fyrir norðan Canada- skógana, og haft þannig alla verztun- ina við þessi lönd að vetrinum. En þegar vorar og ísa Ieysir af sundunum f Norður-Canada, geta íslenzkir kaup- menn í Vestribygð verið komnir á skipum sínum til Norður Canada og búnir að fylla þessi löndaf vörum, áður en Bretar geta verið komnir til Græn- • lands með varning sinn, á leið til Norður-Canada. Það þarf því ekki að spyrja um það, hverjir verði hlut- skarpastir í að ná þessari verzlun. Og lítum svo ofurlítið lengra fram í tímann. Næstum því alt Canada eru óbygðir barrskógar. Fyrir austan Mackenziefljótið hallar öllu þessu mikla landi út að Hudsonsflóa, svo að allar ár falla þar til sjávar. Þegar farið verður að fella þessa miklu skóga, er eini útflutningsmöguleikinn á viðnum sá, að fleyta honum ofan eftir ánum, og flytja hann síðan á skipum yfir á fslenzku hafnirnar á Grænlandi, þá tvo mánuði sumarsins, sem Hundsons- sundið er fært skipum. Pessa sömu leið á allur þungavöruflutningur frá og til Norður- og Vestur-Canada að ganga, og þess verður ekki langt að bíða, því að nú er Canadastjórn að láta byggja feikna mikla járnbraut frá hveitilöndunum í Vestur-Canada norður að Hudsonsflóa. Heimsverzlunarborgir Norður- og Vestur-Canada eiga með öðrum orðum fyrir höndum að rísa upp við íslausa firði á vesturströnd Grænlands, fyrir norðan 62° n. br., líklega helzt í Vestribygð. Hafa íslenzkir kaupmenn og verzl- unarmenn ekkert að gera n.eð að tryggja sér og íslenzku þjóðinni þessa afskaplega miklu framtíðarmöguleika? (Nl.) Allskonar n ý t í z k u Ullar-Kjólatau, Kjólaskraut, Ball- kjólatau, Morgunkjólatau, Tvist- tau, Sængurveraefni, Lakaléreft, hvítt Léreft, landsins bezta boldang og afarfjölbreytt úrva! af prima Flonel, nýkomin til Baídvin Ryel. Athugið! Ágæt Kven-Nærföt á kr. 3,90 settið, Pr/ónaskyrtur, Sokka allskonar, karlm. og drg. Peysur, kven- og barna- Svuntur, fyrirtaks Lífstykki frá kr. 4,00-13,75. Stærð frá 60 — 90 ctm. Prima Tricotine- Nærföt og Silki-Langsjöl fœst nú í fjölbreyttasta úrvali hjá Baldvin Ryel. A L L I R, sem eiga hjá mér að- gerðardót, verða að vera búnir að taka það fyrir 15. október 1926. Höskuldur Árnason, gullsmiður. Blómlaukar nýkomnir, beint frá Hollandi, f Ryels B-deiid. Hefi í umboðssölu erfðafeslulönd og eignarlóðir, sem eru á beztu byggingarstöðum í bænum. Magnús Jónsson, bókbindari. Nýkomið: Manchettskyrtur, Khakiskyrtur, Milliskyrtur, fallegar Sparibuxur á aðeins kr. 9,75 parið, Bindi, Axlabönd, príma fóðraðir Skinn- hanzkar, nýkomið í fjölbreyttu úrvali. Baldvin Ryel. Mótor- Cylinder- Olíur Mikið og fjölbreytt úrval affyrsta flokks ameriskum Mótor-cylinder- O L í U M. Verðið sanngjarnt! Jón E, Sigurðsson. Verzl. hamborg. Ný tegund, er Fílsplástur heitir, hefir rutt sér braut um víða veröld. Linar verki, eyðir gigt og taki. Fæst í Lyfjabúðum. Amtsbókasafnið á Akureyri. Amtsbókasafnið á Akureyri verður opnað 'priðjudaginn 5. október n.k. Lestrarsaiurinn er opinn alla daga vikunnar frá kl. 4—7, nema mánudaga og laugardaga. Utián frá kl. 4—7, laugardaga og miðvikudaga. Safnið er lokað alla mánudaga. Bókavörður. Lögtak. * Ogreidd gjöld til Akureyrarkaupstaðar, aukaútsvör, vatns- skattur, lóðargjöld, holræsa- og gangstéttagjöld, rafveitugjöld og hólmaleigur, fallin í gjalddaga 1. apríl þ. á. og áður, verða, sam- kvæmt beiðni bæjargjaldkerans, tekin lögtaki eftir átta daga frá birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar 1. okt. 1926. Bæjarfógetinn. Nærsveitamenn, sem skulda yfirstandandi árg. Islendings eða jafnframt eldri ár- ganga eru vinsamlega beðnir að gera blaðinu full skil nú í slátur- tíðinni. •— Blaðið má borga til þessara manna: Hallgr. Valdemarssonar, Guðjóns Manasessonar, Sveins Sigurjónss., Jóns Porvaldss. (við Höepfnersverzlun) og á skrifstofu blaðsins í Strandgötu 29. Laukur fæst í Höepfnersverzlun Góð eldavél til sölu. Fríðjón fensson. Vetrarstúlku vanlar mig. Gott kaup í boði. Margrét Magnúsdóttir, Túngötu 1. gera menn bezt kaup á edikssýru og allskonar kryddi hjá okkur. Ennfremur á citronolíu, vanilledropum, möndludropum, anísdropum, karde- tnommur, ger- og eggjadufti og öðru kryddi, er til brauðgerðar þarf. Lyfjabúðin. Kensla. Eins og síðastliðinn vetur tek eg börn og unglinga til kenslu. Einnig getur komið til mála, að eg gangi í hús til kenslu. Mig er að hitta heima f Gránufé- lagsgötu 19, Akureyri. Pórir Guðjónsson. Fæðiogþjónustu geta 8 — 10 manns (hefir námspiltar) fengið fyrir kr. 80,00 á mánuði. Komið gæti til mála um húsnæði á sama stað. R. v. á. VinÉYlian Qurora hentar stórbýlum til sveita. Vandað- asti og ódýrasti rafmagns mótorinn á Norðurlöndum. Eins kílóvatfs- mótor (fyrir fimtíu 16 ljósa lampa) kostar nú ásamt rafmagnshlöðu (accu- mulator) fob Kaupm.höfn 2400 (tvö þúsund og fjögur hundruð) krónur. — Nánari upplýsingar hjá undir- rituðum. Akureyri 1. sept. 1926. Frímann B. Arngrimsson. BÆNDUR til sveita og sjávar, sem ekki hafið efni á að kaupa sement til húsa, né til að kaupa útlendan tilbúinn áburð, notið tækifærið nú í haust, til að safna beinum, fiskúrgangi og einnig þangi og þörungum, sömuleiðis sjávarskeljum, einkum stórum skeljum, þar sem þær er að finna. fsland geymir öll þau áburðarefni, er landsmennn þurfa, ef þeir kunna og nenna að nota þau. Stórar sjávarskeljar eru 90°/o kolsúrt kalk, en 509/o hreint kalt, úr þeim má með litlum tilkostnaði vinna alt það kalk, sem þarf í steypu fyrir haugstæði og safngryfjur og með lítið meiri fyrirhöfn sandkalkstein, sem gef- ur múrsteini lítið eftir til bygginga. Aðsjálni fjárveitinganefndarinnar hefir ekki leyft mér tvö síðustu og leyfir mér ekki þetta ár að ferðast kringum landið, til að athuga birgðir af þess- um efnum. Óska því, að bændur til- kynni mér skriflega, hvar tiltækilegast sé að byggja kalkofn, svo brenna megi 50 til 100 smál. af kalki á ári. Góður ka kofn kostar í Pýzkalandi 5000 mörk gulls. Mundi kosta nokkuð meira hér uppkominn. Nánari upplýsingar ef óstað er. Akureyri 31. ágúst 1926 F. B. Arngrímsson. Skólafólk! Hedebo leikfimisskór eru þeirbeztu, verðið lækkað, fást í öllum stærðum. Sent gegn póstkröfu. M. H. Lyngdal.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.