Íslendingur - 07.10.1927, Blaðsíða 2
2
fSLENDINQUR
OlmT
Pakjárn
Fy ri rl iggj an d i:
Pakpappi
Paksaumur
Innanhússpappi
Málning.
og voru svo lög, í þessu efni, samin
á þingi 1909, en þó má lelja, að
bannlögin hafi fyrst komið til veru-
legra framkvæmda 1. jant 1915. —
Þá átti landið að vera þurausið, og
hverjum dropa, sem þá fanst í land-
inu, helt niður. — Bannlögin hafa
því verið í gildi nú í 12 ár, og ættu
því afleiðingar þeirra nokkurnveginn
að vera orðnar lýðum Ijósar, og
reynslutími þeirra orðinn nógu langur,
til þess að sýna réttmæti þeirra. —
Á þessu árabili hefir þeim oft og
þráfaldlega verið breytt, bæði að efni
og formi. — En reynslan hefir sýnt
það, að afleiðingarnar hafa orðið
hinar herfilegustu. — Bannlögin hafa
reynst siðspillandi fyrir þjóðina, sér-
staklega hina uppvaxandi kynslóð, og
dýr f framkvæmdinni, með því að
svifta ríkissjóð áður vissum tekjum. —
Nú er svo komið, að hartnær helm-
ingur allra Islendinga eru orðnir lög-
brjótar, þar á meðal valdsmenn lands-
ins, æðri sem lægri, alþingismenn,
ritstjórar, prestar, bændur og sjómenn,
og yfir höfuð menn, í öllum stéttum.
— Virðingarleysi fyrir lögunum fer
altaf vaxandi. — Opinber drykkju-
skapur í aðalbæjunum, við flest tæki-
færi, svo sem samkomur, skipakomur
og almenna mannfundi, er orðinn
eins mikill nú, eins og á drykkjuskapar-
öldinni, áður en bindindisstarfsemi
hófst hér á landi. — Yfirvöld lands-
ins hafa flest gefist upp við að fram-
fylgja lögunum. Telja það ófram-
kvæmanlegt lengur; enda er hinn
ólöglegi innflutningur áfengis orðinn
svo mikill, að ómögulegt er að gera
sér í hugarlund, hve miklu hann nemur.
Vínbann er óframkvæmanlegt á ís-
landi. — Strandlengjan, með öllum
sínum víkum og vogum, er svo stór
að tiltölu við fólksfjölda landsins, að
ógerningur er að hafa svo viðtæka
tollgæzlu, sem mundi nægja til þess,
að framkvæma nógu stranga gæzlu, á
öllum þeim stöðum, sem ti! greina
gætu komið í þessu efni. — Annað
er það, að samgangur skipa hér frá
landi við útlend skip, er meiri en víð-
ast annarstaðar; það gera fiskimiðin
hér við land. — Fyrir suður- og
vesturströndinni, og jafnvel austantil
líka, er á fiskveiðunum daglegur sam-
gangur milli íslenzkra og útlendra tog-
ara, svo að segja næstum allan ársins
hring. — Öll þessi útlendu skip eru
frá vínfrjálsum löndum, og hafa öll,
að meiru eða minna leyta, vín innan-
borðs. — Hið sama má segja um
sfldveiðitímann hér fyrir Norðurlandi,
að bæði innan og utan við landhelgis-
línuna, hafa íslenzk skip stöðugan að-
gang að víni í útlendum skipum. —
Tollgæzlan í þessum tilfelium, þar
sem skoða ætti hvert skip, sem að
landi kæmi frá veiðum, eða í hvert
sinn, er það brygði sér úr höfn, má
heita gersamlega óframkvæmanleg. —
Bað er óhætt að fullyrða, að fá lönd
eru, frá náttúrunnar hendi, eins opin
fyrir ólöglegum innflutningi, eins og
okkar land, vegna víðáttu og fram-
kvæmdaerfiðleika, til að framfylgja ör-
uggu, effektivu banni. — Hin tólf
ára reynsla bannsins hér á landi,
hefir því fyllilega sýnt það, að öruggu
banni verður eigi komið við hér. —
Hefir reynsla Norðmanna í þessu efr:i,
einnig sýnt það mjög Ijóslega, þvílíkt
vandræðamál þetta var orðið þeim.—
Síðari árin höfðu Norðmenn notað
allan hinn léttari hluta herskipaflota
síns, til þess að verjast vínsmyglurun-
um, en alt reyndist árangurslaust, og
smyglararnir úrðu þeim altaf slóttugri,
og stöðugt óx innflutningurinn. —
F*ó landgæzlan kostaði Norðmenn
þannig fleiri miljónir síðustu árin,
varð þessi síðasta sókn þeirra samt
sem áður árangurslaus. — Pegar
framkvæmd bannsins fór þannig í
Noregi, er ofurskiljanlegt, að hún gef-
ist heldur eigi vel hér, þar sem hvorki
er til að dreyfa tollgæzluskipum eða
herskipum, sem gætu gætt strandlengj-
unnar að nokkru gagni. (Meira).
B. Á.
©<§>
„Biðlar“ -?
Tíminn, Dagur og Verkarnaðurinn létu
sér ant uin það á n.liðnu vori og sumri,
að hafa óvirðuleg orð uni keppinaut Ing-
ólfs i Fjósatungn hér í bingeyjarsýslu um
þingsætið. Enginn undrast það, að mál-
gögn Jónasanna gerðust andrömm út af
þvi framboði, en hitt var meiri furða um
blað bræðranna.
Tíminn hafði þau litilsigldu orð um
framboð Sigurjóns Friðjónssonar, að
Magnús ráðherra hefði leyft honum að
kalla sig jafnaðarmann — eða á þá leið
féllu froðuyrðin. En Dagur lét svo um-
mælt — að sögn — að S. F. eða íhaidið
hefði „biðlað til jafnaðarmanna í S.-Þing-
eyjarsýslu".
Brynleifur vor mun hafa átti þessi
skáldlegu orð og munu þau eiga að vera
hnjóðsyrði í garð Litlulauga bóndans. En
torskilin er sú snakilska, þar sem i hlut
á sá maður, sem biðlaði til jafnaðar-
manna í Skagafirði.
Þau andsvör tjóa eigi i þessu máli, að
Framsóknarmenn og jafnaðarmenrf séu
skyldari inn við völubeinið en jafnaðar-
menn og íhaldsmenn. Sjálfur J. J., sem
nú er ráðherra að nafnbót, hefir oftar en
einu sinni sagt það í blaði sínu, að Fram-
sókn muni berjast með íhaldinu gegn
höfuðmáluin jafnaðarmanna, t. d. þjóðnýt-
ingu, ef í harðbakka slægi.
Af þvi að Sigurjón bróðir minn var hér
i boði með stuðningi mínum og svo vegna
þess, að hann mun hafa verið vant við
kotninn á þessu sumri að standa í hólm-
gönguin vegpa heimilisvanda — veikinda
— vil eg minnast á framboð hans, þó að
þessir hnútumenn, sém eg nefndi, séu
ekki svara verðir.
Það er satt, að Sigurjón hafði stuðn-
ing jafnaðarmanna hér i sýslu og íhalds-
manna. Því var svo háttað, að hann var
samþykkur báöuin þessum flokkum i
gengrsmálinu.
í fyrsta lagi það.
í öðru lagi var hann samþykkur stjórn-
inni i járnbrautarmálinu. Stjórninni treysti
hann betur, þeirri, sem kend er við Jón
Þorl., til að fara með fjármál landsins en
öðruin tilvonandi stjórnendum þessa rang-
nefnda rikis.
Jafnaðarmönnum varhann i verzlunar-
málum svo nákominn, að hann var hlynt-
ur ríkissölu á síld og jafnvel saltfiski. í
þessum efnum eða greinuni var fólgin
pólitisk trúarjátning Sigurjóns.
Eg sé eigi, að hann sé óvirðingarverð-
ur fyrir það, þó að hann teldi sumt rétt
í stefnumálum jafnaðarmanna, og sumt i
stefnumálum íhaldsins. Jafnvel traustir
flokksmenn eru sífelt ósamþ. sumum
skoðunum síns flokks. Þannig er M. J.
Kristjánsson, ráðherra, gagnstæður félög-
um sinum, hinum pólitisku, í gengismál-
inu, sem Tr. Þórhallsson kallar „mál mál-
anna“. Og sumir góðir íhaldsmenn eru
ósamþ. göndu stjörninni í járnbrautar-
itftlinu. Og er það mál að vísu stjórn-
mál.
Eg vil geta þess, að Sigurjón Frið-
jónsson var svo óáleitinn á fundum í
kjördæminu, og er svo gæfur annars-
kostar, að hann hefði átt að vera óáreitt-
ur i blöðunum, þó að hann biði sig frain
til þingmensku. Og það orð gat hann
sér á þingi meðal góðra manna, meðan
hann sat þar, að hann mátti þangað
aftur fara, fremur en sumir aðrir, sein
þangað háfa átt afturkvæmt. Eg ætla, að
samsýslungar hans hafi felt verð á hon-
um, m. a. fyrir skoðanir lians á gengis-
málinu. Þorri manna trúir því í einfeldni
sinni, að Framsókn inuni „festa krón-
una“ til hamingju skuidlegri alþýðu, og
bæta þannig úr „afglöpum" gömlu stjórn-
arinnar. Vér fáum nú að sjá, hvað
nýja stjómin gerir i því máli og öðrum
þeim, sem hún hefir hæst galað um.
Ég ætla, að hún geri ekkert í gengismál-
inu, annað en sú gamla gerði.
G Fr.
@©
Símskeyti.
(Frá Fréttastofu Islands.)
Rvík 6. okt. 1927
Utlend:
Frá London: Práðlaust viðtals-
samband við Canada var opnað í
gær.
Frá Berlín: Nýir verzlunarsamn-
ingar hafa tekist milli Persa og
Rússa, er heimila innflutning fyrir
50 miljónir rúblur til Rússlands.
Frá London: Samkomulag hefir
náðst um hringmyndun á »kemi«-
iðnaði Evrópu. Aðalþátttakendur
»British Chemical Industries® og
þýzku benzín-iðnaðarfélögin.
Frá New York: Hvirfilbylur hefir
valdið feikna tjóni í borginni St.
Louis. Yfir 5000 hús skemdust eða
hrundu, 86 menn fórust og yfir
1000 meiddust og um 25,000 urðu
heimilislausir.
Frá Moskva: Leon Trotzky hefir
verið útilokaður frá 3. Internationale
vegna tilrauna að mynda flokk utan
um sjálfan sig.
Miðsiöðvareldavélar
fæ eg með »lsland«. Pær eru ódýr-
ar og traustar, eins og önnur
»Svendborg« eldfæri. Þeir sem ætla
að fá sér miðstöðvarvélar í haust,
ættu sjálfs síns vegna að >tala við
mig, áður en þeir kaupa hjá öðrum.
fón Stefánsson.
Strandgötu 35. Akureyri.
J----------—----------------1»
Ifloniil iijá Ryei:
Silkikjólar frá kr. 9,90, hvit iéreft
frá 0,60 metr. afp., gardinur hv. og
misl. frá 6,90 fagið, herra axla-
bönd frá 1,00 parið, mjög falleg
divanteppi frá 14,00, röndóttar
karlm. buxur 9,75, rúmstæði 22,00,
grammofónar frá 10,50, kaffiflösk-
ur 1,65, nýmóðins strástólar frá
18,00, flibbar frá 0.40, ágætar velr-
arkvenbuxur 2,75, barnabuxur frá
1,25, fyrirtáks sængurveratau 1,00
mt., smekksvuntur frá 2,85, afar
fallegir dömunáttkjólar frá 4,90, hv.
kvenskyrtur á 3,25, ágæt tvíbreíð
madressuboldang á 2,60 met., fal-
legt hv. gardínutau á 1,00 met.,
nýmóðins alullar golftreyjur á 7,50,
drg. peysur frá 3,00, nýmóðins
karlru. pullovers á 6,25, afar stórt
úrval af altvibreiðuin kápu- og
ulstertaum frá 6,90 met., fatatau
altvíbreið frá 6,00 mek, bindi frá
0,75, ferðakoffort frá 6,75, karlm.
h skinnhúfur á 6,90, loðskinnshúfur
H á 25,00, stóra ullarlrefla á 1,50,
morgunkjóla á 3.50.
1 Baldvin Ryel.
\___________________________r
Innlend:
Dómsmálaráðherra hefir fyrirskip-
að sakamálsratinsókn út af sjóðþurð-
inni hjá Brunabótafélagi íslands, og
hefir dr. jur. Björn Þórðarson verið
skipaður setudómari í málinu. —
Ojaldkerinn hefir verið settur í
gæzluvarðhald.
Aflasala togaranna góð undan-
farið. Seldi »Ólat'ur« afla sinn í
Englandi í gær, 991 »kit«, fytir 2258
sterlingspund, »Maí« í fyrradag, 836
»kit«, fyrir. 1846 sterlingspund og
»Oyllir« 1068 »kit« fyrir 2482 stpd.
Ofsarok af suðaustri í fyrradag.
Gerði talsverðar skemdir.
Sænsk-íslenzka frystihúsið í Rvík
mun verða bygt í vetur. 5 Svíar
komu hingað í fyrradag. 2 þeirra
eru verkfræðingar, sem umsjón eiga
að hafa með verkinu.
Smásöluverð í Reykjavík í sept-
embermánuði hefir verið 7°/° la;gra
en í sept. í fyrra. Á síðastliðnu ári
frá sept. í fyrra, hefir nálægt þre-
falt meiri verðlækkun orðið á inn-
lendum vörum en útlendum, eða
12°/o á móti 4°/o, — en miðað við
stiíðshækkunina hefir verðhækkun
innlendra vara verið rneiri en út-
lendra.
ao n
Til
Kristjúns Kristjdnssonar
söngvara.
Þökk fyrir sönginn, söngvin kœr,
sálu mína, er endurncerir;
fleiri munu fjœr sem nær
fá þinn hæl við sínar tœr,
þegar harpan hljómþýð slœr
hup tninn burt af jörðu fœrir.
Þökk fyrir sönginn, söngvin kœr,
sálu mína, er endurnœrir.
M. E.
Saltfiskur.
Er kaupandi að alflöttum stór- og
smá-saltfiski, bæði metið og ómetið.1
Axel Kristjáhsson.