Íslendingur


Íslendingur - 14.01.1927, Blaðsíða 3

Íslendingur - 14.01.1927, Blaðsíða 3
ÍSLENDINOUR 3 C-listinn. Kosningaskrifstofa borgaraflokksins er opin í Samkomuhúsi bæjar- ins alla virka daga frá kl. 8 —11 síðdegis, nema þriðjudaginn og miðviku- daginn, þá er hún opin frá kl. 4 síðdegis. Stjórnarvöldin hafa gert þær fyrir- skipanir í varnarráðstöfunum gegn inflúenzunni, að ef inflúenzan er í skipi, þegar það kemur við land, skuli beita þeim aðferðum við af- greiðslu skipsins, sem beitt var á Norður- og Austurlandi. 1918 og 1919. Afli togaranna selst betur í'Eng- landi. Útflutningur varð í deseniber 4.174.280 seðlakrónur. Árið 1926 varð allur útflutningur um 39.095.130 gullkróna virði, en árið 1925 50.500.000. Fiskbirðir í landinu voru 1. jan. ca. 69.000 skpd. ■■ Kíghóstinn. Af því að búast má við, -að kíg- hóstafaraldur sá, sem nú gengur í Reykjavík, Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslu, kunni þá og þegar að berast hingað, vil eg hérmeð biðja héraðs- búa, að gjalda varhuga við aðkomu- gestum frá þessum svæðum. Enn- fremur vil eg skora á heimilisfeður, að gera lækni strax aðvart, ef grunur leikur á, að einhver sé haldin af veik- inni. Því þótt það að vísu megi teljast ógerlegt, að varna hóstanum inngöngu í héraðið, þá má með góð- um vilja takast, nú eins og áður, að tefja fyrir útbreiðslu veikinnar og mörg héimili geta áreiðanlega haldið henni frá sínum dyrum. Kíghósti er ætíð illur gestur, þar sem ungbörn eru fyrir, einkum þau, sem eru veil fyrir. Erlendis hefir reynslan orðið sú, að alt að 25°/o barna á fyrsta ári degi úr sumum kíghóstafarsóttum; mest vegna lungna- bólgu, sem bætist ofan á. En fjöldi kirtlaveikra barna veiklast oft af lang- vinnum kíghósta og verður berklaveik- inni að bráð. Síðan eg varð héraðslæknir hér á Akureyri (1907), hefir kíghósti gengið þrisvard: 1909-1910, 1914-1915 og 1920 — 1921, 9 —10 mánuði hefir hann verið að ganga í hvert skifti. Börn innan 7 ára eru því flestöll undir kfg- hóstanum og einnig all-mikill fjöldi barna innan 13 ára aldurs, þvi að mörg heimili sluppu í síðustu farsótt. Eins og áður er sagt, eru það ungbörnin á 1. ári, sem eiga mest á hættu við að mæta kíghóstanum, en þar naest veikluð börn innan 5 ára aldurs. Úr því, að þeim aldri er náð, getur veikin ekki kallast varhuga- verð nema að sérstök veiki önnur sé fyrir. Farsóttin 1914 — 1915 var sú þyngsta af þeim þremur, er eg áður nefndi. Þá dóu 17 börn úr kíghóstanum, flest innan 1. árs eða þar um. Sýnir það eitt, hve kíghóstinn getur verið alvar- •eg veiki. Hinar farsóttirnar voru tais- vert vægari, enda er titt um þessa veiki, að hún reynist misjafnlega hættu- leg- Sem betur fer, segja læknar faraldur þann, sem nú gengur, heldur vægan. Eigi að síður er full ástæða til fyrir þá, sem eiga kost á því, að reyna að verja börn á 1. ári og önn- ur, sem eru sérlega veikluð. En gald- urinn er sá,1 að varna börnunum að komast í návist við alla, sem ekki vita sig hafa fengið kíghóstann áður. Um kíghóstameðferð yfirleitt vil eg bæta því við, að ekkert er eins þýð- ingarmikið eins og það, að gott loft sé í herbergi sjúklingsins. Ef kostur er, á að hafa opna gluggagátt dag og nótt, en þó jafnframt notalega hlýtt í herberginu, þá er það öllum lyfjum betra. Héraðslæknirinn í Akureyrarhéraði 11. jan. 1927. Steingr. Matthiasson. QO Qf fúsum irilja. Verkamaðurinn flutti þá staðhæfingu nýlega, að Kristbjörg Jónatansdóttir kenslukona hefði verið nauðug sett á C listann, og síðan hafa ýmsir orðið til að haida þeirri sögu á lofti. Fór umboðsmaður C listans þess vegna á fund ungfrú Kristbjargar, og fékk hjá henni yfirlýsingu, er tekur af öll tví- mæli í þessum efnum. Er yfirlýs- ingin á þessa leið: * Samfcvœmt beiðni skal því lýst yfir, að eg, sem kvenréttindakona, leyfði að eg vœri sett á lista borgara- flokksins við bœjarstjórnarkosningar þær, sem fram eiga að fara 20 þ.m. Akureyri 10. jan. 1927. Kristbjörg Jónatansdóttir.* Verkamaðurinn flytur þessa yfirlýs- ingu á þriðjudaginn, en hnýtir því aftan við hana, að hann hafi það engu að síður eftir góðum heimildum, að ungfrú Kristbjörgu hafi alls ekki verið Ijúft, að vera sett á listann. Hvoru er nú betur trúandi í þessum efnum, Kristbjörgu sjálfri eða Verkamanninum? Af skiljanlegum ástæðum, er Vm. og andstöðumönnum ,C-listans hugarhald- ið, að breiða það út, að Kristbjörg sé nauðug á listanum; með því spilla þeir fyrra fylgi hans, sé sagan tekin trúanleg, því að ekki munu konur yfir- leitt vilja kjósa Kristbjörgu nauðuga. En eins og yfirlýsing hennar ber með sér, er hún á listanum í fullu sam- þykki sínu og hún væntir þess, að kvenréttindakonur þessa bæjar kjósi C-listann og stuðli að því, að hún komist í bæjarstjórnina. Og kvenþjóðin getur ekki fengið öllu álitlegri "fulltrúa í bæjarstjórnina, heldur en ungfrú Kristbjörgu og hún á þangað greiðan gang, ef að kvenþjóð- in lætur atkvæði sín falla á C-Iistann. OO Úr heimahögum. Kirkjan. Messað i Lögmannshlið á sunnudaginn. Stórhrið gerði laust eftir hádegi á mið- vikudaginn og hélst hún fram á nótt. í gær var hörkuveður og heiðskírt loft. Flöabáiurinn. Gufubáturinn „Unnur“ hefir verið ráðinn til að halda uppi póst- ferðum um fjörðinn og nærliggjandi hafnir á þessu ári. En í stað jiess, að póstbát- urinn hefir áður farið lengst vestur á Hofsós og lengst austur á Húsavík, er nú ákveðið, að hann fari alla leið vestur á Selvík á Skaga og austur á Pórshöfn. Er jiví hér um eigi all-litla samgöngubót að ræða. Flóabáturinn fer 35 ferðir á árinu og byrjar fyrstu ferð sína þriðju- daginn 18. |i. m. Fer jiá vestur um til Sauðárkróks. Afgreiðsla „Unnar“ er hjá Kaupfél. Eyf. 'Oddeyrarkaupin. Á siðasta bæjarstjórn- arfundi var þvi hreyft, hvort bærinti ætti að falast eftir kaupum á Oddeyrarlóðuu- um hjá hinum nýju eigengum Oddeyrar- innar. Sýndist sitt hverjum. Var málinu siðan visað til fjárhagsnefndar til at- hugunar. Æfintýri úr heimi fiskanna nefnir Stgr. Matthíasson erindi, ^r hann flytur í sam- komuhúsinu á sunnudaginn kemur kl. 4. Karlakórið „Geysir“ syngur í fyrsta sinn á vetrinum i Samkomuhúsinu á sunnudagskvöldið. Kórið er eins og áður undir stjórn Ingimundar Árnasonar frá Grenivik og eru í þvi um 30 manns að þessu sinni. Eru þar helztu söngkraftar bæjarins, úr hópi karlmannanna, saman- komnir, og má því búast við ánægjulegri kvöldstund við að hlýða á sönginn. — Söngskráin kvað vera fjölbreytt. — Ekki þarf að efa, að húsfyllir verður. Sóknargjöld. Féhirðir safnaðarins á- minnir þá, sem eiga ógoldin sóknargjöld, að greiða þau hið allra fyrsta. Kighóstinn er nú kominn til Hofsós. Taugaveikin i Skagafirði er i rénunt og hafa engin ný sjúkdónistilfelli komið fyrir síðustu 10 dagana. Akureyrar-bió sýnir „Frænku Charley’s" á laugardagskvöldið og sunnudaginn kl. 5 siðd. En um kvöldið sýnir það danska kvikmynd, „Mikael“, sent þykirfrábærlega j^góð. Er hún tekin eftir samnefndri sögu eftir danska skáldið Hermann Bang. Sorphreinsun. Á síðasta bæjarstjórn- arfundi var ákveðið, að bærinn sæi hér eftir uin ahnenna sorphreinsun i bænum. Var bæjarstjóra falið, að senija frumvarp til laga um rétt bæjarins til þess að leggja sorphreinsunarskatt á bæjarbúa og fá lögin staðfest á næsta Alþingi. — Búist er við, að sorphreinsunin komist i fram- kvæmd i þessum mánuði. Minningarorð. Síðastliðinn aðfangadag andaðist að heimili sínu, Karlsminni á Skagaströnd, húsfreyja Guðrún Guðmundsdóttir frá Tjörn í Nesjum, kona Péturs Björnssonar fyrrum bónda þar. Pessi látna kona var hvorki þjóðfræg né víðförul. Hún ferðaðist aldrei út fyrir takmörk sinnar sveitar. Æfikjörin mörk- uðu henni bás, innan þröngra heitnilis- veggja, þar sem lágt var til Iofts og skort- ur á flestum lífsþægindum, þar sem líf hennar alt varð stöðug, vakandi unthyggja og hvíldarlaust starf. Um heimili þeirra hjóna og fleiri íslenzk einyrkjabýli eiga þessi vísuorð vel við: »Þar vitnar alt um vinnuhjú, sem voru sinni ættjörð trú og gáfu henni syni sjö og sína krafta bæði tvö.t Þótt Guðrún sál. væri eigi þjóðkunn, býst eg við að flestir, er gistu heimili þeirra hjóna, muni enn hávöxtnu, tígulegu húsfreyjuna, méð stóra barnahópinn í kring um sig. Það sópaði að henni heima fyrir. Altaf var hún jafn frjálsmannleg, einbeitt og hress í huga, þótt annir og áhyggjur kölluðu að hvaðnæfa. Guðrún sál var fædd26. september 1863 að Harrastöðum á Skagaströnd. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jónas- son og Anna Gísladóttir. Faðir Guðrún- ar druknaði skömmu áður en hún fæddist, ólst hún síðan upp með móður sinni, hjá afa sínum, Gísla Jónassyni á Harrastöðum. 24 ára gekk hún að eiga efiirlifandi mann sinn, Pétur Björnsson. Byrjuðn þau bú- skap á Tjörn í Nesjum í Húnavatssýslu og bjuggu þar 1 ár, fluttu þá á næsta bæ, Ós, bjuggu þar í 5 ár, fluttu síðan aftur að Tjörn og bjuggu þar í 15 ár. Brugðu þau þá búi og fluttu að Karlsminni á Skagaströnd, sem síðan hefir verið heim- ili þeirra. Þau hjón eignuðust 13 börn. Fyrsta barnið dó ungt, hin 12 Iifa og komin til fullorðinsára, 8 dætur og 4 synir. Dæturnar eru: Álfheiður, sem nú liggur á sjúkrahúsinu á Blönduósi, Anna, Kristín og Soffía, allar t Reykjavík, Guðrún, bú- sett í Borgarfirði, Sigurlaug ogjóninnatil heimilis á Akureyri og Halldóra heima. Synirnir eru: Sigurður og Pétur, báðir heima og Páll og Guðmundur til heimilis í Húnavatnssýslu. Það, fer ekki hátt um æfisögur, líkar þeirri, sm hér er til lykta Ieidd. Þó eru þar merkilegri þættir, en margt það, sem skráð er með þjóð vorri. Guðrún Sál. var gædd miklum gáfum og þreki til lík- ama og sálar. Útþrá sinni og fróðleiks- fýsn fékk hún aldrei fullnægt, en þrekið Leikfimiskensla. í þessum mánuði byrjar nýtt leik- fimisnámskeið fyrir börn og full- orðna. Þær stúlkur, sem ætla að taka þátt í því, geri svo vel að láta mig vita það sem fyrst. Bryndís Ásgeirsdóttir. Hafnarstræti 100. íbúð. Til leigu frá 14. mai íbúð í inn- bænum: 2 stofur, lítið herbergi, eld- hús og geymslupláss. R. v. á. Lítil íbúð, 2 stofur og eldhús, óskast til leigu frá 14. maí n. k. R. v. á fékk sig fullreynt í skóla lífsins. Húnvar dugnagarkona með afbrigðum og ágæt móðir sinna mörgu barna. Síðustu árin var eins og kraftar hennar væru á þrotum. Hún var yfir sig þreytt og þráði hvíld. Við kistu hennar mætast nú hugir allra, sem þektu hana, sveitunga og ættingja, manns hennar og barna fjær og nær, — mætast þar 1 hljóðri bæn og þökk, »Mörg látlaus æfi lífsglaum fjær sér leynir einatt góð og fögur, en Guði er hún alt eins kjær, þó engar af henni farFsögur*. /. B. ■■ Utanúrheimi. Norski fiskiútvegurinn í hættu. Útvegsmenn í Lófót telja mjög mikla tvísýnu á, að þeir muni halda úti vél- bátum til fiskiveiða í vetur, ef fiskverðið breytist ekki til batnaðar frá því sem nú er. Með núverandi verðlagi geti útgerðin ekki borið sig, hvernig sem veiðist. Forstjóri fiskimáladeildar verzl- unarráðuneytisins norska, Walnum.hefir skýrt frá áliti sínu á málinu, og er það á þessa leið: Fískurinn h^fir stórfallið síðustu ár, án þess að útvegskosnað- urinn hafi lækkað að sama skapi. Síð- ustu tvö árin hefir því talsvert borið á því, að menn hafa horfið að róðrar- bátum og handfærafiski. Ef verðið á veiðarfærum og bátakostnaðurinn lækkar ekki stórlega frá því sem nú er, geta fiskimenn ekki gert út, þeir hafa ekki peninga til þess. Stóru vélbátárnir í Lófót hverfa úr sögunui. Eitt lán er það þó í þessu óláni, að þá má búast við að fiskurinn batní; það hefir verið jlt að koma fiskverkunarreglunum í framkvæmd hjá vjelbátaeígendunum. Lófótafiskurinn var einu sinni talinn bezti fiskurinn, sem Norðmenn fluttu út, en nú er öðru nær. Næsta ár virðist munu verða slæmt fyrir útveg- inn. Og eigi er breyt ngar til batnað- ar að vænta fyrr en verðlag á vöru og vintiu hér í Noregi, kemst á svip að stig og erlendis. Ef til vill gæti það bætt nokkuð úr skák, éf fiskselj- endurnir reyndu hömlur á þeirri gengd- arlausu samkepni, sem nú er í fisk- verzluninni innanlands. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.