Íslendingur


Íslendingur - 26.08.1927, Blaðsíða 1

Íslendingur - 26.08.1927, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Sírandgata 29. XIII. árgangur. Akureyrí, 26. ágúst 1927. 37. tölubl. Horfurnar. Eins og kunnugt er, hefir Fram- sóknarliðinu og socialistum sérstak- lega aukist svo mikið fylgi við ný- afstaðnar kosningar, að fyrirsjáanlegt er, að þessir tveir flokkar í samein- ingu hljóta að geta haft aðaláhrifin á stjórnarfarið hér á landi fyrst um sinn og sett sitt merki á það. Má því vænta straumhvarfa í stjórnar- framkvæmdunum og er mörgum það áhugamál, sem eðlilegt er, að fá að vita, í hverju breytingarnar aðallega verða fólgnar. Svar við þessari spurningu ætti að mega fá, sumpart af stefnuskrá flokkanna og sumpart af .andstöðunni undanfarið gegn núverandi stjórn. í þeim mál- urn, sem helst hafa verið árásarefni á hana, má sjá áhugamál t. d. Fram- sóknarflokksins. Eitt af árásarefnunum var gengis- hækkunartilraunir íhaldsstjórnarinn- ar. Stýfingarstefnan var lengi vel mál málanna hjá Framsókn. En nú um hríð hefir merkilega lítið verið hreyft við þessu máli. Pað virtist helzt svo, að þingmenn flokksins vildu sem mest komast hjá að ræða nokkuð málið á þingmálafundunum síðustu. Petta kemur íhaldsmönn- um raunar ekkert á óvart. For- sprakkar Framsóknar kveiktu þetta upp mestmegnis sem æsingamál, vegna þess, að þá vantaði þá í svip annað árásarefni á stjórnina, en þetta mál snerti hagsmuni fjölda manna og var því álitlegt til kjör- fylgis á margan hátt. En líklegt er, að engum leiðtoganna hafi í alvöru dottið í hug, að framkvænta stýf- inguna þó hægt. hefði verið. Þetta var bara vanaleg kosningablekking. Hjá nágrannaþjóðunum gengur stefnan öll í hækkunaráttina. Sérhver þjóð' telur það aðalmetnaðarmál sitt, að koma seðlum sínum í jafngengi við gull og hefir fiestum hlutlaus- um löndum tekist þetta, nema ís- landi og Spáni, sem kunnugt er. Að líkindum verður aldrei minst á stýfinguna framar. Framsókn getur líka afsakað uppgjöf sína í þessu máli með því, að samherjar þeirra, sosialistar, eru mótfallnir stýfingunni. Aftur á móti í Spánarmálinu eða bannlagabreytingunni hafa þessir tveir flokkar lengi staðið sameinaðir í andstöðunni gegn íhaldinu. Peir hafa margoft hallmælt íhaldinu fyrir að það stæði í veginum fyrir breyt- ingum á bannlagalöggjöfinni. For- ingjar þessara flokka, þeir Jónas frá Hriflu og Jón Baldvinsson, greiddu báðir í upphafi atkvæði gegn Spánarsamningnum. Hefðu þessir tveir herrar mátt einir ráða, væri nú fiskmarkaðurinn á Spáni eyðilagður og sjávarútvegurinn í kalda koli, þetta ber að hafa hugfast. Nú hafa Framsókn og socialistar nægilegt þingfylgi til þess saman, að koma hverri þeirri breytingu á lögunum í framkvæmd, sem þá lystir. Horfur eru því á, að aftur verði sjávarútvegin- um stefnt í voða með ógætilegum breytingum í þessa átt, en vonandi fer með Framsókn hér eins og í gengismálinu, að hún sér sig um hönd, er hún finnur til ábyrgðar- innar og sér afleiðingarnar greini- lega blasa við. Báðir þessir fiokkar hafa einnig verið sammála uni, að takmarka frelsi einstaklinganna, sérstaklega f verzlun og viðskiftum og fá hana ríkinu í hendur. Það má því alveg ganga að því vísu, að einkasölur í einhverri mynd verði endurreistar, t. d. á tóbaki, olíu og jafnvel á kol- um og máske einhverjum kornteg- undum. Ennfrernur rná búast við stjórnarafskifíum af útflutningsverzl- uninni, svo sem fiskinum og síld- inni. Hér þurfa því fylgjendur frjálsra verzlunar að vera á verði til þess að afstýra öfgunum á því sviði sem annarsstaðar. Verið getur þó, að reynsla undanfarinna ára hafi dregið nokkuð úrá huga Framsóknsrmanna í þessu efni. Sjávarútvegurinn hefir verið þyrnir í augum Framsóknar hingað til. Hún álíiur, að hann beri sök á burt- streyminu frá landbúnaðinum. Má því búast við, að fjármagni bank-» anna verði hér eftir beint meira út í sveitirnar en til sjávarins. Þetta er í rauninni hið eina nýtilega stefnu- mið flokksins, en beita verður því með hinni mestu gætni. En þessi viðleitni hefir snúist upp í andúð hjá leiðtogum flokksins gegn allri nýbygðinni við sjóinn og bæjunurn yfir höfuð, og sem hefir á sér aug- Ijósan menningar-fjandskap. Alslaðar er hneigð til sambygðar og sam- flutnings og það þýðir ekkert að spyrna á móti broddunum í þessu efni. Því má heldur ekki gleyma, að sjávarútvegurinn er aðalatvinnu- vegurinn og er lífsnauðsyn, að hann sé styrktur af því opinbera jafnhliða landbúnaðinum. Það virðist heldur ekki annað sýrma, en að leiðtogar Framsóknar og socialista séu sammála í því, að gengið .sé sem fyrst á milli bols og höfuðs á íslandsbanka, en hann hefir mest styrkt sjávarútveginn og aðallega veitt bæjarmenningunni stuðning. Ennfremur sýnaust þessir tveir flokkar á síðasta þingi vera því frekast fylgjandi, að kæfa at- vinnuvegina í kreppunni síðustu með því að hætta að veita þeim lengur framleiðslulán. Skrif Hriflu- Jónasar um skuldasöfnun bankanna í vetur var einn rtíðsöngur um at- vinnurekendurnar um það, hve iila þeir hefðu gætt lánsfjársins. Þessi stefna Framsóknar er ennþá vel lif- andi og eru horfur á því, að hún komi bráðlega í Ijós í framkvæmd- urn nýju stjórnarinnar — þá hefir Framsókn með sparnaðarhjali sínu og skömmum um íhaldið fyrir eyðslu þess, gefið í skyn, að ekki þurfi að vænta mikilla verklegra framkvæmda fyrstu árin frá þeirra hendi. AKUREYRAR BIO Laugardagskvöld kl. 9: % Eiilii vei! M átt Mw tyr en mist liefir. Áhrifamikil kvikmynd í 8 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Lewis S. Stone og Florence Vidor. Sunnudagskvöld kl. 9: Einbeittur vilji. Leynilögreglumynd í 8 þáttum, mjög spennandi. Aðalhlutverkin leika: Bianche Svveet, Bessie Love, Warner Baxter. Stórfengleg lýsing baráttunnar við vínsmyglarana í Ameríku. Eitthvað þvílíkar eru horfurnar framundan, ef dæma skal eftir þeim forsendum, sem nú liggja fyrir. Eftir þeim sigri, sem Framsókn- arflokkurinn fékk við síðustu kosn- ingar, hefði maður átt von á miklu nieiri fögnuði í herbúðum þeirra en raun hefir orðið á. En það er eins og sigúrinn hafi komið að þeim hálf óviðbúnum og er eins og einhver beigur sé kominn í þá með að taka við stjórninni og þeir van- treysti foringjum sínum til þess. En eitt virðast þeir vera sammála um og þáð er, að láta hið herfileg- asía yfir ástandinu og nrála það svo svart sem auðið er. Sumt af þess- ari svartsýni er vafalaust bragð til þess að slá varnagla strax íyrir væntanlegum glappaskotum þeirra sjálfra í framtíðinni, en sumt er eðli- leg afleiðing af getuleysi þeirra og vandræðum þeim, sem þeir eru komnir í. — Og þennan barlóms- söng hefja þeir einmitt á þesu ári, sem er eitíhvert það hagfeldasta, sem yfir landið hefir komið; fisk- urinnn er nú meiri en uppgripaárið 1924; síldveiðiti miklu meiri nú en í manna minnum áður, og útlilið fyrir heyfeng á sumrinu hið bezta. Það er útlit fyrir kyrstöðustjórn og niðurrifsstefnu, sem skiljanlegt er, þar sem tveir þröngsýnir stétta- flokkar ráða mestu. B. Á ao ■ Atlantsliafsfluoin. Lauslega heíir verið drepið á það í símskeytum undanfarið, að loks hafi tekist að komast loftleiðina milli Amer- íku og Evrópu. Atburðir þessir hafa vakið hina mestu eftii tekt út um heim. Stórblöðunum hefir ekki verið um annað tíðræddara síðustu mánuðina, enda hafa þessir viðburðir sett nýtt spor í áttina til stórfeldra framfara á fluglistarsviðinu. — Ameríku-auðmaður hefir fyrir nokluum árum síðan heitið þeim 25,000 dollara verðlaunum, setn fyrstur næði yfir Atlantshafið. Fyrstur réð á vaðið franskur flug- tnaður, Nungesser, og hafði hann einn farþega með sér Coli að nafni. Hann hóf flugið frá París og ætlaði til New York. Hann komst mjög langt áleiðis, Síðustu fregnir af honum herma, að hann hafi sézt við Ameríku-ströndina, þá á leiðinni í áttina ti! New York. En hann kom aldrei fram, hefir að likindum orðið fyrir einhverju sérstöku óhappi og farist. Hálfum mánuði síðar freistaði svensk- ættaður Ameríkumaður, Lindbergh að nafni, frá New York, gæfunnar, og ‘komst hann alla leið til París á 32^/2 klukkustund og hafði þá flogið lát- laust 3600 enskar mílur. Slundum flaug hanu i 10000 metra hæð, stund- um ekki meira eri í 10 metra fjarlægð fiá sjávarfletinum. Veðrið var kalt alla leiðina, svo að ísalög settust á vélina og seinkaði það nokkuð ferðinni. Hann segir, að ferðin hafi verið til- breytingalaus og sér hafi leiðst á leið- inni. Ekkert sá hann annað en enda- lausan auðan vatnsflötinn, en um nótt- ina grilti hann þó einstöku sinnum f Ijós langt niðri í myrkrinu, frá skipum, sem þar voru á ferð. Svo var hann þreyttur, þegar hann hafði lent á flug- vellinum i París, að hann féll í fasta svefn í bílnum, sem flutti hann til gistihússins. Honum var tekið með geysifögnuði í Parfs og allir keptust um að hylla hann og sýna honum virðingu. Verðlauuin fékk hann sam- stundis útborguð og fregnin barst til New York. !*•■■■■ Ný/a Bió ■■■■■ Laugardagskv. kl. 9: Samkvæmt áskorunum verður sýnd hin ágæfa mynd: Dðttir batsiRS. r.j Sunnudagskv. kl. 9: Kærustur Ljómandi skemtileg mynd.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.