Íslendingur


Íslendingur - 07.10.1927, Blaðsíða 3

Íslendingur - 07.10.1927, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR. 3 9. Œrynjólfsson <$> 9ÍVARAN. HEILDSALA. UMBOÐS VERZLUN. SIMNEFNI VERUS. SÍMI 175. PÓSTHÓLF 6. Akureyri 1. október 1927. TILKYNNING. Til kaupmanna og kaupfélaga á Norðurlandi. Það tilkynnist hér með, að við höfum opnað hcr á Akureyri skrif- stofu, sem œtlað er að annast viðskifti okkar á Norðurlandi. — Við útvegum beint frá ágætum verksmiðjum og verzlunarhúsum crlendis allflestar vörutegundir, svo scm allskonar kornvörur, nýlenduvörur, niðursuðuvörur, mjólk, ávexti, nýja, þurkaða og niðursoðna, sælgæti, vindla, hreinlætis- vörur, vefnaðarvörur, veiðarfæri. manilla, hessian striga, bindigarn, ullarballa, þakjárn o m.fl. Einnig munum við ávalt hafa fyrirliggjandi hér á Akureyri birgðir af allskonar nauðsynjavörum o. fl. með svo vægu vetði, sem frekast er unt. — Að fiessu sinni er ókleyft að telja upp allar okkar fjölbreyttu vörutegundir, en gerið svo vel og lítið inn til okkar í Hafnarstrœti 100 (Hótel Oul/foss, neðstu hœð), símið okkur eða skrifið, og mun öllutn fyrirspurnum verða svarað greiðlcga. — Virðingarfylst P. p. I. Brynjólfsson & Kvaran, Ágúst Kvaran. P. S. Með síðustu skipum höfum við fengið miklar birgðir af allskonar nauðsynjdvörum. Viðskifti aðeins við kaupmenn og kaupfélög. Kaupið aðeins góðar miðstöðvarvélar. Reynslan hefir sýnt, að þær eru áreiðænlega langbestar frá N. A. CIIRISTENSEN & CO., Nykjöbing. Allar upplýsingar gefur Tómas Björnsson. Hráoim-hreyflllinn ,GEEI' er bygður úr aðeins úrvalsefni, og allur frágangur hinn vandað- asti. Hann er traustur en óbrotinn, gangviss og olíuspar, með öllum nýtízku útbúnaði. Hinn ábyggilegasti skipa- og bátahreyf- ill. Festið ekki kaup án þess að Ieita upplýsinga hjá umboðs- mönnum, eða P. A. Ólafsson, Reykjavík. Handavinnu- námskeið fyrir stúlkur byrjar 20. þ. m, Guðrún Einarsdóttir. Margrét Jónsdóttir. Hótel Gullfoss. Ur heimahögum. Kensla. Tek börn og unglinga iil kenslu næstkomandi vetur. Semjið við mig sem fyrst. Aðalbjörn Krisijánsson, Glerárgötu 9 Akureyri. Einarsson á Flatey á Breiðafirði og séra Sveinbjörn Högnason á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Uinsóknarfrestur var útrunninn 4. þ. m. Akureyrarprestakall. Talið er víst, að þessir prestar sæki: Séra Friðrik J. Rafnar á Útskálum, séra Ingólfur Þor- valdsson, settur prestur hcr, séra Sigurður Leiðrétting. í nokkrum eintökum af síðasta blaði var dánardægur Björns G. Blöndals læknis talið vera 22. sept., en átti að vera 27. sept. Sjötugsafmœli átti 4. þ. m. Kristján Jósefsson síldarmatsniaður. Mun hann annar elzlur fæddur Akureyringur, sem nú á hér heimili. — Satna dag átti og sjötugsafmæli Pálína Bjarnadóttir, ekkja Sigurðar Eirikssonar sniiðs. Jón Steingrimsson bæjaríógetafulltrúi var á síðasla bæjatstjórnarfundi kosinn í skólanefnd kaupstaðarins. lbscns-minning. í marz-mánuði í vet- ur komandi erú liðin 100 ár frá því að norska skáldið Heudrik Ibsen fæddist. Að sjálfsögðu verður þá hins niikla skáld- konungs minst víðsvegar um hinn nient- aða heim og sýnd á leiksviði ýms rit hans. Eftir því sem Morgunblaðið skýrir frá í viðtali við lndriða Waage, ætlar Leikfélag Reykjavíkur að efna þá til sýn- iugar á einhvetju leikriti Ibsetts. og er svo gert ráð fyrir, að Haraldur Björnsson taki að sér uinsjón á þeirri sýningu og leiki sjálfur aðalhlutverkið. Skipakomur. Brúarfoss kom á miðviku- daginn vestan um og fór aftur í nótt. Tók hann fryst kjöt, sem kaupfélög Eyf. og Vestur-Húnvetninga senda til Englands. — Nova koin í morgun frá útlönduni. — Goðafoss er væntanlegur í fyrratnálið. Er þetta aukaferð og fer hann héðan til Reykjavíkur aftur og þaðan út. — Nord- land kom í vikunni með kol til Ragnars Olafssonar. Hjálprœðisherinn. Foringjaskifti hafa orðið hér við Fljálpræðisherinn. Heitir nýi foringinn Olafur Oddson, og er ný- kominn hingað frá Danmörku, þar sent hann' þrjú og hálft ár hefir starfað við að- alstöðvar Hersins. Heildverzlun I. Brynjólfssonar & Kvar- ans í Rvik hefir sett upp útbú hér á staðn- um til þess að annast viðskifti sín á Norð- urlandi. — Veitir Ágúst Kvaran útbúinu forstöðu. Mannalát. Guðmundur Jósefsson gull- smiður, sonur Jósefs Björnssonar kennara á Hólum, andaðist í New York 1. þ. m. Guðntundur sálugi nam gullsmíða-iðn í Reykjávík og sótti framhaldsnám í Dan- mörku og Þýzkalandi. Hin síðustu fimm ár dvaldi hann í Ameríku og stundaði þar iðn sína. Góður drengur og vel lát- inn, og er sár harmur kveðinn að foreldr- um hans og aðstandendum við fráfall hans. — Hinn 5. þ. m. andaðist hér á Sjúkrahúsinu Helga Pálína Guðntunds- dóttir frá Hólakoti í Saurbæjarhreppi, mesta efnissúlka, 15 ára að aldri. Pdll Zophoniasson skólastjóri á Hólum hefir nýlega verið ráðinn ráðunautur Bún- aðarfélags tslands í nautgripa- og sauð- fjárrækt, frá 1. júní n. á. að telja. — Auk hans sóttu 7 aðrir um stöðuna. Brynleifur Tobiasson kennari hefir af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu verið skipaður formaður skólanefndar kaupstað- arins í stað Geirs heitins Sæmundssonar. Marsvinarekstur. Um 300 marsvfn tókst Hellisandsbúum að reka á land 6. f. m. Urðu þeir varir við tórfuna skanit undan landi, og brugðu skjótt við og mönnuðu allar þær fleytur, er sjófærar voru og lögðu til bardaga við ntarsvíuin, með þeim ár- angri, sem fyr segir — Marsvínarekstur er ntjög sjaldgæfur fengur hér á Iandi, en aftur ntikið um hann í Færeyjum. — Múgnr og margntenni úr Sandi og Olafs- vík safnaðist þegar á hvalfjöruna er tið- indin spurðust, bæði til að bjarga úr sjó og vinna að hvalskurði. — Hreppurinn fær helming af ágóðanum af sölu tnar- svtnantta, en rekstrarmenn hinn helming- inginn, Rengi var selt á 30 au. kg. en kjöt á 10 au. Til leigu í miðbænum 3 sólrík herbergi með miðstöðvarhita, geta verið með hús- gögnum ef óskast. R. v. á. BEZTU byssur og skotfœri fást hjá Signmndi Sigurðssyni, Nýkomið: Kven-Vetratkápur Kven-Rykfrakkar Kven Regnkápur Telpukápur Drengjafrakkar. Kven-nærfatnaðun sérlega ódýrt. Mikið af nýjum vörum væntan- legt með «Nova.« Orauns Verzlun. Páll Sigurgeirsson, Bréfleg kensla (hinir svo nefndu »bréf- skólar« eða >korrespondanse«-skó!ar) er nú farin að tíðkast viðsvegar unt heim, og m. a. á öllunt Norðurlöndum, nema fslandi. Ætti þó sú kensluaðferð óefað betur við hér á landi, heldur en víða annarsstaðar, bæði sökum strjálbygðar og erfiðra staðhátta, og einnig sökum þess, að ennþá er sjálfsmentunin hin raunveru- lega undirstaða íslenzkrar alþýðumenn- ingar. — Bréfskólar voru fyrst stofnaðir á Eng- landi um 1890. Hafa þeir náð mestri full- komnun i Atneríku, og veita þeir nú kenslu í fjölda námsgreina, bæði bóklegra og verklegra. Lúka nemendur þar fullnaðar- námi í ýmsum fræðigreinum, taka próf hljóta einkunnir o. s’ frv. Fyrsta sporið í þessa átt hér á Iandi hefir Jón íþróttakennari Þorsteinsson frá Hofstöðum stigið með íþróttakenslu þeirri, er hann auglýsir í blöðunnm um þessar muudir. Verður kenslu þessari hagað á þann hátt, að einu sinni í hverjum mán- uði verða nemendum send verkefni, en það eru bréf með nákvæmri lýsingu lík- amsæfinga þeirra, sem iðka á þann mán- uðinn, og fylgja bréfinu margar ágætar myndir til leiðbeiningar. Verður þannig bygt smá saman ofan á undirstöðu atriðin, svo að nemandi hefir að lokurn lært heilt kerfi samræmra æfinga. Getur keusla þessi orðið mjög handhæg og óefað afar notadrjúg, bæði sem sjálfstætt leikfimis- nám til þroska og verndunar almennri heilbrigði, en einnig nauðsynleg undir- staða undir; frekara íþróttanám. Það væri óskandi, að nýntæli þessu verði vel tekið, enda er hér ágætt tæki- færi fyrir hvern sem er, víðsvegar um land, gamla menn jafnt sem unga, að afla sér all-rækilegrar kenslu í þessum efnum gegn mjög lágu verði. Mun Jón Þor- steinsson fúslega svara öllum fyrirspurn- um í þessa átt, og ættu væntanlegir nem- endur því að leyta til hans setn allra fyrst Helgi Valtýsson. Gleymið ekki að borga Islending nú ( haustkauptíðinni! V é I r i t u n tek eg að mér. Finnbogi Jónsson, t

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.