Íslendingur


Íslendingur - 26.08.1927, Blaðsíða 2

Íslendingur - 26.08.1927, Blaðsíða 2
2 lSLENDINOUR M Hveiti Maísinjöl Matbaunir Hafrar, L. Fyrirliggjandi: Sveskjur Döölur Fíkjur Rúsínur Sardínur. Ávextir niðurs. Bl. ávextir Apricosur Þurk. epli. BÉSKÍ F. H. KJartansson&Co, Hlutafélag. Reykjavík. Símnefni: S U G A R. Sírni 1520 STÆRSTU SYKURINNFLYTJENDUR Á ÍSLANDI. Seljum auk þessa: HVEITI, HAFRAMJÖL, HRÍSGRJÓN. OIBIBHaæBiaiHEIUK'IHaiHaBBnBBlliSISinBaESBBIilSIBHEEiSSSHœDHaBHHHKBiaBi ■ sa w w H Fáum dögum síðar flaug enskur maður Camberlain að nafni frá New York og ætlaði til Berlínar. Hann hitti þó ekki á Berlín, en lenti í siná- bæ í Suður-Rýzkalandi. En hann komst lengri leið en Lindbergh og hefir því Iengdarraetið í bili. Loks rak norðurpólsfarinn Byrd lestina og flaug frá Ameríku til Frakk- lands í lok júlímánuðar í sumar og hafði meö sér 3 farþega. Hann hrepti aftaka veður á leiöinni og þoku svo dimma, að hann sá ekkert frá sér nærfelt alla leiðina og landsýn fékk hann heldur ekki og varð að Iokum að lenda á hafi við Frakklandsströnd án þess að hann vissi hvar hann væri, en heilu og höldnu komst hann þó yfir, og þykir ferð hans hin frækileg- asta undir þessum kringumstæðum. Ferðir þessar sýna meðal annars, að hugrekki 'manna nú á tímum er engu minna en var fyr á öldum. Hver flug- garpurinn á fætur öðrum hættir nú lífi sínu yfir óravegu fyrir frægðina og heiðurinn. Jafnframt sýna þessar ferðir, að sá tími færist nú óðum nær, að menn geti ferðast jafn öruggir í loft- inu milli hins gamla og nýja heims eins og með úthafsdrekum nútfmans, sem nú kljúfa bylgjur Atlantshafsins fram og aftur. * * * 03 StjórnarnifiiiiuiiiH. Síðustu fréttir herma, að nýja stjórnin sé nú þegar mynduð og er embættaröðin þessi: Forsætis- og atvinnumálaráðherra: Tryggvi Þórhallsson. Fjármálaráðherra: Magnús Kristjánsson. Dóms- og kirkjumálaráðherra: Jónas Jónsson. Konungsstaðfesting er væntanleg á morgun. Pað er óþarfi, að kynna nýju ráðherrana fyrir þjóðinni. Peir eru allir þjóðkunnir af verkum sínum fyrir Iöngu. Pað hefir farið svo sem flesta grunaði, að sá hluti Framsóknarflokksins, sem hugði að mynda stjórn án hjálpar Jafnaðar- manna, hefir algerlega orðið undir, og Jónas hefir sigrað að nýju og bætt við sig einni virðingarstöðinni til. Dulbúinn socialisti er kominn í ráðherrastól á íslandi. En það líkist óneitanlega hnefahöggi beint framan í andlit meirihluta kjósenda þessa lands, að bændaflokkur þings- ins skuli einmitt velja í dóms- og kirkjumálaráðherraembættið þann mann, sem ennþá liggur rólegur undir áburðinum »ærulaus lygari og rógberi«. B. Á. 30 í ýmsum ríkjum í Evrópu hefir borið á Kommúnista-óeirðum, venju fremur á þessu sumri og hafa þær flesfar haft rót sína að rekja til Rúss- lands. Aðallega hefir þetta átt sjer stað í Englandi og Frakklandi. Úl af þessu eru útlend blöð farin að ræða mál þetta frá ríki$rjettar sjónarmiði, hvernig eigi að mæta þessari hreyf- ingu í lýðfrjálsum löndum. I flestum löndum koma nú Kom- múnistar fram sem vanalegir stjórn- málaflokkar og nota sér grundvallar- setningar og sofnanir hinna lýðfrjálsu landa til að undirbúa vopnaða bylt- ingu, sem einatt miðar að þvi, að kollvarpa öllu lýðfrelsi. Eins og stjórn-__ málaflokkur be jast Kotnmúnistar fyrir þjóðfélagsskipan, sem vill afnema alla síjórnmálaflokka, nema þeirra eigin flokk. í skjóli talfreisisins vinna þeir að afnámi alls skoðanafrelsis. Kom- múnistar taka ekki þátt í kosningar- baráttunni á Iöglegan hátt, eins og hinir flokkarnir, heidur hafa þeir stöð- ugt byltlngarstefnuna fyrir augum og til valdaránsins álíta þeir hvers konar meðul jafngóð og réitmæt. Það virðist því augljóst, að þessar aðferðir ertt óbærilegar og ólögmætar i lýðfrjálsu landi. Hvernig á ríkið að sýna þeirri sfefnu stöðugt umburðar- lyndi, sem leynt og Ijóst vinnur að eyðilegging þess sjáifs. Utanríkisráðh. Frakka, Sarraut, sagði nýlega í ræðu, sem hann hjelt í Algier, en þar eru blóðugar Kommúnista- byltingar nýlega afstaðnar: • Stjórnin hér getur ekki leugur þol- að hinar sí-endurteknu hvatningar til byltingar. Hún ætlar því að nota hvers konar lögleg ráð, sem fyrir hendi eru, til þess að bæla hreyfinguna niður. Á mótt þessu er ekki hægt að skjóta sér undir skoðanafrelsið. Eyðilegging föðurlandsins er glæpur, en- engin stjórnmálaskoðun. Kenning sú, sém undirbýr skelfingar borgara- stríðsins og rekur njósnarstarfsemi fyrir útlönd, er éngin fræðisetning, heldur bein árás á líf samborgaranna og öryggi ríkissins. Henni þarf ekki að mæta með rökdeilu, heldur með dómstóium og lögregluvaldi. Málið liggur ijóst við. Fyrir þingið og stjórnina verður þetta aðalatriðið. Kommúnisminn, það erhöfuðóvinurinn. * * sfs Vil kaupa 10 potta af Aðalbláberjum. M. H. Lyngdal. Silfurpeninga — danska, norska og svenska — tek eg fyrst um sinn. Páll Sigurgeirsson. Símskeyíi, (Frá Frœttastofu Islands.) Rvík 25. ágúst 192JT Utlend: Frá Boston: Sacco og Vanzetti voru líflátnir, þrátt fyrir öflug mót- mæli. Pegar fregnin varð kunn, urðu óeirðir og götubardagar og mótmælaverkföll í ýmsum borgum Evropu og Ameríku. Innlend: Allmargir togarar eru nú komnir ásalt fiskveiðar og ísfiskveiðar, flestir fyrir vestan Iand. Tveir drengir á fermingaraldri í Ferjukoti í Borgarfirði voru að at- huga byssu og hljóp skot af henni í kvið öðrum drengnum, syni Lár- usar Félsteds hæztaréttatlögmanns. Læknar héðan gerðu uppskurð og saumuðu 'saman garnir, en kúlan fatist ekki. Drengurinn er nú látinn. Síöustu útlendar fréttir: Frá París: Kommúnistar hafa gert óeirðir útaf líflátsdómi Sacco og Vanzetti. Alvarlegir götubardagar, 1000 urðu særðir. Lögreglan sigr- aði. 250 voru teknir fastir. C3 Síeinþór Guðmttndsson skóla tjóri hefir nú í 63. tbl. Verkamsnnsins svar- að grein minni í 33. tbl. ísiendings þ. á. Eg vil taka það strax fram, að háfi téð grein inín verið ókurteis og því móðgandi fyrir heiðr. andmælanda minn, eins og mér skilst á svari hans, þá er það fuilkomið óviljaverk og það því fremur sem greindur Steinþór hefir aldrei lagt til mín á þann hátt. Hafi heiðr. andm. minn móðgast af því, að eg taldi hann fara rangt eða hiutdrægt með staðreyndir, þá verða þau ummæli mín þó að standa sem réttmæt og rökstudd; annars vil eg rétt benda andm. mínum á, að hann byrj- ar strax téð svar sitt með því að rang- færa skrifað og skýrt mál mitt, tii þess að vekja gegn því ómaklega andúð hjá iesendum Vkm. og vildi eg mega biðja mig undan því framvegis, ef við skyldum eiga eftir að ræðast við frekar. Eg hefi hvergi »talið um að gera að koma upp sem mestum og dýrustum skipa - stól,« eins og heiðr. andm. minn orð- ar það eftir mér, heidur fyrst og fremst andmælt því, að dregið væri úr fisk- framleiðslunni og jafnframt talið fijót- virkustu og öruggustu atvinnuhjálpina í því að gera fiskiskipakost vorn svo mikinn og trausian, að sá hluti þjóð- arinnar, sem ekki hefir »að öðru að flýja« en útgerðinni, geti á öllum tím- um ársins afiað sér þess bjargræðis, sem bæði er nóg til af og hann verð- ur að lifa á, en að svo sé nú, vantar því miður mikið á og af því og fyvir L RYELS VERZLTJN. Alt er þegar þrent er, segir mál- tækið, en þrent er það, sem ein- kennir Ryels Verzlun, og er það hið stóra og sinekklega úrval, hinar góðu og vönduðu vörur og hið afar lága verð. — Þetta þrent hefir á fáum árum gert Ryels Verzlun að einni af stærstu sér- verzlunum þessa lands og frá mánuði til mánaðar aukið við- skiftavini verzlunarinnar. Lítið inn í búðina og sjáið hið gríðar- stóra úrval af ullargolftreyjum, okkar afar ódýru svuntur, okkar ódýru flónels- og léreftsrestar, hið afar fjölbreytta úrval af kven- barna-og herrasokkum, manchett- skyrtur og flibba, bindi og slauíur. Munið, að beztu og fallegustu fataefnin og cheviotin fást hjá Ryel og athugið okkar afar fjöl- breytta úrval af alskonar kjóla- tauum, káputauum, sængurvera- efnum, tvisttauum, flónelutn og ótal aðrar góðar og ódýrar álnavörur. Baldvin Ryel. það eitt er hið marg umrædda vetrar- atvinnuieysi. Okkur beiðr. andm. niinn greinir ekki á um atvinnuleysið og að úr því þurfi og verði að bætá, eigi stækkun þjóðarinnar ekki að vera ofurseld and- Iegri og líkamlegri eyðiieggingu eða landflótta. Uin aukningu smærri iðju og iðnaðar í landinu erum við einrtig sammála, en aflur munum við líta nokkuð ólíkt á, að hve mikilli atvinnu- hjálp sú aukning geti orðið. Fyrir andm. mínum virðist vaka, að með henni fáist ekki einasta full bót á hinum stöðugt vaxandi vetrarvinnu- skorti, heldur megi líka og sé byggi- legast að draga úr hinni vel þektu framleiðslu aðalbjargræðisvöru vorrar, kalla eittbvað af sjómönnunum heim og láta þá fást við önnur síörf, lílt þekt hjer og óþekt, svo sem að brytja síld og leggja í dósir, smíða tunnur o. s. frv. Eins og eg hefi tekið fram áður, tel eg oss bera að stefna að því, að eigu- ast og efla sem flest? atvinnuvegi, að svo miklu leyti, sem þeir eru arðvæn- legir og þjóðinni hollir, þ. á. m. bæði kryddun síidar og tunnugerð, en jirátt fyrir það má að minni hyggju aldrei gleymast né vanrækjast að leggja höfuð áhersluna á sjáifa framleiðsluna úr skauti lands og sjávar, því að eins og hagar til hjá oss, er hún og verður sennilega lengst aðalundirstaðan undir lífi þessarar þjóðar. Eg er víst ekki eins bjartsýnn og heiðr. andtn. minn, Steinþór Guð- mundsson, í það minsta ekki eins trúaður á þá aukaatvinnuvegi, sem hér má telja líklega. Er fyrst á það að líta, að fyrir ýmsar óviðráðaniegar or- sakir hafa þeir miður góð vaxtarskil- yrði liér og þurfa því all-langan tíma

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.