Íslendingur


Íslendingur - 29.10.1926, Qupperneq 2

Íslendingur - 29.10.1926, Qupperneq 2
2 ÍSLENDINOOR hafa fyrirliggjandi: Hveiti Baunir Kaffi , Hafragrjón Maismjöl Kaffibætir L. D. Hrisgrjón Hafrar Kakao Sagogrjón Hænsafóður Súkkulaði Kartöflumjöl Lybby’s mjólk Qerduft. fyrir doðanum. Rannsóknir þess- ara Svía hafa leitt í Ijós, að hið mikilvæga efni, sem doðakýr vantar, sé drúusykur eða Glycose. Þess vegna halda þeir því fram, að doð- inn stafi af því, að blóðið missi nauðsynlegt drúusykurmagn sitt vegna hinnar öru mjólkurmyndunar rétt eftir burðinn. Það er vitanlegt, að mjög alvarleg sjúkdómseinkenni koma í Ijós, þegar sykurmagn blóðs- ins minkar að mun. Ameríkumað- urinn Mann færði heim ’sanninn hér að lútandi. Hann tók lifrina úr hund- um á nýjan og skjótan hátt. Skömmu síðar minkaði sykurmagn blóðsins meir en menn höfðu áður séð, og dýrin urðu mátt- og meðvitundar- laus. En af þessum dvala var hægt að vekja þau aftur, er dælt var drúu- sykri inn í blóðstrauminn, og þau virtust frísk, þar til sykurmagnið þvarr á ný. Samskonar einkenni gera vart við sig, þegar hormóni brisins, Insulini, er dælt inn í blóðið. Það veldur örari brenslu drúusyk- ursins í vefum líkamans* sem um leið rýrir sykurmagn blóðsins að miklum mun. Þegar það rýrnar um helming frá því venjulega, sem er 0,08%, í rottum, músum og svín- um, koma í Ijós magnaðir krampar, síðar meðvitundarleysi og loks dauði. í hundum og mönnum ber minna á krömpunum, en þar á móti koma lamanir og meðvitundarleysi fyr til greina. Verkunum Insulinsins er hægt að eyða með því að dæla inn drúusykri. Það er eftirtektarvert, að mjólkursykur eða Lactose hefir ekki sömu áhrif og drúusykurinn. Get- ur þessi sykurtegund því ekki komið í stað hinnar. Til sönnunar .þess- ari kenningu sinni, dældu þeir In- sulini inn í tvær kýr og í Ijós komu nákvæm doðaeinkenni að nokkrum klukkustundum liðnum. Þegarþeim var slátrað nokkrum klukkustundum síðar, var sykurmagn blóðsins fallið úr 0,084 niður í 0,030 og 0,037%. Margar athuganir benda til þess, að drúusykur sé nauðsynlegur til mjólkursykurmyndunar í júgrinu. Við mjólkurframleiðsluna þarf júgrið því mikið af drúusykri frá blóðinu. Drúusykurmagn blóðsins minkar hlutfallslega við mjólkurvöxtinn. Nautgripir, sem fóðraðirvoru með sykurrófublöðum og þeir höfðu til rannsóknar, sýndu eftirfarandi með- allag: Mjólkurmagn Sykurmagn 1 kg. í */»• Kvíga 0,081 Geldkýr 0,076 6 0,061 8 0,058 10 0,057 14- 0,057 18 0,053 blóðsins Þessar athuganir sýna, að nythá- ar kýr hafa hættulega lítið sykur- magn í blóðinu. Iðulega sést það, að nytháar kýr, sem ekki hafa alt of megnt fóður, hafa nálægt 0,040% sykurmagn í blóðinu, en Insulin- tilraunirnar sýndu, að doðaeinkennin komu í ljós við ýfið lægri hundr- aðstölu (0,030—0,037%). Þá er eftir að vita, hvort drúusykurmagn blóðs- ins í doðakúm er eins lítið og syk- urskortseinkennin heimta. Og mæl- ingar þeirra hafa sýnt, að svo muni vera. Að því er lækninguna áhrærir, þá áleit Schmidt, eins og áður er tekið fram, áríðandi að stöðva eit- urmyndunina, sem hann hélt að stæði í sambandi við broddinn. Hann leitaðist við að minka mjólk- urframleiðsluna með inndælingu í júgrið og tilganginum varð náð og reyndist ágæt lækning. Nú segir próf. Widmark, að þessi aðferð eigi einmitt heima við sína kenningu og tekur þar til stuðnings máli sínu eftirfarandi mælingar próf. Bang’s. Ef maður dælir lofti inn í júgur á hraustri og nythárri kú, eykst drúusykurmagn blóðsins að miklum mun rétt á eftir. Undan loftinndæl. 0,046°/o sykur I blóð. Rétt á eftir — 0,087 - 15 mín. — — 0,089- 30 — — — 0,130- 45 _ _ _ 0,060- 60 - — - 0,062- 75 - — - 0,062- 90 - - — 0,062- Loftinndælingin er þannig eftif verkun sinni að dæma hliðstæð inn- dælingu drúusykurs í blóðið. Sam- kvæmt þessari skoðun ætti þá drúu- sykur, sem dælt er inn í blóðið, að gera sama gagn og loftinndæling f júgrið. Tilraunir þeirra próf. Wid- mark’s og Carlsen’s hafa þá og sýnt og sannað, að svo er, meira að segja virðist drúusykursinndælingin hafa skjótari áhrif, því að kýrnar hafa staðið upp innan klukkutíma frá inndælingu. Þegar hér er komið, álítur próf. Widmark ekki ómögulegt, að í fram- tíðinni sé hægt að koma í veg fyrir doða. Hann segist geta hugsað sér, að ráðin til þess yrðu þau: í fyrsta Iagi að sjá um, að síð- ustu dagana fyrir og fyrstu vikurn- ar eftir burð fái nytháar kýr auð- melt kolvetni í ríkum mæli, með því að gefa þeim sykurrófur eða ca. 50 gr. drúusykurs daglega. í öðru lagi gæta þess, að nythæðin aukist ekki of hratt fyrstu dagana eftir burðinn og er það bezt með gæti- Iegum mjöltum. Sig. Ein. Hlíðar. <§><§> Símskeyti. (Frá Fréttastofu íslands.) , Rvík 28. okt. Útlend: Frá London er símað, að Bald- win forsætisráðherra hafi í þing- ræðu sinni lýst því yfir, að hann teldi þýðingarlaust, að stjórnin gerði nýja sáttatilraun í kolanámudeilun- um og vonlítið væri, að friður kæm- ist á bráðlega. Kvaðst óánægður með framkomu beggja málsaðila. % miljón manna vinna nú í nám- unum. Frá Brussel er símað, að stjórnin hafi ákveðið verðfesting gjaldeyrisins. Hefir hún tekið 100 miljón dollara verðfestingarlán og lögleitt nýja gullmynt, kallaða »belga«, er jafn- gildir 5 frönkum. Frá London er símað, að enskt herskip hafi farist Lofsaveðri við Bermudaeyjar. Druknuðu 84. Innlend. Fiskverð fer hækkandi á Spáni. Fiskbirgðir litjar. Þór tók nýlega þýzkan togara í Iandhelgi. Fékk hann 12,500 króna sekt og afli og veiðarfæri upptækt. ísfiskssala fer batnandi. Opna feréfifi Dags-ritstjórans. Þau undur gerðust hér kosninga- dagsmorguninn, að ritstjóri Dags gaf út »Opið bréf til útgefenda fslendings«. Aðal-tilefni til þess- arar bréfs-útgáfu voru ræðukaflar þeir, er birtust í íslendingi deginum áður og eignaðir frambjóðandanum Jóni á Yztafelli. Segist ritstjóri Dags hafa átt símtal við Jón og hafi hann Iýst kafl- ana »uppspuna*. Ber rilstjórinn svo ritstj. ísl á brýn r i < f a 1 s, er sé svo stórvægilegt, að gangi næst »skjala- f a 1 s i«. Sé það virðingu(I) sinni ósamboðið að ræða málið við mann, sem slíkt verk fremji, og snui hann sér því til útgefendanna, og heimti staðfesta heimild ummæianna. Nú telja útgefendur ísl. það virð- ingu sinni ósamboðið að e'ga orða- stað við mann eins og ritsljóra Dags, — mann, sem ekki svífist að gera til- raun til mannorðsmorðs og Ijúgi upp sökum á andstæðinga sína, er' honum byði svo við að horfa, eins og t. d. því, að andstæðingar Magnúsar Krist- jánssonar hafi borið honum (M. Kr.) á brýn í kosningunum 1923, að hafa stolið úr sjálfs síns hendi fé Lands- verzlunar. Maður, sem þannig berjist, verðskuldi ekki annað en fyrirlitningu og hana djúpa og ómengaða. En þar sem það er nú einu sinni verksvið ritstj. fsl. að gera Degi skil, eftir því sem ástæður þykja, og með því að hann hér er ærumeiðandi sök- um borinn, verður ekki komist hjá því, að svara »opna bréfinu*. En að þessu sinni verður það aðeins slutt bráðabirgða-svar til þess að skýra aðstöðu blaðsins til »ræðu kaflanna«. Blaðinu voru sendir þessir ræðu- kaflar af mætum og merkum Þingey- ing og hafði það ekki hina minstu ástæðu til að efast um sannleiksgildi þeirra og gerir það ekki enn. Það hefir komið oftar en einu sinni fyrir, að menn hafa látið orð falla í ræðum, sem ,þeir svo eftir á vildu ekki kann- ast við, er þeir urðu þess áskynja, að þau rnyndu baka þeim óþægindi. — íslendingur á nú með Esju von á gögn- um í málinu frá heimildarmanni sín- um. Hvað svo sem þau koma til að sýna, þá munu þau að minsta kosti sanna það, að ræðukaflarnir eru ekki búnir til af ritstj. ísl. og að bann er alsaklaus af rit- og skjalafals-aðdróttun- um Dags-ritsjórans. Og enginn blaðamaður er ámælis- ve^ður fyrir það, þótt hann láti blað sitt flylja punkta úr ræðum manna, frásagnir af fundum, fréttir og annað því um likt, sem honum kann að ber- ast, frá mönnum sem hann skoðar trúverðuga og hefir ekki reynt að öðru en góðu, þó ekki fylgi jafnframt staðfest vottorð um, að satt og rétt sé hermt. í næsta blaði mun »opna bréfinu« svarað nánar. Með e. s. Island kom: Appelsínur Epli Perur Vínber í Söluturninn á Oddeyri. Taurúlla með tækifærisverði fæst hjá E. Einarssyni. Tricotine deiiiulijólaiiir ódýru — margeftirspurðu, eru nú komnir aftur í Gudmanns Eftirfl. verzlun. Radiomóttakari með öllu tilheyrandi er ti[ sölu með tækifærisverði. R- v. á. SaltaðurfuglfráGrímsey, Sigluneshákarl, saltfiskur og margt fleira, sem gott er fram að reiða, fæst hjá E. Einarssyni. Tóbaksvörur Reyktóbak, margar teg., Neftóbak, Munntóbak er bezt að kaupa í Bröttuhlíð.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.