Íslendingur


Íslendingur - 14.01.1927, Blaðsíða 1

Íslendingur - 14.01.1927, Blaðsíða 1
 Talsími 105. . Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. XIII. árgangur. Akureyri, 14. janúar 1927. Strandgata 29. 2. tölubl. AKUREYRAR BIO Laugardagskvöld kl. 8l/2 og sunnudaginn kl. 5: FR/ENKA CHARLEY’S. Sú spreng-hlægilegasta kvikmynd, sem hér hefir verið sýnd. Sunnudagskvöld kl. 872: M I K A E L . 8 þátta kvikmynd. Tekin eftir hinni frægu sögu danska skálds- ins Hermann’s Bang’s. Prýðisvel leikin. Spaoska yeiliin. Hún geysar víða um Evrópu. Illkynjuð inflúenza (spanska veik- in) gengur nú á Spáni, Suður-Frakk- landi, Sviss, og er komin, þó væg- ari sé, til Noregs, Danmerkur og Englands. — Tii þess að verj- ast þessum skæða vágesti hing- aðkomu, hefir dómsmálaráðuneytið gefið út svolátandi bráðabirgða-ráð- stöfun, er lögreglustjórar, eða um- boðsmenn þeirra, eiga að sjá um, að sé framfylgt: »Einangra skal öllaðkomuskip, þar til 6 sóiarhringar eru liðnir frá því þau fóru úr erlendri höfn. Ef allir eru frískir þá, má ieyfa óhindruð mök við land. — Meðan skip eru í sóttkví, má ferma og afferma, ef gerlegt þykir, án þess skipsmenn eigi nein smithættuleg mök við Iándsmenn«. Pjóðih og yfirvöld verða að vera á verði og vakandi fyrir hættunni, því að voðinn er fyrir dyrum, þar sem veikin er komin til nágranna- landanna. 99 Vanskil. Einar kennari Olgeirsson, sem nú er orðinn aðalpenni Verkamannsins, skrifar í 2. tölubl. hans, 8. þ. m., um »Vinnukaup verkalýðsins*. Er aðaleíni greinarinnar hörð árás á norðlenzka atvinnurekendur, sérstak- lega útgerðarmenn, fyrir vanskil á sumarkaupi verkafólksins. Segir E. O., að svo mikil brögð hafi orðið að því nú í haust, að sumt verka- fólk hafi alls ekki fengið neitt af kaupinu, og það ekki fram á þenn- an dag. Telur hann þetta hið mesta hneyksli, sem verði að afmá af norðlgnzkum atvinnurekstri. Pví miður er ekki hægt að segja, að E. O. fari að öllu leyti með ó- sannindi, en hann gerir úlfalda úr mýflugunni og tekur ekkert tillit til annars en krónanna, sem eru ó- greiddar af kaupinu, þótt margt sé annað, sem taka ber til athugunar áður en dómur um vanskil er upp- kveðinn yfir norðlenzkum útgerðar- mönnum. Fyrst er nú það, að afkoma sjáv- arútvegsins var hin versta á hinu nýliðna ári. Verðlag á fiski var ca. 40°/o lægra en árinu á undan, en útgerðarkostnaðurinn því nær hinn sami. — Útgerðarmaður, sem rekur vélbátaútgerð, hefir tjáð ísl., að bát- ur, sem hafi aflað 200 skpd. fiskjar árið sem leið, hafi gefið 10 þús. kr. verri útkomu en af sama afla árinu áður, og mun afkoman svipuð víð- ast hvar. — Síldveiðin reyndist því nær helmingi minni á árinu en árið á undan, og þótt verðið væri nokk- uð hærra, nægði það hvergi nærri til að gera útgerðina arðberandi. Meiri hluti útgerðarmanna hafði þess utan selt mikinn eða talsverðan hluta veiðinnar fyrir fram við mjög lágu verði. — Undrunarefni ælti það því ekki að vera neinum, þótt útgerð- armenn séu í kröggum. En E. O. er ekki gæddur þeirri sanngirni, að hann víki að þessu einu orði. Örðugleikar útgerðar- innar snerta ekki hans hreinu jafn- aðarsál. Hún finnur enga afsökun fyrir útgerðarmenn, — aðeins vægð- arlausa fordæming. Um hversu réttlát hún er, geta menn bráðlega sannfærst. »Margir aðal-útgerðarmenn norð- anlands eru enn ekki farnir að greiða verkafólkinu sumarkaupið«. — Pessi orð E. O. verða ekki skilin á annan veg en þann, að þessir út- gerðarmenn eigi eftir að borga öllu verkafólkinu og það alt sumarkaupið. — ísl. hefir í tilefni af þessu farið til helztu útgerðarverzlana og -manna hér í bænum og grenslast eftir, hvað hæft væri í þessum ásökun- um og fengið þessar upplýsingar: Ein af stærri útgerðarverzlunun- um hefir borgað sjómönnum, er voru í þjónustu hennar í sumar, tæp 60 þús. krónur. Ógreitt á hún sjó- mönnum héðan úr bænum 600 krónur. Sama verzlun hefir greitt 40 þús. krónur í önnur verkalaun, en á ógreitt af þeim um 4 þús. krónur. Verzlunin á útistandandi hjá sjómönnum og öðru verkafólki fleiri tugi þúsunda; sumt af því frá árinu sem leið. — Önnur útgerðar- verzlun greiddi um 62 þús. krónur sjómönnum og verkafólki héðan úr bænum á árinu, en átti ógreitt um áramót um 8’/a þús. kr.En um 30 þús. átti verzlun þessi útistandandi hjá verkafólki og sjómönnum frá fyrr árum. — Útgerðarmaður, sem ekki rekur verzlun, en hefir bæði skipa- og bátaútveg, hefir borgað fólki sínu rúm 60 þús. kr., en á eftir að greiða tæp 4 þús. kr. af sumar- kaupi þess. Hann kvaðst eiga tvö- falda þá upphæð og meira til hjá verkafólki sínu og sjómönnum frá undanförnum árum, ogýmsir þeirra, er unnið hefðu hjá sér árið sem Ieið, hafi fengið talsvert fram yfir kaupið. Verzlun, sem hefir Iitla út- gerð, en veitir mikla vinnu í Iandi, svo að verkalaunin eru yfir 100 þús. krónur, hefir greitt kaupgjaldið að fullu, en margir skulda henni. — ísl. spurðist fyrir á tveimur eða þremur stöðum öðrum og var hið sama uppi á teningnum. Mikill meiri hluti kaupgjaldsins goldinn, sumt jafnvel fyrir fram, aðeins nokk- ur hundruð ógreidd, og það mest fólki, sem hefir haft atvinnu á sama stað ár eftir ár og ýmist skuldað eða átt til góða, eftir því hvað vinn- an hefir verið mikil og arðvænleg. Af þessu geta menn nú séð, hversu mikið hæft er í þeirri stað- hæfingu E. O., að sumarkaup verka- fólksins sé enn þá ógoldið, fólkið fengið »ekki neitt«, eins og hann kemst að orði. Pað eru býsna há- ar upphæðir, sem útgerðin norð- lenzka hefir goldið í verkalaun á árinu sem leið, og jjað er næsta ómaklegt, að hún sé rægð og sví- virt, eins og E. O. gerir í þessari grein sinni. Pað, sem hún á enn ógreitt af verkalaunum, getur að vísu verið all-tilfinnanlegt fyrir ein- stöku menn, og er leitt, að ekki var fyrir löngu hægt að greiða hverjum sitt, en róg og níð verðskuldar út- gerðin ekki fyrir getuleysið; það eru sterkari öfi en hún, sem eru því valdandi. Og enginn mun vilja halda því fram, að útgerðarmenn liggi á peningum sem ormur á gulli, og haldi viljandi réttmætu kaupi verkafólks síns. E. O. segir, að útgerðarmenn hafi greiðan aðgang að bönkunum og þeim eigi því að vera hægt um kaupgreiðslur. Petta er ekki rétt. Að sönnu hafa flestir þeir útgerð- armenn, sem hér ræðir um, talsvert mikið fé að láni frá bönkunum, en það fé hefir gengið til þess að fleyta útgerðinni, borga verkafólkinu kaup- ið. En bankarnir kiptu að sér hend- inni áður en öllum var greitt að fullu, og af því stafar það, að sumir útgerðarmanna hafa ekki getað gert að fullu upp við fólk sitt enn þá. — En er söluverð afurðanna er komið í bankana, birtir aftur yfir og þá fær vonandi hver sitt, — að minsta kosti verkafólkið. Annars verður ísl. að álíta, að bankarnir hafi gert útgerðarmönnum slæman óleik með því að kippa að sér hendinni með lánveitingar áður en þeir höfðu gert að fullu upp við verkafólkið; upphæðirnar, er til þess þurftu, voru ekki svo háar að miklu munaði, úr því sem komið var, en synjunin nóg til þess, að vekjator- trygni og illvilja gegn útgerðar- mönnum og skapa kviksögur og róg. E. O. er ekki einn með trölla- sögurnar af óskamfeilni og vanskil- um útgerðarmanna. Peir eru margir, sem hafa slíkar sögur að segja. Og þær eru orðnar sumum skálkaskjól til þess, að komast hjá að greiða skuldir sínar. Ef innheimta á skuldir, þá er þetta nú orðið viðkvæðið hjá ýmsum: »Því miður get eg ekki borgað; eg á alt sumarkaupið mitt inni hjá honum N. N. og hann get- ur ekkert borgað«. Og innheimtu- maðurinn gengur í burtu og trúir manninum og aumkvar hann, en sagan er alt af ósönn að einhverju leyti og stundum algerlega, t. d. veit ísl. um eitt þess konar dæmi. Innheimtumaður kom nýlega til út- gerðarmanns hér í bænum og tjáði honum baú vandræði sín, að hann hefði farið með 36 króna reikning til manns, er hann tilgreindi, en sá hinn sami hafi ómögulega getað borgað vegna þess, að hann ætti alt sumarkaup sitt inni hjá honum. Vildi innheimtumaður, að útgerðar- maðurinn léti manninn hafa pen- inga til að lúka skuldinni. Útgerð- armaðurinn athugaði bækur sínar og kom það þá í ljós, að maður- inn átti ekki sumarkaupið til góða, heldur skuldaði rúmar 60 krónur. Lík dæmi munu þekkjast víðar. Pað má halda því á lofti og glamra um það .aftur og fram, að það hafi hent útgerðarmennina norð- lenzku á því herrans áii 1926, að hafa ekki getað, að sumarvinnu lok- inni, gert upp við verkafólk sitt að fullu, og »alþýðuvinirnir« geta hróp- að það upp sem hneyksli og smán og gert úlfalda úr mýflugu til þess að gera hneykslið ægilegra og smán- ina stærri, en þeir mættu einnig minnast þess um leið, að sjómenn og annað verkafólk skuldar einnig þessum útgerðarmönnum og þess- um útgerðarverzlunum og það svo nemur margfalt meiru en þeir og þær skulda verkafólki sínu. Ef skuldunautar útgerðarverzlananna hefðu gert þeim skil, þó ekki hefði verið nema að nokkru leyti, mundi ekki hafa staðið eftir inni hjá þeim af sumarkaupi verkafólks einn eyrir á haustnóttum. E. O. og aðrir »alþýðuvinir« krefj- ast þess, að atvinnurekendur standi í skilum við verkafólkið og gjaldi því kaup á réttum tíma og reíja- laust; er það ekki nema eins og það á að vera. — En væri samræmi í hlutunum, þá ætti E. O. og lags- menn hans einnig að gera þá kröfu til verkafólksins, að það stæði í skilum og hjálpa því með ráðum og dáð til þess. En enn þá hefir enginn orðið þess var, að nokkur þessara »alþýðuvina« hafi nokkru sipni hvatt verkalýðinn til »að greiða kaupmanninum það sem kaupmanns- ins er«, hvað þá hjálpað til þess. C3

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.