Íslendingur - 15.10.1926, Blaðsíða 3
4
islendinour
Við þjóðveginn.
Ný skáldsaga eftir
séra Gunnar Bene-
diktsson prest að
Saurbæ. Akureyri
1926.
Gunnar prestur hefir hér ritað all-
snarpa ádeilu á ríkjandi þjóðskipulag.
Bæjarfógetadóttir úr Reykjavík, sem
er gróflega vel inhrætt og pínulítið
samvizkusamari en fólk er flest, gefst
upp við líknarstarfsemi í Reykjavík,
snarast austur yfir fjall og biður sér
þar manns, eða réttara sagt, tekur hann
herfangi, því að ekki verður séð, að
mannauminginn komi minstu vörnum
fyrir sig, eða honum hafi Ieikið nokk-
ur hugur til þess ráðs. — Síðan sezt
hún þar að >með strigasvuntu í torf-
eldhúsi« »ok fæðir þar Fenris kindir,«
elur upp nýja kynslóð, sem hana
dreymir um, að bæta skuli úr böli
mannanna síðar meir með nýrri að-
ferð. Verður ekki annað sagt, en að
hún haldi sér við efnið, |túlkan sú, og
geri það, sem í hennar valdi stendur
til þess að koma mannkyninu að liði.
En hvernig tekst þá klerki að segja
sögu hennar?
Rað er skemst af að segja, að sag-
an er skemtileg. Höf. hefir góða frá-
sagnargáfu og segir jafnvel sumstaðar
prýðisvel frá. Hann ritar mjög fjör-
legt mál og hispurslaust og bregður
víða fyrir þeirri kýmnigáfu (humor),
sem minnir á D'ckens, að geta skrifað
spaugilega um grátlegustu mál án þess
þó að áhrifin tapi nokku. Persónurn-
ar flestar (nema bóndinn í Mýrarkoti)
eru skýrt mótaðar. Pó eru a'lmiklar
misfellur og hroðvirknisbragur á bók-
inni í heild, en ekki nenni eg að fara
þar í neinn smátíning. Pað, sem höf-
undi er til stórlegrar afsökunar og
mestu máli skiftir er það, að hann er
hér að skrifa af miklum móði um
áhugamál sitt og gefur sér því etigan tíma
til að nostra fráganginn úr hófi fram.
Hitt er aðalatriðið, hvernig innviðir
sögunnar eru reistir.
Bæjarfógetadóttirin hverfur frá líkn-
arstarfsemi sinni vegna jiess, að þegar
hún fer að kynnast betur mannfélaginu
sem hún starfar í, þá virðist henni
það vera svo rotið og logið, að hún
fyllist örvænting. Peningarnir, sem hún
er að bera út nteðal aumingjanna, eru
lestir fengnir fyrir smyglað vín, og
henni finst þeir vera notaðir til að
breiða yfirskin upphræsnaðrar mann-
úðar og guðrækni yfir stórglæpi mann-
félagsins. Gerir hún þá alt í einu,
að fyrirlíta stórbófana í mannfélaginu,
fátæklingana, sem tóku með þakklæti
við »einnri krónu af hundruðunum,
sem búið var að draga af þeim« —
og sjálfa sig, sem starfaði að þessu
alómögulega verki og saurgaði hendur
sínar á »b!óðpeningum.« En fyrirlit-
legastur virðist henni þó guð almátt-
ugur, sem lét öll þessi ósköp við-
gangast.
Austur í Mýrarkoti er hnútur sög-
unnar leystur. Synir húsfreyjunnar
leika ræningjaleik. Hið »saklausa«
náttúruvit barnsins er látið hitta á þá
hugsun, að þýðingarlaust sé að hjúkra
hinuin særðu meðan rænir.ginn sé lát-
inn leika lausum hala, meðan eigi er
afnumin oisök ógæfunnar. Yngri bróð-
irinn reiðir bareflið til höggs og segir:
»Eg bara drep ræningjann.« En n.óð-
irin legst á bæn fyrir þroska hinnar
ungu kynslóðar til þess köllunarstarfs,
sem henni er geymt.
Petta sýnist nú eiga að vera hinn
»innri logik« sögunnar frá sjónarmiði
höfundarins — en þegar nánar er að-
gætt falla hér sperrur jafnaðarmensk-
unnar illa á bita guðrækninnar.
Pví að í raun og veru tekst höf.
aldrei að hreinsa guð almáttugan af
þeirri svívirðingu, að láta brennivíns-
berserkina viðgangast í þjóðfélaginu.
Honum hefði þó átt að vera innan-
handar að vera fyrir löngu búinn að
því, sem strákinn blóðlangar til að
gera: »bara drepa ræningjann.* Og
það er öldungis ómögulegt að botna
i því, út frá samhengi sögunnar, hvernig
sama konan, sem'fyrirlítur guð og finst
hann vera fyrir neðan virðingu sína í
tólfta kapítula, fer að þvi í þrettánda
kapítula að beygja sig í »skilyrðis-
lausri auðmýkt fyrir vilja hans.« Pví
að engin »guðshugmynd« er það, sem
lætur Svein og hans líka viðgangast,
heldur er Sveinn »faktum«, sem hvorki
guð eða menn hafa enn getað drepið.
Pess vegna liggur veila sögunnar
sem guðrækilegs ádeilurits i því, að
hér komumst við hvergi sönnu nær.
Pegar hér er komið í sögunni, strika
ninir rökvísari jafnaðarmenn venjuleg-
ast yfir guð, sem lítt merka þersónu,
lippdiktaða af ranglátu auðvaldi. Og
frá sjónarmiði hreinna kommúnista,
sem hvorki tiúa á guð eða tilveru
æðri veruleika en hins jarðneska til-
verustigs, er ekkert athugavert við að
»drepa bara ræningjann.* Peir verða
altaf að hafa fyrst og fremst sjálfa sig
að því úrskurðarvaldi, sem sker úr,
hvar á að drepa eða þyrma, svo að
til umbóta horfi. En af presti hlýtur
slík ályktun að vera nokkuð Pang-
brandsleg.
Og annað mál er það, að þó að
hinni ungu kynslóð tækist nú að koma
á hinu langþráða sameignarríki jafnað-
armanna — sem vitanlega á nú að
vera. þjóöráðið til að drepa ræningj-
ana — þá er ósýnt fram á það, að
nokkur líkindi séu til, að það dragi
nokkurn skapaðan hlut úr þeirri vondu
tiihneigingu Sveins, að smygla inn vfni
til að kría sér inn aura, né hafi nokk-
ur minstu áhrif á hina syndugu áfergju
manna að drekka þetta vín sér til
skammar og óbóta.
B. K.
••
Úr heimahögum.
Sildveiðin. 860 tunnur komu á land í
Akureyrarumdænii síðustu viku, en nú
mun reknetaveiðin að hætta. Millisildar
hefir orðið vart innarlega á firðinum.
Gagnfrœðaskólinn. Nemendatalan var
ekki rétt í siðasta blaði. Eru 142 í skóla-
anum, 120 í gagnfræðadeild og 22 við
framhaldsnám.
Skipakomur. „Esja“, „Nonni", „Bro“
og „Goðafoss" liafa verið hér í einni
bendu. Fer Goðafoss áleiðis til útlanda
í nótt. „Nova“ er væntanleg i dag frá
Reykjavík.
Nýtt blað er farið að koma hér út í
bænum. Heitir það „Pjóðvinurinn" og er
á stærð við Verkamanninn. Ritstjóri er
Jóhann Seh. Jóhannesson. í stjómmálum
segist blaðið fylgja íhaldsflokknum. Blað-
ið vitir harðlega blaðamenskuna í landinu
og segir blöðin vera „sýklabera svivirð-
inganna". Er þess að vænta, að Pjóð-
vinurinn sæki ekki i sama farveginn —
komist hann yfir hvítvoðungsaldurinn.
Landhelgisbrot. Varðskipið „Óðinn“
tók nýlega tvo togara í landhelgi og fór
með þá til Siglufjarðar. Voru báðir enskir.
Var annar sektaður um 16,000 kr., en
hinn um 12,500 kr. og afli og veiðarfæri
upptækt hjá báðum.
Húsbruni. Heimavistarbústaður skóla-
pilta á Hólum brann á miðvikudagsnótt-
ina. Var stórt timburhús. Nokkuð bjarg-
aðist af innanstokksmunum og eigum
pilta, en matvæli öll og kol brunnu.
Bílaviðgerð.
Peir, sem kynnu að vilja koma bílum sínum fyrir á vélaverkstæði mínu í
vetur til viðgerðar eða eftirlits, eru vinsamlega beðnir að gera mér aðvart
sem fyrst,
Jón S. Espholin.
Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trú-
lofun sina ungfrú Rannveig Arnar i Rvik
og lngvar Kjaran stýrimaður á Goðafoss.
„Ambátt urœfahöfðingjans“ heitir stór-
lengleg kvikmynd, sem sýnd verður í
Akureyrarbió í kvöld og yfir heígina.
Leikkonan fræga, Norma Talmadge,
feikur aðalhlutverkið.
••
Hvað eigum við með
Grænland að gera?
Eftir Jón Dúason.
(Nl)
Og hvað hafið þið siglingamenn að
gera með Grœnland?
Endurnám Grænlands skapar tvöfalt
verkefm fyrir siglingaflotann okkar, og
stór aukning .þessa flota þegar í stað.
Pví að íslenzk verzlunarskip fá ein
leyfi til að sigla til Grænlands fyrst í
stað. Og þegar heimsverzlunarborgir
Canada taka að rísa upp á vesturströnd
Grænlands, þá verða gerðar miklar
kröfur til og mikil þörf fyrir fleiri og.
fleiri íslenzk skip. Hafið þið því ekk-
ert að gera með Grænland?
Önumin og eigendalaus náttúruauð-
legð Grœnlands og eignalaust og at-
vinnulaust fólk á Islandi eru tvœr
andstœður, sem þurfa að mœtast.
Fátæklingurinn á Islandi þarf ekki ann-
að en að flytja sig nokkrar mílur í
vestur og slá eign sinni á land, á e g-
endalausar auðsuppsprettur náttúrunnar,
til þess að verða auðugur og sjálf-
bjarga maður.
Par sem þessi þjóð þaif að burðast
með sæg af atvinnulausu fólki, og sæg
af þurfalingum, hvers vegna hefir hún
ekki þörf á að eignast auðlegðir Græn-
lands handa þeim, sem ekkert eiga,
þótt þið efnamennirnir viljið ekki bæta
á ykkur meiri fjársjóðum en þið þeg-
ar hafið, og ágirnd ykkar vaxi ekki
með eyri hverjum?
Auðsöfnun íslendinga er ekki jafn
hraðfara og fólksfjölgunin, og þess
vegna er hér atvinnulaust fólk; hvers
vegna má það ekki bjarga sér og
auðgast á Grænlandi, sjálfu sér og
allri þessari þjóð til gagns og efling-
ar? Er það ekki nægileg ástæða til,
að við nemum Grænland?
Daninn I. C. Christensen sagði
eitt sinn í fyrirlestri fyrir flokksbræðr-
um sínum um Grænland: »Grönland
er de Danskes Vindue ud mod den
store Verden* Petta er rétt, en Danir
hafa haft skjá þennan byrgðan. En
fyrir oss íslendinga er Grænland trygg-
ing fyrir því, að verða þjóð meðal
þjóðanna og voldugt ríki. Pað er
ekki eitt heldur alt, sem eindregið
bendir okkur á þá ákveðnu þjóðar-
skyldu vora, að nema Grænland að
nýju’. Landnám þess er fyista og
helzta skilyrðið fyrir því, að við get-
um notað okkur ýmist að fullu eða
að nokkru leyti náttúrugæði íslands;
og etidurnám náttúruauðlegðar G æn-
lands er skilyrði fyrir því, að atvinnu-
vegir íslands geti starfað með fullum
krafti og góðum árangri.
Tek að mér
að sauma og prjóna fyrir mjög sann-
gjarnt verð.
Akureyri, Brekkugötu 2.
María Kfartansdóttfr.
Fyrirspurn.
Er það samkvæmt réttarfars venj-
um og lögum siðaðra þjóða að manni,
sem er borinn sökupi með vitnalausri
ograkalausri liæru, sé harðlega neitað
að bera hönd fyrir höfuð sér, en sé
í þess stað dæmdur eftir kröfum kær-
anda.
F á fr ó ð u r.
Sv.: Nei, — algerlega á móti
réttarvenjum allra siðaðra þjóða.
beztar og ódýrastar útvegar undirrit-
aður beint frá stærstu verksmiðju
Norðurlanda.
Talið við mig áður þið festið kaup
annarstaðar.
Einar J. Reynis.
Fallegustu
LJÓSMYNDIRNAR |
eru þær myndir,
sem teknar eru
v i ð r a f I j ó s.
Ljósmyndasalur mi'nn verður fram- jj
vegis opinn frá kl. 11 —12 f. h., jj
kl. 1—7 e. h. og
kl. 8—10 e. h. í!
s:
Guðm. R. Trjámannsson, |
Blúndur.
Smekklegt úrval af
blúndum nýkomið í
Brauns Verzlun.
Páll Slgurgelrsson.
Odýrastar
/
og beztar skóviðgerðir í skóvinnustofu
Siyurðar Jóhanuessonar.
tirsmíða-stofan
í húsi Ingimars Jónssonar
söðlasmiðs.
Viðgerð á úrum og klukkum,
barómetum og grammófóhum.
Guðbr. Samúelsson,
úrsmiður.