Íslendingur - 12.08.1927, Side 1
XIII. árgangur.
Akureyri/ 12. ágúst 1927.
35. tölubl.
Geir SæMundsson
vígslubiskup.
Fæddur 1. sept. 1867. — Dáinn 9. ágúst 1927.
Hann lézt á heimili sínu hér á Akureyri kl. ÍO'A á þriðju-
dagsmorguninn, eftir rúmlega tveggja vikna legu í hjartasjúkdómi.
— Dagana næstu á undan hafði heyrst, að hann væri á góðum
batavegi og kom því fráfall hans flestum á óvart.
Geir Stefán — svo hét hann fullu nafni — Sæmundsson var
fæddur í Hraungerði í Árnessýslu 1. september 1867 og vantaði
því 3 vikur upp á að vera sextugur, er hann lézt. Foreldrar hans
voru Sæmundur Jónsson prðfastur í Hraungerði og kona hans
Stefanía Sigurgeirsdóttir prests á Skeggjastöðum Pálssonar. —
Hann kom í Reykjavíkurskóla 1881 og var útskrifaður þaðan 1887
með 1. einkunn. Sigldi samsumars til háskólans og tók próf í
heimspeki árið eftir með 1. eink. og hebrezkupróf sama ár einn-
ig með 1. eink. — Prófi í guðfræði lauk hann 1894 með II, betri
einkunn. Hvarf svo heim til íslards og var við kenslustörf í
Reykjavík og Seyðisfirði þar til honum var veittur Hjaltastaður í
Eiðaþinghá 23. jan. 1897 og var hann prestvígður þangað 11.
maí s. á. — Akureyrarprestakall var honum veitt 8. júní 1900 og
fluttist hann liingað þá um sumarið og hefir heimilið verið hér
síðan. Prófastur í Eyjafjarðarsýslu var hann skipaður 8. júní
1907 og kjörinn vígslubiskup af prestum hins forna Hólastiftis
1909. Var hann vígður til þess enibættis í Hólakirkju 10. júlí
1910 af Pórhalli biskup Bjarnarsyni. — í skólanefnd Akureyrar
átti séra Geir sæti um mörg ár og var jafnan formaður hennar.
Hann var bæði riddari af Dannebrog og Fálkaorðunni. — Kvæntur
var hann Sigríði dóttur Jóns háyfirdómara Péturssonar. Eignuð-
ust þau 3 börn, — hið elsta, Sæmundur, dó 1904, sjö ára gam-
all, en hin tvö, Heba og Jón stúdent, eru uppkomin og voru við
banabeð föðursins. Konu sína misti séra Geir 23. okt. 1923,
eftir langvarandi vanheilsu.
Séra Geir var mætur maður og merkur. Flann var annál-
aður söngmaður og sönglistin var yndi hans og sæla, þótt ástæð-
urnar leyfðu ekki, að hann helgaði henni lífsstarf sitt. Hér á
Akureyri var aðal-lífsstarf hans unnið í prestsembættinu og hér
mun minning hans geymd með virðing, aðdáun og hlýhug,
Hann var kennimaður góður og rækti köllun sína með stakri
samvizkusemi. Fáir kunnu sem hann að fagna rneð fagnendum
og hryggjast með hryggjendum; — mannúð, ljúfmenska og
drenglund voru meginþættirnir í líferni hans, — og það lýsti af
honum hvar sem hann var.
Pess vegna er bjart yfir minningu fians.
Gullskráning
skulda og inneigna.
Eftir Sigurjón Jónsson lœknir.
i
(Niðurlag.)
Eg sé ekki betur, en að þetta
fyairkomulag hafi aðalkosti stýfing-
ar eða verðfestingar, en sé laust við
hennar miklu ókosti, sem áður hafa
verið nefndir. Pað mundi að vísu
ekki bæta úr því ranglæti, sem þeg-
ar er orðið í skuldaskiftum manna,
en það mundi stýfingin ekki heldur
gera. En það mundi, eins og stýfing-
in, koma í veg fyrir frekara rang-
læti en orðið er, og það mundi, eins
og hún, koma í veg fyrir óeðlilega
gengishækkun af völdurn erlendra
gróðabrallsmanna. Mótbárur þær,
sem komu fram móti þessu fyrir-
komulagi, er eg hélt því fram á fram-
boðsfundum hér nýlega, voru
flestar ótrúlega léttvægar og iýstu
miklu trausti á þroskaleysi kjósenda.
T. d. sú, frá ritstjórá Dags, er elíi
frambjóðendur Framsóknarflokksins
á fiesta fundina (sbr. »eltir hvern,
sem gefur honum«) og fékk þar
fyrir bænastað sinn að auglýsa fá-
visku sína og mont, að fjármála-
fræðingar á Norðurlöndum væru
ósammála um ýms atriði, er snerta
gengismálið, og meðan svo stæði,
væri ekki til neins að ræða það.
Önnur höfuðmótbára hans var sú,
að þessi hugmynd væri upphaflega
frá Vilhjálmi á Bakka; það er satt,
að Vilhj. skrifaði grein um gengis-
málið, er kom í Degi um jólaleytið
í hitteð fyrra og mér hafði sést yfir,.
en þar var lagt til, að reikna allar
þáverandi skuldir og inneignir með
því gengi, er var á hverjum tíma
þegar til þeirra var stofnað; þetta
er nokkuð annað en hér er lagt
til, og að vísu næðist með því
enn fyllra réttlæti, en það yrði því
miður víst. alveg óframkvæmanlegt.
Annars er ekki vel skiljanlegt, að
það væri gild ástæða gegn nokk-
urri hugmynd, þótt hún væri frá
Vilhj. á Baklca, því að hafa skal holl
ráð hvaðan sem þau koma. Pá var
það ein mótbáran, að með þessu væri
gengismálið ekki Ieyst til hlýtar. Mér
sýnist sú mótbára álíka viturleg og
ef því væri haldið fram, að ekki
væri til neins að kemba ull né spinna,
af því að það bætti ekki til hlýtar úr
fatnaðarþörfinni. Pessar og þvílíkar
mótbárur koma í rauninni ekki ná-
lægt kjarna málsins.
Nær sanni, en lítiisvirði þó, er
sú mótbárá, er má hugsa sér frá
skammsýnum innstæðueigendum, að
þetta fyrirkomulag svifti þá þeim
gróða, sem þeir gætu haft afgeng-
ishækkun. En til þess gróða hafa
þeir ekkert unnið, svo að þeir yrðu
engum réttmætum gróða sviftir. Og
alveg eins og gullskráningin mundi
svifta þá óréttmætum gróða
af gengishækkun, mundi hún firra
þá óréttmætu tapi, ef gengið'skyldi
lækka.
Pá er sú mótbára hugsanleg af
hendi skultíunauta, að gullskráningin
kæmi í veg fyrir skuldalækkun, ef
gengið skyldi lækka. Vitanlega,
ekki verður bæði slept og haldið.
En skuldalækkun vegna gengis-
lækkunar er jatn óréttlát og skulda-
hækkun vegna gengishækkunar.
Pess ber og vel að gæta, að ef
gengi lækkar, þýðir það að öðru
jöfnu hækkað afurðaverð, svo að
framleiðandinn þarf ekki að eyða
meiru en ella af búsafurðum sínum
til að borga skuld, er hækkar að
nafninu til vegna gengislækkunar,
ef raunverulegt gildi hennar er
óbreytt. Annars eiga báðar þessar
mótbárur alveg eins við stýfingu, ef
hún tækist, því að henni er ætlað
að koma í veg fyrir röskun inn-
eigna og skulda vegna gengis-
breytinga.
Priðja teljandi mótbáran er sú, að
þeir fái samt óréttmætan gróða, sem
eiga fé inni frá þeim tíma, er gengi
var lægra en nú, og þeir verði fyrir
ranglátu tapi, sem tóku lán á sama
tíma. Satt er það, en sama yrði
uppi ef stýft væri. Og jeg býsí
við, að ókieift verði, að róta svo í
gömlum skuldaskiftum, að alt rétt-
læti verði uppfylt, En að ekki megi
hætta við rangindin og reyna að
að gera rétt framvegis aí því, að
áður hafi einhverjir verið órétti
beittir, sem ekki er unt að bæta úr
— það er mótbára, sem tæpast
verður gert ráð fyrir, að neinn haldi
fram í alvöru.
Pá mótbáru hefi eg enn heyrt, að
ríkið muni tapa á lánum þeim, sem
það hefir nýlega tekið erlendis til
að kaupa ræktunarsjóðsbréf og veð-
deildarbréf, ef gullskráning kæmist
á. Já, víst mundi það tapa og ætti
að tapa þeim óréttmæta gróða, sem
það fengi vegna gengishækkunar á
kostnað skuldunautánna að núver-
andi ásíandi óbreyttu, en engum eyri
mundi það tapa af fé því, er það
hefði fengið lánað eða ábyrgst, svo
framarlega sem gengi íslenzkrar
krónu væri ekki lægra, þegar guil-
skráning hefst en þegar útlenda
lánið var tekið. Setjum enn, að
gengið sé 80 þegar lánið var tekið.
Til þess að kaupa jarðræktarbréf eða
bankavaxtabréf fyrir 1000000 ísl.
seðlakrónur, þarf þá ekki ríkið að
fá lánaðar nema 800000 guilkrónur
eða þeirra virði í útlendum gjald-
eyri, og jafnvirði þessara 800000
gullkróna í ísl. seðlum fær ríkið
borgaðar hjá lántakendum, ef bréf-
in eru skráð með gullverði —
annars 1000000' seðlakrónur, sem
enginn veit hvers virði eru, geta
orðið jafnvirði sömu upphæðar í
gulli, og þá ranglátur og þungbær
skattur á lántakendum, en geta líka
orðið minna virði í gulli en lánið
var upphaflega, og þá yrði ríkið
fyrir óverðskulduðu tapi, er mundi
leiða til aukinna álaga á Iandsmenn
yfirleitt.
Pá er sú mótbára, að bankarnir
mundu tapa á gullskráningunni.
Nú starfa bankarnir aðallega með