Íslendingur


Íslendingur - 15.10.1926, Blaðsíða 2

Íslendingur - 15.10.1926, Blaðsíða 2
ÍSLENDINOUR 'i )) ffaTfflíNi i ÖLSEIM (( hafa fyrirliggjandi: Kaffi Súkkulaði Kaffibætir Kaffibrauð Kakao Kex H V E I T I margar teg. L i b b y’s m j ó 1 k. Fíkjur Rúsinur Sveskjur. hefir að iíkindum haldið þeim betur saman, en einskær kommúnismi. — Meðlimir félaganna hafa orðið þreytt- ir á sameigninni, einveldisandanum og einstaklingsófrelsinu, þegar mesti liit- inn var farinn af þeim. Bá kom tví- drægnin, sundrungin, sjálfselskan, letin, misréttið, og að lokum fátæktarbaslið. — Pað fer alt út um þúfur, fyr eða síðar, sem er í andstöðu við eðlis- lögmál náttúrunnar eða traðakar þeim. — Rússland var gert að sameignar- ríki 1917, en hvar er öll sameignin þar? Allir ókostir hennar eru nú að sýna sig, og munu gera það betur. Ríkisrekstur á Frakklandi er kunnur að endemum. Eftir byltinguna í París 1848, sem jafnaðarmenn áttu mestan þátt í, var hinum svonefndu þjóð- verkstœðum komið á fót. Pað voru jafnaðarmenn, sem réðu því og stjórn- uðu þeim að miklu leyti. Par unnu yfir 100 þús. menn, og vildi hver fá að vihna það eitt, sem honum þótti hægast og girnilegast. Af þessu leiddi sundrung og óánægja. Leið- togarnir höfðu prédikað það áður fyrir verkalýðnum, að hver ætti að starfa að því, sem hann hefði vilja eða hneigð til. Pað kom brátt í Ijós, að of margir höfðu hneigð til léttu og fínni starfanna. Erfiðum og óhrein- legum störfum vildi enginn líta við. Ríkið tapaði daglega á vinnubrögðun- um 170 þús. frönkum og komst í miklar skuldir. Eftir nokkurn tíma var þessari vitleysu hætt. Og sagt er, að helzti jafnaðarmannaleiðtoginn í París, Blanc, hafi orðið þeirri stundu fegnastur, þegar verkstæðunum var lokað. Pau höfðu kent honum mafgt, sem hann áður ekki vissi, og nú vildí hann helzt, að allir gleymdu þeim sem fyrst. Pessi þjóðnýting var hnefahögg í andlitið á sócialistum, enda minkaði nasablástur þeirra í 15 —16 ár. En löngu síðar gátu jafnaðarmenn komið því til leiðar, að eldspýtur og tóbak var þjóðnýtt í Frakklandi. En þessi þjöðnýting hefir gefist illa. Vörurnar vondar og rándýrar, því að alla sam- kepni vantar.* Pannig segist frá í þessari bók. Pað er nú komið á daginn, að kommúnista-stjórnin á Rússlandi er meir og meir að fjarlægast sameignar- stefnuna. Alt var komið þar í deyfð og doða, vegna þess, að athafnafrelsi og framtak nýtustu manna þjóðarinn- ar var heft. Eina viðreisnarvonin sá stjórnin, að Iá i því, að rýmkva á höftunum. Nú hefir verzlunin verið gefin frjáls aftur að nokkru leyti og einstaklingum leyfður iðnrekstur í fél- agi við »hið opinbera«. Hefir tals- vert lifnað yfir atvinnuvegunum síðan. En ófresli og kúgun sveimar þó enn- þá yfir öllu og þjóðin á yfirleitt við bág kjör að búa, þó að batnað hafi til muna síðan stjórnin vék frá einræði sameignarstefnunnar. III. Kjósendur! Ætlið þið að láta atkvæði yðar fyrsta vetrardag falla á þann listann, sem hefir sinn megin- Stuðning frá þeim mönnum, sem vilja koma hér á nýju þjóðskipulagi, þar sem öll framleiðslutækin séu þjóðar-- eign og framleiðslan rekin af hinu opinbera, þið sjálfir sviftir eignarrétti og athafnafrelsi og gerðir aþ ánauð- ugum þrælum hins opinbera, eða ætl- ið þið að láta atkvæði yðar falla á þann listann, sem borinn er fram af þeim flokki, sem vill að þið séuð frjdlsir menn i frjáísu landi. Ef þið kjósið fyrra hlutskiftið, greiðið A list- anum atkvœði, ef hið síðara er ykkur geðfeldara, þá kjósið lista íhaldsflokk- sins, B-listann! Fijáls veizlun og blómlegt atvinnu- Iíf er markmið íhaldsflokksins. Ein- okun á verzlun og atvinnurekstri, er markmið andstæðinganna. Hvora stefn- una ætlar þú að aðhyllast, kjósandi góður? CO Símskeyti. ^ (Frá Fréttastofu Islands.) Rvík 14. okt. Útlend: Frá London er símað, að búist sé við að Asquith afsali sér leið- sögu frjálslyndaflokksins vegna heilsubrests. Óvíst hver verður eftirmaður hans. Frá París er símað, að Chantilly- höllin fræga, eign Academie Franc- aisies, hafi verið rænd dýrmætum þjóðarminjum, er séu 10 milj. gull- franka virði. Frá Berlín er símað, að fursta- eignirnar séu til umræðu í ríkis- þinginu. Hafa kommúnistar gert feikna óspektir, réðust þeir á for- seta þingsins og lenti í handalög- máli. Lögreglan varð að skakka leikinn. Frá Stokkhólmi er símað, að kommúnistar hafi orðið uppvísir að fyrirhugaðri byltingatilraun. Höfðu þeir safnað saman byssum og skot- færum og var áform þeirra að taka með vopnavaldi opinberar bygging- ar í Stokkhólmi og öðrum borgum. Frá London er símað, að fulltrú- ar þýzkra og enskra iðnaðarfélaga haldi lokaðan fund í Romney. Er giskað á að þar sé rætt um þátt- töku Englands í stálhringnum. Frá Moskva: Trotzky og Sinov- ejev hefir verið stefnt fyrir flokks- dómstól vegna undirróðurs gegn flokksstjórninni. Frá Capetown er símað, að 150 manns hafi farist þar af námu- sprengingu. Frá London er símað, að námu- menn hafi hafnað miðlunartillögu Baldwins. Fulltrúafundur námu- manna krefst þess, að verkfall verði hafið við öryggisvinnu í námunum og að kolainnflutningur verði heft- ur. Stjórn námumannanna er and- víg kröfunum og á að fara fram atkvæðisgreiðsla um þær í námun- um. Innlend: Manpfjöldi á landinu um síðustu áramót 99,863, þar af í 7 kaupstöð- um landsins 35,640, en í sveitum sjávarþorpum og kauptúnum 64,223. í árslok 1924 var fóiksfjöldinn 98, 370, fólksfjölgun því 1,493, eða 1,8%. íbúatala kaupstaðanna hefir fjölgað um|2,000, en sýslnanna fækkað um 500. íbúatala Reykjavíkur er 22,022, Akureyrar 3,033, Hafnarfj. 2,943, Vestm.eyja 2,926, ísafjarðar 2,224, Siglufjarðar 1,535, Seyðisfjarðar 957. Landlæknir segir heilsufar óvenju gott á öllu landinu. C3 H e r h v ö t bandalagsins. Út í kosningahríðina harðu, höldum ótrauðir, sýnum nú dug. Hefjum liðsbón á himni og jörðu :,: hölduin saman í stórvígahug. :,: Undir fána vorn ötulir söfnum, áfram hvíldarlaust nótt bæði’ og dag. Með hreysti og með hetjubrag hæðir allar að jörðu vér jöfnum. Fram bænda og bolsa lið! að brytja íhaldið! og samvinnan og sameignin vor séu kjörorðin. Hörður. <§>® Upp og niður. Delirium tremcns? Ritstj. Dags er orðinn svo armæddur yfir kosningahorfum bandalagsins og svik- uin sínum og foringja sinna við, málstað bænda, sem hann getur ekki lengur varið, — að hann hefir mist alla stjórn á geðs- munum sínum. í þessu æði sínu sér hann mynd af ástandinu í landinu, eins og það verði, fari íhaldsflokkurinn áfram með völdin í Iandinu. Er hún þannig: »Allur þorri lýðsins einskis megnandi og flatur undir fótum nokkurra manna, sem með alt veltuféð og öll umráð á valdi sínu fjúgast á um auð og aðstöðu, eins og dýr um bráð, og beita klóm og kjöpt- um htekkvísinnar í viðskiftum.« Alt þetta á að ske, sé ekki verzlunin einokuð og atvinnulífið sett í hlekki. Áumt er ástand þess manns, sem svona sýnir sér, og væri óskandi, að hægt yrði að ráða bót á þvi bráðlega. Hvað liggur eftir hann? Dagur hefir undanfarið gumað mikið af dugnaði Framsóknarflokksins og fram- sækni, en honum hefir láðst að benda á hvað eftir flokkinn liggur, er til þjóðþrifa og framfara geti talist. Er því ekki að undra, þótt einhver kynni að spyrja: Er það nokkuð? I Undrin mestu. Dagur segir um Hriflu-Jónas: hann sé óeigingjarn umbótamaðar og hafi hreinan skjöld’.' Hvenær skeðu þau und- ur, að maðurinn breyttást svo? Tap bankanna. Dagur í g*r jórtrar sömu tugguna um miljónatap bankanna og kennir þjóðmála- stefnu íhaldsflokksins, því að það sé hún, sem leitt hafi til hóflausra Iána til stórút- gerðar. Vitanlega var íhaldsflokkurinn ekki til þegar mest tapaðist, en það skiftir nú auðvitað minstu. — Bankarnir lánuðu útgerðinni vegna þess, að þeir fundu að þar var framtakið mest. Ef útgerðin hefði ekki verið, hefðu bankarnir ekki getað gert fé sitt arðberandi. Pað er eins og blaðið »Stormur« kemst að orði: — ’út- gerðin, sem skapað hefir miijónagróða bankana og ávaxtað sparisjóðsfé lands- manna á undanförnum árum, og því ekki nema eðlilegt, þótt tap bankanna lenti hjá þeim, sem lánin tóku og féð lögðu í áhættusaman atvinnuveg.* — »En ennþá« — bætir blaðið við — »hafa töp þessi ekki orðið svo mikil, að sparisjóðseigend- ur eða innláns hafi tapað fé sínu svo nokkru nemi, að minsta kosti ekki hjá bönkunum.« Pjóðernl og ættjarðarást. *Stjarni« Verkamannsins er gleiðgosa- Jegur yfir því, að Isl. skyldi tilfæra orð Marx um, að verkamenn ættu að »hata alt þjóðernis- og ættjarðarástartal auð- borgaranna,« og telur blaðið snoppunga sjálft sig og flokk sinn með því. Svo er enganveginn. Marx kallar alla aðra auð- borgara en »öreigalýðinn«,en svo nefnir hann oftast verkamenn. Og kenning Marx: »Heimurinn er vort ættarland, verkamenn eiga ekkert föðurland,« miðar að því eins og ísl. sagði, að uppræta þjóðrækni og ættjarðarást úr hjörtum lýðsins, og flokkur, sem er bandalag við flokk, sem fylgir þessari kenningu, ætti ekki að leyta banda- laginu fylgis á þjóðernislegum grundvelli. — Að íhaldsflokkurinn hafi sýnt sig óþjóð- legan, eru ósannindi. Hann, fiemstur stjórnmáiaflokkanna íslenzku, vill varð- veita þjóðerni vort og gagnlegar þjóðvenj- ur og hefir örugt traust á framtíð Iand- sins. Og honum er það ljóst, að smá- þjóðunum er það einkum nauðsynlegt, að glata ekki úr hendi sér bitrasta vopninu — þjóðernistilfinningunni og ættjarðarást- inni, — sem þær eiga í sjálfstæðisbaráttu sinni, meðan árásasýki stórþjóðanna lifir. »Stjarni« getur kallað þetta »þjóðarremb- ing«, ef honum sýnist svo, en íslenzka þjóðin mun aldrei líta þeim augum á málin, Boðorð bolsanna. Marx, faðir kommúnismans,segir: »FjöIg- ið öreigunum, fækkið borgurunum, æsið, tryllið, hatið, svo að byltingin komist sem fyrst á. Augu lýðsins opnast ekki fyrir eymd hans og þrælkun, nema atvinnuleysi og örbyrgð þrengi fast að honum. Stundar- þjáningin eru smámunir; hún leiðir ör- eigana til framtíðarsælu. — Aukið fjár- hagslegt öngþveiti á opinberum sviðum. Ef ríkis- og bæjarfélags-skuldir vaxa, þá þrengir að borgurunum og þeir verða óá- nægðir með núverandi þjóðskipulag.« — Pétta er boðorðið, sem bandamenn Fram- sóknar eiga að fylgja. Hvernig lýst bænd- unum á boðskapinn? Hríseyingar. Dagur eys svívirðingum yfir Hríseyinga, vegna þess að hann er vonlaus um fylgi þeirra til handa bandalagslistanum. Brigzlar hann þeim um vesalmensku og undirlægjuhátt, og telur þá í félagslegum og stjórnmálaefnum hálfri öld á eftir tím- anum. — Hríseyingar svara fyrir sig kjör- daginn. Epli, Appelsínur, Vínber, Perur kemur með Nova f Söluturninn á Oddeyri. Fyrirlestur heldur séra Sveinbjörn Högna- s o n í samkomuhúsi Svalbarðsstrandar sunnudaginn n. k. kl. 3 e. h. Dans á eftir. Sjöstjarnan flytur fótk ókeypis. — Fer frá Toríunefsbryggjunni kl. 2 e. h. Nefndin. Byrja hannyrðakenslu 20. þ. m. Valgerður Ólafsdóttir. Strandgötu 39. Saumakensla. Nokkrar stúlkur geta fengið tilsögn í saumum hjá undirritaðri í vetur. Ingibjörg Hal/grímsdóttir. Lundargötu 13.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.