Íslendingur


Íslendingur - 26.08.1927, Blaðsíða 3

Íslendingur - 26.08.1927, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR. 3 iil að ná nokkrum verulegum þroska, enda mjög vafasamt «m suma þeirra að þeir þrifust, svo sem niðurlagning síldar í dósir o. fl., og sýnist mér því að öll atvinnuhjálp þeirra hljóti að verða seinfengin og að sumu Ieyti vafasöm. Pess ber og að gæta, að eigi þeir að verða samkepnisfærir við samslags atvinuuvegi erlendis, verður að starfa með fullkomnum vélum og raforku, en sem minst með lifandi orku og að því leyti sem húu kann að verða óhjákvæmileg, verður hún að vera eins ódýr og hinn útiendi keppi- nautur fær hana. Gagnvart hinni inn- lendu noktunarþörf gæti að vísu kom- ið til mála að beita bönnum *og verndaitollum, en 'með þeirri afleið- ingu, að varan yrði dýrari eu ella og auk þsss er þörf vor fyrir viðkomandi vörur afartakmörkuð og gæfi því, ein út af fyrir sig, mjög þröngan markað. Pað er eftirteklarvert, að jafnframt því sem andm. minn leggur áherslu á, að dregið sé úr framleiðslunni úr skauti náttúrunnar, og það einkum þeirri framleiðslu, sem er auðfengnust og auðseldust, og í þess stað snúið að öðrurn óreyndum atvinnugreinum, bendir hann á tunnugeró og niður- lagningu síldar i dósir. Eg vil nú ekki ætla, að andm. minti geti ekki bent á fleiri smærri auka- atvinnugreinar, sem hér eru lítt eða óreyndar, en sjálfsagt að athuga hvort eigi geta þrifist og komið oss að nokkrum notum, esi hihsvegar iel eg réttmætt og eðlilegast að líta svo á, að það, sem hann sérstaklega bendir á í þessu sambandi, sé það, sem aðal- lega vakir fyrir honum og hann hefir mesta trú eða álit á, svo mikla trú, að hann virðist sjá þar einhvern óbrigðulan »kínalífseliksir« við öllu búskaparböli voru, en þó því að eins, að nægilega róltækar hömlur séu jafn- framt lagðar á. sjávarútveginn — aðal- framleiðsluna. Hvað viðvíkur kryddun og niður- lagningu síld ir í dósir, þá legg eg enganveginn á móti því, að sú at- vinnugrein sé reyud hér, en eg vil benda heiðr. andm. mínum á, að eins og sakir standa nú, að hinir útlendu kryddsíldar-neytendur geta fengið næga kryddsöltunarleppa hér og annan nauð- synlegari vinnulýð með þeim, m. ö. o. verkað sjálfir sína síld hér, er þessi atviimu/egur lokaður. í öðru lagi er það að athuga um þennan atvinnuveg, að þar sem hann er rekinn, notar hami næstum eingöngu ódýra kvennavinnu og mundi því naumast geta orðið hér sérlega girnileg atvinnubót fyrir verkfæra karlmenn, en um atvinnuskort kvenna er liér ekki að ræða. Tunnugerð hér á landi, í því augna miði að selja tunnurnar á útlendum markaði, sc eg eigi betur en að sé með öllu úti lokuð, hinsvegar ættum vér að smíða allar þær tunnur, sem vér sjálfir þurfum, og hygg jeg að það gæti gefið nokkurn arð eða sparað út- gjöld, en til þess yrði, eins og áður segir, að vinna með ódýru afli — raforku, og fullkomnum vélum, en þannig myndi þessi iðja nota í alt um firntíu manns og þar af að eins utn helming fullórðna karlmenn og það þó gengið sé út frá að hún starfaði ekki yfir síldveiðitímann eða sláttinn. Seljum nú svo, sem eðlilegast er, að ti! þessarar tunnugerðar yrði stofnað á Siglufirði, þá gæti hún að eins að litlu leyti bætt úr því atvinnuleysi, sem þar ríkir, en t. d. Akureyringar og aðrir bæja- og sjóþoipabúar væru jafn atvinnuiausir eftir sem áður þá tíma ársins, sem þeir fyrir ónógan skjpakost geía ekki stundað fiskiveiðar. Sania kæmi út, hvar setn tunnugerðin yrði seti niður, húti veitti hvergi nema örfáum verkfærum mönnutn viðunandi atvinnu. Ber því alt að sama brunni, eins og áður er tekið fram, að þessar og aðrar aukaatvinnugteinai, þólt þær annars kynnu að þrífast hér, bæta að eins að mjög litlu leyti umræddan veirarvintíuskort verkfærra manna, auk heldur að fært væri að kalla að þeim menn frá öðrum atvinnuvegum. Sú stefna andm. míns í atvinnu- málum, að vilja þrertgja að sjávarút- veginutn og draga úr frarrtleiðslu hatts, er frá öllum hliðutn óskiljanleg, hins- vegar er sú stefna skiljanleg frá þröngu sjónarmiði bænda, enda talsvert áber- andi meðal þeirra. Er bændum hér nokkur vorkunn, því að sjávarútvegur- inn er keppinautur þeirra um vinnu- kraftinn, auk þess hafa þeir það fram yfir andm. minn að geta betit á anti- an reyndan og farsæian atvinnuveg — landbúnaðinn, og er afstaða þeirra í þessu sambandi því öl! önnur og betri en andm. míns, er með greindri stefnu sinni gengur þvert á móti hags- munum þeirra manna, sem hann hefir lieitið leiðsögu sinni og forsjá. s 23/s 1927. Sveinn Bjarnason. 03 Sönsskemtanir Eggerts Stefánssonar. Eggert Stefánsson söngvari hefir dvalið hér á landi í suntar og sungið á ýmsum stöðum. Hér á Akureyri dvaldi Iiann nokkra daga og söng tvisvar í Akureyrar Bíó og tókst yfirleitt ágætlega, einkum fyrra kvöldið. Tónsvið Eggerts er ekki sérlega mikið, en rödd hans er víða hreimfögur og vel tamin; stundum getur það þó kom- ið fyrir, að honuin virðist ekki veita nógu lélt að ná háum tónuni, en oft eru þeir þó tilkomumiklir. Tónhæfni hans er held- ur ekki alveg óskeikul (»Kirkjukvoll« eftir B. P ). All-mörg lög eftir Sigv. Kalda- lóns söng Eggert og var meðferð hans á flestum þeirra prýðileg. »Alfaðir ræður* hetir vafalaust aldrei verið eins vel sungið hér, sem að þessu sinni. »Svanasöngur á heiðw tókst vel og einkum >ísland ögrutn skoriði. Af þeim útlendum lögum, sem Eggert söng bezt, má nefna: »Good by«, »Tar- antella Sincera« og sérstaklega »Annie Laurice«. Að söngvaratium tókst tæplega eins vel síðara kvöldið, þó margt væri ágætt, mun ltafa stafað af því, að fátt var um tilheyr- endtir, og þegar svo er, er mjög slæmt að syngja í salnum vegna bergmáls; alh slíkt hlýtur að hafa mikil áhrif á viðkvæm- an söngmann, sem lætur sér ant um list sína. Verðttr það að vísu ekki talið bæj- arbúum til vegsauka, hvað þeir nota sér illa þau tækifæri, er þeim býðst að hlusta á sönglistarmenn þá, er hingað leggja leiðir sínar. Aftur á móti Iáta menn sér oft sæma að fylla satnkomuhúsin, þegar eitthvað ómerkilegt er á boðstólum. Tilheyrendur Eggerts tóku honum vel og létu ánægju sína óspart í ljósi. Ungfrú Bryndís Ásgeirsdóttir aostoðaði við sönginn og fórst það laglega úr hendi. — X. Stúlka óskast í vetrarvist til Seyðisfjarðar. Upp- lýsingar í síma 102. fplp^ Undirritaðisr vifl kaupa tvo unga H R A F N A og einn ísfenzkan FÁLKA. Dr. Poul. Sigluíirði. Timburverzfun P. W. jacobsen & Sön. Stofnuð 1824. Símnefni: Granfuru — Carls-Lundsgade, Köbenhavn C. Selur timbur í smærri og stærri sendingutn frá Kaupmannahöfn. — Eik til skipasmíða. Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. Hefir verzlað við ísland í 80 ár. Úr heimahögum. Kirkjan. Messað kl. 12 á hád. í Lög- matmshlíð. Miimingarguðsþjónusta. Presturinn, séra Ingólfur Þorvaldsson, er til viðtals annað hvort á Hótel Gullfoss eða í húsi séra Geirs sðl. Sæmundssonar. Ton'ibólu ætlar Rauða Kross deildin hér í bænum að halda sunnud. 4. sept. Væri óskandi að bæjarbúar vildu styðja þetta uytsama félag með gjöfum til tombólunnar. Námsk'eið Rauða Krossins. Satnkvæmt tilmælum Rauða Kross deildarinnar hér t bænum, hefir stjórn Rauða Kross íslands ákveðið að senda higgað hjúkrunarkonu, frk. Kristínu Thoroddsen, til að halda námskeið í hjúkrun og hjálp í viðlögum. Kemur hún í lok septembermánaðar og dvelur fram í októberlok. Verður senni- lega mikil aðsókn að þessum námskeið- um, líkt og verið lrefir fyrir sunnan. Um fyrirkomulag uámskeiðanna verður auglýst síðar. Hjálprœðishcrinn hefir fengið leyfi til blómasölu 1, og 2. sept n. k., til styrktar gistihússtarfsemi sinni. Vonandi gera allir sér að skyldu að kaupa eitt eða fleiri blóm þessa daga, þvt herinn hefir al- staðar unnið viðurkenningu og tiltrú með starfi sínu, og hvern einstakan dregur að engu eitt blóm-verð (25 au.), en safnast þegar satrtan kemur. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband hér í kirkjunni Sigríður Moller héðan úr bæuum og Andr. Rasmussen, danskur stúdent. — Fóru ungu hjónin áleiðis til Danmerkur með Brúarfoss síðast. Mjúlkurfclagið. Fundir hafa uudati- farið verið haldtrir víðsvegar i hrcppum sýslunnar til þess að stofna deild fyrir- hugaðs Mjólkurfélags Eyjafjarðar. Hefir Jónas Kristjánsson frá Víðirgerði ferðast unt og mætt á þeim og reifað málið. Er búist við að það verði stofnað um nýársleitið og verði til húsa í gamla slát- urhúsi Kaupfél. Eyfirðinga. Dronning Alexandrinc kom í morgun með fjölda farþega. Landsbankanefndin. Einar Arnórsson prófessor, Olafur Johnson konsúll og Björn Árnason lögfræðingur kontu með Dr. Alexandrine í niorgun. Sildveiðin. Saltað hefir nú verið sam- talsl36,608 þús. tunnur, kryddaðar 46,217. En hvað mikið hafi farið í bræðslu, hafa ekki fengist ábyggilegar tölur um. I Brúarfoss kom 18. þ. m. frá Rvík norð- ur urn til útlanda. Hingað komu með skipinu Gísli Ólafsson simastj. og Ludvig Stoir kaupmaður Rvlk. Landssímastjór- inn fór héðan landveg til Reykjavikur. o. fl. niðursoðið fæst í verzl. Pétars H. Lárusnar. Afbragðs gott og vandað O R Q E L fæst til kaups með — tækifærisverði. — Upplýsingar gefur Áskell Snorrason. VeðricI. Fyrripart vikunnar hefir verið þurklítið og haustkali virtist vera í að- sigi. í gær brá til sunnanáttar og mild- ara veðurs. Kofoe.d Hansen skógræktarstjóri kom hingað til bæjarins landveg í gær frá Austurlandi. Hefir hann aðallega dvalið á Eiðutn i sumar til að athuga skógstæði þar, sem á að friða og girða. Sömu- leiðis hefir hantt um tíma dvajið á Hall- onnstað. Á tveim stöðum í Þingeyjar- sýslu er nú einnig gert ráð fyrir nýjum girðingum og friðunarsvæðum, við SÍcinnastað og Reykjahlfð. Skógræktar- stjórinn lætur vel ýfir framför skóganna t. d. Vaglaskógs. Hann fer héðan land- veg á tnorgun vestur og suður unt land. Fimleikaflokkar Bukhs komu með Dr. Alexandrine, eins og gert var ráð fyrir og halda sýningu hér í kvöld í Satnkomuhúsi bæjarins. Hafa Jteir haft sýningar bæði t Reykjavík og ísafirði og hlotið einróma lof. Indverjinn, C. finarajadasa, varaforseti Alþjóðafélags guðspekinga, kom með Dr. Alexandrine. — Heldur hann fyrirlestur í Samkomuhúsi bæjarins laugard. 27. þ. m., kl. 9. síðd., um »Hugsjónir guðspekinnar«. — Ræðumaður ntælir á enska tungu, en verður jafn-harðan snúið á íslenzku. — Aðgangur kostar 50 au. «>«>

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.