Íslendingur


Íslendingur - 14.01.1927, Blaðsíða 4

Íslendingur - 14.01.1927, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDÍNGUR t OidðEir Jóossen. Dáinn i drotni jóladagskvöldið 1926. Pað kynjar vist engan, jró klökni vor lund. Að klökna er mannlegt á skilnaðarstund. En harminum eyðir og huggun pað lér, að heimkoman, guðsvinur, dýrðleg þér er. í dauðanum upprennur unaðarvist þeini öllum, sem trúa á.Iausnarann Krist. Við guðsbarnsins dauða svo gráta ei ber, því guðsbarnadauði þeim sigurför er. í anda eg litið fæ englanna fjöld, með útþanda vængi um jóladagskvöld. Þeir líða til jarðar frá Ijósanna geim, því lausnarinn bauð þeim að flytja þig heim. Á beð þínum kraminn af kvöluni þú lágst, en Kristur þá bauð: Hann ei Iengur skal þjást. Og dauðans úr greipum þig guðsengil! hreif, og guðs upp í himin með önd þína sveif. Radio-Katalog Gefins og póstfiítt send- um við okkar vandaða verðlista yfir radio og rafmagnstæki og varn- ing. Prýddur fjölda mynda. Aðeins fyrsta flokks vörur frá viður- kendum verksmiðjum og með heildsöluverði til 1 notenda. ö \ Cyclekompagniet A.S. |f Nörregade 6. j| Köbenhavn K. £5 l 1 i s w Hús til sölu i Hafnarstræti, sölubúð i kjallara. Eign- arlóð fylgir. Góðir borgunarskilmálar. Frekari upplýsingar gefur Gunnar Jónsson. Póstferðirnar fyrir Norðurlandi annast e.s. „Unnur“ árið 1927. Fyrsta ferðin er ákveð- in frá Akureyri 18. jan. vestur um til Sauðárkróks með viðkomu á öllum venjulegum viðkomustöðum póstbátsins. Áfgreiðsla á Akureyri er hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Símanúmer 228. Burtfarartími skipsins frá Akureyri er kl. 9. árd. Flutningi sé skilað deginum áður. Útgerðarfélagið. Frá Landssimanum. Þeir símanotendur, sem skulda símagjöld, eru beðnir að gera mér full skil fyrir 20. þ. m., annars verður síma þeirra lokað þ. 21. þ. m. án frekari viðvörunar. Símastjórinn á Akureyri, 13. jan. 1927. Gunnar Schram. Frá samverustundunum minnist egmargs, og mér fanst ei indælla hjarta neins barns en þitt, sem var hreint, og svo hrekklaust og gott, um hreina guðsdýrkun bar Iíferriið vott. Því sálin þín þvegin við Iambsdreyra lind var lauguð og fáguð af gervaliri synd. Og guðsbarna-krossinn með gleði þú barst, þvi guðsbarn í anda og sannieika varst. Þú syngur ei lengur við zitarinn þinn, en séð ef eg gæti í himininn inn, þá sæi’ eg þig, Oddgeir, guðs hástóli hjá, Þar hörpu til dýrðar guðslambinu slá. II. M. F. »Frami« heldur samkomu í þinghúsi Hrafna- gilshrepps sunndaginn 16. jan. n. k. er byrjar kl. 4. síðd. Til skemtunar verður: 1. Fyrirlestur. 2. Upplestur. 3. Dans. Samkomunefndin. Aðalfundur verður haldinn í „Blaðaútgáfiifélagi Akureyrar“ (útgáfufél. íslendings) mánudaginn 31. þ. m. kl. 8l/a s.d. á Cafe Gullfoss Áríðandi að félagsmenn mæti. Akureyri 10. jan. 1927. Stjórnin. Nú lifir þú alsæll með englanna her. Þar ama’ ekki sorgir né freistingar þér. í guði þú lifðir, I guði þú dóst. Nú getur þú hvílt þig við frelsarans brjóst. J. s. Góð fbúð 3 stofur eldhús og sölubúð til leigu í Brekkugötu 1. Pai hefir elíli brugðist / 40 ár, að haldbeztu og fengsælustu veiðarfærin eru frá Gerið pantanir yðar sem fyrst hjá umboðsmanni verksmiðjunnar fyrir austur-, vestur- og norðurland: Ing vari Guðjónssyni. Akureyri. Símnefni: Igje. Sími 133. Compoboard. Þeir, sem þurfa að innrétta nýbyggingar, geri svo vel og athugi sjálfir hjá mér plötur þessar ásamt meðmælum með þeim, og hvernig og hvar hentast sé að leggja þær. Plöturnar kasta sér ekki né rifna, eru því sérlega hentugar í skilrúm, loft o. fl. Auk þess má strax mála á þær eða klæða veggfóðri. Axel Kristjánsson. Jörðin Mýrarlón í Glæsibæjarhreppi er laus til ábúðar í næstu fardögum. Eftirgjald jarð- arinnar greiðist alt að 3/5 í jarðabótum. Umsóknum sé skilað fyrir lok febrúarmánaðar til undirritaðs, sem gef- ur allar nánari uplpýsingar. Bæjarstjórinn á Akureyri 13. jan. 1927. Jón Sveinsson. D. C. B.kol þau,''sem eg fæ að öllu forfallalausu á næstunni, seljast á 50 kr. smálestin við skipshiið. Axel Kristjánsson. JörðiD Syðra-Krossanes í Glæsibæjarhreppi er laus til ábúðar á næstu fardögum. Upplýsingar viðvíkjandi byggingu jarðarinnnr veitir undirritaður. L. Kristiansen. Krossanesi. Brunabótafélagið THE EÁGLE STAR & BIRTISH DOMINIONSINSURANGE Co.Ldt. London. er eitt af allra ábyggilegustu brunabótafélögum, sem starfa , hérálandi. Tryggið eigur yðar þar, áður en það er um seinan. I Páll Skúlason, r (umboðsm. fyrir Norðurl.). Fóðursíld er bezt að kaupa í h. f. Carl Höepfnersverzlun. Tóuskinn. Kaupi 10 blá og 10 hvít fyrsta flokks tóuskinn. Verzlun Eiríks Kristjánssonar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.